Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980
63
66
Jethro Tull
(Chrysalis)
Eins og fram kom hér í'
Slagbrandi fyrir nokkrum vik-
um, hefur orðið breyting á
Jethro Tull.
Einungis Ian Anderson og
Martin Barre eru eftir af gömlu
hljómsveitinni, en nýju meðlim-
irnir eru Dave Pegg, bassagít-
arleikari, sem áður var í þjóð-
lagarokkhljómsveitinni Fair-
port Convention, Eddie Jobson,
hljómborðs- og fiðluleikari, sem
áður hefur leikið með UK,
Frank Zappa og Roxy Music, og
Mark Craney, ungur trymbill,
sem á ekki þekktan feril að
baki.
Flestir vonuðust eftir ferskum
blæ í tónlist þeirra og má segja,
að sú von hafi ræst.
Lögin eru eftir sem áður eftir
Anderson og sungin af honum,
flautan mikið notuð og gömlu
Tull taktarnir eru enn til staðar,
en samt er eitthvað ferskt.
Anderson hefur löngum verið
þjóðlagasöngvari í eðli sínu og
heyrist það að nokkru hér í gegn.
Anderson heldur hér áfram að
fjalla um umhverfismál í sögum
á svipaðan hátt og Steeley Span
fluttu sína tónlist á sínum tíma.
Anderson og Jethro Tull hafa
löngum verið mikið gagnrýnd
hljómsveit fyrir tónlist sína,
sérstaklega vegna þess að þeir
hafa aldrei fylgt neinum sér-.
stökum tíðaranda. En tónlist
þeirra er öll byggð á sterkum
grundvelli, þjóðlagatónlist.
Andinn yfir þessari plötu er
óvenjuléttur og leikandi miðað
við það, að þeir eru að fjalla um
alvarleg mál. Þó að á undanförn-
um plötum hafi tveir hljóm-
borðsleikarar verið til staðar eru
hljómborðin hér mun fjölbreytt-
ari og meira í forgrunni en áður.
Mörg laganna fjalla beint um
manninn, sem er flæktur í vinnu
sinni, viðfangsefni sem Ander-
son vinnur vel úr í lögunum
„Working John Working Joe“,
besta lagi plötunnar, svo og í
„Uniform".
Einnig er texti bílaáhuga-
mannsins „4 W.D.“ með nokkuð
smellnum texta.
Lögin á þessari plötu eru
kannski ekkert sterkari en á
undanförnum plötum frá Jethro
Tull, en vegna mun betri flutn-
ings og nýs lífs í æðum hljóm-
sveitarinnar er þessi plata þeim
flestum fremri.
hia
Bob Magnusson.
Plötupressan
Alfa hefst í
næstu viku
PLÖTUPRESSAN Alfa er að
hefja störf i næstu viku. Hefur
hún verið prófuð undanfarna
daga og er verið að klára að
yfirstíga byrjunarörðugleika.
Ekki er enn víst, hver verður
fyrsta platan sem unnin verður, en
prófanir undanfarnar vikur hafa
verið á plötu Torfa Ólafssonar,
sem Fálkinn mun gefa út. Flestar
plötur, sem koma út fram að
áramótum, verða pressaðar í
Alfa-pressunni, þ.á m. liggja fyrir
plötur nokkurra kóra og plata
Halla og Ladda.
hia
sem er tekið upp á hljómleik-
um og syngur hljóm-
borðsleikarinn Richard Tee
„skat“ raddir með honum.
Þessi lög skera sig mjög úr í
byrjun.
Paul Simon er einn af allra
bestu textasmiðum sem til
hafa verið í poppinu þar sem
honum tekst frábærlega að
lýsa því sem hann er að fjalla
um. Þó hér séu 8 mild, hugljúf
döpur ástarlög höfða þau ekki
bara til hinna döpru, við-
kvæmu og ástföngnu vegna
þess að textarnir og næmur
flutningurinn skipar þeim
langt fyrir ofan venjuleg ást-
arlög eins og „America", og
„Bridge Over Troubled Water“.
Tónlistarmennirnir sem Simon
notar eru mikið til þeir sömu
og síðast (Still Crazy After All
These Years); Eric Gale, gítar,
Steve Tadd, trommur, Tony
Levin, bassi, Richard Tee,
hljómborð og Hugh McCrack-
en og Joe Beck, gítar.
Upptakan sjálf hefur verið
eitt fagurfræðilegu hápunkt-
unum á plötum Simons og er
„One Trick Pony“ engin und-
antekning. Af rólegu lögunum
eru sérstaklega góð „That’s
Why God Made the Movies"
þar sem Simon tekst sérlega
vel upp í texta, „Oh Marion"
sem er ekta „hit“ lag, ætti að
geta orðið mjög vinsælt, og
lokalagið „Long Long Day“,
afar dapurt og fallegt.
Þessi plata uppfyllir kannskí
ekki fyllilega vonir þeirra sem
fylgt hafa hans tónlist í gegn-
um árin, en hún vinnu mjög
vel á. Ef að líkum lætur ætti
Simon að hafa aðra plötu í
pokahorninu, þar sem flest
laganna á „One Trick Pony“
eru samin 1978, og þrjú 1979.
hia.
Þak Hf. auglýsir:
Hefjið tímanlega undirbúning fyrir næsta sumar og kaupið ÞAK sumarhús nú í haust
til uppsetningar næsta vor. Athugiö okkar hagkvæmu skilmáia. Hringiö strax í dag
og fáiö nánari upplýsingar.
Heimasímar. Heiöar 72019, Gunnar 53931.
ÞAK HF
sími 53473
Útvarpsmóttakari (Tuner)
LW/MW/FM/SW
hljómtæki
á ótrulegu verði
189.500.-
Direct Drive plötuspilari
——
157.000.-
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SÍMI 27099
SJÓNVARPSBOMN