Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 2
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 Lagt á hrattann. LjÓNmynd Mbl. Kristján. Hver dagur án samninga: SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins eru áætlaðar launatekjur launþega innan Alþýðusambands íslands um 400 miiljarðar á ári. miðað við kauplag í septembermán- uði 1980. Sé gert ráð fyrir að þær kjarabætur, sem ASÍ og VSÍ eru að semja um séu að meðaitali um 7%, þar með taiin 14 þúsund króna hækk- un launataxta á mánuði, læt- ur nærri að tap launþeganna allra sé um 100 milljónir á dag. Samningaviðræður hafa nú leg- ið niðri í viku, þar sem aðilar hafa ekki talazt við. Níu mánuðir og 10 dagar eru frá því er samningar voru lausir. Enn er ekki fyrir- sjáanlegt, hvenær samningar verða undirritaðir, en það mun vera stefna VSÍ, að þeir gildi frá undirskriftardegi. Miðað við þessa 400 milljarða, sem áður eru nefnd- ir, er 7% kjarabót 28 milljarðar króna á ári. Sé deilt í þá' upphæð með vikufjölda ársins, er tap launþeganna á drætti samninga- viðræðna á viku um 500 til 550 milljónir króna. Á dag er því tapið eins og áður sagði um 100 milljón- ir króna. Unnið að mótun fískveiðistefnu til næstu ára: Kvótakerfi á næstu vertíð? MIKIL vinna er um þessar mund- ir lögð i mótun fiskveiðistefnu fyrir næstu ár i sjávarútvegs- ráðuneytinu. að þvi er Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra tjáði Mbl. Steingrímur sagði að unnið væri að mismunandi hugmyndum og þær útfærðar, t.d. væri unnið að því að endurbæta núverandi stefnu um aflatakmarkanir, unnið væri að kvótakerfi og einnig að hugmyndum um skiptingu aflans á löndunarsvæði og stjórn innan löndunarsvæða. Steingrímur sagði að ekki væri hægt að segja um það núna hvaða leið yrði valin. Hann kvaðst hafa átt fund með þing- mönnum, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherrum og fleiri aðilum og Iscargo fær leyfi til far- þegaflutninga FLUGRÁÐ mælti með því á fundi sinum I gærdag. að flugfélagið ísca'go fengi leyfi til farþegaflutn inga á flugleiðinni frá íslandi til liollands og til baka, en félagið hefur haft leyfi til fraktflutninga á þessari flugleið undanfarin misseri. Leifur Magnússon, einn flugráðs- manna, sagði í samtali við Mbl., að flugráð mælti með þessu, að því tilskiidu, að viðhald véla félagsins færi fram hér á landi að því marki sem mögulegt og hagkvæmt væri. í þessari viku og þeirri næstu væru ráðgerðir fundir með hags- munaaðilum. Sjávarútvegsráðherra sagði að stefnt yrði að því að ný fiskveiði- stefna lægi fyrir vel fyrir áramót og hún myndi ekki aðeins ná til ársins 1981 heldur til lengri tíma. Fyrir lægju frá Hafrannsókna- stofnun hugmyndir um þróun þorskstofnsins á næstu árum mið- að við aflamagn á hverju ári og á þeim yrði ákvörðunartaka byggð. Stefnan yrði endurskoðuð með tilliti til breytinga í náttúrunni, þróun markaðsmála o.s.frv. Stal níu millj. úr báti sínum SKIPVERJI á Sporði RE 16 var nýverið dæmdur í 500 sterlings- punda sekt fyrir að stela 7 þúsund pundum í ávisun og peningum um borð í bát sinum i Fleetwood í Bretlandi, er bátur- inn var þar í söluferð í haust. Þegar báturinn var búinn að landa aflanum og halda átti heim Kostar ASÍ-félaga 100 milljónir króna Startgjald leigubíla í 1750 kr. EINS og fram hefur komið í Mbl. hefur verið heimiluð 10,5% hækkun á töxtum leigubíla og 18,4% hækkun á farmiðum sérleyfisbifreiða. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er svokallað startgjald leigubíla eftir hækkunina 1750 krónur. Kílómetragjald í dagvinnu er 219,91 krónur og sama gjald í næturvinnu 329,87 krónur. Biðgjald er 6807 krónur á klukkutíma. Eftir hækkunina kostar far- miðinn frá Reykjavík til Ak- ureyrar 18.300 krónur með rútu, farmiði til Stykkishólms kostar 8.700 krónur og farmiði frá Reykjavík til Selfoss kost- ar 2.400 krónur. til íslands mætti umræddur mað- ur ekki til skips. Lét báturinn úr höfn án mannsins. Fljótlega upp- götvaðist að horfin var 5 þúsund punda ávísun og 2 þúsund pund í peningum, en það eru jafnvirði tæplega 9 milljóna íslenzkra króna. Bátnum var snúið við til Fleetwood og þjófnaðurinn kærð- ur. Böndin bárust að skipverjan- um, sem ekki mætti til skips. Hann náðist og var hann með ávísunina í fórum sínum en pen- ingunum hafði hann eytt að mestu leyti. Enskur dómstóll dæmdi manninn í 500 punda sekt, sem samsvarar um 640 þúsund íslenzk- um krónum og 60 daga varðhald yrði sektin ekki greidd. Þegar skipið kom til Islands var málið kært til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Hún getur lítið gert í málinu, þar eð maðurinn hefur þegar hlotið dóm fyrir afbrotið í Bretlandi. Sendiherra veitt lausn ÁRNA Tryggvasyni sendiherra hefur verið veitt lausn frá störf- um i utanrikisþjónustunni frá 1. október sl. að telja, að eigin ósk. Árni nálgast hámarksaldur emb- ættismanna, varð 69 ára gamall i ágúst sl. Arnarflug og Flug- félag Norðurlands fljúga á Ólafsfjörð FLUGRÁÐ fjallaði um umsóknir Arnarflugs og Flugfélags Norðurlands um flugrekstur á flugleið- unum Akureyri — Olafs- fjörður og Reykjavík — Olafsfjörður. Leifur Magnússon, flug- ráðsmaður, sagði, að flug- ráð hefði verið sammála um að mæla með því, að Arnarflug fengi flugrekstr- arleyfi á flugleiðinni Reykjavík — Ólafsfjörður og Flugfélag Norðurlands á leiðinni Akureyri — Ólafs- fjörður. Ferðalög ráðherra til útlanda: Kostnaður tæpar 14 milljónir á þessu ári FERÐALÖG íslenskra ráðherra til útlanda á þessu ári haía kostað tæplega 14 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær hjá Þorsteini Geirssyni, skrifstofu- stjóra fjármálaráðuneytisins, í gær. Upphæðin, 13.885.690, er fyrir fargjöld. dagpeninga. risnu og útlagðan kostnað á ferðum ráðherra erlendis, auk þess sem hótelkostnaður er inni- falinn f upphæðinni. Að sögn Þorsteins Geirssonar er þessi upphæð miðuð við lok ágústmánaðar, 31. ágúst síðast- liðinn, frá ársbyrjun. Kostnað þennan kvað hann vera til kom- inn eftir stjórnarskiptin, hinn 8. febrúar síðastliðinn, enda hefðu Dagpeningar ráð- herra 89.970 kr. ráðherrar fyrri ríkisstjórnar ekki farið utan á þessu ári, að því er hann myndi best. Þorsteinn kvaðst ekki hafa tiltækt hvernig þessi kostnaður skiptist niður í ferðakostnað, dagpeninga eða önnur útgjöld, og hann kvaðst heldur ekki hafa upplýsingar tiltækar um hve marga daga ráðherrar hafa verið í útlöndum á þessu ári. — Upp- lýsingar um útgjöld hvers og eins ráðherra kvað Þorsteinn fjár- málaráðuneytið ekki gefa upp, aðeins yrði upplýst hver þessi útgjöld væru í heild. Almenna dagpeninga til opin- berra starfsmanna á ferðalögum í útlöndum kvað Þorsteinn nú vera 120 bandaríska dollara, ef ferðast væri til Ameríku, og 230 vestur-þýsk mörk ef ferðast væri um Evrópu. Þessi upphæð á þó ekki við um ráðherra, þar sem þeir fá greiddan hótelkostnað utan við þá upphæð er þeir fá í dagpeninga. — Dagpeningar ráð- herra eru hins vegar 20% hærri en dagpeningar annarra opin- berra embættismanna. Á ferða- lögum til Ameríku fá ráðherrar því 84.776 krónur í dagpeninga, auk þess sem símahótelkostnaður er greiddur, og fari þeir til Evrópu, er upphæðin 89.970 krón- ur á dag. Staða inn- kaupajöfn- unarreikn- ings batnar STAÐA innkaupajöfnunar- reiknings olíuvara hefur batnað talsvert að undan- förnu, samkvæmt upplýsing- um Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra. Staða reikningsins er um þessar mundir neikvæð um 6— 700 milljónir króna en var neikvæð um 1400 milljónir fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýs- ingum verðlagsstjóra er með nýlegri verðlagningu á olíuvör- um stefnt að því, að staða reikningsins komist á núll á næstu 6 mánuðum. Skuld inn- kaupajöfnunarreiknings verða olíufélögin að fjármagna með lánum hjá bankakerfinu. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.