Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 í síld á Eskifirði Þegar söltun er lokið á einum stað fara þær hörðustu á næsta plan KAPPIÐ er svo mikið í kvenfólk- inu við síldarsöltunina, að þær gefa sér engan tíma til að líta upp og pásurnar veröa gjarnan styttri en verkstjórinn gerir ráö fyrir. Hrópin og köllin eru aö vísu ekki eins hávær og í gamla daga og rómantíkin ef til vill ekki sú sama, en eigi að síður er handagangur í öskjunum og hver mínúta er dýrmæt. Á Eskifirði hefur í haust verið saltað meira af síld heldur en alla síldarvertíöina í fyrra. Silfur hafs- ins hefur verið að finna víða í fjöröum eystra og reyndar með ölly Norðurlandi, en hins vegar var hún óvenju seint á ferðinni á miðin fyrir Suö-austurlandi, en þar hefur hún yfirleitt verið á þessum tíma undanfarin ár. At- vinnulíf á Höfn í Hornafirði hefur verið dauft í haust vegna þessara dynta í síldinni, en hins vegar hafa verið mikil uppgrip á staö eins og Eskifiröi. Blaðamaöur Morgunblaðsins heimsótti Eski- fjörö á þriðjudag og leit inn í tvær af þremur söltunarstöövum þar. Vonzkuveöur var af norðri þenn- an dag og vegna veðurs höfðu reknetabátarnir komiö meö minni afla um morguninn heldur en dagana á undan. Það eru húsmæður á Eskifirði, sem bera uppi söltunina og þær láta ekki deigan síga þann tíma, sem söltun stendur yfir.Algengt er að konurnar í söltuninni fái um 7.500 krónur á klukkutímann, en þær duglegustu salta í rúmlega 5—6 tunnur á tímann, 2 og 2 saman. Hver tunna leggur sig á 3 þúsund krónur að meðaltali. Bezta vikan til þessa gaf í mörg- um tilvikum yfir hálfa milljón og sannarlega er það mikil búbót. Helztu vandamálin eru í sam- bandi við barnagæzlu, því margar síldarstúlknanna, sem eru á öllum aldri, eiga ung börn og veröa aö koma þeim í gæzlu meðan staöið er við síldina. Það er þó ekki heiglum hent, þar sem konan í næsta húsi hefur í mörgum tilvik- um einnig áhuga á aö ná sér í aukapening. En með samvinn- unni hefst þetta og bændurnir leggja sitt af mörkum til að halda heimilunum gangandi. SÍLDARFRÍ EDA ÞRÆLAVINNA Þær tala um það, konurnar, aö fara í síldarfrí, en það þýöir að þær fari í síldarsöltun og hamast meira en nokkru sinni áður. Þvíer rangt að tala um frí í þessu sambandi, orðið er þvert á móti þrælavinna, en svona vilja þær hafa þaö og svona veröur þaö kannski aö vera. Síldarvinnan er viöbót við aöra vinnu á staönum og í raun er ekki öðru vinnuafli til að dreifa en húsmæðrunum því unga fólkið t.d. er ýmist í skólum um þetta leyti árs eöa öörum störfum. Ekki er óalgengt aö konur taki sér leyfi frá annarri vinnu til að komast í síldina og skapast þá erfiöleikar viö aö halda annarri starfsemi gangandi. Má í þessu sambandi nefna Pöntunarfélagiö á Eskifirði, en þar er hluti starfs- fólksins í svokölluöu síldarfríi. Þrátt fyrir allt að 15 tíma törn í síldinni reyna konurnar einnig aö sinna heimilunum eins og þær framast geta. Þannig voru þær ekki lengi aö skipta um hlutverk einn daginn þegar tiltölulega ró- legt var í síldinni. Söltunargallan- um var snarlega hent þegar síöustu pöddunni haföi veriö komiö í tunnu og síðan var þotið heim til aö taka slátur. Heimafólk, og þá einkum hús- mæöur, bera uppi starfiö viö síldarsöltuinina, en þó er þar aö finna einn og einn aðkomumann, t.d. bílstjóra frá Akureyri, sem brá sér austur í síldina þar sem lítið var að gera í akstrinum fyrir noröan. Skólakrakkar hjálpa til annaö slagið og eru þá ýmist mæðrum sínum til aöstoðar eða þá aö þau hlaupa í ýmsa snún- inga eftir aö skóla lýkur, en Ittiö er þó um slíkt. Konurnar í síldinni eru á öllum aldri eða frá 17 og upp í 71 árs. Aðstæður þeirra eru líka margbreytilegar og má sem dæmi nefna að á einu planinu var 11 barna móðir við söltun. Á Eskifirði er nú saltað hjá þremur söltunarstöðvum, eins og áöur sagði, þ.e. Auðbjörgu, Friö- þjófi og Sæbergi. Blaðamaður Morgunblaðsins leit viö á tveimur fyrrnefndu stöðunum á þriðjudag og tók nokkrar kvennanna tali. Það var þó ekki heiglum hent því konurnar höfðu allt annaö við tímann að gera en að ræöa við blaöamann og því reyndist erfitt að slíta þær frá síldinni. VERD í SÍLD MEÐAN ÞEIR GETA NOTAÐ MIG Helga Pálsdóttir hefur eitt ár um sjötugt, en þrátt fyrir háan aldur fær ekkert aftrað henni frá því að fara í síldina hjá Auð- björgu. Jafnvel þó unnið sé frá klukkan 8 á morgnana og fram undir miönætti stendur Helga allan tímann og það er fjarri henni að taka lengri pásur eöa fara fyrr heim en aðrar. Hún hefur búið á Eskifiröi í 40 ár og hefur því sannarlega komið nálægt síld áður. „Ég neita því ekki, aö fyrstu dagana var ég meö ríg í höndun- urtl, en annars þarf ég ekki að kvarta. Nei, bakverkur veit ég ekki hvað er, guði sé lof,“ segir Helga þegar við náum tali af henni. „Það hafa orðiö miklar breytingar frá því í gamla daga. Hér áöur fyrr var þetta miklu erfiðara, en nú eru allar þessar vélar komnar til sögunnar og við þurfum ekki að gera annað en skera síldina og henda henni í tunnuna. Hvað ég fékk mikiö fyrir síð- ustu viku? Nei, þaö man ég ekki. Það var svo sem ágætt held ég, en þú verður að spyrja hann Tómas verkstjóra aö því, ég man þetta aldrei stundinni lengur. Þetta er dágóö viöbót við elli- styrkinn, en ég má þó ekki vinna of mikiö því þá fara þeir aö taka þetta af mér í skatta. Þeim veitir svo sem ekki af sínu, blessuöum. Þaö skemmtilegasta, sem ég geri, er aö vinna í heyi og síld og aö tína ber og þaö er ábyggilegt að ég verð í síldinni meðan þeir geta notað mig og ég hef ein- hverja heilsu,“ sagði Helga Páls- dóttir. Alrún Kristmannsdóttir saltaöi af kappi hjá Söltunarstöð Friö- þjófs. Hún starfaði áður sem gjaldkeri í Landsbankanum á Eskifirði, en nú eru þaö húsmóö- urstörfin, sem hafa forgang — nema þegar síldarsöltunin stend- ur yfir. Hún tekur virkan þátt í stjórnmálastarfinu og var í fimmta sæti á lista Framsóknar- flokksins við síðustu Alþingis- kosningar. „Stemmningin núna er allt önnur en þegar síld var söltuð hér áöur fyrr,“ segir Alrún. „Núna er miklu rólegra yfir þessu öllu og ekki sami hávaðinn í mannskapn- um. Þá var saltað úti og skipti þá ekki máli hvernig veður var. Þetta er góð tilbreyting og ágætur peningur, sem maöur hefur út úr þessu. Samanborið við bankann er þetta mun skemmtilegra, en talsvert erfiðara,“ sagði Alrún. Nanna Bjarnadóttir sagðist ekki hafa veriö í síldinni í gamla daga og því væri hún nýgræöing- ur í söltuninni miðað viö ýmsar aörar þó hún hefði saltað síðustu haust. „Þetta er falleg síld, en þú heföir átt aö sjá nótasíldina, sem Seley kom með fyrir helgina, það var sko falleg síld,“ segir Nanna. „Það var mikil törn þá og vikan sú veröur sjálfsagt góð. Annars er þetta rólegt hér í dag og ég reikna meö að skrepþa úteftir til þeirra í Sæberginu þegar þetta er búið, þeir fengu eitthvaö meira en viö í morgun og salta fram á kvöld,“ sagöi Nanna Bjarnadóttir. Þennan dag var aðeins saltaö frá hádegi fram aö kaffi hjá Friðþjófi og þær voru nokkrar, sem fóru þá yfir á næsta plan til aö salta. Það eru engin grið gefin í síldinni og hver dagur notaður til hins ýtrasta. Síldin er góð til- breyting, sem gefur vel í aðra hönd og þegar maður spyr kon- urnar hvort þær séu ekki lengi að jafna sig eftir að þessu ati lýkur svara þær því til, að svo sé ekki. Líkamleg þreyta líði fljótt úr skrokknum og ánægjan, sem fylgi þessu starfi, verði yfirsterk- ari. Helga Pálsdóttir gefur þeim yngri ekkert eftir þó hún sé komin á áttræðisaldur Þær eru líkastar geimverum þessar stúlkur, sem unnu viö aö pækla síld hjá Auðbjörgu í norðangarranum á þriöjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.