Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
GUNNAR
THORODDSEN
ÓLAFUR
JÓHANNESSON
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
TÓMAS
ÁRNASON
15
INGVAR
GÍSLASON
RAGNAR
ARNALDS
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON
SVAVAR
GESTSSON
PÁLMI
JÓNSSON
FRIÐJÓN
ÞÓRÐARSON
Vandi einstakra ráðherra í þingbyrjun
GUNNAR
THORODDSEN
forsætisráðherra
Ráðherrann flutti Alþingi aldrei
neina stefnuræðu á síðastliðnum
vetri. Það verkefni bíður hans innan
tveggja vikna frá þingsetningu. í
stjórnarsáttmálanum segir, að á
árinu 1981 verði ákveðin tímasett
mörk verðhækkana, í samræmi við
það markmið um hjöðnun verðbólgu,
að á árinu 1982 verði hún orðin
svipuð og í okkar helstu viðskipta-
löndum. Stjórnin hefur ekki horfið
frá þessu markmiði sínu, þannig að
vafalaust verður sérstakur dagsetn-
inga- og prósentukafli í stefnuræð-
unni. En lætur ríkisstjórnin við það
eitt sitja að nefna prósentutölur og
dagsetningar? Hvað um þá nýju
kröfu framsóknarmanna, að niður-
talningin nái einnig til búvöruverðs,
fiskverðs og verðbóta á laun?
Á vegum forsætisráðherra starf-
aði svonefnd efnahagsmálanefnd í
sumar. Tilkynnt var með nokkru
brambolti, að hún hefði lokið störf-
um. Síðan hefur lítið af tillögunum
heyrst. Störf nefndarinnar og tillög-
ur hljóta að skipa veglegan sess í
stefnuræðu forsætisráðherra.
Mun ráðherrann nota ræðu sína
til að skera úr því í eitt skipti fyrir
öll, að utanríkisráðherra hafi ekki
forræði á framkvæmdum í þágu
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli?
Hvaða stefna verður boðuð varðandi
smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavík-
urflugvelli? Ákvarðanir í þessum
málum eru brýnar og snerta mjög
atvinnuástand á Suðurnesjum, en
þar skal undirbúið öflugt átak til
atvinnuuppbyggingar, eins og segir í
utanríkismálakafla stjórnarsáttmál-
ans.
Boðar forsætisráðherra fiskveiði-
stefnu fyrir árið 1981? Samkvæmt
stjórnarsáttmálanum á að ákveða
hana, þannig að hagsmunaaðilum sé
ljóst með góðum fyrirvara, hvaða
reglur eigi að gilda um nýtingu
fiskimiðanna.
Hvort mun forsætisráðherra boða
vaxtalækkunarstefnu Lúðvíks Jós-
epssonar eða halda tryggð við laga-
ákvæðin, sem kennd eru við Ólaf
Jóhannesson? Hvaða nýja atlögu
gerir ráðherrann að bönkunum, sem
hann og Alþýðubandalagið telja höf-
uðmeinsemd íslenskra efnahagsmála
(fyrir utan „blaður" Steingrims Her-
mannssonar)?
ÓLAFUR
JÓHANNESSON
utanríkisráðherra
Ráðherrann hefur sætt þungri
gagnrýni stjórnarþingmanna úr Ál-
þýðubandalaginu, allt frá því þingi
lauk síðastliðið vor. Fyrst var á hann
ráðist fyrir samkomulagið um lög-
söguna umhverfis Jan Mayen. Næst
sætti hann ámæli vegna fullyrðinga
kommúnista um tilvist kjarnorku-
vopna á íslandi. Þá komu árásirnar
út af áformunum um endurnýjun
eldsneytisgeymakerfis varnarliðsins.
Af því tilefni var hann kallaður
„Litli-Stalín“ af Ólafi Ragnari
Grímssyni. Loks hefur félagsmála-
ráðherra dregið í efa, að Ólafur
Jóhannesson skilji ákvæði laganna,
sem við hann eru kennd og fjalla um
stjórn efnahagsmála. Er utanríkis-
ráðherra sakaður um lögbrot vegna
uppsagnar starfsmanna Fríhafnar-
innar á Keflavíkurflugvelli. Þjóðvilj-
inn kallar hann „hártogunarmann"
fyrir vikið. Ætli Alþýðubandalagið
að fylgja þessum málum sínum eftir,
hljóta þau öll að koma fyrir Alþingi.
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
sjávarútvegs- og sam-
gönguráðherra
Heldur ráðherrann áfram að
„blaðra" um gengislækkun og aðrar
efnahagsaðgerðir í óþökk Alþýðu-
bandalagsins?
Hvaða mörk vill hugmyndasmiður
niðurtalningarstefnunnar setja á
næsta ári til að árangur hennar
verði sem bestur?
Á ráðherranum brotnar fyrst
vandi sjávarútvegsins, þegar þau
málefni koma fyrir ríkisstjórnina.
Frumskylda hans er að setja fram
tillögur um lausn vandans og fylgja
þeim eftir bæði inn á við og út á við.
Hann ber pólitíska ábyrgð á mótun
fiskveiðistefnunnar. Hver eru úr-
ræði hans í þessum efnum? Sjaldan
hafa þessi mikilvægu mál verið í
meiri óvissu en eftir 8 mánaða
ráðsmennsku Steingríms Her-
mannssonar.
Afskipti ráðherrans af málefnum
Flugleiða hf. eru með þeim hætti, að
enginn treystir lengur orðum hans,
þó er ætlunin að halda áfram
Atlantshafsflugi félagsins fyrir þau
orð. Hann hefur brugðist við vand-
anum með yfirlýsingum, sem virðast
ósamhljóða og er enn krafinn um
skýr svör.
Hver er stefna samgönguráðherra
í vegamálum?
TÓMAS
ÁRNASON
viðskiptaráðherra
Styður viðskiptaráðherra harða
gagnrýni Alþýðubandalagsins og
forsætisráðherra á hendur bönkun-
um? Hvert er viðhorf hans í vaxta-
málunum? Er hann hlynntur hinni
ströngu útlánastefnu?
Aðgerðaleysi ráðherrans í olíu-
viðskiptamálum hefur leitt til þess,
að hætt er öllum viðræðum við aðrar
þjóðir um þau mál, þvert ofan í
tillögur olíuviðskiptanefndar. Ekki
er ljóst, hvort ráðherrann telur
nefndina enn við störf eða ekki.
Ráðherrann hefur ekkert aðhafst til
framkvæmda á tillögum um aðild
Islands að Alþjóðaorkumálastofnun-
inni. Hversu lengi ætlar ráðherrann
að lúta vilja kommúnista í þessum
mikilvæga málaflokki?
Vill ráðherrann, að ríkisbönkun-
um verði fækkað?
INGVAR
GÍSLASON
menntamálaráðherra
Ætlar ráðherrann að láta við það
eitt sitja, að hann einn viti og ráði?
Hvernig ætlar ráðherrann að
koma í veg fyrir fjárhagslegt hrun
mikilvægra stofnana á starfssviði
sínu, eins og til dæmis Ríkisútvarps-
ins?
Hvernig ætlar hann að hrinda í
framkvæmd því baráttumáli, sem
hann setti fram í blaðagrein í sumar,
að niðurtalningin nái ekki aðeins til
vöruverðs og þjónustu?
RAGNAR
ARNALDS
fjármálaráðherra
Tveir mánuðir eru liðnir síðan
ráðherrann birti grein í Þjóðviljan-
um, þar sem sagði .neðal annars:
„Tíminn flýgur hratt og ekki verður
allt gert í einu. Óneitanlega veltur á
miklu að stuðningsmenn þessarar
stjórnar undirbúi samræmdar að-
gerðir gegn verðbólgu af vandvirkni
og sem allra fyrst og hafi síðan
þolinmæði og þrautseigju til að bíða
eftir árangri." Jafnframt hreyfði
hann því, að líklega væri nauðsyn-
legt að hafa afskipti af vísitöluteng-
ingu launa í þessu sambandi. Hefur
ráðherrann notað þá tvo mánuði,
sem liðnir eru síðan, til að semja
„samræmdar tillögur" að sínu skapi?
Eitthvað virðist fjármálaráðherra
vera farinn að heykjast á snörpum
átökum við efnahagsvandann, því að
nú segir hann, að aðgerðir í efna-
hagsmálum bíði til áramóta og alls
ekki sé á dagskrá að takmarka
verðbætur.
Ráðherrann beitti sér fyrir skatta-
hækkunum á síðasta vori í óþökk
aðila vinnumarkaðarins (þegar Guð-
mundur J. Guðmundsson leitaði at-
hvarfs í Stykkishólmi). Er ráðherr-
ann ófáanlegur til að lækka skatta í
því skyni að greiða fyrir kjarasamn-
ingum?
„Aðhald í ríkisbúskap verði stór-
aukið," segir í stjórnarsáttmálanum.
Hvernig hefur verið staðið að því?
Opinber fyrirtæki eru rekin fyrir
lánsfé. Erlend lántaka er komin á
hættumörk. Fjármálaráðherra á í
útistöðum við fjárveitinganefnd
vegna málefna Olíumalar og þyrlu-
kaupa Landhelgisgæslunnar.
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON
iðnaðarráðherra
Lúðvík Jósepsson hefur sagt, að
menn skyldu bíða eftir landsfundi
Alþýðubandalagsins í nóvember til
að sjá, hvað hann hefði í pokahorn-
inu í stóriðjumálum. Miðað við
yfirlýsingar er iðnaðarráðherra
tregastur stjórnmálamanna til að
móta ákveðna stefnu varðandi stór-
virkjun á Austurlandi og stóriðju-
framkvæmdir í sambandi við hana.
Ráðherrann situr undir vaxandi
gagnrýni fyrir aðgerðarleysi í þeim
málefnum, sem á hans valdsviði eru.
Til að ekki myndist vandræðaástand
í raforkumálum er á næstu mánuð-
um nauðsynlegt að taka ákvarðanir
um forgangsröð stórvirkjana. Þar er
um þrjá kosti að ræða: virkjun við
Sultartanga á Þjórsársvæðinu,
virkjun Blöndu og Fljótsdalsvirkjun.
Hver er stefna iðnaðarráðherra
varðandi Kröflu? Hvar vill hann, að
steinullarverksmiðju verði fyrir
komið? Ætlar hann að stuðla að því,
að stálbræðslu verði komið á fót í
landinu? Er hann hlynntur áformum
um sykurverksmiðju? Og hvert er
viðhorf hans til saltvinnslu?
SVAVAR
GESTSSON
félags-, heilbrigðis- og
tryggi ngaráðherra
Afskipti ráðherrans af kjaramála-
viðræðunum hafa einkennst af
taugaveiklunarviðbrögðum. Þau
hafa ekki greitt fyrir niðurstöðu í
þeim, þvert á móti hafa bréf hans og
aðrir tilburðir til þessa leitt til
viðræðuslita eða árangurslausra
einkaviðræðna milli SÍS-valdsins og
Alþýðusambandsins. Ráðherrann á í
deilum við utanríkisráðherra vegna
túlkunar á lagaákvæðinu um til-
kynningarskyldu vegna uppsagnar
starfsfólks.
í húsnæðismálunum hefur ráð-
herrann reynt að slá sig til riddara
með því að boða stórauknar „félágs-
legar“ íbúðarbyggingar, án þess að
hafa einn eyri handa á milli til að
standa straum af kostnaði við þær. í
stefnu hans felst, að einstaklingar
skuli ekki byggja íbúðir sínar fyrir
eigið aflafé, heldur skuli fjármunir
þeirra fyrst renna í gegnum ríkishít-
ina og síðan í „félagslegar“ íbúðir.
Endurspeglar stefnan með skýrum
hætti gjaldþrota stefnu ríkisaf-
skiptasinnanna, sem lifa í þeirri trú,
að fjármunum manna sé betur
borgið í höndum ríkisins en þeirra
sjálfra.
Hvernig hefur ráðherrann staðið
að endurskoðun þeirrar löggjafar,
sem samþykkt var á síðasta þingi á
verksviði hans með skilyrðum um
endurmat fyrir áramót?
Hver er stefna ráðherrans í heil-
brigðismálum?
PÁLMI
JÓNSSON
landbúnaðarráðherra
Hvorki ráðherrann né aðrir virð-
ast gera sér grein fyrir því, hvað
felst í þeirri „landbúnaðarstefnu",
sem hann fylgir.
FRIÐJÓN
ÞÓRÐARSON
dómsmálaráðherra
Þess er beðið með eftirvæntingu,
hvort þeir fara báðir 2. desember,
ráðherrann og Patrick Gervasoni.