Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 Sigurður Ásmundsson: Þarna neðan Elliðavoxarins og framan við Holtaxarða Sambandsins eru hujímyndir að reisa 8—10 hæða skrifstofuhús SÍS. Ljósm. Ól.K. Mag. Sundin blá - sundin grá Nýlega hefur verið í fréttum, að fyrirhugað sé að heimila Sambandi Isl. Samvinnufélaga að reisa háhýsi undir skrifstofu- byggingar við Sundin, sjávar- megin. Eg verð að játa að mér brá illilega og var svo um fleiri. Hér virðist um algjöra kollsteypu að ræða í skipulagsmálum við Sundin. Á árinu 1973 var Sambandinu úthlutað stóru svæði þarna langt í sjó fram og hefur það byggt þar gríðarstórt hús á stóru athafnasvæði. Reynt var á þeim tíma að fá Borgarstjórn Reykjavíkur til að falla frá þeirri úthlutun, en að margra mati var verið að eyðileggja eitt fegursta svæði Reykjavíkur, sem liggur að sjó og fjölmargir notuðu til gönguferða og útivist- ar. Þar var margt upp á að bjóða, margbreytileg náttúra, gamlir grjótgarðar, fjölskrúðugt jurta- og fuglalíf og laxinn sást stökkva á leið sinni í Elliðaárn- ar. Sundin blá hafa lengi verið stolt Reykvíkinga og verið lofuð í ræðu og riti, en hvernig hefur verið farið með þau? í maí 1973 kom fram fyrir- spurn í Morgunblaðinu, hvort hugsað væri fyrir útivistarsvæði við Sundin. Skrifstofustjóri Borgarverk- fræðings svaraði f.h. embættis- ins: „í aðalskipulagi borgarinn- ar er gert ráð fyrir opnu svæði, þ.e. útivistarsvæði fyrir neðan Kleppsveg frá Kleppi og suður eftir, þó ekki alveg að Holtavegi. í skipulaginu er gert ráð fyrir að iðnaðar- og vörugeymslusvæði nái nokkru lengra til norðurs en að Holtavegi." Það væri fróðlegt að fá svar við því frá borgaryf- irvöldum, hvað orðið hefur um Tónlistarskóli F.Í.H. tekur upp fullorðins- fræðslunámskeið HINN nýstofnaði Tónlistar- skóli FÍH hefur tekið upp þá nýjung. að taka fullorðins- fræðslunámskeið inn á starfs- svið sitt. Þar verður almenn- ingi í fyrsta skipti boðin fræðsla i tónlist án hijóðfæra- kennslu og er kunnátta i tón- list ekki nauðsynleg til þess að geta sótt námskeiðið. Leiðbein- endur við fullorðinsfræðslu- deildina verða þekktir tónlist- armenn og er ætlunin að koma viða við i hinum stóra heimi tónlistarinnar. Innritað verður í tvo hópa og verður hverjum hópi leiðbeint í tvo samfellda tíma einu sinni í viku. Verður annars vegar kennt á þriðjudagskvöldum kl. 20—22 en hins vegar á fimmtudögum kl. 18—20. Þetta fyrsta námskeið stendur alls í níu vikur og hefst þriðjudaginn 14. október næst- kor.iandi en lýkur fimmtudaginn 11. desember. Fyrstu þrjár vikurnar mun Atli Heimir Sveinsson leiðbeina hóp- unum og er viðfangsefnið sinfónía klassíska tímabilsins. Næstu þrjár vikurnar rekur Jón Múli Árnason sögu djasstónlistarinnar með spjalli og dæmum. Jónas Ingi- mundarson píanóleikari sér um vikurnar tvær þar á eftir en í síðustu viku þessa námskeiðs mun Manuela Wiesler kynna þátttak- endum hljóðfæri sitt — flautuna. Þátttökugjald er kr. 30.000 fyrir þetta fyrsta námskeið og fylgir bók Jóns Þórarinssonar, „Stafróf tónfræðinnar", hverju þátttöku- skírteini. Innritun í fullorðins- fræðslunámskeiðið fer fram á skrifstofu FÍH að Laufásvegi 40 milli kl. 14 og 17 alla virka daga eða í síma 23780 á sama tíma. Kennsla við hinar deildir skól- ans er þegar hafin en þessar deildir eru Unglingadeild og FIH- félagadeild. Nemendum í þessum deildum var gefinn kostur á að velja milli tveggja námsbrauta, annars vegar almennrar brautar og hins vegar djassbrautar. Með kerfisbundinni kennslu á sviði djasstónlistar er skólinn að ryðja nýja braut í tónmennt á Islandi. 80 nemendur fylla nú þessar deiidir skólans og komust færri að en vildu. Tónlistarskóli FÍH er til húsa að Brautarholti 4 hér í borg en það húsnæði er í eigu menningarsjóðs félags íslenskra hljómlistar- manna. Fréttatilkynning frá Tónlist- arskóla FIH. þetta útivistarsvæði. Ekki varð aftur snúið með framkvæmdir, en þáverandi borgarstjórn hét því að byggja ekki eins nálægt Kleppsvegi og áætlað hafði ver- ið. Ennfremur myndu hús við Elliðaárvoginn höfð lægri og meira bil á milli þeirra. Nokkrum árum áður var byggður mikill og samfelldur múr við Kleppsveginn og nefnd- ur Sundaborg. Er það álit flestra, að þar hafi verið gerð stórkostleg skipulagsmistök. Þrátt fyrir það hvarflar enn að ráðamönnum borgarinnar að bæta gráu ofan á svart með enn hrikalegri byggingum. Á sínum tíma var mikill kurr í mönnum vegna þessara bygg- inga. Einn bæjarfulltrúi taldi þetta þó verða til bóta, þar sem hættulegt væri að hafa útsýni frá hraðbraut. Á þessari hrað- braut er 50 km hámarkshraði, enda er þessi vegarkafli stór- hættulegur, þar sem enn eru eitt eða tvö gægjugöt á múrnum út til Viðeyjar. Við íslendingar ættum að bjóða Svisslendingum sérfræðiþjónustu í þessu efni. Það ku vera mikið útsýni hjá þeim í Ölpunum. Að vísu er það sjónarmið út af fyrir sig að byggja háhýsi í viðbót við múrveggi á strand- lengju Reykjavíkur og helst al- veg að götum og nærliggjandi hverfum. Islendingar eru land- litlir og geta því illa veitt sér þann munað að hafa lága byggð eins og t.d. Danir og Hollend- ingar. En í öllu tali um þéttingu byggðar má það vel koma fram, að ef sú stefna verður ofaná að byggja háhýsi sjávarmegin í Reykjavík, kemur vel til greina að fleiri staðir á ströndum Reykjavíkur verði lagðir undir háhýsi eða lönguvitleysur, t.d. frá Vegamótum á Seltjarnar- nesi, Sörlaskjól, Faxaskjól, Ægisíða og inn Skerjafjörð. Þarna mætti byggja mörg há- hýsi og lengjur. Gott væri að hafa undirganga á nokkrum stöðum fyrir þá sem vilja njóta fjallasýnar, fara í fjörulall eða fá sér rauðmaga og grásleppu í soðið hjá trilluköllunum. Og ekki má gleyma þeim sem horfa til Bessastaða. Hvað viðvíkur umræddri lóð við Kleppsveg, varpa ég þeirri hugmynd fram hvort ekki væri rétt að afhenda hana skógrækt- armönnum á ári trésins og fá þá til að gróðursetja tré og blóm á þessu svæði og milda þannig og fegra þann gráa svip, sem nú er á einni aðalinnkeyrslu til borg- arinnar og áður hét við Sundin blá. Ég hygg, að það sé von flestra, sem búa hér í hverfinu, og reyndar margra sem eiga hér leið um, að hin fagra fjallasýn frá Reykjavík verði ekki skert meira en orðið er. Gildir þetta að sjálfsögðu um önnur strand- svæði Reykjavíkur. Hringlandaháttur í skipu- lagsmálum er að verða hreint böl í borginni. Énginn veit stundinni lengur hverju má treysta. Vasast er með sömu svæðin fram og til baka, jafnvel áratugum saman. Öryggisieysi í þessum málum er óþolandi. Það verður æ tíðara að al- mennir borgarar finni sig knúna til að bindast samtökum gegn gerræði borgaryfirvalda. Slík samtök verða stofnuð á næst- unni inni í Sundum. UNDANFARIN ár hefur Fíla- delfíusöfnuðurinn í Reykjavik jafnan fengið hingað til lands kennara og predikara á haustin til að fræða söfnuðinn. Að þessu sinni er kominn hingað á veg- um safnaðarins pastor Jonas Kristeusson frá Svíþjóð. og mun hann kenna í húsi Fila- delfíusafnaðarins. Hátúni 2. Munu samkomurnar hefjast kl. 17.00 og 20.30 á hverjum degi til 20. október nk. Að sögn Einars Gíslasonar, safnaðarstjóra, eru nú um 500 íslendingar í Fíladelfíusöfnuðin- um í Reykjavík og vildi hann hvetja alla til að sækja þessar samkomur, jafnt safnaðarmeð- limi sem aðra. Vegna umsagnar Einar Gíslason og pastor Jonas Kristeusson. LjÓ8n. Emllía. Flladelfíusöfnuðurínn í Reykjavík: Sænskur kristniboði kennir á vegum safnaðarins i haust um söfnuðinn í Helgarpóstinum nýlega, sem að hans áliti var villandi, vildi hann koma því á framfæri að Hvítasunnusöfnuð- urinn væri meiður á kirkju Krists hér á landi. Morgunblaðið átti stutt spjall við Jonas Krist- eusson og sagði hann þá meðal annars: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Islands en ég er hér í boði Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík til að kenna við biblíuskóla safnaðarins. Ég hóf trúboðsstarf fyrir tuttugu og átta árum, en síðastliðin átján ár hef ég verið safnaðarstjóri fyrir ýmsum söfnuðum í Svíþjóð. Að undanförnu hef ég verið safnaðarstjóri á eyjunni Aastol, sem er við vesturströnd Svíþjóð- ar, en þar er hlutfallslega stærsti hvítasunnusöfnuður í Evrópu — íbúar eyjarinnar eru 380 og eru 220 þeirra meðlimir í söfnuðinum. Sjaldan hefur verið eins já- kvætt ástand í andlegum málum í Svíþjóð og nú — segja má að þar sé andleg vakning í öllum kirkjudeildum. Með rekstri frjálsra útvarpsstöðva, IBRA- útvarps og útgáfu dagblaðs, náum við til mjög margra. Kirkjusókn hjá okkur er mjög mikil og fólkið hefur mikinn áhuga á safnaðarstarfinu. Það hefur komið greinilega í ljós að fjölskyldan hefur orðið útundan með þeim félagslegu breytingum sem orðið hafa í Svíþjóð og hefur af þeim sökum myndast eins konar tómarúm í sænskri þjóð- arsál. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að eiturlyfjaneysla hefur aukist að mun, en fagnað- arerindi Jesú Krists hefur bjarg- að mörgum og við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að sem flestir verði þeirrar náðar aðnjótandi,“ sagði Krist- eusson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.