Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Tréð lyftir
veggnum
með rótunum
Þegar ljóst er að sænska
akademían hefur veitt Czeslaw
Milosz Nóbclsverðlaun verður
ekki komist hjá að rifja upp
ýmislegt sem varðar pólskar
bókmenntir.
Höfuðskáld pólskra nútíma-
bókmennta, Witold Combrowicz,
lést 1969 í Frakklandi. Hann
hlaut ekki Nóbelsverðlaun. Samt
hafði hann átt sinn þátt í að
breyta hugmyndum manna um
leikhús, m.a. með verkum eins og
Yvonne Búrgúndarprinsessu og
Óperettu. Auk þess skrifaði
Combrowicz dagbækur sem
komið hafa út í mörgum bindum
og eru vitnisburður um óþol
mikils anda.
Sænska akademían mundi
ekki eftir Cambrowicz, eða lét
sem hann væri ekki til. Það er
aðeins akademíunni til hneisu en
skaðar ekki minningu skáldsins.
Þegar akademían vill heiðra
pólskar bókmenntir árið 1980
gerir hún það með því að beina
augum heimsins að manni sem á
erfiðum tímum var í þjónustu
pólskra valdhafa, leppa Sovét-
ríkjanna, en sneri sér svo að því
að gagnrýna stalínisma þegar
slík gagnrýni var orðin sjálf-
sagður hlutur.
Menn hafa gert sér vonir um
að sænska akademían myndi
með fjölmiðlaáhrifum sínum
gera fólki ljóst að í Póllandi eru
merk skáld sem hafa þorað að
gagnrýna samfélagið og um leið
haldið menningarlegri reisn
sinni. Milosz hefur mælt varnað-
arorð sín í skjóli franskrar
intelligensíu og síðar undir
verndarvæng áhrifamanna í
Bandaríkjunum.
Hefði sænska akademían
raunverulega viljað sýna pólsk-
um bókmenntum virðingu sína
hefði hún geta valið milli
tveggja höfunda eða verðlaunað
þá í sameiningu. Þessir höfundar
eru Tadeusz Rózewicz (f. 1921)
og Zbigniew Herbert (f. 1924).
Rózewicz hefur ort um stríðs-
kynslóðina sem átti enga
raunverulega æsku og þau einu
fjöll sem fátæklingarnir gátu
dáðst að: landslag mánans, gull-
in fjöll. Skorinorð ljóðlist hans
er til marks um endurreisn
pólskrar ljóðlistar á sjötta ára-
tugnum. Herbert orti ljóðið
Bróðir minn um manninn sem
stríðið hefur svipt viti og segir
undarlegar sögur með blindum
fingrum táranna. Hann yrkir
eins og Rózewicz um þá sem eiga
sér enga æsku, t.d. í prósaljóðinu
Veggurinn sem kannski rúmar
dálitla von:
„Við stöndum undir vegg.
Sviptir æsku okkar eins og
hinir dauðadæmdu skyrtun-
um. Bíðum. Aður en fitug
kúlan festist í hálsinum líða
tíu, tuttugu ár. Veggurinn er
hár og stöðugur. Bak við
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
vegginn er tré og stjarna. Tréð
reynir að lyfta veggnum með
rótunum. Stjarnan nagar
steininn eins og rotta. Eftir
hundrað, tvö hundruð ár mun
þegar vera sjáanlegur lítill
Kluggi."
Þannig orti Herbert urn Pól-
land og sósíalismann. Hann hef-
ur líka samið leikrit sem í
absúrdu miskunnarleysi sínu
minna á leikrit Gombrowicz.
Nú skyldi enginn efast um það
að Czeslaw Milosz er gott skáld.
Sjálfur Gombrowicz eyðir í hann
töluverðu púðri í dagbókum sín-
um. Hann hrífst af skrifum hans
um andstæður austur- og vestur
evrópskrar menningar og mik-
ilvægi þess að vilja lýsa raun-
veruleikanum. Það er staðreynd
að Milosz er einn þeirra rit-
gerðahöfunda sem gera ritgerð-
ina að list. Ætli sænska aka-
demían hafi ekki fyrst og fremst
verðlaunað menningarmanninn
Milosz? Jafningjar hans í skáld-
sagnagerð eru margir og fleiri
en einn geta ort eins vel og hann
þótt ljóðlistin hafi verið honum
mikið metnaðarmál alla tíð.
Milosz er snjall gagnrýnandi.
Bækur hans (m.a. The Captive
Mind) og greinar sem við rek-
umst svo oft á í virtum tímarit-
um og blöðum, sýna okkur hvers
skynsemin er megnug, einkum ef
hún mótast af innsæi skáldsins
eins og hjá Milosz. Þessi pólski
rithöfundur, fæddur í Litháen,
er dæmigerður fyrir hina mörgu
austur-evrópsku útlagahöfunda.
Það er í rauninni skömm að við
skulum ekki þekkja betur en
raun ber vitni helstu bækur hans
og ritgerðir.
Eftir að Milosz hafði runnið
sitt skeið sem virtur Pólverji í
franska menningarheiminum,
opinber fulltrúi Póllands í París,
tóku Bandaríkin við honum. Þar
gerðist hann háskólakennari og
Szeslaw Milosz
sneri sér að fræðum skáldskapar
meðan félagar hans háðu sína
baráttu heima fyrir.
Milosz getur varla talist full-
trúi pólskra andófsmanna sem
nú reyna að siðbæta land sitt.
Það hefur dugað skáldum vel
til frama að vera landflótta frá
kommúnistalöndunum. En
spurningin er sú hvort þeir eru
af því meiri skáld.
Czeslaw Milosz er fæddur 30.
júní 1911. Hann kennir nú slavn-
eskar bókmenntir og tungumál
við háskólann í Berkeley í Kali-
forníu. Meðal verðlauna sem
hann hefur fengið eru viður-
kenning pólska Rithöfundasam-
bandsins 1934 (athugið ártalið)
og Evrópsku bókmenntaverð-
launin 1953 (veitt í Genf). Al-
þjóðlegu Neustadt verðlaunin
hlaut hann 1978. Þekktasta
skáldsaga hans er Trzy Zimy
(þrír vetur) 1936. Hann leggur
sjálfur mesta áherslu á ljóða-
gerð sína, en ritgerðasöfn hans
hafa einkum vakið á honum
athygli. Fylgist fólk með banda-
rískum bókmenntatímaritum-
og blöðum verður þeim varla
flett án þess að rekast á nafn
skáldsins. Það er ómaksins vert
að lesa ritgerðir hans, einkum
með það í huga að skilja land-
flótta skáld austur evrópskrar
menningarhefðar sem hefur
löngum reynst hafa alþjóðlegar
tilhneigingar.
í Ocalenie (frelsun 1945) yrkir
Milosz um píslarvotta úr röðum
Pólverja og gyðinga. Grimmd
stríðsins setur svip sinn á Frels-
un og skáldið lofar hið hvers-
dagslega líf mannsins á einföldu
ljóðmáli. Höfuðverk Milosz í
ljóðlist er talið Swiatlo dzienne
(Dagsbirta 1953).
Sænska akademían hefur að
þessu sinni viljað vekja athygli á
landflótta skáldum frá Austur-
Evrópu. Þess gerist varla þörf
eins fyrirferðarmikil og þau eru
í allri bókmenntaumræðu og
ekki síst pólitískum bollalegg-
ingum manna á Vesturlöndum.
Menn eins og Czeslaw Milosz
skrifa eins og heimsstyrjöldinni
sé ekki lokið og þriðja heims-
styrjöldin bíði þeirra í fallandi
haustlaufi fyrir utan glugga
skáldgyðjunnar.
Bandalag kvenna með ráð-
stefnu um neytendamál
BANDALAG kvenna í Reykjavík
efnir til ráðstefnu um neytenda-
mál fyrir aðildarfélög sin á Hótel
Loftleiðum næstkomandi laugar-
dag. Hefst hún klukkan 9 að
morgni og lýkur um kl. 4 síðdeg-
is.
Mörg erindi verða flutt, fyrir-
spurnum svarað og umræður í
hópum. Vigdís Jónsdóttir skóla-
stjóri flytur erindið: Heimilis-
störfin fyrr og nú, Sigríður Krist-
jánsdóttir, ráðunautur KÍ: Leið-
beiningastöð húsmæðra, Magnús
Finnsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna: Verzlun-
in fyrr og nú, Ólafur Davíðsson,
hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofn-
un: Vægi helstu nauðsynjavara í
innflutningi, Ólafur Ottósson,
framkvæmdastjóri hjá Álafossi:
Verðmyndunarferill ullarvöru,
Sigríður Haraldsdóttir, deildar-
stjóri: Ending heimilistækja á
íslandi. Kl. 14.15 skila umræðu-
hópar áliti, sem síðan verða rædd.
Umræðuefni hópanna er: 1.
Hvers virði eru heimilisstörfin og
áhrif þeirra á afkomu heimila og
þjóðarbús. 2. Hvaða þættir hafa
áhrif á neysluvenjur fólks? 3.
Hvaða áhrif hefur verslunin á
afkomu heimila og þjóðarbús. 4.
Hvaða áhrif hefur neyslan á
afkomu heimila og þjóðarbús. 5.
Hvaða hlutverkum gegnir fram-
leiðsla okkar á innlendum mark-
aði?
Forgjafarskákmót-
unum haldið áfram
NÆSTKOMANDI mánudags-
kvöld kl. 20 verður í Félagsstofn-
un stúdenta haldið áfram með
forgjafarskákmótin.
Fyrsta forgjafarskákmótið, sem
var haldið síðastliðið mánudags-
kvöld, tókst vel. 36 keppendur
mættu til leiks og deildu fimm
keppendur með sér fyrsta sætinu
með fimm vinninga af sex mögu-
legum og skiptu á milli sín
verðlaununum sem voru 50.000 kr.
Þetta voru þeir Jónas P. Erlings-
son, Jóhannes G. Jónsson, Róbert
Harðarson, Dan Hansson og Birg-
ir Guðmundsson. Sá síðastnefndi
hefur 1365 stig, en hinir hafa
800—900 fleiri skákstig. Birgir
naut þeirra forréttinda, vegna
lágra stiga, að fá forgjöf á tíma.
Gegn þeim stigahæstu hafði hann
28 mín. til umhugsunar þegar þeir
höfðu aðeins 2 mín. Þetta fyrir-
komulag gerir það að verkum, að
allir eiga möguleika á að vinna
mótið og hirða verðlaunaféð, ekki
einungis þeir bestu.
Skákáhugamenn eru hvattir til
að mæta næstkomandi mánudags-
kvöld á sama stað og sama tíma og
hafa meðferðis tafl og klukku. Mót
þetta verður með sama sniði
næstu mánudagskvöld, en sú
breyting verður á stigaútreikn-
ingi, að tekin verða upp sérstök
hraðskákstig, þar sem frammi-
staða keppenda í forgjafarskák-
mótunum verða tekin til stigaút-
reiknings. Þeir, sem engin stig
hafa, reiknast með 1500 stig í
byrjun.
Skákmenn, munið forgjafar-
skákmótin á mánudagskvöldum í
Félagsstofnun stúdenta. Þátttöku-
gjald kr. 1500 - fyrir þá sem koma
með tafl og klukku, annars kr.
2.000.-.
(Fréttatilkynning)
Stjórn og fjáröflunarnefnd Kiwanisklúbbsins Bása þegar tækið var
afhent. Ljósm.: Úlfar Áifústsson
Kiwanisklúbburinn Básar Isafirði:
Afhenti fullkomið
hjartatæki að verð-
mæti 4,2 millj. kr.
ísafirði, 8. október.
KIWANISKLÚBBURINN Básar
afhenti siðastliðinn sunnudag
hjartarafloststæki, hjartarita og
hjartaskjá. Samstæðan er vel
meðfærileg fyrir einn mann og er
með innbyggðum rafhhjðum,
þannig að fíytja má tækið úr stað
þegar um alvarleg hjartatilfeili
er að ræða. Sturla Halldórsson
hafnsögumaður afhenti tækin
fyrir hönd Kiwanisklúbbsins, við
athöfn á Hótel Mánakaffi.
Bjarney Ólafsdóttir, formaður
ísafjarðardeildar Rauða kross ís-
lands, veitti tækjunum móttöku,
en þau verða notuð í sjúkrabifreið
staðarins. Hann afhenti síðan
tækið áfram til Guðmundar Ing-
ólfssonar, forseta bæjarstjórnar,
þar sem bæjarstjórn hefur nú
tekið við rekstri sjúkrabifreiðar-
innar. Guðmundur Ingólfsson
þakkaði Kiwanismönnum höfð-
inglega gjöf, en tækin kosta um
4,2 milljónir króna. Hann ræddi
einnig lítillega um þau vandræði,
sem hafa skapast við sjúkraflutn-
inga, þar sem lögreglan hefur
ákveðið að hætta þeim störfum,
meðal annars vegna ónógrar þekk-
ingar á meðferð sjúkra og slas-
aðra. Jens Kjartansson læknir
kvaddi sér hljóðs og lýsti ánægju
sinni með tilkomu tækisins, sem
hann taldi mjög fullkomið á sínu
sviði, en gat þess, að það væri
aðeins á færi lækna að nota það.
Þá gat hann þess, að læknar hér
hafa oft farið fram á, að hér verði
komið upp kallkerfi við sjúkrahús-
ið, svo ná megi til lækna beint,
hvar sem þeir eru staddir innan
bæjarmarkanna. En aðeins með
því að unnt væri að senda lækni
með tækinu á neyðarstað, væri
unnt að gera viðeigandi ráðstafan-
ir til bjargar sjúklingum í alvar-
legustu tilfellum.
- Úlfar
Frönsk ljóð-
list kynnt hjá
Alliance
Francaise
FRANSKI listamaðurinn
Michel de Maulne kynnir
franska ljóðlist á vegum Alli-
ance Francaisc, sunnudaginn
12. október, kl. 14.00 í
franska bókasafninu, Laufás-
vegi 12. Michel de Maulne
mun með upplestri og söng
kynna verk franskra ljóð-
skálda allt frá skáldinu Vill-
on sem uppi var á 15. öld til
samtímaskáldsins Michaux.
De Maulne hefur um árabil
unnið við leikhús víðsvegar
um Frakkland, bæði að svið-
setningu og leik. Hann hefur
m.a. leikið í verkum eftir
Cocteau, Moliere, Marivaux,
Lorca o.fl. Á síðari árum hefur
hann sérhæft sig í túlkun
ljóðlistar með upplestri og
söng.
Kynningin fer fram á
frönsku og eru allir velkomnir.
(Frá Alliance Francaise.)