Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 19 „Land og synir44 aftur í Reykjavík Indverjar sýna áhuga á að fá myndina INDVERJAR hafa sýnt áhuga á að fá kvikmyndina „Land og syni“ til Indlands og þýða á hindustani, og hefur ræðismaður íslands i N-Delhi. S.B. Saran unnið að þvi máli að undanförnu. Land og synir verður sýnd í Reykjavík að nýju á næstunni og verða fyrstu sýningar á morgun í Regnboganum. Myndin hefur verið sýnd undan- farna mánuði í öllum kvikmynda- húsum og félagsheimilum á land- inu og nú er verið að sýna myndina í Noregi. Einnig verður hún sýnd á skandinaviskri kvik- myndahátíð í Museum og Modern Art í New York á næstunni og síðan víðar í Bandaríkjunum. Flóamarkaður hjá KR-konum KR-KONUR starfa enn af mikl- um krafti til þess að efla félagið og ekki láta þær deigan siga þvi nú er komið að hinum stórkost- lega flóamarkaði þeirra. Þar verður á boðstólum margt eigulegra hluta, bæði gamlir, nýir og eldgamlir munir, t.d. fatnaður, sportfatnaður, búsáhöld, skraut- munir o.fl. o.fl. KR-konur vilja hvetja fólk til að koma við í KR-heimilinu á sunnu- daginn og líta á úrvalið. Það getur orðið skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna að taka þátt í mark- aðsstemmningunni og „prúttinu". Flóamarkaðurinn verður á sunnudaginn, 12. október nk. kl. 1 e.h. í KR-heimilinu við Frosta- skjól. Fréttatilkynning Magnús L. Sveinsson formaður VR: f' J lífeyrismálum þeirra, eftir því hvort þeir hafa skilað sínu dagsverki hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. í ríkisstjórninni eru menn, sem telja sig sérstaka boð- bera jafnréttis meðal þegn- anna. Ekki verður þó sagt með sanni, að þeir hafi sýnt það í verki með samningun- um í ágúst sl., þar sem að með þeim stórjókst það mis- rétti, sem var þó ærið fyrir í lífeyrismálum. En þeir hafa enn mögu- leika á að bæta hér um. Þeir hafa valdið, sem þarf til að standa við fyrirheitin um Misréttið í lífeyrismál- um aldraðra er siðleysi Einn þýðingarmikill liður í lausn yfirstandandi kjara- deilu snýr að sjálfri ríkis- stjórninni, þ.e. sú sjálfsagða krafa, að launþegar innan ASÍ búi eigi við lakari kjör varðandi lífeyrisréttindi er ríkisvaldið samdi um við sína starfsmenn í ágúst sl. Þau lífeyrisréttindi, sem ríkisvaldið samdi um við sína starfsmenn verða tryggð m.a. með skattlagningu á almenna launþega innan ASÍ. Það er því ekki nema eðlilegt, að þeir geri þá lágmarkskröfu, að þeir sjálf- ir búi eigi við lakari kjör að þessu leyti. Hvergi verður óréttlætið ógeðfelldara en þegar öldr- uðum er mismunað eins og nú á sér stað í lífeyrismálum. Það er beinlínis siðleysi, að ætla öldruðum að búa við það misrétti, sem nú ríkir í jafnréttið. Nú er ekki við aðra að sakast, sem ef til vill hafa talað minna um jafn- rétti. Hvorki aldraðir né aðrir lifa af loforðunum einum saman. Launþegar innan ASÍ bíða eftir að sjá verkin tala í þessu mikla hagsmuna- og réttlætismáli við lausn yfirstandandi kjaradeilu, sem þegar hefur staðið allt of lengi. Carter á í vök að verjast Frá önnu Bjarnadóttur. írétta- ritara Mbl. í Bandarikjunum. CARTER Forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum hefur til þessa ekki gengið eins og Jimmy Carter forseti og stuðningsmenn hans hefðu helzt kosið. Tæpar fjórar vikur eru til kosninga og enn virðist Ronald Reagan, fram- bjóðandi Repúblikanaflokks- ins Sigurstranglegastur. Hann og Carter hafa svipað fylgi í skoðanakönnunum, sem ná til landsins í heild, en Reagan stendur betur að vígi, þegar litið er á sigur- möguleika hans í einstökum ríkjum. John Anderson, sem býður sig fram sjálfstætt, kemur langt á hæla fram- bjóðenda stóru flokkanna í skoðanakönnunum. Forsetakosningar í Banda- ríkjunum eru í framkvæmd eins og kosningar í 50 sjálf- stæðum ríkjum. Kjörfundur kýs endanlega forseta lands- ins, en 538 fulltrúar eiga sæti á honum. Fólksfjöldi ríkj- anna ákvarðar fulltrúafjölda þeirra á kjörfundi. Allir full- trúar einstakra ríkja greiða sigurvegaranum í forseta- kosningunum í þeirra ríki atkvæði sitt á kjörfundinum. Þess vegna er það mjög mikilvægt fyrir frambjóð- endurnar að vinna í fjöl- mennustu ríkjunum. Dagblöðin Washington Post og New York Times birtu um helgina niðurstöður kannana sinna á sigurmögu- leikum frambjóðendanna í ríkjunum 50 og í District of Columbia eða Washington, höfuðborg landsins. Sam- kvæmt könnun Washington Post hefur Reagan forystu í 28 ríkjum og þar með 283 atkvæði á kjörfundi, en 270 atkvæða er þörf til að vinna kosningarnar. Carter hefur forystu í 14 ríkjum og Dist- rict of Columbia og 151 atkvæði. Úrslit í 8 ríkjum, sem búa yfir 104 atkvæðum, voru óljós. New York Times komst í könnun sinni að þeirri niðurstöðu, að Reagan hlyti meirihluta atkvæða í 29 ríkjum og 314 atkvæði á kjörfundi, en Carter í 12 ríkjum og District of Colum- bia og 136 atkvæði. Úrslit voru óljós í 9 ríkjum með samtals 88 atkvæði. Kannanir beggja blaðanna benda til, að Carter þurfi að vinna verulega á meðal kjós- enda, ef hann á að halda forsetaembættinu. Sú bar- áttuaðferð hans, sem hann beitti 1976 og í forkosninga- baráttunni gegn Edward Kennedy í ár, að gera and- stæðing sinn að kosninga- máli í stað málefna, hefur snúizt í höndunum á honum í baráttunni gegn Reagan. Talið var í upphafi, að Carter gæti hæglega dregið veru- lega úr fylgi Reagans með því að minna á háan aldur hans (Reagan er 69 ára), óvinsælar yfirlýsingar og rangfærslur í ræðum og mjög íhaldssamar skoðanir. Vitað var, að hann gæti ekki notað sér reynsluleysi Reag- ans til hins ítrasta, þar sem hann sjálfur bjó ekki yfir mikilli reynslu fyrir fjórum árum, þegar hann var kjör- inn, en hann státar sig þess í stað nú af reynslunni, sem hann hefur öðlast á þessum fjórum árum. Carter hefur látið að því liggja í ræðum, að Reagan sé kynþáttahatari, ófriðarsinni og nú síðast, að hann muni etja svörtum á móti hvítum, Gyðingum á móti kristnum, Norðurríkjunum á móti Suð- urríkjunum og íbúum dreif- býlis á móti borgarbúum. Baráttuaðferð Carters þykir kvikindisleg og hefur leitt til harðrar gagnrýni á hann í fjölmiðlum. Þetta hefur komið Reagan vel. Hann tekur árásum Carters með hryggð í augum, en jafnað- argeði, og segir Carter ekki samboðinn embætti sínu, og hann eigi að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu frekar en honum sjálfum. Framboð Andersons hefur ekki náð hylli mikils hluta almennings. Hann mun þó verða í framboði í öllum ríkjunum. Loforð kosninga- stjórnar um fjárstyrk úr ríkissjóði, ef hann hlýtur 5% atkvæða í kosningunum, er talin ein ástæða hans til að halda vonlausri baráttunni áfram. Líklegt þykir, að hann dragi mest fylgi frá Carter og geti kostað hann meirihluta í mikilvægum ríkjum og þar með á kjör- fundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.