Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Jón IlelKason Sverrir Hermannsson Helgi F. Seljan
Alþingi sett i gær:
Jón Helgason end-
urkjörinn forseti
Sameinaðs þings
Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar
og Helgi F. Seljan forseti efri deildar
ALÞINGI íslendinga. 103.
löKKjafarþinK, var sett við
hátiðlejía og hefðbundna at-
höfn í gær. Þinjímenn jjenjíu
til Dómkirkju kl. 1.30 mið-
degis ojí hlýddu á predikun
sr. Hreins Hjartarsonar,
sóknarprests í Fella- oj? Hóla-
prestakalli í Reykjavík.
Að lokinni guðsþjónustu var
gengið fylktu liði til þinghúss.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, og biskupinn yfir
íslandi, Sigurbjórn Einarsson,
fóru fyrir göngunni. Síðan
forsætisráðherra, Gunn-
ar Thoroddsen, forseti Sam-
einaðs þings, Jón Helgason,
aðrir ráðherrar, þingmenn og
gestir við þingsetningu, er-
lendir og innlendir.
Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, las þingheimi
forsetabréf um samkomudag
Alþingis og flutti þingheimi
ávarp. Að ávarpinu fluttu bað
hún þingmenn að rísa úr
sætum til að hylla fósturjörð-
ina. Forsætisráðherra mælti,
svo sem hefð stendur til, heill
forseta vorum og fósturjörð.
Þingmenn áréttuðu þau orð
með húrrahrópi.
Þá kvaddi forsetinn aldurs-
forseta þingsins, dr. Gunnar
Thoroddsen, til að stýra fundi,
unz forseti Sameinaðs þings
væri kjörinn. Er hér var kom-
ið gekk forseti íslands úr
þingsal en aldursforseti til
sætis forseta Sameinaðs
þings. Kunngerði hann að
þingfundi væri frestað í 20
mínútur, vegna óska þar um,
áður en kjör þingforseta færi
fram.
Er fundur hófst að nýju í
Sameinuðu þingi, eftir fundar-
hléið, var gengið til forseta-
kjörs. Jón Helgason (F) var
endurkjörinn forseti Samein-
aðs þings með 56 atkvæðum,
Gunnar Thoroddsen (S) fékk
1 atkvæði, 2 seðlar vóru auðir
og 1 þingmaður fjarverandi.
Fyrsti varaforseti var kjör-
inn Karl Steinar Guðnason
(A) með 37 atkvæðum, Pétur
Sigurðsson (S), sem var 1.
varaforseti Sameinaðs þings á
liðnu þingi, fékk 20 atkvæði,
auðir seðlar vóru 2 og 1
þingmaður fjarverandi. Stein-
þór Gestsson (S) var kjörinn
2. varaforseti Sameinaðs þings
með 49 atkvæðum, Pétur Sig-
urðsson (S) fékk 5 atkvæði,
Gunnar Thoroddsen (S) 1, 4
seðlar vóru auðir og 1 þing-
maður fjarverandi.
Skrifarar Sameinaðs þings
vóru kjörnir Friðrik Sophus-
son (S) og Jóhann Einhvarðs-
son (F).
Sverrir Hermannsson
(S)var kjörinn forseti neðri
deildar Alþingis með 38 at-
kvæðum, 1 seðill var ógildur (á
hann skrifað Sverrir Thorodd-
sen) og 1 þingmaður var fjar-
verandi. Alexander Stefáns-
son (F) var kjörinn 1. varafor-
seti með 36 atkvæðum, Guð-
mundur J. Guðmundsson
(Abl) fékk 1 atkvæði, auðir
seðlar vóru 2 og 1 þingmaður
fjarverandi. Garðar Sigurðs-
son (Abl) var kjörinn 2. vara-
forseti með 35 atkvæðum, 2
seðlar vóru auðir, 3 þingmenn
fjarverandi. Skrifarar þing-
deildarinnar vóru lyörnir
Halldór Blöndal (S) og Olafur
Þ. Þórðarson (F).
Helgi F. Seljan (Abl) var
kjörinn forseti efri deildar
Alþingis með 19 atkvæðum, 1
seðill var auður. Þorvaldur
Garðar Kristjánsson (S) var
kjörinn 1. varaforseti deildar-
innar með 19 atkvæðum, 1
seðill var auður. Guðmundur
Bjarnason (F) var kjörinn 2
varaforseti deildarinnar með
18 atkvæðum, 2 seðlar vóru
auðir. Skrifarar deildarinnar
vóru kjörnir Egill Jónsson (S)
og Davíð Aðalsteinsson (F).
Gert er ráð fyrir að
fjárlagafrumvarp ársins 1981
verði lagt fram á Alþingi nk.
mánudag. Fjárlagafrumvarp-
ið, efnahagsmálin og málefni
Flugleiða munu væntanlega
verða helztu viðfangsefni
þingsins næstu vikur og mán-
uði.
Þingsetningarpredikun:
„Þaó sem skort-
ir er kœrleikur“
Ilér fer á eftir í heild
þingsetningarprodikun sr.
Hreins Hjartarsonar,
sóknarprests í Fella- og
Hólaprestakalli í Reykja-
vík, eins og hún var flutt
við guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni í gær:
Matt. 5. 43-48.
„Þér hafið heyrt sagt: Þú skalt
elska náunga þinn og hata óvin
þinn. En ég segi yður: Elskið óvini
yðar og biðjið fyrir 'þeim sem
ofsækja yður, til þess að þér séuð
synir föður yðar, sem er á himn-
um. Því að hann lætur sól sína
renna upp yfir vonda og góða og
rigna yfir réttláta og rangláta.
Því að ef þér elskið þá, sem yður
elska, hvaða laun öðlist þér þá?
Gjöra ekki jafnvel tollheimtu-
mennirnir hið sama?
Og ef þér heilsið aðeins bræðr-
um yðar, hvað frábært gjörið þér
þá? Gjöra ekki jafnvel heiðnir
menn hið sama?
Verið því fullkomnir eins og
yðar himneski faðir er fullkom-
inn.“
„Þessi vers eru tekin úr Fjall-
ræðunni, þar sem Jesús er að tala
um hvernig kristnum manni ber
að breyta bæði við náunga sinn og
óvin. Hann á að elska báða.
Það getur stundum verið erfitt
fyrir manninn að gera sér grein
íslendingar of
fáir til að hafa
efni á sunduriyndi
fyrir því hver sé vinur hans og
hver fjandmaður, vegna þess að
matið á vini eða óvini stjórnast að
meira eða minna leyti af tilfinn-
ingunum.
Mun auðveldara er að ákveða,
hver er meðherji og hver mótherji
— skoðanabróðir eða andstæðing-
ur, bæði í trúmálum og stjórnmál-
um. Þar er um mismunandi skoð-
anir og stefnur að ræða, sem
skynsemin getur skorið úr um.
Nú er ekki unnt að segja, að
andstæðingur sé sama og fjand-
maður, en oft er bilið þar á milli
stutt.
Ósjaldan er orsökin til óvináttu,
sem sóðar leiðir til fulls fjand-
skapar, í fyrstu örlítill skoðana-
munur, stundum um nauða-
ómerkilegt efni.
Þegar vér teljum oss hafa öðlast
fullvissu um hver sé óvinur vor, þá
eru því nálega engin takmörk sett,
hversu mikið neikvætt og illt vér
getum ætlað honum bæði í orðum
og gerðum. Vér fyllumst ofmetn-
aði, sjálfsánægjan veitir oss
fróun, vér förum, ef svo má segja,
í baklás. Vér erum viss um að
andstæðingurinn sé á villigötum
og honum sé hætt.
En í staðinn fyrir að koma til
móts við hann og hjálpa honum og
leiðrétta af auðmýkt og lítillæti,
fyllþmst vér einskonar gleði yfir
því ! að vera honum andsnúin,
standa honum miklu framar, vera
ekki eins og hann. Og vér eigum
ekki orð til að lýsa umkomuleysi
hans og vesöld. Með öðrum orðum,
vér vorkennum honum en hjálpum
honum ekki.
Þó þarf linkind ekki að vera
samfara miskunnsemi. „Elskið
óvini yðar,“ sagði Kristur. En
hann gat jafnframt beitt hörðu
eins og þegar hann rak víxlarana
út úr Musterinu.
Hann harmaði hræsnina sem
var á bak við allar fögru kenni-
setningarnar, stefnurnar og fjálg-
legu orðin, en skorti þá fram-
kvæmd í kærleika, sem leiðir af
sér réttlæti og frið.
Vandamálin sem við er að etja í
dag eru nánast þau sömu. Það
gildir ekki aðeins um einstaklinga
og einstaka þjóðir, heldur um
heim allan.
Það er nóg af kennisetningum
og stefnum. En það verður að
harma viljaleysi æðstu valdhafa
þessa heims til að tryggja sjálf-
sögð mannréttindi og frið. Þetta
gildir jafnt um austur og vestur,
Washington, Moskvu og Peking.
Hér er afsökunin ekki getuleysi.
Valdið er fyrir hendi og efnin eru
næg, mátturinn er mikill. Það sem
skortir er kærleikur, bæði til vina
og óvina.
Vér eigum vini og óvini, bæði
sem einstaklingar og þjóð. Við
inngöngu í bandalög eignast þjóð-
ir meira að segja ósjálfrátt óvini.
Þjóðir í Atlantshafsbandalaginu
verða óvinir ríkja í Varsjárbanda-
laginu og öfugt, hver svo sem
afstaða einstaklinga innan hverr-
ar þjóðar er.
Ef vér metum og virðum aðeins
vini vora en hötum óvinina, öðl-
umst vér þau verðskulduðu laun,
að óvinurinn fer að hata oss meir
og meir. Hjól hatursins snýst
hraðar og hraðar. Og að lokum
leiðir hatrið til vanmats á and-
stæðingnum.
Ráðamenn stórveldanna virðast
öruggir í sínu mati. En ef þeir
þyrðu að viðurkenna eigin frama-
girni og láta auðmýkt og kærleika
koma í staðinn. Ef þeir þyrðu að
viðurkenna það óöryggi sem hlýt-
ur að naga samvisku þeirra. Og ef
vér hefðum þor og dug til að hætta
að lítiisvirða óörugga leiðtoga,
mundum vér, svo mótsagnakennt
sem það kann að virðast, geta
vænst varanlegri friðar, meira
öryggis, aukinna mannréttinda.
En hin heimskulega afstaða vor
krefst forustu manna, sem eru
nógu óheiðarlegir til að vilja ekki
viðurkenna að þeim geti skjátlast.
Krafan um að elska jafnt óvin
sem vin krefst þess af oss, að vér
meðhöndlum báða á sama hátt.
Gagnvart þeim báðum verðum vér
að auðsýna bæði kærleika og
traust, en einnig beita ögun og
vandlætingu. Þetta setur oss í
þann vanda, að vér verðum sífellt
að velja á milli aðferða og meðala.
Jörðin er að verða of lítil fyrir
tvær eða fleiri heimsskoðanir, sem
keppast um að fá fleiri og fleiri
áhangendur, en skortir gagn-
kvæman skilning og brestur virð-
ingu fyrir manninum og sjálfsögð-
um mannréttindum.
Það sem hér vantar er kristinn
kærleikur, jafnt til vinar sem
óvinar.
Séra Hreinn Hjartarson, sóknarprestur i Fella- og Hólapresta-
kalli.