Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1980
Of algengt
að ökutækj-
um sé ekið
ljóslausum
HVER kannast ekki við orðsend-
ingar, er lögreglan ketnur á fram-
færi við ökumenn, þar sem öku-
menn eru hvattir til að nota
ökuljós ökutækja sinna?
Þrátt fyrir þessi tilmæli, er það
allt of algengt, að ökutækjum sé
ekið ljóslausnm, eða aðeins með
biðljós við aðstæður er krefjast
fullra ljósa og er þetta vítavert
kæruleysi.
Vaxandi fjöldi ökumanna ekur
með ljósin á alla daga í mesta
skammdeginu og margir á öðrum
árstíma, er útsýni er slæmt. Þeir,
er þetta gera, gera þetta ekki
eingöngu til þess að þeir sjái betur
það sem á leið þeirra er, heldur
ekki síður til þess, að aðrir öku-
menn sjái þá.
Raflar bifreiða og bifhjóla sjá
ökumönnum fyrir ódýru rafmagni,
sem engin ástæða er til að spara.
Það að nota ekki ökuljósin vekur
grun um, að Ijósabúnaður ökutækj-
anna sé ekki í lagi og leiðir eðlilega
til þess, að þeir, er ekki nota ljósin
er þeirra er þörf, verða frekar fyrir
afskiptum lögreglunnar.
Um ljósatímann segir svo í 2. gr.
Umferðarlaga:
Ljósatími: Tíminn frá hálfri
klukkustundu eftir sólarlag til
hálfrar klukkustundar fyrir sólar-
upprás. Ákvæði laganna um ljósa-
tíma gilda einnig, þótt á öðrum
tíma sé, í þoku og við önnur svipuð
birtuskilyrði.
Hjólreiðamönnum ber einnig að
fara eftir þessum reglum. Þeir
verða að hafa ljósker framan á
hjólinu. Um þetta segir í Lögreglu-
samþykkt Reykjavíkur, í c-lið 50.
gr.: Ljósker, er snúi fram og lýsi
framundan sér, skal vera á hverju
hjóli, þegar farið er að skyggja.
Ljós skal tendrað á þeim tíma, sem
ákveðinn er um tendrun á ljósum
bifreiða í 43. gr.
Er rætt er um Ijósatíma öku-
tækja þá má ekki gleyma endur-
skinsmerkjum fyrir gangandi veg-
farendur og þýðingu þeirra fyrir
öryggi gangandi fólks.
(LðKrrKlan í Reykjavik)
99
Kref jumst sjóréttar
66
„ÞETTA ERU í raun aðeins
fjórir aðilar en ekki niu, sem
standa fyrir þessu. Þeir eru að
draga inn í málið aðra menn,
sem eru hættir, farnir i skóla og
meira að segja taka þeir inn i
þennan níu manna hóp fyrrver-
andi skipverja. sem stakk af i
Fleetwood i siðasta túr og stal
úr skipinu jafnvirði um 9 millj.
kr. í gjaldeyri,“ sagði Hafþór
Svavarsson, framkvæmdastjóri
útgerðar þeirrar, sem gerir út
Sporð RE 16, en hluti af áhöfn
skipsins gekk af skipinu og
sagði ástæðuna vangreitt kaup.
Þá sagði Hafþór að peningana,
sem þessi fyrrverandi áhafnar-
meðlimur hefði stolið í Fleet-
wood, hefði átt að nota tii að
greiða mönnunum laun við
heimkomuna.
„Þá eru þessar 700—1800 þús.
kr., sem mennirnir nefna, ekkert
annað en hugarfóstur þeirra.
— segir fram-
kvæmdastjóri
útgerðar
Sporðs RE 16
Frá því fyrir 19. ágúst áttu þeir
inni frá 55 þús. kr. og upp í 785
þús., og það voru aðeins fimm
menn. Föstudaginn 3. sept. var
þeim boðin fullnaðargreiðsla
þessarar upphæðar, sem er sam-
tals 2.209.665 kr., en þeir neituðu
að taka við því og sögðust hættir
og ruku á brott, þrátt fyrir
lögbundinn uppsagnarfrest frá
einni viku upp í þrjá mánuði. Þá
hafa þeir einnig fengið greidda
alla kauptrygginguna fyrir sept-
embermánuð og þar að auki 100
þús. kr. hver. Við komum til með
að krefjast sjóréttar í máli
þessu."
Hafþór sagði að einnig væri
margt fleira í máli þessu. „Hátt-
arlag þeirra fjórmenninga hefur
orðið til þess, að nú sitja fjórir
menn launalausir í landi og
skipið er bundið við bryggju. Þá
var viðskilnaður þeirra, er þeir
fóru af skipinu, þeim ekki heldur
til sóma,“ sagði hann í lokin.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur sagði stöðu sjó-
manna mjög slæma gagnvart
útgerðarmönnum hvað launa-
greiðslur varðar. „Menn eru mis-
jafnlega í stakk búnir til að eiga
laun sín inni svo og svo lengi, úr
þessu verður hringrás, menn
koma og fara.“ Þá sagði Guð-
mundur að vegna kröfu Sjó-
mannasambandsins hefði Afla-
tryggingarsjóður lokað á útgerð
Sporðs.
Þórarinn Árnason hjá Afla-
tryggingarsjóði sagði að skv.
lögum sjóðsins bæri að stöðva
greiðslur til útgerðar, ef viðkom-
andi útgerð stæði ekki í skilum
við sjómenn. Hann sagði einnig,
að það gerðist oft, að sjóðurinn
gerði smábann á útgerðir, eins
og hann orðaði það.
Kanaríeyjakynning
á Hótel Loftleiðum
Mary Sanchez og félagar skemmta gestum á Kanarieyjavikunni.
Á Kanaríeyjakynningunni, sem
nú stendur yfir á Hótel Loftleið-
um, skemmtir Kanaríeyja-
hljómsveitin Mary Sanchez y Los
Bandama gestum með hljóðfæra-
leik og söng og þarlendir mat-
sveinar gæða gestum á ýmsum
kræsingum frá eyjunum auk þess
sem eyjarnar eru kynntar, bæði i
máli og myndum. Dregið verður
úr happdrættisvinningum á
hverju kvöldi og i lok kynningar-
innar verður dregið um aðalvinn-
inginn. Kanarieyjaferð fyrir tvo.
Einnig mun Stuðlatríó skemmta
fyrir dansi öli kvöldin.
Kanaríeyjaferðirnar hefjast svo
um jólin eins og verið hefur
undanfarin ár og nutu þessar
ferðir lengi vel mikilla vinsælda,
en tvö síðastliðin ár hefur orðið
nokkur samdráttur í ferðunum, en
nú mun það ætlun þeirra, sem
ferðirnar annast, að reyna að ná
þeim upp úr þessari lægð, og í því
tilefni eru frömuðir ferðamála
Kanaríeyja staddir hér á meðan á
kynningunni stendur.
Bjarni Jóns-
son sýnir í
Stykkishólmi
Bréf fjármálaráðherra til Flugleiða
IIÉR FER á eftir í heild hréf
það, sem fjármálaráðherra
sendi Flugleiðum í gær:
Með vísun til samþykktar rík-
isstjórnarinnar frá 16. septem-
ber 1980 vegna Atlantshafs-
flugsins og með hliðsjón af bréfi
Flugleiða hf. dags. 15. sept. 1980
varðandi fjárhagslega fyrir-
greiðslu, sem farið er fram á að
stjórnvöld veiti félaginu, er rétt
að taka fram eftirfarandi:
1. Væntanleg bakábyrgð ríkis-
sjóðs vegna Atlantshafsflugs
næstu 12 mánuði að fjárhæð
allt að 3 milljónum dollara
verður miðuð við þær tekjur
sem ríkissjóður hefur haft af
umræddu flugi undanfarin ár
og rekstrarstöðu fyrirtækis-
ins samkvæmt uppgjöri að ári
liðnu, þegar fullnægjandi
2.
upplýsingar liggja fyrir um
rekstrarafkomu. Ef Flugleiðir
telja sig hins vegar þurfa á
þessari fyrirgreiðslu að
halda, áður en umræddir
skattar og gjöld falla í gjald-
daga, er ríkisstjórnin reiðu-
búin að útvega og ábyrgjast
bráðabirgðalán í Seðlabanka
íslands, sem brúað gæti þetta
bil og greitt yrði með jöfnum
greiðslum yfir vetrarmánuð-
ina. Lánsfyrirgreiðsla af
þessu tagi er þó háð því
skilyrði að viðunandi skii
verði á sköttum og öðrum
gjöldum í rikissjóð, enda yrði
þeim varið til að greiða lánið
samkvæmt framansögðu.
Ríkissjóður tæki þó á sig
vaxtabyrði.
Semja þarf um uppgjör
skulda við ríkissjóð miðað við
30. september sl. og má skipta
þeirri skuld á nokkur ár.
Ógreidd lendingargjöld vegna
Atlantshafsflugsins fyrir árið
1979 og frani til 30. september
1980 verða ekki innheimt á
þessu eða næsta ári, en
ákvörðun um uppgjör eða
niðurfellingu þessarar skuld-
ar verður tekin, þegar í ljós
kemur, hvort Átlantshafs-
flugið heldur áfram eða ekki.
3. Fjármálaráðuneytið hefur
skipað sérfróða matsmenn til
að meta veðhæfni eigna
Flugleiða og verður þessari
athugun hraðað eins og kost-
ur er. Ljóst er, að til þess að
unnt sé að samþykkja beiðni
félagsins um nýja ríkisábyrgð
vegna rekstrarlána þarf fé-
lagið sennilega að selja
nokkrar eignir, m.a. í hluta-
bréfum, bílaleigu eða hótel-
og skrifstofubyggingum. Ná-
ist samkomuiag um sölu
eigna og veð er ríkisstjórnin
reiðubúin að leggja til við
Alþingi, að ríkisábyrgð verði
veitt eftir því sem veð leyfa.
Til bráðabirgða verði leitað
til viðskiptabanka félagsins
um úrlausn á brýnustu
rekstrarfjárþörf.
4. Að sjálfsögðu verður að hafa
þann fyrirvara í huga varð-
andi 1.—3. lið að þessi áform
eru algerlega háð samþykki
Alþingis.
Ragnar Arnalds,
Höskuldur Jónsson.
BJARNI Jónsson listmálari
opnaði í gær málverkasýningu í
Lionshúsinu í Stykkishólmi. Sýn-
ingin verður opin í dag og á
morgun klukkan 16—22.
Á sýningunni eru 60 verk, olíu-
málverk, vatnslitamyndir, teikn-
ingar og málaður rekaviður.
Bjarni Jónsson hefur haldið fjöl-
margar sýningar víðs vegar um
land.
Samþykkt ríkisstjórnar um Atlantshafsflug
Hér fer á cftir samþykkt ríkis-
stjórnarinnar frá 16. september
sl. um Atlantshafsflug Flugleiða:
Málefni: Atlantshafsflugið
Ljóst er að sú ákvörðun Flug-
leiða hf., að draga mjög úr eða
fella niður flugrekstur á Atlants-
hafsleiðinni á milli Luxemborgar
og Bandarikjanna, mun hafa afar
víðtæk áhrif í ýmsum þjónustu-
greinum og skapa óvissu um
atvinnu fjölda manna, auk þess
sem umtalsverðar tekjur ríkis-
sjóðs af flugi þessu falla niður.
Að þessu athuguðu telur ríkis-
stjómin rétt að stuðla að því, að
umrætt flug megi halda áfram
með 8vipuðum hætti og verið
hefur enda verði það í höndum
íslensks flugfélags. í þessu skyni
er ríkisstjórnin reiðubúin til þess
að bjóða eftirgreinda aðstoð:
1. Ríkissjóður veiti í 3 ár bak-
ábyrgð sem nemi u.þ.b. þeim
tekjum sem ríkissjóður hefur haft
af umræddu flugi (lendingargjöld,
leigugjöld á KeflavíkurÁugvelli,
tekjur af fríhöfn, opinber gjöld
o.fl), allt að $3 milljónir á ári til
greiðslu á eða upp í rekstrarhalla
sem kann að verða frá 1. okt. 1980
til 1. okt. 1983.
2. Á fundi samgönguráðherra Is-
lands og Luxemborgar verði leitað
eftir sambærilegri aðstoð frá rík-
isstjórn Luxemborgar.
3. Eignarhluti ríkissjóðs í Flug-
leiðum hf. verði aukinn í 20 af
hundraði hlutafjárins.
Ríkisstjórnin leggur jafnframt
áherslu á eftirgreind atriði:
1. Atlantshafsflugið verði eins og
frekast er unnt aðskilið frá
grundvailarfluginu (innanlands-
flugi og nauðsynlegustu tengslum
við nágrannalöndin), t.d. með að-
skildum fjárhag eins og hag-
kvæmt er og e.t.v. sérstakri
rekstrarstjórn þar sem í eigi sæti
fulltrúi stjórnar félagsins, fulltrúi
starfsliðs og fulltrúi samgöngu-
ráðuneytis.
2. Samstarf og samstaða stjórnar
og starfsliðs Flugleiða verði stór-
bætt. Stuðlað verði að því að koma
á sem bestum starfsfriði umrædd
3 ár, m.a. með sameiningu flug-
manna í eitt félag. Starfsliði verði
gefinn kostur á auknum hlut í
félaginu og aðstöðu til að fylgjast
með ákvarðanatöku. Teknar verði
upp formlegar viðræður við
starfslið um framkvæmd ofan-
greindra atriða.
Sýningu Eist-
lending-
anna að ljúka
SÝNINGU á svartlistarmyndum,
nytjalist, barnateikningum og bók-
um frá Eistlandi í Listaskála ASÍ á
Grensásvegi 16 lýkur annað kvöld.
Er sýningin opin kl. 14—22.
Eistneska listafólkið, sem dvalist
hefur hér á landi undanfarna daga í
tilefni sýningarinnar og Sovéskra
daga MIR, heldur heimleiðis á morg-
un. Síðustu tónleikar og danssýning
listamannanna verða í félagsheimil-
inu Gunnarshólma í Austur-Land-
eyjum í dag kl. 16.
Leiðrétting
SÚ MEINLEGA skekkja læddist
inn í inngang greinarinnar um
húsaleigustríð Félagsstofnunar
Stúdenta og Garðbúa í blaðinu
þann 10.10. að íbúar Hjónagarð-
anna lýstu sig reiðubúna til að
greiða 60 þúsund krónur í húsa-
leigu á mánuði. Þetta átti að vera
65 þúsund og leiðréttist það hér
með.