Morgunblaðið - 11.10.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
35
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
umsjón: Sighvatur Blöndahl
Vetrarstarf Stjórnunarfélags Islands hafið:
Duncan Neuhauser við Case
Western Reserve University í
Cleveland í Bandaríkjunum,
David Hand, heilbrigðishag-
fræðingur við King Edward’s
Fund í Bretlandi og prófessor
Edgar Borgenhammar við Nor-
ræna heilsugæsluháskólann í
Gautaborg í Svíþjóð.
Á þessari námstefnu, sem
ætluð er stjórnendum í heil-
brigðisstofnunum, verður kynnt
Bohm-Pedersen, framkvæmda-
stjóri sænska fyrirtækisins
Mercury Secretary Institute, en
hún hefur leiðbeint á námskeið-
um sem þessum víða í Evrópu.
Markmið með námskeiðinu er
að auka hæfni einkaritara í
skipulagningu, almennri
skrifstofustjórn og tímastjórn-
un. Þróun erlendis sýnir að
einkaritarar taka sífellt virkari
þátt í daglegri stjórnun fyrir-
Boðið verður upp á 33 teg-
undir námskeiða í vetur
Félagið verður 20 ára í byrjun næsta árs
VETRARSTARF Stjórnunaríélags íslands er að heíjast um
þessar mundir og af því tilefni boðaði félagið til
blaðamannafundar, þar sem voru mættir Hörður Sigur-
gestsson, formaður félagsins, og Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri þess.
Það kom fram að innlend
námskeið félagsins verða með
mjög svipuðu sniði og verið
hefur á undanförnum árum. Að
þessu sinni verða boðnar 33
tegundir námskeiða, en af þeim
verða 7 haldin í fyrsta sinn í
vetur.
Á nýju námskeiðunum verður
fjallað um framlegðarútreikn-
inga í frystihúsum, gerð árs-
reikninga, hraðlestur, kynnt að-
ferð um kerfisbundna kostnað-
aráætlun, haldið námskeið fyrir
ritara, fjallað um tölvur og
notkun þeirra og haldið nám-
skeið í vinnuvistfræði. Enn-
fremur býður félagið þá nýjung
að skipuleggja námskeið um
stjórnun fyrir einstök fyrir-
tæki, félög eða stofnanir og eru
þau námskeið sérhönnuð í
hverju tilfelli.
Að sögn Harðar og Þórðar
voru námskeið félagsins á sl. ári
vel sótt, en þá var boðið upp á
29 tegundir námskeiða um
stjórnun. Mörg þeirra voru
endurtekin, svo að alls voru
haldin 39 námskeið og þátttak-
endur á þeim voru samtals 740.
Námskeið félagsins eru flest
haldin í fyrirlestrarsal þess að
Síðumúla 23.
Dagana 9. og 10. október sl.
efndi félagið til ráðstefnu, þar
sem til umfjöllunar var tekið
efnið: ÍSLAND ÁRIÐ 2000 og
var ráðstefnan haldin að Hótel
Valhöll á Þingvöllum. Þar voru
flutt 17 erindi um flest svið
þjóðlífsins og reynt með þeim
hætti að draga upp heildar-
mynd af því hvernig hér yrði
umhorgs að 20 árum liðnum.
Tvær námstefnur verða
haldnar fram til áramóta. Á
hinni fyrri verður fjallað um
sölu á erlendum mörkuðum, og
verður hún haldin í Súlnasaí
Hótel Sögu, fimmtudaginn 30.
október nk. Á námstefnunni
verða flutt 10 erindi, og meðal
fyrirlesara eru Daninn Erik
Windfeld-Lund, en hann er
framkvæmdastjóri markaðs-
deildar félags iðnrekenda í
Danmörku. Á námstefnunni
verður fjallað um útflutning
okkar Islendinga á sem breið-
ustum grundvelli, og þar m.a.
rætt um hlut stjórnvalda við
útflutningsverslun, fjármögnun
útflutningsafurða, ráðgjafa-
starfsemi, söluform við útflutn-
ingsverslun og framtíðarút-
flutningsmöguleika okkar Is-
lendinga. Sala sjávarafurða
verður sérstaklega tekin til um-
fjöllunar og verða flutt fjögur
erindi um þann þátt. Námstefn-
unni lýkur síðan með pallborðs-
umræðum, þar sem rædd verður
útflutningsverslun okkar Is-
lendinga.
Síðari námstefna félagsins
fram til áramóta verður um
hagræðingu í heilbrigðisstofn-
unum. Á þeirri námstefnu mun
flytja fyrirlestra þrír erlendir
fræðimenn á sviði heilbrigðis-
fræði, en þeir eru prófessor
Tvílyft timburein-
býlishús frá Hús-
einingum á markað
JmiimMsilliiillill
IIÚSEININGAR hf. á Siglu-
firði bjóða nú tvílyft timbur-
hús í fyrsta sinn, en fyrir-
tækið hefur á undanförnum
árum framleitt mikið af
einlyftum timhurhúsum.
Um er að ræða tvær stærðir
húsa, annars vegar 175 m2 og
hins vegar 196 mz. Verð minna
hússins, miðað við byggingar-
vísitölu 490 stig, er breytilegt
eftir byggingarstigi hússins,
eða ailt frá 19,3 milljónum
króna upp í 38,1 milljón króna
frá verksmiðju.
Stærri húsin, ennfremur
miðuð við byggingarvísitölu
490, kosta frá 20,6 milljónum
króna upp í 39,8 milljónir
króna, eftir byggingarstigi
húsanna.
Samkvæmt upplýsingum
verksmiðjunnar er hægt að
reisa húsin á nokkrum dögum
og unnt er að taka þau í notkun
í tveimur áföngum, þar sem
innrétta má hvora hæð fyrir
sig.
og rætt hvernig hagræða má og
draga úr tilkostnaði við heil-
brigðisþjónustu.
A síðastliðnum vetri var lögð
á það sérstök áhersla að fá
erlenda aðila til að leiðbeina á
námskeiðum og voru haldin
fimm siík námskeið. í vetur
verður þessu haldið áfram og
fram til áramóta verða þrjú
námskeið með erlendum fyrir-
lesurum. Á hinu fyrsta verður
tækja og því mikilvægt fyrir
þær að tileinka sér þessi nýju
störf.
í samvinnu við Skýrslutækni-
félag íslands mun verða efnt til
námskeiðs um endurskoðun
tölvukerfa. Þessi félög efndu
sameiginlega til samskonar
námskeiðs í nóvember á sl. ári.
Leiðbeinandi á þessu námskeiði
verður Kevin R. Batchelor, sem
er forstöðumaður áætlanadeild-
ar bandaríska endurskoðunar-
fyrirtækisins Alexander Grant
Frá einu námskeiða Stjórnunarfélagsins á sl. vetri.
fjallað um skipulag skjalavist-
unarkerfa, en þar mun Michael
S. Preston, ráðgjafi hjá banda-
ríska endurskoðunarfyrirtæk-
inu Alexander Grant gera grein
fyrir hvernig skipuleggja megi
skjalavistunarkerfi, kynna nýj-
ungar á sviði skjalavistunar-
tækni og sýna hversu stórt
hlutverk tölvur munu hafa við
skjalavistun í framtíðinni. Síð-
ari hluta nóvembermánaðar
verður endurtekið einkaritara-
námskeið sem efnt var til í
febrúar á þessu ári, við góðar
undirtektir. Leiðbeinandi á
námskeiðunu verður Eiwor
& Co. Mikill árangur varð af því
námskeiði sem haldið var í
fyrra, því nokkur stór tölvufyr-
irtæki hér á landi hafa gert
róttækar ráðstafanir við endur-
skoðun tölvukerfa sinna fyrir-
tækja.
Innan Stjórnunarfélagsins
eru starfandi klúbbar um ýmis
málefni, og má þar fyrst nefna
starfsmannastjóraklúbb, en
hann heldur reglulega fundi þar
sem tekin eru til umræðu hin
ýmsu vandamál sem upp koma
við starfsmannastjórn og skipu-
lag starfsmannamála.
Á síðastliðnu ári var stofnað-
ur bókaklúbbur en hlutverk
hans er að kaupa og dreifa
reglulega til klúbbfélaga góðum
erlendum bókum um stjórnun.
Meðal nýjunga sem áformað-
ar eru á þessum vetri má nefna
að á næsta ári mun Stjórnunar-
félagið veita viðurkenningu til
þess fyrirtækis sem sendir frá
sér bestu ársskýrslu það árið og
er ætlunin að þetta verði ár-
legur viðburður í starfi félags-
ins. Tilefni þessa er m.a. það að
vænta má mikilla breytinga á
gerð ársskýrslna íslenskra
fyrirtækja vegna tilkomu nýrra
laga sem tengjast gerð árs-
reikninga.
Stjórnunarfélag íslands er
áhugamannafélagsskapur sem
opinn er öllum sem áhuga hafa
á að stuðla að bættri stjórnun,
hagræðingu og almennri hag-
sýslu í rekstri félaga, fyrir-
tækja og stofnana.
Aðild að félaginu eiga ein-
staklingar, fyrirtæki, stofnanir
og félagasamtök, og eru í dag
um 250 einstaklingar félagar og
um 300 fyrirtæki og stofnanir.
Hinn 24. janúar á næsta ári
verða 20 ár liðin frá stofnun
Stjórnunarfélags íslands. Á
þeim tveimur áratugum sem
liðnir eru, hefur talsverð fram-
þróun átt sér stað í stjórnunar-
fræðslumálum hér á landi. Líta
má á Stjórnunarfélagið sem
brautryðjanda þessa starfs, en
eins og kunnugt er, hefur félag-
ið frá upphafi staðið fyrir
ráðstefnum, fundum, námskeið-
um og útgáfustarfsemi um
stjórnunarmál.
Þó að hér á landi hafi miðað
allnokkuð í þá átt að auka
stjórnunarþekkingu meðal
stjórnenda fyrirtækja, er enn á
brattann að sækja, ef íslend-
ingar eiga að standa jafnfætis
nágrannaþjóðum sínum á þessu
sviði og geta þannig staðist
samkeppni við erlenda aðila.
Um allan hinn vestræna heim
er lögð mikil áhersla á það
innan fyrirtækja að stjórnend-
ur og starfsmenn viðhaldi þekk-
ingu sinni og kynni sér nýjar
hugmyndir um stjórnun og
rekstur. Til að fullnægja þess-
ari þörf eru starfandi á hverju
landi félög eða stofnanir sem
hafa svipaðan starfsvettvang og
Stjórnunarfélagið. En við ís-
lendingar eigum að geta orðið
við óskum um aukna hagræð-
ingu, meiri framleiðni, bætt
skipulag, fullkomnar áætlanir
og betri aðbúnað á vinnustað
ásamt aukinni hagkvæmni í
rekstri fyrirtækja, er brýnt að
efla sem mest á næstu árum
fræðslu um stjórnun og rekstur
fyrirtækja.
_ r
Fjölbreytt vetrarstarf VI:
Tilsögn í greinarskrifum
og í sjónvarpsframkomu
VERZLUNARRÁÐ ' íslands
hyggst brydda upp á ýmsum
nýjungum í starfsemi sinni í
vctur að sögn Árna Árnasonar,
framkvæmdastjóra ráðsrns. I
næstu og þarnæstu viku mun
Indriði G. Þorsteinsson, rithöf-
undur, halda þrjú námskeið i
greinarskrifum fyrir félags-
mcnn verzlunarráðsins, en það
er nýlunda.
Á námskeiðunum mun Indriði
fjalla um þau atriði, sem gæta
þarf að við framsetningu stuttra
greina í blöðum og tímaritum, en
þau verða á þriðjudag, fimmtu-
dag og þriðjudag í næstu viku.
Árni sagði að þátttaka yrði
takmörkuð við 20 manns og
verða námskeiðin haldin í húsa-
kynnum Verzlunarráðsins við
Laufásveg.
Ólafur Stephensen mun í lok
mánaðarins halda tvö námskeið
í framkomu í sjónvarpi fyrir
félaga Verzlunarráðsins. Á nám-
skeiðinu verður tekið fyrir und-
irbúningur undir framkomu í
sjónvarpi. Æfingar verða í sjálf-
stæðum flutningi efnis, panel-
umræðum og að svara gagnrýn-
um spurningum í viðtali. Nám-
skeiðið byggir á raunverulegum
æfingum, sem teknar verða upp
á myndsegulband og sýndar í
sjónvarpi.
Arni sagði að í vetur væri
ráðgert að halda nokkuð reglu-
lega umræðu- og fræðslufundi í
húsakynnum Verzlunarráðsins.
Umræðuefnið rnurl tengjast
rekstri fyrirtækja og störfum
Verzlunarráðsins. Er hugmynd-
in með þessum fundum að auka
áhrif félagsmanna á st.örf og
stefnu Verzlunarráðsins og
skapa nánari tengsl félags-
manna og skrifstofu ráðsins.
Einnig er hugmyndin. að þessir
fundir taki fyrir ef:v, om fé-
lagsmönnum má að g koma í
eigin rekstri. í þes mánuði
verða tveir fundir Su fyrri
verður í vikunni, eð.. á miðviku-
dag klukkan 16.00 og . crður þar
fjallað um þjónustu ustofn-
ana, sá síðari verðui któber
n.k. og verður þá ið um
verðlagsmál. Nánar veröur sagt
frá vetrarstarfi Verzlunarráðs-
ins hér á síðunni síðar.