Morgunblaðið - 11.10.1980, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
38
Minning:
Hannes Hjartarson
frá Herjólfsstöðum
Hinn 26. fyrra mánaðar, lést
Hannes Hjartarson, fyrrum bóndi
að Herjólfsstóðum í Alftaveri, í
sjúkrahúsinu á Selfossi. Skorti
aðeins rúma .3 mánuði til þess að
hann næði 99 ara aldri.
Það er ekki harmsefni þótt
aldurhniginn maður og þrotinn að
kröftum hljóti hinstu hvíld. Miklu
fremur ættum við að gleðjast yfir
því að baráttunni við elli og
sjúkdóma er lokið. Þó fylgir því
ætíð söknuður er góðir vinir
hverfa af sjónarsviðinu. Hannes
Hjartarson var einn þeirra
manna, sem skilur aðeins eftir
góðar minningar meðal samferða-
fólks síns. Margir munu sakna
hans og þeir mest, sem nánust
kynni höfðu af honum á lífsleið-
inni.
Hannes Hjartarson var fæddur
að Herjólfsstöðum 12. janúar árið
1882, sonur Hjartar Bjarnasonar,
bónda og konu hans, Elínar Jóns-
dóttur ljósmóður.
Jón Jónsson faðir Elínar bjó að
Hraunbæ í Álftaveri en móðir
hennar var Elín Einarsdóttir frá
Kerlingadal í Mýrdal, Þorsteins-
sonar lögréttumanns, bróður séra
Jóns Steingrímssonar að Kirkju-
bæjarklaustri.
Hannes tók við búi að Herjólfs-
stöðum af móður sinni árið 1915
og kvæntist um svipað leyti Sig-
nýju Þorkelsdóttur frá Skálmár-
bæjarhraunum. Signý lést árið
1976. Þau hjón bjuggu að Herjólfs-
stöðum um áratugaskeið við rausn
og myndarskap.
Frábær gestrisni og hjartahlýja
einkenndi þessi heiðurshjón og
aflaði þeim virðingar og vináttu á
langri ævi.
Þau hófu búskap sinn við lítil
efni sem og flestir á þeim árum.
Áföll vegna Kötlugossins 1918
urðu þeim, eins og öðrum Álftver-
ingum, þung í skauti.
En öll él birtir upp um síðir.
Þegar Katla hafði tekið sinn toll,
greri aftur gras um Álftaver.
Bústofninn sem jökulhlaupið
hafði grisjað, óx að nýju og fólkið
hélt áfram að trúa á landið.
Hannes á Herjólfsstöðum var
ekki stórbóndi, en hann átti gott
bú og gagnsamt. Hann bætti jörð
sína að byggingum og ræktun, og
allt, sem hann kom nærri bar vott
um snyrtimennsku og hagleik.
Hann gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína um lengri
og skemmri tíma, — þar sem
annars staðar naut hann trausts
og virðingar.
Hannes og Sígný á Herjólfs-
stöðum eignuðust 2 börn. Þau eru
Rósa, sem gift er Bárði Sigurðs-
syni frá Hvammi í Skaftártungu,
þau eru nú búsett í Reykjavík, og
Hjörtur bóndi á Herjólfsstöðum.
Hann er kvændur Vigdísi Magnús-
dóttur frá Steinum undir Eyja-
fjöilum.
Þrír áratugir eru nú síðan leiðir
okkar Hannesar á Herjólfsstöðum
lágu fyrst saman.
I tæp 11 ár unnum við ásamt
fleirum, að erfiðu en umfram allt
skemmtilegu uppbyggingarstarfi,
þótt lítil merki þess sjáist lengur.
Foksandur hylur nú að mestu þau
spor, sem þá voru mörkuð. En við,
sem áttum vináttu Hannesar
Hjartarsonar — kynntumst náið
þessum glaða og hjartaprúða
drengskaparmanni, — gleymum
honum seint.
Samstarfsár okkar Hannesar
voru baráttuár. Það gat verið allra
veðra von, en sólskinsdagarnir
voru margfalt fleiri en hinir. Alls
þessa er gott að minnast á kveðju-
stund.
Eg veit að Hannes Hjartarson
kvaddi jarðlifið sáttur við alla
menn. Á hinni löngu ævi sinni hélt
hann andlegri og líkamlegri
hreysti allt þar til fyrir tveimur
til þremur árum að kraftar hans
þrutu. Allt sem í mannlegu valdi
stóð var gert til þess að létta
honum sjúkdómsbyrðina og fyrir
það var hann þakklátur öllum, er
hlut áttu að máli.
Ég kveð þennan aldna vin minn
með innilegri þökk fyrir sam-
fylgdina, og óska honum blessunar
Guðs í bráð og lengd.
Ragnar Jónsson.
Það var sjálfgefið hjá mér að
leiðin lægi heim að Herjólfs-
stöðum þegar komið var austur
yfir Sandinn. Fyrirfram átti mað-
ur vísar góðar viðtökur hjá hús-
freyjunni, Vigdísi fá Steinum, og
fyrr en varði voru Hjörtur, Hann-
es og Signý í vinaliði mínu. Nú er
gamli bóndinn, Hannes, horfinn
og með honum nær 100 ára saga,
mikill forði mannvits og fróðleiks.
Bótin þó sú að drjúgur hluti hans
er varðveittur til komandi tíða.
Því sá hinn aldni þulur sjálfur
borgið.
Hannes fæddist hjónunum Hirti
Bjarnasyni hreppstjóra og Elínu
Jónsdóttur ljósmóður 12. janúar
1882, og hlaut hann í skírninni
nafn séra Hannesar Stephensen á
Mýrum, sem dó 1881. Herjólfs-
staðir í Álftaveri er fornbýli, og
Hannes var þriðji maður frá
Magnúsi Ólafssyni bónda þar, sem
fæddur var 1767. Kona Magnúsar
var Sigríður systir Bjarna Thor-
steinson amtmanns á Stapa, en afi
þeirra var Bjarni Nikulásson
sýslumaður, sem um skeið bjó í
Bólhraunum í Álftaveri.
Hannes missti föður sinn 5 ára
gamall en Elín hélt áfram búskap
og kom börnum sínum til þroska
með sóma. Móðurgarður Hannes-
ar varð honum notadrýgsti skól-
inn. Ungur lærði hann þar að
draga til stafs eftir forskrift
gerðri af séra Hannesi á Mýrum
og varð skrifari einn hinn besti í
sveitunum milli Sanda. Sáust eng-
in ellimörk á rithönd hans í
sendibréfi, sem hann skrifaði mér
96 ára gamall.
Hannes varð bóndi á Herjólfs-
stöðum árið 1914 og giftist ári
síðar Signýju Þorkelsdóttur frá
Skámarbæjarhraunum. Voru
hættir þá flestir í fastgrónu horfi,
brauðkorn heimilisins jafnvel sótt
út í Bólhraunamela en nýr tími
var á næsta leiti. Álftaver hefur
löngum þótt afskekkt byggð en þó
mátti segja að þau Hannes og
Signý byggju um þjóðbraut þvera.
Bærinn þeirra stóð við austjaðar
Mýrdalssands, og heim til þeirra
hjóna leituðu margir ferðamenn,
sem höfðu ærna þörf fyrirgreiðslu
og hressingar og fengu hana svo
góða í orði og á borði að lengi var
munað. Hér kom það þá einnig til
að á heimilinu var lengi póstaf-
greiðsla sveitarinnar og á hlaðinu
milli bæjanna var fundahús
hreppsins og skóli. Þarna var því
oftast mannkvæmt og gestaönn
mikil.
Félagshyggja og samheldni
fólks var mikil í Álftaveri og fór
Hannes ekki varhluta af henni.
Um áratugi var hann þar m.a. í
forystu í. félagsstarfi bindind-
ismanna. Stúkan Foldin nr. 88 var
stofnuð í Álftaveri árið 1903. Var
Hannes einn traustasti félagi
hennar um áratugi og löngum
æðstitemplar. Hann var á seinni
árum heiðursfélagi í Stórstúku
Islands. Með sama hætti var
trúnaður Hannesar við kirkju og
kristni. Ungur lærði hann að leika
á harmonium (orgel) hjá Lofti
Jónssyni á Höfðabrekku og var á
tímabili organisti í Þykkvabæjar-
klausturskirkju.
Hannes og Signý bjuggu á
Herjólfsstöðum við bjargleg efni,
aldrei þiggjandi, alltaf veitandi.
Kötlugosið 1918 kreppti að þeim
eins og öllum Álftveringum og oft
var við vanda að etja en með
kappi, samheldni og seiglu varð
öllu vel borgið. Framför nýrrar
aldar fór ekki hjá garði, ný
kynslóð erfði landið og Hannes
gladdist yfir því að fá að lifa „svo
langan dag“ og búa í haginn fyrir
framtíð.
Skaftfellingafélagið í Reykjavík
stóð á sínum tíma fyrir töku
kvikmyndarinnar í jöklana skjóli,
sem sýnir gamla, horfna hætti.
Var þá upptekinn sérstakur þátt-
ur um meltekju þar sem Hannes
átti góðan hlut að verki við
kyndingu sofns, troðslu og drift-
ingu, enda alinn upp við þau
vinnubrögð og kynti sjálfur síðast
sofn til heimanota fertugur mað-
ur.
Fyrstu kynnin af Hannesi á
Herjólfsstöðum fékk ég við iestur
bókarinnar „Vestur-Skaftfellingar
og íbúar hennar", sem út kom árið
1930, en þar skrifaði Hannes
greinargóðan þátt um meltekju í
Álftaveri. Svo liðu mörg ár, og
Hannes var nær sjötugur, er
fundum okkar bar fyrst saman.
Mér er í glöggu minni hinn kviki,
hressi, ljúfi og fríði maður, sem
fagnaði mér þá á heimahlaði sínu.
Bar hann engin merki árafjöldans
og átti þá framundan þrjá áratugi.
Þó var þetta aldur, sem nú er
kenndur við verkalok, en hjá
Hannesi var sá þáttur ævistarfs-
ins óunninn, sem endast mun
honum til mestrar frægðar og
varðveita mun nafn hans í röð
merkustu Skaftfellinga á þessari
öld. Þjóðháttaskráning Þjóð-
minjasafnsins hófst árið 1959 og
hafði það hlutverk að afla svo
glöggra heimilda sem völ væri á
um íslenska þjóðhætti, eldri og
yngri, og koma upp heimildasafni
fyrir fræðimenn. Þessi söfnun á
vegum safnsins aflaði sér í byrjun
margra samstarfsmanna til að
svara spurningaskrám. Gerðist
Hannes á Herjólfsstöðum fúslega
liðsmaður í þeirri þörfu sveit og
samdi tugi greinargóðra þjóð-
háttaritgerða um margvísleg efni.
Er þetta nú ómetanlegur forði
þekkingar um gamla atvinnuhætti
í sveitunum milli Sanda og mun
án efa verða gefið út í sérstakri
bók áður en langar stundir líða.
Fyrir starfið uppskar Hannes að-
eins heiðurinn og þá ánægju að
vita sig vera að vinna verk, sem
brátt yrði á einskis manns færi að
festa á blað.
Hannes var verkhagur maður
og smiður góður á tré og járn,
skylt þjóðháttaskrifi hans var það
að byggðasafninu í Skógum og
fleiri aðilum smíðaði hann ein-
stæða hluti, rótargrefil, driftu-
trog, melsigð og lóðbretti, svo að
dæmi séu nefnd.
Hannes og Signý eignuðust tvö
börn, Elínborgu Sigurrós og Hjört
Sigurð og áttu barnaláni að fagna.
Sigurrós er gift Bárði Sigurðssyni
frá Hvammi í Skaftártungu og eru
þau nú búsett í Reykjavík. Hjörtur
er giftur Vigdísi Magnúsdóttur frá
Steinum undir Eyjafjöllum. Hafa
þau búið á Herjólfsstöðum frá
1951 og gert garð sinn frægan í
frábærri alúð og rausn við gest og
gangandi. Signý dó árið 1976 eftir
langan heilsubrest.
Einn þátturinn í daglegu starfi
Hannesar á Herjólfsstöðum var
að halda dagbók. Síðustu færsluna
í dagbók sína gerði hann 17.
október, 1979 af vanalegri vand-
virkni. Gekk þá til að huga að
hitastigi veðurs. Honum varð
fótaskortur, er af leiddi beinbrot.
Eftir það átti hinn aldraði heið-
ursmaður í vök að verjast og
dauðinn var kærkominn er hann
loks kvaddi dyra föstudaginn 26.
september þ.á.
Hannesar á Herjólfsstöðum
minnist ég sem eins hins besta og
merkasta manns, sem ég hefi
kynnst á lífsleiðinni. Ég þakka
honum kynnin og eigi síður það er
hann vann íslenskum þjóðfræðum
og verða mun varanlegur bauta-
steinn hans hjá komandi kynslóð-
um- Þórður Tómasson.
Stefán Jóhann Stefánsson formaður Stúdentaráðs:
Athugasemdir vegna ummæla í Mbl.
út af leiguverði á Stúdentagörðunum
Þar sem í ummælum eins af
fulltrúum Vöku í Stúdentaráði í
Mbl. 3. okt. sl. felast ósannindi,
rangfærslur og mistúlkanir, vill
undirritaður benda á eftirfarandi:
1. Ekki er ljóst hvað viðmæl-
andi Mbl. á við með því að einhver
sé að brjót.a lög, sbr. ummæli
hans: „Ég tel að hér sé um lögbrot
að ræða og algert einsdæmi að
hagsmunafélag eins og SHÍ skuli
vísa ákvörðun í jafn mikilvægu
hagsmunamáli og leiguverðs-
ákvörðunin er til annarra aðila
Varla væri SHÍ að brjóta lög
með því að vísa ákvörðun um
leiguverð á Stúdentagörðum til
stjórnar F.S., þar sem stjórn F.S.
hefur ákvörðunarvald í þeim efn-
um lögum samkvæmt.
2. Viðmælandi Mbl. fjallar
þannig um tvær sjálfstæðar tillög-
ur, að lesa má úr að um eina sé að
ræða, sbr: „... en á stúdentaráðs-
fundi í gær gerði stjórn SHÍ
tilraun til að fá breytt fyrri
afstöðu SHÍ. Lagði formaður SHÍ
til að málið yrði alfarið lagt í
hendur stjórnar Félagsstofnunar
stúdenta til ákvörðunar."
Hið rétta er að stjórn SHÍ lagði
fram eina ályktunartillögu, sem
fjallaði um leiguverð á Stúdenta-
görðum og framtíðarlausn leigu-
mála. Var sú tillaga í si mræmi við
tölur og aðferðir sem starfshópur
sem skipaður var bæði Garðbúum,
fulltrúum frá stjórn F.S. og stjórn
SHÍ samþykkti að leggja fyrir
fund Garðbúa og fyrir SHÍ. Sú
tillaga kom ekki til atkvæða-
greiðslu, þar sem tillaga um /rest-
un á málinu var samþykkt.
Hins vegar var um að ræða
tillögu sem undirritaður ásamt
einum fulltrúa Vöku lögðu fram,
um að vísa málinu til stjórnar
F.S., þar sem SHÍ hafði áður
ályktað um málið og þar sem sýnt
þótti að engin samstaða næðist
um frekari ályktun frá SHÍ.
3. Þegar ummælin birtúst í
Mbl. hafði stjórn F.S. aldrei sem
heild lagt fram tillögu um leigu-
upphæð. Einn stjórnarmanna
hafði að vísu lagt fram tillögu um
leiguupphæð, en afgreiðslu var
frestað þar til SHÍ og Garðbúar
hefðu fjallað um málið. Þar sem
engin tillaga hafði komið frá
stjórn F.S. var ekki um það að
ræða að SHÍ tæki afstöðu til
tillögu stjórnar F.S. Út frá um-
mælunum mætti skilja að stjórn
F.S. gerði tillögu um leiguverð á
Görðum, en það væri síðan SHÍ að
ákveða. Slíkt er alrangt. Þó kemur
oft fyrir að SHÍ álykti um leigu-
verð eða önnur atriði sem eru til
ákvörðunar hjá stjórn F.S.
4. Rétt er það að sú tillaga sem
fram hafði komið í stjórn F.S. um
leiguverð fól í sér nokkra hækkun
frá fyrra ári. Forsendur sem
viðmælandi Mbl. nefnir eru þó út í
bláinn. Einu forsendur sem flutn-
ingsmaður tillögunnar lagði til
grundvallar voru þær að leiguverð
stæði undir rekstrarkostnaði á
stúdentagörðunum, ásamt ein-
hverju viðhaldi.
Rétt er það að leiguverð á
Görðum hefur aldrei staðið undir
viðhaldi sem einhverju næmi;
Stúdentagörðunum hefur í raun
verið lítt við haldið frá því þeir
voru byggðir (1934 og 1943). Þegar
Háskólinn varpaði þeim frá sér
yfir til Félagsstofnunar árið 1968,
fylgdu engir fastir tekjupóstar
með til viðhalds eða framkvæmda.
Garðarnir voru í niðurníðslu og
urðu það áfram, eða þar til
núverandi endurbætur hófust.
Sá ríkisstyrkur sem F.S. var
fenginn dugði ætíð skammt og
náði aldrei því sem vilyrði var
fyrir í upphafi. F.S. rekur ýmsa
aðra starfsemi en stúdentagarða,
t.d. mötuneyti. Þar sem það var og
hefur ætíð verið stefna stúdenta
að halda leiguverði á Görðum í
lágmarki, voru aldrei til peningar
afgangs til nauðsynlegs viðhalds.
Teljist þetta röng rekstrar-
stefna vinstri manna, að halda
leigunni í lágmarki, þannig að
ekki sé til afgangs fé til viðgerða,
þá er það líka röng stefna hægri
manna, þar sem þeir (Vökumenn)
voru í meirihluta í stjórn F.S. frá
1968-1974.
5. Það er ekki verið að varpa
þessari „stefnu" yfir á núverandi
leigjendur Garðanna, því viðgerð-
ir og endurbætur nú eru fjár-
magnaðar með ríkisstyrktu láni.
6. Viðmælandi Mbl. fullyrðir að
engar viðgerðir séu fyrirhugaðar í
Görðum í vetur. Sú fullyrðing er
alröng. Viðgerðir hófust í sumar
og standa enn.
7. Það var ekki stjórn F.S. sem
lagði fram útreikninga á rekstr-
arkostnaði Garðanna, heldur
formaður stjórnar F.S. Við þá
útreikninga studdist hann við
endurskoðaða reikninga F.S. frá
1978. Það er ekkert sem bendir til
þess að útreikningarnir séu rang-
ir. Hins vegar má deila um
nokkrar forsendur útreikn-
inganna, t.d. hvort reikna beri
rekstur skrifstofu F.S. að ein-
hverju leyti inn í leiguverð á
Görðum.
Það er því heldur ómerkilegt
hjá viðmælanda Mbl. að klykkja
út með því að segja: „Stjórn F.S.
hefur ekki getað fært rök fyrir
útreikningum sínum á rekstrar-
kostnaði Garðanna vegna bók-
haldsóreiðu undanfarinna ára.“
Endurskoðun á bókhaldi F.S.
seinkaði að vísu, m;a. vegna bruna
í Reiknistofnun HI, þar sem ein-
hver tölvugögn brunnu inni, en
aldrei var um óreiðu að ræða.
8. Að síðustu fullyrðir viðmæl-
andi Mbl. að: „Stúdentaráðsliðar
Vöku ásamt Garðbúum mótmæltu
harðlega málsmeðferð vinstri
manna á þessu rnáli".
Þetta er ekki rétt. Hinar póli-
tísku fylkingar riðluðust allnokk-
uð í þessu máli, sem sjá má t.d. á
því að undirritaður ásamt einum
Vökumanni báru fram sameigin-
lega tillögu um málsmeðferð. Á
atkvæðagreiðslum mátti einnig
augljóslega sjá að hinar pólitísku
línur voru óskýrar, þótt allir bæru
hag Garðbúa fyrir brjósti. Það var
vinstri maður sem upphaflega
lagði fram tillögu í SHÍ til stuðn-
ings Garðbúum, stjórn SHÍ hafði
einnig lagt fram tillögu þess efnis.
Báðar þær tillögur voru sam-
þykktar í ráðinu og það sam-
hljóða.
Það er þó sorglegt til þess að
vita að einstakir menn skuli ekki
geta rætt málefnalega um jafn
mikilvægt mál og þetta, heldur
reyni að notfæra sér það til að
blása upp pólitísku moldviðri með
þeim afleiðingum að allar stað-
reyndir brenglast.