Morgunblaðið - 11.10.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
39
Gunnar Níels-
son—Minning
Gunnar Níelsson á Hauganesi
er látinn. Þetta voru mikil tíðindi
okkur vinum hans, sem höfðum
kvatt hann, áður en hann fór utan,
glaðan og reifan. Eftir heimkom-
una í byrjun september gekk hann
undir erfiða skurðaðgerð, er dró
hann til dauða. Hann lézt mánuði
síðar, hinn 5. október, eftir erfiða
sjúkdómslegu. Þá var þungur
harmur kveðinn að byggð hans og
víða skarð fyrir skildi.
Gunnar Níelsson fæddist 1. des-
ember 1905 í Kálfskinni í Árskógs-
hreppi, sonur hjónanna Níelsar
Jónssonar síðar bónda á Birnunesi
og Kristínar Kristjánsdóttur frá
Selá. Hann kvæntist 1926 Helgu
Jónsdóttur, smiðs Jónssonar frá
Vallholti. Þeirra börn eru: Níels
skipstjóri og útgerðarmaður á
Hauganesi, kvæntur Rósu Stef-
ánsdóttur. Petrea, gift Jóhanni
Antonssyni sjómanni á Hauga-
nesi. Halldór sjómaður og útgerð-
armaður á Hauganesi, kvæntur
Ástu Hannesdóttur. Valborg, gift
Sigtryggi Valdimarssyni vöru-
flutningabílstjóra á Akureyri.
Helga, gift Ellert Kárasyni
skrifstofumanni á Akureyri.
Gunnborg, gift Pétri Sigurðssyni
múrara á Akureyri.
Gunnar Níelsson var einn
þeirra manna, er svo setja svip
sinn á sitt byggðarlag, að saga
hvorugs verður rakin nema hins sé
um leið getið. Ásamt Jóni bróður
sínum, er síðar rak um langt skeið
Húsgagnaverslunina Kjarna á
Akureyri, hóf Gunnar ungur út-
gerð á Brimnesi á opnum báti, en
fluttist árið 1938 til Hauganess.
Þar hóf hann sjálfstæðan útgerð-
arrekstur og eignaðist brátt dekk-
bát. Þannig jukust umsvifin jafnt
og þétt og síðustu tvo áratugina
eða svo hefur hann rekið umtals-
verða útgerð og fiskverkun í félagi
við syni sína, Níels og Halldór,
sem mjög kippir í kynið við föður
sinn um dugnað, hörku og fyrir-
hyggju í sjósókn, svo að því er við
brugðið. Gunnar Níelsson hefur
látið báta sína einn af öðrum bera
nafn föður síns og trúað því, að
gifta fylgi nafninu.
Gunnar Níelsson var í hópi
þeirra, sem hljóta að teljast
brautryðjendur þeirrar útgerðar
og byggðar, sem nú er á Hauga-
nesi og Litla-Árskógssandi. Bar-
áttan hefur verið hörð við nátt-
úruöflin á opnum bátum. Hafn-
leysi og hvað annað háðu
mönnum, en sjálfsbjargarhvötin
var rík og jafnan reynt að vera
tilbúinn, þegar fyrstu loðfiugöng-
unnar var að vænta snemma í
apríl og haldið viðstöðulaust
áfram til hausts, jafnvel fram í
október. Ef um þrengdist, var
þrautaráðið aðeins eitt, að herða
sóknina í þorskinn. Eftir að dekk-
bátarnir komu til sögunnar var
byrjað enn fyrr — í marz og
haldið lengur út. Og smátt og
smátt fór byggðin að rísa, einhver
snyrtilegustu og blómlegustu sjáv-
arpláss í gjörvöllu landinu. Og
segja mætti mér, að útflutnings-
verðmæti væru hvergi meiri á
höfuð í landinu öllu, ef það væri
einungis talið, sem algjöríega væri
sótt og unnið af heimamönnum
sjálfum. Það er sannarlega út í
hött núna, þegar maður gengur
niður á bryggjuna, að hugsa sér
Gunnar, þar sem hann situr á
bitanum og ætlar að róa við þriðja
mann inn á Akureyri til að selja
ýsu eða steinbít á torginu upp af
Torfunefsbryggju. En svo hörð var
lífsbaráttan, þegar hornsteinninn
var lagður að þeirri blómlegu
byggð, sem nú brosir við manni á
Hauganesi og Sandinum.
Gunnar Níelsson var ekki hár
maður, en hann var svipmikill og
þéttur á velli. Á yngri árum hafði
hann verið íþróttamaður góður.
Hann var skapríkur maður og fór
sínu fram, en vildi líka hlusta á
það, sem aðrir höfðu til málanna
að leggja og taka tillit til þess.
Þess vegna átti hann traust sveit-
unga sinna og var oft kallaður til,
ef nauðsyn þótti bera til þess að
fylgja málum eftir. Hann var
kjörinn í hreppsnefnd árið 1946 og
sat þar jafnan síðan. Hann var
varaoddviti, þegar hann lézt.
Hann var mikill vinur kirkjunnar,
áhugasamur um skólamál og
hvatamaður að byggingu sund-
laugarinnar. En þegar kom að
hafnarmálunum, var hann brenn-
andi í andanum, óþreytandi að
hvetja menn til dáða og óbugandi
að hafa sitt fram. Fáum var líka
ljósar en honum, að framtíð stað-
anna beggja var undir því komin,
að hafnarmálunum yrði komið í
viðunandi horf og það varð að
vinnast samtímis, til þess að
ýfingar yrðu ekki með mönnum og
jafnvægi héldist í byggðinni. Hon-
Jens var fæddur 13. október
1908 í Funningsfirði í Færeyjum.
Foreldrar hans voru Jóhann
Mathias Eldevig, fiskimaður,
Elduvik og Jóhanna Eldevig, fædd
Jacobsen, frá Hvalvik.
Þau hjón eignuðust stóran
barnahóp. Þau systkini voru alls
níu. Eins og nærri má geta hefur
verið erfið afkoma með þennan
stóra barnahóp, og því varð það að
Jens fór snemma að vinna og
hjálpa til.
Eftir venjulegan barnalærdóm í
Færeyjum, fór Jens strax til sjós á
skútu. Hann vann við allt sem til
féll, bæði á sjó og landi á uppvaxt-
arárum sínum.
Árið 1931 var hann á íslenzkum
vélbát, sem gekk frá Innri-
Njarðvík. Þá kynntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Jónu Guðrúnu
Finnbogadóttur, dóttur hjónanna
Finnboga Guðmundssonar og Þor-
kelínu Jónsdóttur í Tjarnarkoti.
Þau giftust 28. janúar 1932 og
hófu þau búskap í Innri-Njarðvík,
að svokölluðum Ljósvöllum.
Þar með mátti segja að ísland
yrði hans fyrirheitna land. Hér
eignaðist hann góða og glæsilega
konu, sem stóð við hlið hans alla
um tókst að ná þessu fram ásamt
öðrum heimamönnum, sem einnig
unnu vel að þessu máli, og nú
ríður á að ljúka verkinu.
Gunnar Níelsson var mikill fé-
lagsmálamaður. Hann var einn af
stofnendum Slysavarnadeildar
Árskógsstrandar og sæmdur heið-
ursorðu aldraðra sjómanna. Hann
var framarlega í samtökum út-
tíð sem bjartur engill sem gaf
honum styrk og þrótt, og þá birtu
vonanna, sem ætíð er framundan
þegar kjarkur og dugnaður mótar
lífsstarfið.
Þegar Jens kvæntist voru að
skella á kreppuár hér á landi.
atvinna og afkoma á allan hátt að
dragast saman, og eru þessi ár í
minnum höfð hjá öllum þeim sem
háðu lífsbaráttu sína þá.
En ungu hjónin voru hamingju-
söm og samtaka, með einum huga
og einni sál eins og segir í helgri
bók. Og heilög forsjón gaf þeim
góð og efnileg börn, en við það
efldust þau hjónin bæði í lífsstarfi
og skilningi hvors til annars. Börn
þeirra eru: María Ester Kjeld
kennari, Hanna Marta Kjeld
kennari, Kristbjörg Þorkelína
Kjeld leikkona, Jóhan Matthías
Kjeld læknir, Finnbogi Guðmund-
ur Kjeld forstjóri, og Kristjana
Guðfinna Kjeld húsfreyja. Allt er
þetta mesta manndómsfólk, og
eignuðust þau hjón bæði gæfu og
gleði með börnum sínum og svo
tengdabörnum og barnabörnum.
Jens var duglegur maður, hug-
myndaríkur og kappsamur. Hann
var sömuleiðis lagtækur maður.
t
GUÐLAUG SIGURDARDÓTTIR,
Seljalandsseli,
Vestur-Eyjafjallahreppi,
lézt miövikudaginn 8. október í Vífilsstaöaspítala.
Helgi Jónasson.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
MAGNÚS MARÍNÓ ÞORSTEINSSON,
skipasmiöur,
Granaskjóli 30,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. október kl
13.30.
Ásta Eyjólfsdóttir,
Eyjólfur Magnússon, Anna Lórusdóttír,
Þorsteinn Magnússon, Brynja Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega alla vináttu og samúð er okkur var sýnd viö fráfall
sonar okkar,
SÖLVA,
er andaöist 2. þ.m.
Jarðarförin hefur fariö fram.
Bergljót Bergsdóttir,
Steinn Öfjörð.
Jens Sófus Kjeld
— Minningarorð
gerðarmanna á Norðurlandi og sat
mörg þing Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna og var lengi
á fiskiþingum. Hann var kjörinn í
stjórn Vélbátatryggingar Eyja-
fjarðar 1967, en hafði þá verið
alllengi í varastjórn, og var for-
maður hennar síðan 1974.
Gunnar Níelsson var mikill
sjálfstæðismaður og traustur bak-
hjarl okkar, sem setið höfum á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hann gegndi um áratugaskeið
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyr-
ir flokkinn, átti sæti í stjórn og
var lengi varaformaður kjördæm-
isráðs og skipaði heiðurssæti á
lista flokksins við síðustu alþing-
iskosningar.
Gunnar Níelsson var farsæll í
sínu fjölskyldulífi. Þau hjónin
voru samhent og áttu barnaláni að
fagna, þar sem dugnaðurinn og
sjálfsbjargarviljinn er aðalsmerk-
ið. Þau voru höfðingjar heim að
sækja, vinmörg og vinsæl og
hjálpsöm sér í lagi. Ég ætla, að
margir hafi leitað þangað úr-
lausnar sinna mála og jafnan
fengið áheyrn.
í viðtali við ‘Morgunblaðið 12.
ágúst sl., segir Gunnar Níelsson
m.a.: „Þeir, sem ætla sér að vinna
við útgerð, verða að vera afskap-
lega duglegir. Það er fyrsta skil-
yrðið til þess að hlutirnir gangi.“
Ævistarfið sýnir, að Gunnar
Níelsson var maður fyrir þessum
orðum. Hann þótti að vísu harð-
drægur í sjósókninni, en hann
ætlaði sér aldrei um of og vissi,
hvað hann mátti ætla sér, bát
sínum og sínu liði. Af aflabrögð-
um hans fer mörgum sögum, sem
allar enduðu farsællega og sýndu
fyrirhyggjuna, sem jafnan ein-
kenndi verk Gunnars Níelssonar
og var grunntónninn í lífsskoðun-
um hans.
Það er örðugt að sætta sig við
skyndilegt fráfall Gunnars Níels-
sonar. Hann dó fyrir aldur fram,
þótt hann væri nær 75 ára gamall.
Við hjónin minnumst þess með
þakklæti að hafa fengið að kynn-
ast honum og njóta gestrisni hans
og stuðnings, þegar mest reið á.
Ættingjunum öllum bera þessar
línur hlýjar kveðjur. Megi Guð
styrkja þau í þungri sorg og gæta
hans, sem horfinn er.
Ilalldór Blöndal
var hann lítið á sjó, en vann við
skipasmíðar, og árið 1963 tók
hann iðnpróf í þeirri grein.
I Innri-Njarðvík bjuggu þau
hjónin til 1964 en þá fluttu þau til
Reykjavíkur- og starfaði hann
áfram þar við smíðar og fleira, en
síðustu árin vann hann aðallega
við útgerð sonar síns í Reykjavík.
Þau hjónin bjuggu í Reykjavík í 12
ár, en síðustu 2 árin í Hafnarfirði.
Fyrir ári síðan fórum við Jens í
lystiferð til Færeyja. Það var gott
að koma til ættfólksins, sem Jens
átti þar. Það var gestrisið og gott
fólk. Á öllu mátti sjá að þar átti
Jens til vina og skyldmenna að
sækja.
Jens var traustur maður, ljúfur
og kurteis í dagfari. Hann taldi
það helga skyldu að vera trúr
þeim hugsjónum, sem maður setur
sér í sambandi við ástvini sína og
lífsbaráttuna. Hann greindi vel
kjarnann frá umbúðunum.
Við ráðgerðum að fara aftur til
Færeyja. En þeirri ferð er nú
aflýst.
En nú hefur hann lagt út í
stærri ferð. Þar mun trúmennsk-
an og fórnarlundin sem hann ætíð
bar í öllu lífsstarfi sínu verða
leiðarljós hans.
Innilegar samúðarkveðjur flyt
ég konu hans og börnum og allri
fjölskyldunni.
Guðsvernd og varðveizla sé með
mínum góða vini.
Jón Thorarensen.
+
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför, eiginmanns míns og fööur okkar,
AGÚSTS KRISTJÁNSSONAR,
Víðimel 51.
Sigríöur Þ. Viggósdóttir,
Guörún H. Ágústsdóttir,
Gayle og Helgi Ágústsson
og barnabarn.
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÞOROAR KRISTJÁNSSONAR,
fyrrum skipstjóra,
trá Ólafsvík,
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
Ef sjómennska féll niður á milli
gat hann þessvegna fengið starf í
landi við eitt og annað. Þessvegna
mun honum sjaldan hafa fallið
verk úr hendi og margt smátt
gerir eitt stórt.
Aðalatriðið er, eins og kom
fram í lífsstarfi Jens, að vera
vakandi og skilja það, að hver
stund og hvert starf, stórt eða
smátt, styður manninn að ná því
marki, að vinna þann sigur sem
hann hefur sett sér.
Á þessum árum stundaði Jens
sjómennsku, bæði við Grænland,
Færeyjar og ísland, en eftir 1940
+ Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, tengdasonar.
broöur, fööur, tengdafööur og afa.
JÓNS HELGASONAR,
TRYGGVAGÖTU 2, SELFOSSI.
Halldóra Bjarnadóttir,
Kristín Halldórsdóttir, Þuríður Helgadóttir,
Erna Kr. Jónsdóttir, Bjarnfinnur Hjaltason,
Bjarni Jónsson, og barnabörn. Guörún Jóhannsdóttir