Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
MORö-JKi-.'v’
KAeriNU ' !
t1'
.t n
«1 '
Þú hcfur alveg nón í höndunum, svo ég slepp við að þú farir að Þyi þannig farið, að engin
drösla mér hér yfir þröskuldinn, væni minn. eiginkvenna þinna skilur þig?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hluti af æfingum danska
landsliðsins fyrir Olympíumótið,
sem nú er að ljúka í Hollandi, var
þátttaka í mjög góðu móti í
franska bænum Deauville. Danska
liðið sigraði í mótinu þó andstæð-
ingarnir væru ekki af lakara
taginu, Frakkland, Ítalía, Holland,
Belgía og Bandaríkin. Spilið í dag
kom þá fyrir í leik Dananna við
Bandaríkjamennina.
Vestur gaf, allir á hættu.
Norður
S. 1083
H. K10753
T. 97
L. Á83
Vestur Austur
S. K54 S. DG972
H. D6 H. 82
T. D1084 T. Á62
L. DG42 L. 1076
COSPER
Ef nú pabbi og mamma spyrja mig, hvað ég sjái í þér. — Ilverju
á ég þá að svara?
Öfugmæli
R.J.R. skrifar:
„Kæri Velvakandi:
I fréttum sjónvarpsins sl. laug-
ardagskvöld var rætt um breyt-
ingar þær, sem nýlega voru gerðar
á norsku stjórninni. Var það
fréttamaður sjónvarpsins í Nor-
egi, Ingólfur Margeirsson, fyrrv.
blaðamaður á Þjóðviljanum, sem
flutti yfirlit um þau mál. Tók
Ingólfur svo til orða, að nýju
ráðherrarnir í stjórninni væru
allir úr „hinum afturhaldssamari
armi Verkamannaflokksins". Nú
langar mig, Velvakandi góður, til
að biðja þig um að koma þeirri
fyrirspurn á framfæri við Emil
Björnsson fréttastjóra sjónvarps-
ins, hvort hann telji slíkt orðaiag
geta samrýmst hlutleysisreglum
stofnunarinnar.
• „Afturhalds-
menn“
Orðalag, sem þetta er auðvit-
að viðurkennt í Þjóðviljanum, því
að þar eru allir kallaðir „aftur-
haldsmenn", sen\ ekki játa trú á
rykfallnar kenningar Karls Marx.
En spurningin er, hvort sjónvarp-
ið hafi tekið upp sömu stefnu. Ef
svo er ekki, virðist full þörf á því
að Ingólfur Margeirsson sé beðinn
um að óvirða ekki sjónvarpið með
þeim öfugmælum^ sem honum
hafa orðið töm í munni við dvöl
sína á Þjóðviljanum.
Með kveðju til þín og séra
Emils.“
• Svar til
„Húsmóður“
J.H. skrifar:
„í Velvakanda í gær (8. okt.)
er birt bréf frá Húsmóður“, þar
sem hún fjallar um þættina um
Staiín og umræðuþáttinn, sem
sjónvarpið sýndi ekki alls fyrir
löngu. I þessari grein gefur hún í
skyn að Vesturveldin hafi farið
með sigur af hólmi í síðari heims-
styrjöldinni á eigin spýtur. Þetta
er rangt, og ég held að flestir sem
eitthvert vit hafa á mannkynssögu
hafi gert sér ljóst að stríðið hefði
staðið mun lengur og Bretar og
Bandaríkjamenn farið mun verr
út úr því, ef Sovétríkin hefðu ekki
barist. Hvaða herir voru það sem
héldu hundruðum þúsunda þýskra
hermanna á austurvígstöðvunum
allt frá árinu 1941 til stríðsloka?
éEg efast um að innrás banda-
manna á Italiu 1943 og innrásin í
Frakkland 1944 hefðu verið fram-
kvæmanlegar ef allur þýski her-
inn hefði verið til varnar á
vesturvígstöðvunum.
Suður
S. Á6
H. ÁG94
T. KG53
L. K93
Á báðum borðum opnaði suður á
1 grandi og varð hann síðan
sagnhafi í 4 hjörtum. Og út kom
laufdrottning.
Þegar Danirnir Möller/Werde-
lin, sem hingað komu á síðasta
vetri, voru með spil austurs og
vesturs tók sagnhafi í blindum
með ás og svínaði næst tígulgosa.
Vestur spilaði aftur laufi, tía og
kóngur. Sagnhafi tók þá tvo slagi
á tromp áður en hann spilaði aftur
tigli frá blindum. Austur tók á
ásinn, vestur fékk næsta slag á
laufgosa og eftir þetta gat vörnin
beðið róleg eftir slagi á spaða.
Einn niður.
Á hinu borðinu var Knud Aage
Boesgaard sagnhafi en hann spil-
aði hér á Norðurlandamótinu
1977. Hann tók útspilið heima með
kóng. Og eftir að hafa tekið næst á
tvo hæstu í trompinu spilaði hann
tvisvar spaða. Austur fékk slaginn
og hann kom ekki auga á vörnina
að skipta í lágan tígul. Spilaði
heldur laufi á blindan. Suður
trompaði þá þriðja spaða blinds
en næsta slag fékk austur á
lauftíuna. Þá loks spilaði hann
lágum tígli en Daninn vissi þá nóg
um spilin, lét kónginn, fékk slag-
inn og vann sitt spil. Þegar
spaðakóngurinn kom vissi suður
um 8 punkta hjá vestri og með
tigulásinn að auki hefði hann
eflaust opnað.
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Önnur umferð í aðaltvímenn-
ingskeppni BH var spiluð 6. okt.
Spilað er í tveimur 14 para
riðlum. Efstu pör urðu:
A-riðill:
Albert — Sigurður - 198
Björn — Kristófer 185
Björn M. — Ólafur V. 180
Bjarni — Magnús 171
B-riðill:
Guðbrandur — Jón 210
Ólafur — Sverrir 171
Friðþjófur — Halldór 170
Ásgeir — Ægir 169
Meðalskor 156
Staðan að ioknum tveimur
umferðum er þá þannig:
Guðbrandur — Jón 407
Albert — Sigurður 404
Björn — Kristófer 356
Bjarni — Magnús 345
Ólafur — Sigurður 334
Friðþjófur — Halldór 333
Dröfn — Einar 331
Jón — Þorsteinn 331
Meðalskor 312
Næstkomandi mánudag 13.
okt. hefst þriðja umferð. Spilað
er í Gaflinum við Reykjanes-
braut og hefst spilamennskan
stundvislega klukkan hálfátta.
Hinn frábæri keppnisstjóri
Vilhjálmur Sigurðsson mun
mæta á mánudaginn, svo og
aðra mánudaga i vetur og
býður Bridgefélag HafnarfjariV
ar hann hjartanlega velkominn.
Bridgefélag
Akureyrar
Fyrstu umferðinni af þremur í
Thule-tvímenningskeppninni er
lokið. Spilað er í þremur 12 para
riðium sem er ágæt þátttaka.
Staða efstu para:
Stefán Sveinbjörnsson
— Sigurður Búason 148
Gunnar Sólnes
— Ragnar Steinbergsson 145
Ólafur Ágústsson
— Grettir Frímannsson 144
Júlíus Thorarensen
— Sveinn Sigurgeirsson 141
Arnald Reykdal
— Gylfi Pálsson 134
Stefán Vilhjálmsson
— Guðmundur V. Gunnlaugsson
131
Meðalskor 110
Spilað er á þriðjudögum í
Félagsborg. Keppnisstjóri er
hinn sami og undanfarin ár,
Albert Sigurðsson.
Þess má geta að lokum að
ákveðið hefir verið að í lokaum-
ferðinni spili 12 efstu pörin til
úrslita í keppninni.
Bridgefélagið
Ásarnir Kópavogi
Tvo undanfarna mánudaga
hafa aðeins 6 pör mætt til leiks
hjá félaginu og virðist stjórninni
ekki vera grundvöllur fyrir eins
kvölds keppnum yfir vetrarmán-
uðina. Hefur hún því ákveðið að
hefja þriggja kvölda sveita-
keppni með nýju Monrad-kerfi,
sem notað var með góðum ár-
angri í móti í Júgóslavíu í
sumar. Fjórir ungir Islendingar
kepptu þar og létu mjög vel af
þessu keppnisformi.
Félagar og aðrir eru eindregið
hvattir til að mæta næsta mánu-
dag og bjarga félaginu.
Keppni hefst kl. 19.30, en
skráningu lýkur kl. 19.25.
Keppnisstjóri verður Jón Bald-
ursson.
Spilað er í Félagsheimili
Kópavogs (aðkeyrsla að austan).
Stjórn Ásanna
Bridgefélag kvenna
Þriggja kvölda einmennings-
keppni hjá Bridgefélagi kvenna
er nú lokið. Staða efstu kvenna
er sem hér segir:
Kolbrún Indriðadóttir 307
Kristín Þórðardóttir 306
Anna Lúðvíksdóttir 306
Nanna Ágústsdóttir 305
Petrína Færseth 305
Dóra Friðleifsdóttir 303
Charlotta Steinþórsd. 300
Sigríður Ottósdóttir 298
Rósa Þorsteinsdóttir 396
Sigríður Jónsdóttir 296
Næsta keppni félagsins er
tvímenningskeppni með baró-
meter fyrirkomulagi. Þeir sem
yildu taka þátt í keppninni en
hafa ekki tilkynnt um þátttöku,
hafi samband við formann fé-
lagsins, Ingunni Hoffmann í
síma 17987.
Bridgeklúbbur
hjóna
Hafinn er aðaltvímenningur
félagsins. Spilað er í tveimur
riðlum og er staða efstu para
þessi eftir eina umferð af þrem-
ur:
A-riðiil: Guðjón — Dóra 255
Jóhann — Sigríður 231
Þorleifur — Guðrún 226
Gunnar — Erla 224
B-riðill: Björn — Valgerður 255
Júlíus — Gróa 240
Ragnar — Guðrún 235
Hálfdán - Erla 235
Meðalskor 210
Munið að mæta stundvislega
kl. 19.45. Spilað er i húsi
Rafveitunnar v/Elliðaár á
þriðjudaginn kemur.