Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 48
^SÍminn á afgreiöslunni er
83033
JlUrijunlibttltb
tr03$JllrIlíS»íl»
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JlUrsunblabib
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Fjármálaráðherra setur Flugleiðum afarkosti:
Sala á eignum er skil-
yrði fyrir ríkisábyrgð
Skilmálar fyrir bakábyrgð
vegna Atlantshafsflugs óljósir
RAGNAR Arnalds. fjármálaráöherra. hefur sent Flugleið-
um bréf, þar sem fyrirtækinu eru annars vegar settir
afarkostir fyrir veitingu ríkisábyrgðar en hins vegar eru
skilmálar fyrir hakábyrgð ríkissjóðs vegna Atlantshafs-
fiugsins illskiljanlegir og óljósir að dómi sérfróðra manna
um flugmál. sem Morgunhlaðið hafði samhand við í
ga'rkvöldi. Uá kemur fram í bréfi fjármálaráðherra. að
ríkisstjórnin hefur enn ekki tekið ákvörðun um niðurfell-
ingu lendingargjalda. í bréfi fjármálaráðherra kemur m.a.
fram eftirfarandi:
Þau eru mörg handtökin við sildartunnurnar og það fengu þessir kuldalegu Eskfirðingar að reyna á
þriðjudaginn. Þeir eyddu morgninum i það að bera tunnur úr stæðu utanhúss inn i Söltunarstöð
Sæbergs, meðan norðanáttin æddi og vindhæðin hefur sjálfsagt verið yfir 12 vindstig i verstu hryðjunum.
Tunnurnar eru snjóbarðar og úti fyrir má sjá hvitfextar öldurnar. Sjá nánar bls. 10 og 11.
(LjÓNm. Ragnar Axelsstm)
Qpinber fyrirtæki óska eftir hækkunum:
Póstur og sími 25%, Lands-
virkjun 19%, Hitaveitan 37%
• Fjármálaráðherra segir í bréf-
inu til Flugleiða, að til þess að
unnt sé að samþykkja beiðni
félagsins um nýja ríkisábyrgð
vegna rekstrarlána þurfi félagið
„sennilega" að selja nokkrar eign-
ir, m.a. í hlutabréfum, bílaleigu
eða hótel- og skrifstofubygging-
um.
• Fjármálaráðherra kveðst reiðu-
búinn að leggja til við Alþingi, að
ríkisábyrgð verði veitt, „eftir því
sem veð leyfa", með því skilyrði,
að samkomulag náist um sölu
eigna og veð.
• í bréfinu segir að „ákvörðun um
uppgjör eða niðurfellingu" lend-
ingargjalda verði tekin, þegar í
ljós komi, hvort Atlantshafsflugið
heldur áfram eða ekki, hins vegar
verði ógreidd lendingargjöld
vegna Atlantshafsflugsins fyrir
árið 1979 og fram til 30. september
1980 ekki innheimt á þessu ári eða
næsta ári.
• I þeim kafla bréfsins, þar sem
fjallað er um þá bakábyrgð, sem
ríkisstjórnin hefur heitið Flug-
leiðum gegn því að fyrirtækið
haldi áfram Atlantshafsfluginu,
segir að þessi fjárhæð, allt að 3
milljónum dollara, „verði miðuð
við þær tekjur, sem ríkissjóður
hefur haft af umræddu flugi
undanfarin ár og rekstrarstöðu
fyrirtækisins samkvæmt uppgjöri
að ári liðnu, þegar fullnægjandi
upplýsingar liggja fyrir um
rekstrarafkomu". Morgunblaðinu
tókst ekki að fá upplýst í gær-
kvöldi, hvað þessi setning þýðir.
• Þá segir í þessum sama kafla:
„Ef Flugleiðir telja sig hins vegar
þurfa á þessari fyrirgreiðslu að
halda, áður en umræddir skattar
og gjöld falla í gjalddaga er
ríkisstjórnin reiðubúin að útvega
og ábyrgjast bráðabirgðalán í
Seðlabanka íslands, sem brúað
gæti þetta bil og greitt yrði með
jöfnum greiðslum yfir vetrarmán-
uðina."
• En síðan segir: „Lánafyrir-
greiðsla af þessu tagi er þó háð því
skilyrði að.viðunandi skil verði á
sköttum og öðrum gjöldum í
ríkissjóð, enda yrði þeim varið til
að greiða lánið samkvæmt fram-
ansögðu."
Bréf fjármálaráðherra til Flug-
leiða er birt í heild á bls. 26 og þar
er einnig birt í heild samþykkt
ríkisstjórnarinnar frá 16. sept-
ember sl. þannig að samanburður
fáist á upphaflegu fyrirheiti ríkis-
stjórnarinnar frá miðjum sept-
ember og fyrirhugaðri fram-
kvæmd þess fyrirheits nú.
FRAMUNDAN eru hækk-
anir á þjónustu ýmissa
opinberra íyrirtækja og
stofnana, en þær ei>ía sem
kunnuKt er að taka gildi
10 síðustu dagana fyrir
útreikning vísitölu. Fram-
færsluvísitala verður næst
reiknuð 1. nóvember ok
mun hún taka gildi 1.
desember.
Samkvæmt upplýsingum, I
sem Morgunblaðið aflaði sér í
gær, liggja þegar fyrir hækk- I
unarbeiðnir frá nokkrum
stærstu fyrirtækjunum. Póst-
ur og sími hefur beðið um 25%
hækkun. Landsvirkjun hefur
beðið um 19% hækkun. Raf-
magnsveita Reykjavíkur hefur
beðið um 5% hækkun auk
þeirrar hækkunar, sem stafa
myndi af hækkun heildsölu-
verðs frá Landsvirkjun en I
19% hækkun Landsvirkjunar
myndi t.d. hafa í för með sér I
Kemur miðl-
unartillagan
í dag?
SÁTTASEMJARI ríkisins og
sáttanefnd hafa boðað viðræðu-
nefndir ASÍ og VSÍ til viðræðu-
fundar í dag klukkan 16 i
húsakynnum sáttasemjara að
Borgartúni 22. Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari vildi
ekkert segja um það i gær.
hvort sáttanefnd myndi leggja
fram miðlunartillögu eða ekki.
„Það hefur ekkert verið ákveðið
um það,“ sagði Guðlaugur, er
hann var spurður um miðlunar-
tillöguna, „við erum hér enn á
fundi. Það verður bara að koma
í ljós. Við ætlum að fá aðilana
saman og þá er að sjá, hver
verður fyrstur til að hreyfa
málin. Það hafa allir þessir þrír
aðilar möguleika á því, ASÍ, VSÍ
og sáttanefndin."
7,6% hækkun á rafmagnsverði
til neytenda frá RR. Hitaveita
Reykjavíkur hefur óskað eftir
37% hækkun. Þá hafa Strætis-
vagnar Reykjavíkur óskað eft-
ir 10% hækkun á fargjöldum.
Gjaldskrárnefnd mun á
næstu dögum meta hækkunar-
þörf þeirra opinberu fyrir-
tækja, sem óskað hafa eftir
hækkun og skila áliti til ríkis-
stjórnarinnar, sem hefur end-
anlegt ákvörðunarvald um
hækkanir.
Soðning-
ín hækkar
ÁKVEÐIN hefur verið hækkun á
fiski til neytenda í samræmi við
nýákveðna hækkun á almennu
fiskverði.
Hækkunin er að jafnaði 12,5%.
Má sem dæmi nefna að ýsuflök
hækka úr 1270 í 1430 krónur kílóið
en ýsuflök eru uppistaðan í söl-
unni hjá fisksölum.
Þorskaflinn er orð-
inn 351 þúsund tonn
SAMKVÆMT bráðabirgða-
tölum Fiskifélags íslands
höfðu veiðst um síðustu mán-
aðamót 351.141 tonn af
þor.->ki. í»ar af höfðu bátar
aflað 188.585 tonna og togar-
ar 162.564 tonna.
Miðað við að þorskafli verði
það sem eftir er árs sá sami og
hann var í október, nóvember
og desember árið 1979 munu
veiðast um 400 þúsund tonn af
þorski árið 1980, samkvæmt
þeim upplýsingum, sem Ingólf-
ur Arnarson hjá Fiskifélaginu
veitti Mbl. í gær.