Morgunblaðið - 22.11.1980, Side 2

Morgunblaðið - 22.11.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 44 flugmenn Flug- leiða vilja kaupa hlut í Arnarflugi Svíar kref jast mikill- ar verðlækkunar á síld Sala í Danmörku teflir í tvísýnu fyrirframsamninKum á næsta ári, segir SÚN KAUPENDUR á verkaðri síld í Danmörku, Sviþjóð og Vestur-Þýzka- landi hafa kvartað og gert athugasemdir við sigíingar íslenzkra skipa með síid til Danmerkur. Hefur hið lága verð, sem fengizt hefur fyrir siidina i Danmörku, skapað ótta við undirhoð hjá þeim kaupendum. sem í vertiðarbyrjun gerðu bindandi fyrirframsamninga um kaup á saltaðri síld frá Islandi. Ilafa Svíar m.a. krafizt 20% lækkunar á söluverði allrar þeirrar síldar, sem samið var um við þá í haust. Vilja kaupa hlut Flugleiða á mark- aðsverði 44 FLUGMENN i Félagi is- lenzkra atvinnufiugmanna sem allir eru starfsmenn Flugleiða og fyrrverandi starfsmenn Flugfé- lags íslands samþykktu einróma á fundi í fyrrakvöld að leita eftir kaupum á hlut Flugleiða í Arnar- flugi ef sá hlutur verður seldur. í samtali við talsmenn flugmanna í gærkvöldi sögðust þeir telja um- ra-ddan hlut mjög álitlega fjár- festingu sem slíka ef selja ætti á nafnverði, en þeir kváðust tilbún- ir til þess að fara hærra en nafnverð hljóðar upp á. Sögðust þeir telja eðlilegast að Flugleiðir gætu selt sinn hlut á markaðs- verði ef hluturinn verður seldur. en Flugleiðir eiga um 57% í Ny myndasaga í víkingastíl CONAN villimaður heitir ný myndasaga sem hefur göngu sína í biaðinu í dag (sjá mynda- sögusíðu). Hún kemur í staðinn fyrir X-9, sem rann skeið sitt á enda í síðastliðinni viku. Conan villimaður er ævintýrasaga í víkingastíl. Þar eigast við ofur- hugar og ófreskjur, knáir kapp- ar og örgustu fúlmenni. Arnarflugi að nafnverði um 65 millj. kr. Ilafa flugmennirnir sent Flugleiðum bréf þar sem þess er farið á leit við stjórn Flugleiða að þeim vcrði seld hlutabréfin verði þau seld. A fundi blaðamanns Mbl. með flugmönnum kom það fram að þeir telja slík skilyrði sem sett eru af Alþingi stangast algjörlega á við almenna viðskiptahætti ef einum aðila er gefinn kostur á því að kaupa eigur annars á ákveðnu verði sem ekki er háð markaðs- verði. Einn af talsmönnum flugmanna, Kjartan Norðdahl, sagði að þetta væri eins og að koma tii banka- stjóra sem segðist skyldu veita þér lán ef þú seldir kunningja hans bílinn þinn fyrir lítið. Flugmenn sögðu hugmynd sína tvíþætta í þessu sambandi. Hér væri um ágæta fjárfestingu að ræða og kváðust þeir telja að ýmsir fleiri vildu ganga í lið með þeim, aðilar úti á landi, hugsanlega Loftleiðaflugmenn og fleiri ef Flugleiðir vildu selja og hins vegar hlyti það að vera til hagsbóta fyrir Flugleiðir ef fyrirtækið fengi topp- verð fyrir eign sína. „Það er fáránlegt ef ráðherra leggur stein í götu fjárvana fyrir- tækis ef það getur selt á toppverði," sagði einn af talsmönnum flug- manna. Þá sögðust þeir hugsa sér að Flugleiðir yrðu samstarfsaðili ef til kæmi, en þeir kváðust vilja vekja athygli á því að þessi kaup ef úr yrði leystu engan veginn þeirra atvinnuvandamál. „Því hefur verið haidið fram óformlega að starfsmenn Arnar- flugs eigi einir að fá að kaupa þennan hlut Flugleiða, en við viljum láta á það reyna hvort við erum gjaldgengir og jafnir fyrir lögum landsins til þess að falast eftir ákveðnu vöruframboði," sögðu talsmenn flugmanna og þeir kváð- ust gjarnan vilja fá fleiri starfs- menn Flugleiða til liðs við sig. „Við trúum því ekki að sú viðskiptaspilling verði tekin upp að stjórnvöld taki einn hóp manna fram yfir annan í slíkum vinnu- brögðum sem skilyrðin bjóða upp á.“ Fyrstir til að kvarta yfir sigl- ingunum voru danskir kaupendur, sem Síldarútvegsnefnd stóð í samningaumleitunum við. Síðan bárust alvarlegar athugasemdir frá v-þýzkum kaupendum, sem gert höfðu fyrirframsamninga við Islendinga, og 17. þessa mánaðar barst Síldarútvegsnefnd svo skeyti frá samtökum sænskra síldarkaupenda. Segja Svíarnir þar m.a. að nokkur dönsk fyrirtæki séu þegar byrjuð kryddsöltun síldar og mörg fyrirtæki muni bætast við ef landanir haldi áfram. Á boðstól- um verði því verkuð íslenzk síld næstum 20% ódýrari en sú síld, sem Svíarnir sömdu um kaup á í samningum við Síldarútvegs- nefnd. I skeyti sínu segja Svíarnir síðan: „Verði áframhald á þessum síldarlöndunum í Danmörku, á því verði sem fengizt hefur hingað til, krefjumst við 20% lækkunar á söluverði allrar þeirrar síldar, sem samið hefur verið um við yður.“ Ennfremur kemur fram í skeyt- inu, að það sem gerzt hafi muni draga úr því trausti, sem Síldar- útvegsnefnd hafi áunnið sér sem seljandi í gegnum árin. „Þess vegna efumst við stórlega um, að samningar um fast verð náist í samningaviðræðum, sem fram kunna að fara á komandi ári,“ segja Svíarnir. í gær barst svo annað skeyti frá þeim, þess efnis að málið sé nú orðið enn alvar- legra en áður, þar sem tvö íslenzk skip hafi selt síid í Danmörku þann dag fyrir enn lægra verð en áður. Svíarnir ítreka verðlækkun- arkröfur sínar og segja, að munur- inn á söluverði Síldarútvegsnefnd- ar og því verði, sem unnt sé að fá fyrir síldina saltaða í Danmörku, sé orðinn enn meiri en þau 20%, sem fyrr eru nefnd. í upplýsingabréfi frá Síldarút- vegsnefnd er tekið fram, að allir samningar við Svíana séu í fullu gildi og segir þar, að Svíunum beri skilyrðislaust að greiða síldina á fullu samningsverði. Segir í bréf- inu, að siglingar til Danmerkur með síldina sem hráefni geti þó skaðað markaðsstöðu íslenzkrar saltsíldar erlendis, ef brúttósölu- verð verði undir 5,50 krónum dönskum á kíló, sem í raun þýði 5 krónur danskar þar sem vitað sé, að um 10% yfirvigt sé að jafnaði í kössunum. „Það óverulega magn, sem ráðgert er að sigla með þann stutta tíma, sem eftir er af þessari vertíð, getur þó varla haft nokkur teljandi áhrif á sölumöguleikana í ár, þar sem gengið hefir verið frá öllum þeim sölum á saltaðri síld, sem útlit var fyrir að næðust á viðunandi verði. Aftur á móti getur þetta teflt í tvísýnu gerð fyrirframsamninga á næsta ári,“ segir í upplýsingabréfi Síldarút- vegsnefndar. Síldarsölur bann- aðar, en bannið síð- an afturkallað Viðskiptaráðuneytið tilkynnti LIU um hádegi í gær að leyfi til að selja síld í Danmörku yrðu ekki veitt nema til þeirra skipa, sem þegar eru lögð af stað með aflann. Var þegar haft samhand við kaup- endur ytra, útgerðarmenn hér á landi og jafnvel skipstjóra úti á sjó og þeim tilkynnt um ákvörðun ráðuneytisins á banni við frekari sölum á síld í Danmörku. Síðdegis í gær kom síðan önnur tilkynning frá viðskiptaráðuneýt- inu þar-sem sagt var að hætt hefði verið við bann á siglingum með síld. Mun það hafa verið að frumkvæði Steingríms Hermannssonar, sem fyrri tilkynningin var send út, en þegar málið var nánar skoðað í viðskiptaráðuneytinu var ákveðið að afturkalla bannið og hófst þá ný „hringferð" hjá starfsfólki LÍU. Stefán Gunniaugsson í viðskipta- ráðuneytinu sagði í samtali við Mbl. í gær, að þetta mál væri ekki afgreitt. Það væri enn til umfjöll- unar í ráðuneytinu. Tíminn snýst gegn Gunn- ari vegna ASÍ-þings — segir Ólaf Ragnar genginn í lið með stjórnarandstæðingum TÍMINN, málgagn Frams<>kn- arflokksins snerist í gær í forystugrein gegn þeirri stefnu Gunnars Thoroddsens. forsætis- ráðherra. að leggja tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsm- álum ekki fyrir þing ASÍ. sem hefst nk. mánudag. Sagði Tim- inn í forystugrein í gær, að ekki væri annað hetra tækifæri en ASÍ-þing til þess að gera ra*ki- lega grein fyrir tillögum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmál- um. Eins og kunnugt er sagði Gunnar Thoroddsen, forsætis- Gunnar Thoroddsen i svari viö fyrirspurn: „Ekki hægt að leggja ráöstafanirnar fyrir A CT M— Karvel ber ekki ábyrgð á tillögum Alþýðuflokksins Gunnar Thoroddsen Jorsœtisrá<)herra!\ 'Fullt samráO verðuí haft við ASI ráðhprra, í ræðu á Alþingi í fyfradag, að tillögur um efna- hagsaðgerðir yrðu ekki lagðar fyrir ASÍ-þing, þar sem þær væru ekki tilbúnar. Ritstjórar Tímans segja hins vegar orðrétt í forystugrein blaðsins í gær: „Á næstu dögum kemur þing Alþýðusambands íslands saman. Satt að segja verður ekki séð að hentara eða eðlilegra tækifæri gefist um hríð til þess einmitt að gera rækilega og skilvislega grein fyrir einstökum framkvæmda- atriðum þeirra efnahagsað- gerða, sem boðaðar hafa verið, bæði með yfirlýsingum ráð- herra og reyndar í sjálfum samstarfssáttmála ríkisstjórn- arinnar.“ Þá vakti það einnig athygli í gær, að tvö helztu málgögn ríkisstjórnarinnar, Tímann og Þjóðviljann, greindi á um það, hvernig skilja bæri ummæli for- sætisráðherra á Alþingi í fyrra- dag. Tíminn lagði áherzlu á þau orð Gunnars Thoroddsens, að ekki væri hægt að leggja ráð- stafanir fyrir ASÍ-þing en Þjóð- viljinn lagði áherzlu á þau orð ráðherrans að fullt samráð yrði haft við ASl! Ennfremur vakti athygli í gær, að Tíminn taldi í fyrirsögn á frétt, að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Aiþýðubandalags hefði gengið í lið með stjórnarandstöðunni og sagði í frétt Tímans, að Ólafur Ragnar hefði „ráðizt nokkuð óvægið á Tómas Árnason". Ólafur Ragnar gekk í lið með stjórnarandstöðunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.