Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 11

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 11 Lára Bjarnadóttir Ólafevík 85 ára í dag í DAG á 85 ára afmæli einn elzti starfandi kaupmaður landsins. frú Lára Bjarnadótt- ir í Ólafsvík. Hún starfrækir Verzlun Jóns Gíslasonar, sem hún stofnaði i ólafsvik fyrir 52 árum ásamt manni sínum Jóni Gislasyni póstmeistara. Jón lézt árið 1952 og síðan hefur Lára starfrækt verzlun- ina og hafði auk þess um langt árabil afgreiðslu fyrir Eimskip og Ríkisskip, auk umboðs- mennsku fyrir Morgunblaðið og Happdrætti Háskólans, sem hún hefur enn umboð fyrir. Síðustu ár hefur Lára notið aðstoðar tengdadætra sinna við verzlunarreksturinn, en starfar samt sjálf við afgreiðslu og fer á kaupstefnur. Örfá ár eru síðan Lára lét af störfum í stjórn Kvenfélags Ólafsvíkur, en þó lætur hún sig ekki vanta á fundi og mannamót. Ólsarar eru stoltir af þessum samborgara sínum og senda Láru beztu afmæliskveðjur, en hún mun verða að heiman í dag. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRETI • - SlMAR: 17152-17355 Heilsurækt og mannamein Lára Bjarnadóttir. BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá stjórn Félags ísl. sjúkraþjálfara: „Viljirðu svívirða saklausan mann. sevfóu ekki ákveðnar skammir um hann. en láttu það svona i veðrinu vaka. að þú vitir hann hafi unnið til saka.“ Vegna aðdróttana í garð Fé- lags ísl. sjúkraþjálfara í frétt um Heilsuræktina, sem birtist í Mbl. 19/11 sl., vill stjórn félags- ins taka eftirfarandi fram: Bein afskipti Félags ísl. sjúkraþjálfara af málefnum Heilsuræktarinnar hafa engin verið. Hins vegar telur félagið það skyldu sína að aðstoða stéttarfélaga í baráttunni um brauðið. Erlent fólk, sem hingað kemur til starfa, á að sjálfsögðu erfitt með að standa á rétti sínum sem skyldi, þegar slær í brýnu vegna samningsbrota. Varð raunin sú, að þeir tveir erlendu sjúkraþjálfarar, sem frú Jóhanna Tryggvadóttir fékk í sína þjónustu til Heilsuræktar- Ljóðakver eft- ir Jóhann M. Kristjánsson SÁL mín hlustar nefnist ljóða- kver, sem hókaútgáfan Skjald- borg á Akureyri hefur sent frá sér, og er eftir Jóhann M. Kristjánsson. Á bókarkápu seg- ir m.a. að sér til hugarhægðar hafi höfundur lagt stund á ljóðlist, samið allmikið af lög- um, m.a. við mörg ljóð sín og auk þess hafi hann um árabil lagt stund á málaralist og selt fjölda málverka. Þá segir einnig á bókarkáp- unni: „Höfundur þessa ljóða- kvers er Norður-Þingeyingur, Jó- hann M. Kristjánsson frá Skoru- vík á Langanesi. Hann hóf sig upp úr heilsuleysi með þrotlausri líkamsrækt um árabil á unga aldri og varð efldur að líkams- burðum. Síðar lagði hann rækt við hin andlegu svið. Hvernig sem það hljómar var Jóhann merkilegur atvinnurekandi og er dulspekingur, sem erlendar stofnanir hafa heiðrað. Hér á landi er hann kunnastur af skeleggum greinum um fjölda mála, allt frá rjúpnaveiðum til hafréttarmála við Jan Mayen, svo vitnað sé í nýjar greinar." í gerðaðventukmnsa og jólaskreytinga innar, leituðu á náðir Félags ísl. sjúkraþjálfara, til að ná fram umsömdum kjörum. Þykir stétt- arfélagi það ekki nema sjálfsögð kurteisi að sinna slíkri málaleit- an, og varla hægt að kalla það „óskiljanlega óvild“ eða „óeðlileg vinnubrögð", eins og frú Jó- hanna vill láta í veðri vaka. Það skal tekið fram, að Félag ísl. sjúkraþjálfara hefur ekki þurft að hafa afskipti af slíkum leið- indamálum hjá öðrum aðilum. Með þökk fyrir birtinguna. Stjórn Félags ísl. sjúkraþjálfara. Aðventan nálgast. Fyrsti sunnudagur í aðventu ereftirviku. Frá klukkan 2-6 í dag, laugardag og á morgun, sunnudag sýnum við gerð aðventukransa og jólaskreytinga. Fleimsækið Græna torgið um helgina og sjáið handbragð skreytingameistara okkar. Eigum allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Komiðogsjáiðhinar nýstárlegu aðventuskreytingar okkar úr þurrkuðum blómum. Blómstrandi jólastjörnur í góðu úrvali. ífallegum litum rauðarog hvítar. blómoud S&a Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.