Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 Frá kristniboðsstarfi í Kenya: Kristniboðarnir frá hinum ýmsu stöðum í landinu þurfa að hittast öðru hverju og ræða ýmis sameiginleg mál sin. Skúli Svavarsson er fyrir miðju. dveljast því í langflestum tilfell- um fjarri foreldrum sínum meirihluta ársins, jafnvel í öðru landi og má því telja að bæði börn og foreldrar verði að fórna eðlilegu fjölskyldulífi þegar starf sem þetta er annars vegar. En börnin töldu vist sína við skólann ágæta. Enda er skólinn í flestu rekinn eins og venjulegur norskur grunnskóli. Reynt er að bjóða upp á ýmsa tilbreytingu og þegar blm. var á ferð stóð einmitt yfir skólaferð. Var þá farið til vikudvalar í Mombasa, í eins konar náms- og skemmti- ferð eða vettvangsfræðslu eins og það heitir sjálfsagt á fagmáli. Kjellrun og Skúli voru fengin til að vera með, en að öðr'u leyti sjá kennarar skólans um ferðir þessar. En hversu marga kristniboða skyldi Norska lútherska kristni- boðssambandið alls hafa á sín- um snærum ? Því svarar Birger Breivik framkvæmdastjóri NLM: — Við höfum alls um 500 kristniboða starfandi i þeim niu löndum, sem við rekum kristni- Áhersla lögð á heilbrigðis-og skólastarf ank kristniboðsins NORÐMENN hófu kristniboðsstarf í Kenya fyrir 10 árum og fór það aðallega fram í suðurhluta landsins, nálægt ströndinni, í Voi-héraði. Fyrir 3—4 árum, þegar ástand gerðist ótryggt í Eþíópíu, ákváðu Norðmenn að kristni- boðar, sem þar höfðu verið við störf, skyidu flytjast um set. Fjölgaði þá kristniboðum í Kenya verulega, en áfram hefur þó verið unnið að kristniboðsstarfi í Eþíópiu. Núna eru um 50 kristniboðar Norðmanna að störfum víðs veg- ar í Kenya. Reka Norðmenn skóla í Nairobi fyrir börn kristniboðanna svo og börn ann- arra Norðmanna, sem þarna vinna, t.d. við þróunarhjálp, sendiráðið o.fl. Oddmund Grav- dal er staðsettur í Nairobi og er hlutverk hans eins konar um- sjónarstarf og útréttingar fyrir kristniboðana. Útgáfustörf og útvarpsþættir — Ég sé um hvers kyns samskipti kristniboðsins við yf- irvöld hér, en þau eru margvís- leg, útvega þarf leyfi fyrir ýmsu má nefna það, að nú hafa kristniboðar verið beðnir um að sjá um viku eða hálfsmánaðar- legan þátt í útvarpið í Kenya, þar sem boðskapur Biblíunnar yrði kynntur og sagt frá kristni- boðsstarfi. 50 kristniboðar í Kenya Flestir kristniboðanna, sem hér eru, voru áður við störf í Eþíópíu og komu þeir fyrstu þaðan árið 1977. Starfstímabil þeirra er því senn á enda, en það er nú yfirleitt fjögur ár í einu. Fá þeir þá ársfrí heima og koma síðan aftur, en kristniboðarnir eru yfirleitt tvö til þrjú tímabil við störf ytra. En nýir kristni- Islensku börnin, sem nú stunda nám i norska skólanum í Nairobi. Frá vinstri: Edda Björk, Egill, Kristín og Inga Margrét, börn Kjellrunar og Skúla Svavarssonar. Margrét og Sverrir, börn Áslaugar Johnsen og Jóhannesar Ólafssonar. Á myndina vantar einn son Kjellrunar og Skúla, Arnar. Kristniboðarnir fara út í þorp- in og spjalla við fólkið og ef einhver í fjölskyldunni er læs eru oft skilin eftir smárit þeim til frekari fróðleiks. — í Noregi eru fjölmargir, sem vilja styðja og styrkja kristniboðsstarf, enda er NLM ekki eina félagið hér sem rekur kristniboð. Þessir kristniboðs- vinir, eins og við nefnum þá oft, standa að langmestu leyti undir öllu starfi okkar með gjöfum sínum. Þetta er fólk sem hefur köllun til að gefa fjármuni til kristniboðs og það er uppörvandi fyrir okkur að finna þenna mikla áhuga og styrkir okkur í því að halda þessu starfi áfram. Þar að auki fáum við nokkurn styrk frá norsku þróunarhjálpinni, NORAD, til einstakra uppbygg- ingarverkefna, t.d. byggingar sjúkraskýla o.fl. Kynningarstarfið mikiivægt — Við leggjum líka mikla áherslu á að kynna allt kristni- boðsstarf okkar heima fyrir. Fulltrúar okkar ferðast um landið og segja frá starfinu, við gefum út 3 tímarit, eitt fyrir börn, eitt fyrir unglinga og eitt fyrir fullorðna og flytja þessi tímarit fréttir og frásagnir af kristniboði og hvetja fólk til að styðja það. Þá rekum við barna- heimili, framhaldsskóla, lýð- háskóla og biblíuskóla, sem m.a. hefur það hlutverk að mennta kristniboða til starfa. Allt þetta starf miðar að því að kristniboð- ið verði áfram borið uppi af því fólki, sem vill hrinda í fram- kvæmd þeim boðskap Biblíunn- Áhersla er lögð á kennslustarfið, enda er mikill áhugi fyrir skólanum hjá nemendum og aliir vilja fá að svara þegar kennarinn spyr. er snertir kristniboðs- og skóla- starfið, héðan þarf iðulega að senda byggingarefni og ýmsan annan varning út til kristni- boðsstöðvanna og svo mætti lengi telja. í minn hlut koma einnig nokkuð samskipti við kristniboða í Eþíópíu og Tanz- aníu, en kristniboðar í þeim löndum eiga t.d. börn í norska skólanum hér, segir Gravdal í spjalli við Mbl. — Fyrst eftir að ég kom til Kenya var ég við kennslustörf í nágrenni Voi, kenndi þar kristinfræði, en á því svæði, þar sem fyrstu kristni- boðarnir hófu störf, hefur mikið verið unnið að hvers kyns út- gáfustarfi og bókadreifingu og höfum við náð til margra með boðskapinn á þann hátt. Einnig boðar eru líka á leiðinni og býst ég við að næstu árin verði að jafnaði 50 manns við störf hér og sinna þeir þá hvers kyns störf- um, boðunarstarfi, kennslu og hjúkrunarstörfum, segir Odd- mund að lokum og þurfti einmitt að halda út á Jomo Kenyatta flugvöll til að taka á móti einum kristniboða, er var að koma frá Noregi úr leyfi til starfa á ný. Sem fyrr segir reka Norðmenn skóla, grunnskóla í Nairobi fyrir börn kristniboðanna. Eru þar nú yfir 50 nemendur. Foreldrar flestra eru starfandi í Kenya, en nokkur eiga foreldra í Eþíópíu og Tanzaníu. Er þetta heimavist- arskóli og fara börnin að heiman í byrjun skólaárs í ágúst og fá síðan mánaðarleyfi um jól og Frá kennslustund yngri barnanna. annað um páska. Síðan er að sjálfsögðu frí yfir hásumarið. Sjö Islendingar stunda nú nám í norska skólanum, fimm börn Kjellrunar og Skúla Svavarsson- ar og tvö börn Áslaugar Johnsen og Jóhannesar Ólafssonar, en þau starfa í Eþíópíu. Tvö önnur börn þeirra eru við nám í framhaldsskóla rétt utan við Nairobi. Börn kristniboðanna boð í, og þar að auki eru starfsmenn hér heima í Noregi um 200. Á síðasta ári kostaði starf okkar um 52 milljónir norskra króna og gerum við ekki ráð fyrir að hækka það mjög milli ára nú. Um það bil 60% fjármagnsins fer til starfsins erlendis og 40% í heimastarfið. Og hvernig aflar NLM alls þessa fjármagns? ar, að kristin kirkja eigi að boða fagnaðarerindið öllum þjóðum. Kristniboð er að kynna boð- skap Biblíunnar og uppfræða fólk og um leið viljum við koma til hjálpar þar sem það er nauðsynlegt, t.d. við heilsugæslu og kennslustörf, en kristniboðið lætur sér jafn annt um líkamleg- ar og andlegar þarfir m jt. sagði Breivik að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.