Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 16
r 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 I . ► Sjö dagar í Jórdaníu: Hún hefur ekki lengur neina von um að komast aftur heim og hefur búið í flóttamannahúðum i þrjátiu ár sögunnar hafi enginn aðili sýnt þessu fólki áhuga. Nú sé að minnsta kosti búið að vekja at- hygli á málstað Palestínumanna og enda þótt deila megi um þær aðferðir sem PLO hafi notað framan af sé það staðreynd að þær hafi orðið notadrjúgar. I smákofa við eina götuna gæg- ist ég inn. Húsmóðirin er á óræðum aldri. Hún tekur mér vel og sýnir mér inn í húsið sitt. Það er tíu fermetrar, kannski tólf. Þar er eitt rimlarúm og ofan á það staflað dýnum, fornfálegt út- varpstæki, borð og fyrir ofan rúmið eru myndir af Hussein kóngi og Arafat. Þarna búa sjö manneskjur. Konan er einn af „tvöföldu" flóttamönnunum. Hún er ættuð frá Gaza, flúði þaðan til Jerikó og hingað leitaði hún og fjölskyldan eftir sex daga stríðið 1967. Hún hefur sem sagt verið í flóttamannabúðunum í þrjátíu ár og börn hennar öll fædd eftir að hún fór frá Gaza. Aðspurð um það hvort hún haldi að hún komist heim aftur, hristir hún höfuðið; það er svo gersamlega utan seil- ingar eftir öll þessi ár, að hún gerir sér engar vonir lengur. En í þessari fátæklegu vistar- veru og annars staðar þar sem ég rak inn nefið vakti athygli mína hversu allt var hreint og þrifalegt og yfirleitt hversu bæði börn og fullorðnir voru tandurhreinir þótt fötin væru lúin og snjáð. Þegar ég minntist á þetta við Josephine tók hún undir það, segir enda að yfirleitt séu Palestínumenn sér- staklega hreinlátt fólk og hafi þeir ekki annan metnað sé hann að minnsta kosti lagður í að reyna að vera þrifalega til fara. Við litum inn í eina kennslustof- una hjá ellefu ára telpum. Um leið og við komum inn stóðu þær allar á fætur sem ein og sögðu í kór, á ensku: „Góðan daginn, frú, vertu velkomin." Þær voru áfjáðar í að sýna mér hvað þær væru áhuga- samar og góðir nemendur og þegar „Ilvcrgi í heimin- umer þjóð beitt jafn- miklu óréttlæti og Palestínumenn... - heimsókn í flóttamannabúðirnar í Baqaa Tuttugu kílómetra fyrir noröan Amman eru flóttamanna- búöirnar Baqaa, heldur óhrjálegir leirkofar, stöku þeirra hlaönir úr múrsteinum. Ofan á suma kofana hafa veriö lagöar bárujárnsplötur og hrúgaö á þær steinum til aö plöturnar fjúki síöur, þegar hvessir. Moldargöturnar í búöunum veröa áreiðanlega subbulegar í rigningum; þann dag sem ég kom þangaö ásamt Josephine Qui’ban frá Flóttamannahjálp SÞ. fyrir Palestínumenn, UNRWA, skein sólin en samt voru stígarnir milli kofanna forugir og upptættir. Þó hefur mikið breytzt til bóta í Baqaa síðan búðirnar voru fyrst settar upp. Það var árið 1968, að reist voru á þessu svæði fimm þúsund tjöld fyrir flóttamenn, þar var þá engin hreinlætisaðstaða, engin læknishjálp, matargjafir engar, tekjumöguleikar ekki fyrir hendi og flestir flóttamanna komu eignalausir í búðirnar. Síðan hef- ur smátt og smátt verið unnið að því að bæta þessa aðstöðu og nú eru þarna starfandi sex Íæknar og meira að segja kemur tannlæknir fjóra daga í viku, þarna eru komnir skólar fyrir börn upp að þrettán ára aldri og tvö þúsund börn fá ókeypis eina heita máltíð á dag. I þessum búðum hafast við um sextíu þúsund manns. Sumt af þessu fólki eru tvöfaldir flótta- menn, þ.e. flýðu frá borgum og bæjum í Palestínu yfir á Vestur- bakkann árið 1948 og margt af því fólki sem býr þarna hafði til dæmis verið í flóttamannabúðun- um í Jeríkó í tuttugu ár. Þegar ísraelar tóku Vesturbakkann eftir sex daga stríðið, lagði fólkið á flótta enn á ný, fór til Jórdqníu, Líbanons og Sýrlands, en þó langflestir flóttamanna í Jórdaníu og vitanlega hafa margir reynt að koma undir sig fótunum utan búðanna, og sumum gengið það allvel. I flóttamannabúðunum í Baqaa er meirihlutinn eldra fólk og síðan börn. Millikynslóðin hef- ur reynt að komast í burtu. Þó er ekki algilt, að slíkt takist, að því er Josephine segir mér; sé um barnmargar fjölskyldur að ræða er aðeins ein fyrirvinna og þar Josephine Qui'ban. blaðafulltrúi UNRWA sem það kostar sem svarar 30 dinara — eða sem næst sextíu þúsund krónum að leigja sér þokkalegt einstaklingsherbergi inni í Amman er það ekki á allra færi. Því er það iðulega svo, að fjölskyldur leita aftur til búðanna, eftir að hafa gefist upp við að framfleyta sér utan þeirra. Einnig sækja margir karlar vinnu úr búðunum, en vilja að öðru leyti njóta þeirrar verndar sem búðalíf- ið gefur, þrátt fyrir að þar er allt miðað við lágmarks þarfir. Josephine leiddi mig á hina ýmsu staði í búðunum, þar sem UNRWA hefur unnið sannkallað þrekvirki, þótt allt sé frumstætt er þó sýnt að reynt er að gera aðbúnaðinn eins bærilegan og hægt er. Teknar voru upp fastar matargjafir til barnanna og reynt að miða við að hafa fæðuna næringarríka — meðal annars fær hvert barn skeið af þorskalýsi á dag — komið upp kennsluaðstöðu í lágreistum timburbyggingum, og heilsugæzlan í búðunum virðist furðu góð. Daginn sem ég kom var yfirlæknir búðanna að setja nýjan lækni inn í starfið. Sá heitir Amin Abdel Jaber og hann hefur haft læknisstofu í Amman um nokk- urra ára bil, en hafði nú ákveðið að selja hana og koma til starfa í Baqaa. Dr. Petros tannlæknir sagði okkur að 40—50 manns kæmu á dag til sín, tannlækna- þjónustan er ný af nálinni og hann segir að ekki hafi verið vanþörf á, einkum hafi eldra fólkið sérlega slæmar tennur. Við skoðum pínulitla rannsókn- arstofu, þar sem er hægt að gera einföldustu rannsóknir, m.a. á blóðsýnum, en þurfi frekari at- huganir eru sýnin send til Amm- an. Einfaldar skurðaðgerðir er einnig hægt að framkvæma og sérstök deild sér um heilsugæzlu fyrir verðandi mæður og unga- börn. Josephine segir að enda þótt fólkið í búðunum sé yfirleitt von- lítið og búist ekki við miklu af framtíðinni sé þó í þessu ákveðið sálrænt atriði: margir vilja vera í búðunum vegna þess að á meðan séu flóttamennirnir ekki gleymd- ir, heimurinn neyðist til að muna eftir þeim og leggja fram hjálp sína. Eg sá í einhverri skýrslu að Islendingar lögðu á sl. ári fram um 150 þús. dollara til þessarar starfsemi og var það framlag með því lægsta. Josephine segir mér aðspurð að PLO og Yasser Arafat njóti algers stuðnings meðal flóttafólksins. Áður en PLO hafi komið til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.