Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 17 3. g kennari spurði einhvers voru jafn- an margar hendur á lofti. Þegar börn eru þrettán ára lýkur skólaskyldunni. Að vísu kemur til greina að komast í sérstakar starfsþjálfunarstöðvar og ekki er óhugsandi að fá styrki á vegum UNRWA. Foreldrar leggja í auknum mæli að sér til að börn þeirra geti hlotið menntun. Marg- ir foreldrar hafast áfram við í búðunum og vinna utan þeirra, til þess að geta stutt við bakið á börnum sínum í námi. Josephine Qui’ban segir að flest þetta fólk ali með sér óraunsæja drauma um að snúa aftur heim. Að vísu hafi margt flóttamann- anna samlagast Jórdönum, en það sé þó líklega í minnihluta. Hún ítrekar þá skoðun sem áður hefur komið fram í viðtali mínu við Peter Salah, aðstoðarupplýs- ingamálaráðherra, að það sé í reynd undir Israelum komið hvort fólkið fær að eignast aftur sitt land og Palestínumenn muni ekki verða ógnun við ísrael þótt þeir fengju að koma á laggirnar ríki á Vesturbakkanum. Hún segir líka að enda þótt hver einasti Palest- ínumaður í Jórdaníu styðji PLO séu þó allir mjög trúaðir þegnar Husseins konungs, enda hafi hann reynzt flóttafólkinu vel og sú gjörð hans að reka skæruliða PLO af höndum sér 1970, þegar þeir voru teknir að ógna öryggi kóngs- dæmis hans, hafi verið hárrétt. — Ég hef veitt því athygli upp á síðkastið að svo virðist sem augu fólks víða um heim séu að opnast meira og það sér að á þessu máli er ekki bara ein hlið — sú sem Israel vill að snúi að heiminum. Sannleikurinn er líka Palestínu- mönnum í hag, svo að það er þeim ávinningur ef hann berst víðar. Það er óhætt að segja að það var Palestínumönnum þungt áfall, hvernig Bretar brugðust þeim að heimsstyrjöldinni síðari lokinni. Palestínumenn höfðu stutt þá dyggilega og síðan sneru Bretar við þeim bakinu og létu sig engu skipta hvað um þá yrði. Það er ekki í eðli Palestínumanna að þola slíkt. Palestínumaður er orðheld- inn og traustur, en hann bregst sár við svikum. — Israelar halda því fram að þeir hafi grætt upp landið og unnið þrekvirki, heldur hún áfram. — Én þeir komu að landi sem var í uppgræðslu og þurftu bara að halda starfinu áfram. Mér finnst furðulegt, hvað áróð- ur ísraela gengur í fólk. Og okkur þykir afstaða Bandaríkjamanna alveg fráleit og ekki í takt við tímann; þeir vingast við Israela og hrinda frá sér 100 milljónum Araba. Ég fullyrði að hvergi 1 heimi hefur þjóð verið beitt jafn miklu óréttlæti og Palestínu- texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Úr kennslustund i ensku Á auglýsingahátíöinni 1980 þann 29.11 kl. 18.15 stundvíslega í Átthagasal Hótel Sögu, verða ekki ^ neinar verðlaunaaf- hendinar, engar ræður, engin heimatilbúin gaman- t mál, ekki gamanvísur, engin tízkusýning. T Baldvin kynnir ekki. Guð- bergur syngur ekki. Jón Þór og Oli Stef. spila ekki, - og barinn lokar ekki fyrr en á síðustu stundu. Apéritif Kir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.