Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 18

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 Einar K. Guðfinnsson: „Valdatafl í ValhöIT* Höfundar: Anders Hansen og Hreinn Loftsson lltgefandi: Bókaútgáfan Örn og Örlygur Valdatafl í Valhöll, bók þeirra Anders Hansen og Hreins Lofts- sonar er mikil persónusaga. Það er mikill kostur, en ef til vill einnig veikleiki bókarinnar. Það er ævin- lega fróðlegt og skemmtilegt að lesa um persónur, en rétt er þó að minnast þess að menn eru ekki alltaf herrar sinna örlaga. Utan- aðkomandi aðstæður skipta oft mestu máli þegar ákvarðanir eru teknar. Alit þetta ber að hafa í huga þegar lesið er eða skrifað um menn á örlagastundum. Það skal strax játað, að ég var þess engan veginn albúinn að kveða upp minn lokadóm um bókina þegar að loknum lestri. Margar spurningar höfðu vaknað með mér, og áleitnust var sú, hvort þeir stóru atburðir er bókin útskýrir eða átti að útskýra, hafi í raun og veru gerst, eins og höf- undar segja. „Hin rökrétta ályktun“ Mér datt í hug saga, sem kunnur stjórnmálafræðiprófessor, dr. Anthony King, sagði eitt sinn. Hann hafði skrifað bók ásamt David Butler um bresku þingkosn- ingarnar árið 1966. Hann kvaðst hafa setið sveittur við að safna saman upplýsingum, vinna úr þeim og setja á blað. Eitt af því sem hann skrifaði um, var það, á hvern hátt kosningastefnuskrár flokkanna urðu til. Til þess kafla vandaði hann sérstaklega. Með skipulögðum vinnubrögðum og með því að nota alla sína ályktun- arhæfni, skrifaði hann kaÖa um þetta í bókina, sem hann var ágætlega ánægður með. Einkum og sér í lagi var hann ánægður með frásögnina af kosningaplaggi Frjálslynda flokksins. — Svo var það nokkrum vikum eftir útkomu bókarinnar að prófessor King hitti háttsettan stjórnmálamann í hópi frjálslyndra, og talið barst að hinni nýju bók. I ljós kom að viðmælandi Kings hafði staðið mjög að samningu kosninga- stefnuskrárinnar og vissi því gjörla um gang atburða. Hann sagði King, að sumpartinn mætti hæla frásögninni um Frjálslynda flokkinn. Höfundur hefði farið rétt með staðreyndir. Ut á það væri ekki neitt að setja. Það væri því kannski erfitt að fullyrða hvar honum hefði skotist, en sannleik- urinn væri bara sá að atburðarás- inni væri ekki rétt lýst. Svona hefðu hlutirnir bara ekki gerst. Og þá rann upp fyrir báðum ljós: King hafði auðvitað, að hætti lógískra vísindamanna, dregið rökréttar afleiðingar af gangi mála. Hið sama varð hins vegar ekki sagt um þá er tóku þátt í að skapa atburðarásina. — Þeir voru eins og allir aðrir menn, mann- legir, og brugðust við á alla vegu. Gerðist þetta þá svona? Með þetta í huga, setti ég strax spurningamerki við bókina „Valdatafl í Valhöll". — Ekki vegna þess að ég telji endilega að þeir hafi fallið í sömu gryfju og Anthony King. Ekki vegna þess að bókin væri leiðinleg. Það er hún ekki. Hún er stórskemmtileg og spennandi. Ekki heldur vegna þess að hún væri ekki forvitnileg. Það er hún í meira lagi. Og síst af öllu vegna þess að hún væri ekki fróðleg. Þvert á móti. Hún er stórfróðleg, full af nýjum athygl- isverðum og undraverðum upplýs- ingum, sem margar hverjar koma manni til að gapa af undrun. Ég Dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra. setti heldur ekki spurningamerki við bókina vegna þess að ég teldi höfunda ekki vera hlutlausa, því það eru þeir eftir því sem kostur er. Ekki kæmi mér þó á óvart, ef hlutleysi höfunda ætti eftir að verða umdeilt atriði, þegar bókin verður lesin, vegin og dæmd. — I því sambandi verða lesendur þá að hafa ofarlega í huga, að það, að höfundar eru hlutlausir, þýðir ekki um leið að þeir geri alla menn eins, sem um er fjallað í bókinni. Þó að eitt og annað sé dregið fram, sem telja megi einum til ávirð- ingar, þá mega höfundar ekki falla í þá gryfju, að koma sömu ávirð- ingum upp á aðra. Þá fyrst hefðu þeir alvarlega brotið hlutleysis- regluna, sem ég tel eins og áður sagði, að þeim hafi tekist vel að þræða. En með reynslu dr. Kings í huga, varð sú spurning mér þó ofarlega í huga, hvort þetta hafi raunverulega gerst svona? Um það hafa verið skrifaðar margar bækur, hvernig stjórnmálamenn taka erfiðar ákvarðanir á stórum stundum. Sumir eru þeirrar skoð- unar að menn taki ævinlega „skynsamlegar ákvarðanir" eftir að hafa vegið og metið alla kosti vel og vandlega. — Þegar ég hér tala um „skynsamlega ákvörðun" á ég einfaldlega við „skynsamlega ákvörðun" út frá sjónarhóli þess manns er ákvörðunina tekur, á þeim tíma sem hún er tekin. Þeir sem þannig tala, gleyma að ákvörðunarferlið er einlægt flókn- ara. í stofnunum eins og stjórn- málaflokki, eiga menn sína sam- herja og sína andstæðinga. Til þeirra þarf að taka tillit. Stjórn- málaforingi er ekki alltaf frjáls að því að taka ákvarðanir. Hann verður oft að kaupa menn til fylgis við sig og stefnumál sín, og í þeim kaupunum gilda fáar reglur, lögmál þekkjast varla og erfitt er að sjá fyrir um niðurstöður í upphafi. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Erkisyndir og hálf- gróin sár Þannig hygg ég að málin hafi þróast þá örlagaríku vetrardaga, þegar dr. Gunnar Thoroddsen var að hefja stjórnarmyndunina án vitundar samherja sinna í Sjálf- stæðisflokknum. Ákvarðanir voru örugglega ekki teknar þannig að hlutaðeigandi settust niður einn góðan veðurdag og gerðu upp hug sinn. Þar var margt fleira sem spilaði inn í. Gamlar erkisyndir og hálfgróin pólitísk sár áttu áreið- anlega sinn þátt í því hvernig fór. Á allt þetta leggja þeir Anders og Hreinn áherslu í bók sinni. Þeir varpa ljósi á margt sem flestum hefur verið hulið og rifja annað upp, í því skyni að sýna lesendum hvernig völundarhús stjórnmál- anna lítur út að innanverðu. Mörgum kann að virðast frásögn- in hálf reyfarakennd, og það er hún vissulega. — En þeir stóru atburðir er bókin lýsir, eru líka reyfarakenndir. Þeir eru þess eðlis að þjóðin fylgdist agndofa með þegar þeir áttu sér stað. Þeir vörpuðu ljósi á marga eðliskosti þekktra stjórnmálamanna: slægð, Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. klókindi, hörku og óvild. Spennan var ærin og enginn sá fyrir um endalokin. Er hægt að hugsa sér fleiri kosti á góðum reyfara? Trauðla, held ég. Að seilast um hurð til lokunnar Þó ég sé þeirrar skoðunar, að höfundar hafi reynt að vanda sín vinnubrögð og að þeim hafi tekist vel upp, vil ég gera eina athuga- semd. Á kápusíðu segir á þá lund. að bókin lýsi áratuga togstreitu í Sjálfstæðisflokknum, er lokið hafi með því að ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen var mynduð. Þegar bókin er lesin kemur í ljós, að hún nær yfir vítt svið og að höfund- arnir hafa viðað að sér mjög miklum sögulegum fróðleik, auk þess sem gerst hefur á síðari árum. Bókin er eiginlega drög að sögu Sjálfstæðisflokksins. Hún er persónusaga Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors, Bjarna Benediktsson- ar, Gunnars Thoroddsen, Jóhanns Hafstein og Geirs Hallgrímsson- ar. Inn í þetta fléttast svo margir þræðir og ólíkir. Fyrir vikið verða höfundar ekki sakaðir um að hafa ekki reynt að leita víða eftir viðfangsefni sínu. Ætlunin mun hafa verið í upphafi að minnsta kosti, að bókin yrði að uppistöðu til um stjórnarmyndunina og að sögusviðið yrði þá aðdragandi stjórnarmyndunarinnar og stjórn- armyndun Gunnars sjálfs. En spurningin sem vaknar í þessu sambandi er: fóru höfundarnir ekki út fyrir þetta verksvið sitt? Eða eins og Sverrir Hermannsson myndi sennilega orða það: „hafa drengirnir ekki seilst um hurð til lokunnar?,, Gamlar væringjar Ólafs Thors og Jóns Þorlákssonar útskýra ekki stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsen. Á það má að vísu benda að dr. Gunnar er pólitískur fóstur- sonur Jóns, eins og höfundar benda réttilega á, og af því mætti svo sem draga þá ályktun að Gunnar hafi borið kala til Ólafs. En mannanna verk og ákvarðanir eru flóknari en þetta, eins og ég hef reynt að leggja áherslu á. Sá maður væri vissulega á hálum ís, er ekki hefði þau sannindi ofar- lega í huga. Því eins og fram kemur í „Valdatafli í Valhöll" fyllti Gunnar flokk Vísismanna, sem margir hverjir voru upprunn- ir í Frjálslynda flokknum og áttu stundum í erjum við Jón Þorláks- son hér áður og fyrr. Allt þetta hnígur mjög að því, sem ég hef sagt hér á undan, að (I) ákvarðanir eiga sér oftast flókinn og margslunginn aðdraganda, og (II) ekki er endilega alltaf rétt að draga rökréttar afleiðingar af atburðum, til að fá kórréttar niðurstöður. Þetta er rétt að hafa í huga, án þess þó að sjáanlegt verði að höfundar hafi villst inn á villigötur af þeim sökum. „Blaðamennsku- sagnfræði“ Valdatafl í Valhöll er byggð á því, sem nefnt hefur verið „blaða- mennskusagnfræði". Henni verður ekki lýst í fáum orðum, en er þó sennilega auðveldast að segja hana einkennast af einhvers kon- ar sambandi eða samblandi blaða- mennsku og sagnfræði. Það er frásögn, líkt og lesa má dag hvern í dagblöðunum, auk þess sem reynt er að grafast fyrir rætur atburðanna að hætti sagnfræð- inga. Þetta form er ekki alveg óþekkt hér á landi. Baldur Guð- laugsson og Páll Heiðar Jónsson skrifuðu bók af þessu tagi um átökin sem urðu er ísland gekk í Höfundar bókarinnar Valdatafl í Valhöll, Hreinn Loftsson og Anders Hansen. F-milla BjörK Björnsdóttir. Menningarsjóður Sambandsins: Fimm aðilum veitt ar sjö milljónir kr. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Samhandi íslenzkra sam- vinnufélaga: Menningarsjóður Sambands ísl. samvinnufélaga veitir árlega nokkra styrki, og á yfirstandandi ári var samtals úthlutað úr sjóðnum 7,0 millj. kr. Skiptist styrkveitingin sem hér segir: 1. Styrktarfélag Iamaðra og fatlaðra 1,5 millj. kr. 2. Skóg- ræktarfélag íslands 2,0 millj. kr. 3. Félagið Heyrnarhjálp 1,5 millj. kr. 4. Ungmennafélag Islands 1,0 millj. kr. 5. Blindrafélagið 1,0 millj kr. Fimmtudaginn 6. nóvember veittu fulltrúar fjögurra af þess- um samtökum styrkjunum við- töku í Sambandshúsinu í Reykja- vík. Voru það þau Óttar Kjart- ansson form. Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, frú Áslaug Þorsteinsdóttir frá félaginu Heyrnarhjálp, Pálmi Gíslason form. Ungmennafélags íslands og þeir Halldór Rafnar form. og Óskar Guðnason frkvstj. Blindrafélagsins. Af hálfu Skógræktarfélagsins hafði Oddur Andrésson tekið við styrknum til þess í júlí sl. í stjórn Menningarsjóðsins sitja þeir Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins, Erlendur Einarsson forstjóri, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðh., Magnús Sigurðsson bóndi á Gils- bakka og sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Frá afhendingu styrkjanna, á myndinni eru frá vinstri: Frú Áslaux horsteinsdóttir frá félaKÍnu Heyrnarhjálp, Pálmi (íislason form. llnKmennafélaKH íslands, óttar Kjart- ansson form. StyrktarfélaKs lamaóra ok fatiadra, Valur Arnþ<'>rsson. Erlendur Ein- arsson, Halldór Rafnar form. ItlindrafélaKs- ins, óskar (iiiónason frkvstj. BlindrafélaKs inH og Eysteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.