Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 19 Atlantshafsbandalagið árið 1949, og Einar Karl Haraldsson og Ólafur R. Einarsson skrifuðu bók eftir þvílíkri forskrift um Gúttó- slaginn. Það sem gerir það hins vegar að verkum að bók þeirra Anders Hansen og Hreins Lofts- sonar sker sig úr, er að hún fjallar um atburði dagsins í dag. Höfund- arnir njóta þess hvorki né gjalda að langt sé frá þeim atburðum liðið, er þeir hafa að viðfangsefni. Fyrir bragðið verður bókin for- vitnileg, en um leið má búast við harðari viðbrögðum þeirra er við sögu koma. Allir telja sig vita best hvernig einstakir atburðir gerð- ust, þótt vitað sé, að varla mun vera til sá fundur er tveir menn geti sagt nákvæmlega eins frá, nokkrum dögum eftir að hann var haldinn. — Jafnvel þótt mennirnir tveir hafi báðir setið hann. Svo misjafnar áherslur leggja menn á það sem er að gerast, og svo misjafnar ályktanir draga menn af því sem þeir verða vitni að. Athyglisverð og vönduð bók Að öllu samanlögðu tel ég, að Anders Hansen og Hreinn Lofts- son hafi skrifað athyglisverða og vandaða bók. Þrátt fyrir að hún er unnin á skömmum tíma, óvenju skömmum tíma, þá er hún vel unnin, málfar yfirleitt gott og villur ekki til baga. Bókin er efnismikil, og hefur talsvert heim- ildargildi ekki aðeins fyrir sjálf- stæðismenn, heldur einnig fyrir aðra áhugamenn um stjórnmál hér á landi. Höfundar geta heim- ilda í sérstakri heimildaskrá eftir því sem kostur er, og er slíkt til fyrirmyndar. Þá er birt í bókinni skrá yfir kjörna þingmenn Sjálf- stæðisflokksins frá upphafi, og einnig skrá yfir ráðuneyti og ráðherra hérlendis frá 1904 til 1980. Hvort tveggja eykur gildi bókarinnar að mun, og gerir hana að handhægu uppsláttarriti. Þá eru hinar fjölmörgu myndir í bókinni einkar skemmtilegar, og margar hverjar hafa mikið sögu- legt gildi. Auka þær tvímælalaust á gildi bókarinnar, gera hana læsilegri og þær persónur er við sögu koma, meira lifandi. Af kostum bókarinnar má enn nefna nafnaskrá aftast í henni, sem gerir auðveldara að fletta upp í henni, bæði á meðan á lestri stendur og síðar, er lesendur kunna að þurfa að gá að einhverju atriði. Niðurstaðan er sú, að mínu mati, að hér sé góð bók á ferðinni, þó sjálfsagt verði hún mjög um- deild. Þátttakendur í Valdataflinu I, munu vafalaust telja sinn hlut § affluttan. Þeir munu oft líta | atburðina öðrum augum en höf- undarnir. Við því er ekkert að segja. Höfundarnir hafa orðið að velja og hafna. Þeir hafa þurft að leggja mat sitt á hluti, sem voru og eru umdeilanlegir og afstæðir. Slíkt hlýtur að orka tvímælis og því þarf engan að undra, þó að ýmsir reki upp ramakvein við útkomu bókarinnar. - EKG HEYGÐU HITT HUARTA VIÐ _ UNDAD HNÉ SAGA AMERÍSKA VESTURSINS FIJÁ SJÓNARHÓLI INDfÁNA Leiðrétting í FORMÁLA að viðtali við Svein B. Valfells, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag, 20. nóv- ember, er mishermt, að hann sé elztur þeirra manna, sem útskrif- ast hafa frá Verzlunarskólanum. Sveinn er meðal elztu nemenda skólans, en nokkrir munu þó vera jafngamlir og eldri. Biðst Morgun- blaðið afsökunar á þessum mis- tökum. Flautukonsert Atla Heimis vekur aðdáun í Danmörku DEE BROWN Saga vesturs- ins frá sjón- arhóli indíána HEYGÐU mitt hjarta við undað hné, er titill bókar. sem nýlega er komin út hjá Máli og menningu. Þetta er saga ameríska vestursins frá sjónarhóli indíána. og er höfundur hennar Dee Brown. sagnfræðingur. Bók hans _Bury my Ileart at Wounded Knee“ kom fyrst út árið 1970 og i henni breytir Brown nokkuð hugmynd- um um margrómað tímabil i bandarískri sögu. sjálft landnám- ið. I formála sínum að bókinni segir höfundurinn m.a.: ... Þótt þeir indíánar, sem lifðu þessi ragnarök menningar sinnar, séu horfnir af jörðinni, hafa orð þeirra varðveist milljónum saman í opinberum skjölum. Skýrslur um margar þýð- ingarmestu ráðstefnurnar voru gefnar út af hinu opinbera. Ég hef reynt að setja saman frásögn um landvinninga í amer- íska vestrinu eftir þessum hálf- gleymdu heimildum munnlegrar sögu, frásögn þolendanna ... Þetta er ekki upplífgandi lesning, en staðreyndir sögunnar hafa til- hneigingu til að þröngva sér upp á nútíðina og máski öðlast einhverjir lesendanna betri þekkingu á hinum ameríska indíána eins og hann er í dag. I bókinni eru ljósmyndir af helstu indíánaforingjum sem koma við sögu og henni fylgja kort og nafnaskrá. Þýðingu annaðist Magnús Rafnsson. Bókin er 413 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. J0RGEN Falck, sem að jafn- aði skrifar um hljómplotur í Politiken, sagði nýlega frá útgáfu íslenzkrar tónverka- miðstöðvar á plötu með flautukonsert Atla Ileimis Sveinssonar og fiðlukonsert eftir Leií Þórarinsson. Falck bendir á að hér sé á ferð svo merk plata, að helztu hljóm- plötuverzlanir í Danmörku eigi ekki að láta hjá líða að hampa henni, svo hún komist á almennan markað en verði ekki innlyksa í því sjálfvirka og lokaða dreifikerfi, sem aðaiiega annist sölu á upptök- um norrænnar nútíma- tónlistar. Falck segir m.a.: „Sjálfvirkni plötuviðskipta er sorglegt fyrirbrigði. Ef José Carr- era kemur til Kaupmannahafnar til að syngja þar nokkur stutt og velþekkt óperuatriði fyllast allir búðargluggar á samri stundu af andlitsmyndum, sem tyllt er ofan á plötustafla, en þeim er aftur ætlað að ganga í augun á væntan- legum kaupendum, einkum þar sem maðurinn er staddur í bænum í eigin persónu. Það er feitan gölt að flá, en þar sem klassísk tónlist er annars vegar vill niðurstaðan oft verða sú, að það frægasta sé það bezta. Sama er að segja um rokk-jazz, en um hann gegnir þó nokkuð öðru máli því að sú tónlist endurspeglar yfirleitt nútímann. Flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar endurspeglar líka nútímann en frá öðrum sjónarhóli þó. Tónverkið er samið 1973. Það vakti slíka hrifningu dómnefndar Lukkudagar/vinningar í október ósóttir vinnlngar í SEPTEMBER 1980 4 KODAK Pocket A1 Myndavei ........................NR. 1713 7 HENSON Æfingagalli ..............................NR. 6003 8 KODAK EK100 Myndavel ............................... 8177 15 HENSON Æflngagalli ..............................NR. 4141 16 KODAK Pocket A1 Myndavel ..........................NR.27605 17 KODAK Pocket A1 Myndavel ........................NR. 16263 19 Vöruuttekt að eigin vali fra LIVERPOOL ............NR.21677 22 BRAUN Harliðunarsett RS67K ........................NR.24067 23 Hljomplötur aö eigin vali fra FALKANUM ............NR.12082 24 HENSON Æflngagalli ..............................NR. 543 26 MULINETTE Kvörn ................................NR. 136 28 HENSON Æflngagalll .............................NR. 9455 30 SHARP Vasatölva CL 8145 .........................NR. 5669 Vlnningar í OKTÓBER 1980 1 SHARP Myndsegulband VC 6300 .......................NR.29348 2 KODAK EK100 Myndavel .............................NR.26231 3 Sjonvarpsspil ...................................NR.12076 4 KODAK Pocket A1 Myndavel ..........................NR.14517 5 KODAK EK100 Myndavel .............................NR.26231 6 SHARP Vasatölva CL 8145 ...........................NR.18979 7 MULINETTE Kvörn ...................................NR.11080 8 TESAI Ferðautvarp ............................ 9 SHARP Vasatölva CL 8145 ...................... 10 Hljomplötur aö eigin vali fra FALKANUM ... 11 Vöruuttekt að eigin vali fra LIVERPOOL .... 12 HENSON Æflngagalli .......................... 13 KODAK EKTRA 12 Myndavel ..................... 14 Vöruuttekt aö eigln vali fra LIVERPOOL ............ 15 BRAUN LS 35 Krullujarn ............................ 16 -SHARP Vasatölva m/klukku og vekjara .............. 17 SKALDVERK Gunnars Gunnarssonar 14 bindi fra A. 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 KODAK EKTRA 12 Myndavel ............... MULINETTE Kvöm ........................ SHARP Vasatölva m/klukku og vekjara .. MULINETTE Kvöm ........................ KODAK Pocket A1 Myndavel .............. KODAK EKTRA 12 Myndavel ............... Hljomplötur aö eigin vali fra FALKANUM SHARP Vasatölva CL 8145 ............... Vöruuttekt að eigin vali fra LIVERPOOL Hljomplötur að eigin vall fra FALKANUM Hljomplötur að eigin vali fra FALKANUM KODAK EK100 Myndavel .................. HENSON Æfingagalli .................... SHARP Vasatölva CL 8145 ............... NR.21819 NR. 2974 NR. 5593 NR.26226 NR.15858 NR.15827 NR.28391 NR.11142 NR.28831 B...... . NR.26954 . NR.20596 . NR.10845 . NR.11095 . NR.13089 . NR.11450 . NR.26231 . NR.11434 . NR. 9528 . NR. 8112 . NR.19812 . NR.13639 . NR. 7984 . NR.23067 . NR.23219 Norðurlandaráðs, að fyrir það fékk höfundurinn tónlistarverð- laun ráðsins árið 1976, en þau eru hliðstæð bókmenntaverðlaunun- um. Atli Heimir Sveinsson er sem sé kunnur, en þó er hann ekki víðkunnur. Verk sem þetta hefur þann annmarka að það lýtur framandi lögmálum fremur en öll önnur tónlist, sem hafa má til hliðsjónar. Það dregur ekki dám af sígildri tónlistarhefð svo heitið geti og enn síður er það í ætt við „rytmiska" tónlistarhefð. Þessi tónlist hefur hreiðrað um sig á ótroðnum slóðum, þar sem hún lifir og dafnar á eigin vegum, og verður til þess að vekja sömu tilfinningu og hinar miklu og ósnortnu víddir íslands og ann- arra svæða þar sem landslag er tilkomumikið. Þaðan býr Atli Heimir til brú, sem tengir mis- munandi tónmenningu í austri og vestri, líkt því og gerzt hefur hjá þeim tónsmið dönskum, sem um þessar mundir er hvað athyglis- verðastur, Per Norgárd, og Éng- lendingnum Peter Maxwell Davies í Stóru sinfóníunni. Sinfóníuhljómsveit íslands gæðir þetta „náttúruverk" Atla Heimis lífi. í upphafi koma áslátt- arhljóðfærin dúndrandi tryllingi á móti manni, líkt og í Sacre Stravinskis. Slagverkið dofnar síðan og deyr út í kristalglitrandi og tælandi samleik einleiksflaut- unnar og blásturshljóðfæra hljómsveitarinnar." Síðan segir: „Þessa tónlist getur hver og einn skynjað, sem telur tónlist lífsnauðsynlega. Hér sameinast í einu og sama verkinu mismunandi tónlistarstefnur, svo hvort sem menn eru músíkalskir náttúru- unnendur, aðdáendur Pink Floyd, Mahlers eða Sacre ættu þeir að kunna að meta það. Hinum megin á plötunni er fiðlukonsert Leifs Þórarinssonar. Tilfinningaleg barátta voldugrar hljómsveitar og leitandi fiðluleik- arans, sem fer einn saman, er eins og ákall þess sem leitar frelsisins. Það frelsi virðist Atli Heimir hins vegar hafa fundið." Fræðslufund- ur um starann Á NÆSTA fræðslufundi Fugla- verndunarfélags Islands, sem haldinn verður í Norræna húsinu nk. miðvikudag kl. 20.30, heldur Skarphéðinn Þórarinsson líffræð- ingur erindi um lifnaðarhætti starans og sýnir litskyggnur tengdar efninu. Öllum er heimill aðgangur að fundinum. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF Basar fyrir kristniboð ÁRLEGUR basar Kristniboðs- félags kvenna í Reykjavík verð- ur haldinn í dag, laugardag 22. nóvember, í Betaníu, Laufásvegi 13 í Reykjavík. Hefst basarinn kl. 14 og um kvöldið kl. 20.30 verður samkoma á sama stað. Allur ágóði af basarnum rennur til íslenska kristniboðsins í Konso í Eþíópíu og Kenýa. t * Skatthol 5 tegundir OPIÐ TIL KL. 5 í DAG, LAUGARDAG. JBtasfeóaar „Sjmar: 86080 og 86244 Húsgögn Armúli 8 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.