Morgunblaðið - 22.11.1980, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
JMtogtmÞlftfrft
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Askriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
V erðbólgubyssur
á stjórnarkafbáti
Það hriktir í öllum innviðum stjórnarsamstarfsins þessa
dagana. Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn
eru komin í hávaðarok, bæði á Alþingi og í leiðaraskrifum,
um verðbólguskriðið og nauðsynleg viðbrögð við því. Tíminn,
málgagn Framsóknarflokksins, krefst þess dag eftir dag að
ríkisstjórnin leggi ráðstafanir sínar fyrir ASÍ-þing. Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, segir þvert nei við þeirri kröfu
og virðist njóta til þess stuðnings kommúnista.
Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, lýsir því réttilega yfir,
með rökum úr spá Þjóðhagsstofnunar, að við blasi „holskefla"
nýs verðbólguskriðs þegar eftir 1. desember nk. — og að
. stefni í 70% verðbólguvöxt í lok næsta misseris. Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins,
ræðst á Alþingi að viðskiptaráðherra fyrir marklitlar
yfirlýsingar. Auk þess farist Framsóknarráðherrum ekki að
tala um verðbólgubyssur — sagði Ólafur — því þær eru
eingöngu hlaðnar í þeim málaflokkum, sem undir þá heyra í
ríkisstjórninni. Lúðvík Jósepsson, fráfarandi formaður Al-
þýðubandalagsins hnykkti á þessu hálstaki á Framsóknar-
ráðherrum, í setningarræðu á landsfundi kommúnista.
Ritstjórar Tímans hafa undanfarna daga og vikur talað á
sömu lund og Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, um
nauðsyn samræmdra efnahagsaðgerða, er taki á öllum
þáttum verðlagsins, samhliða ráðgerðri myntbreytingu um
áramót, ef treysta eigi stöðu nýkrónunnar og hamla gegn
annars fyrirsjáanlegri óðaverðbólgu á árinu 1981. Þá hafa
þeir dag eftir dag krafizt þess að ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar verði kynntar á ASÍ-þingi, og þannig tekið undir kröfur
stjórnarandstæðinga. Gunnar Thoroddsen.forsætisráðherra
hefur sagt þvert NEI við þessum tilmælum stjórnarandstöðu,
Tímans og fjölmargra forystumanna launafólks, og nýtur til
þess stuðnings Alþýðubandalagsins.
Það vakti athygli á Alþingi sl. fimmtudag að forsætisráð-
herra valdi þann dag til að svara tveimur fyrirspurnum frá
þingmönnum sjálfstæðismanna, varðandi væntanlegar efna-
hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Ekki einungis vegna þess
að ríkisstjórnin neitaði að leggja þessar ráðstafanir fyrir
ASÍ-þing. Ekki fyrst og fremst vegna þess að ríkisstjórnin
gat ekki tímasett framsetningu þeirra fyrir áramót, þó þær
hljóti að tengjast afgreiðslu fjárlaga, lánsfjáráætlunar og
myntbreytingu. Og heldur ekki vegna þess — þó það stingi
vissulega í augu — að ríkisstjórnin virðist jafn ráðalaus og
sjálfri sér sundurþykk í helztu viðfangsefnum sínum og þegar
hún var mynduð fyrir 10 mánuðum. Forsætisráðherra var í
lófa lagið að fresta þessum svörum, ef honum bauð svo við að
horfa, enda fimmtudagar ekki venjulegir starfsdagar til að
svara fyrirspurnum á Álþingi. Svo virðist sem hann hafi látið
hér undan þrýstingi kommúnista, þann veg, að þeim gæfist
tækifæri til að stilla framsóknarráðherrum upp í hlutverkum
kjaraskerðingarpostula, og sjálfum sér í gervi hins andstæða,
bæði á landsfundi Alþýðubandalagsins og ASÍ-þinginu. Árás
Ólafs Ragnars Grímssonar á viðskiptaráðherra Framsóknar-
flokks, og setningarræða Lúðvíks Jósepssonar, sem vó
óþyrmilega að Framsóknarflokknum, styðja þetta.
Þögn ráðherrans um væntanlegar ráðstafanir bendir annað
tveggja til þess að enn sé ekki samstaða í ríkisstjórn um
aðgerðir, sem er líklegt, eða til hins að ríkisstjórnin hyggist
geyma þessi feimnismál sín fram yfir ASÍ-þingið. Til þess
bendir grein Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns fjármála-
ráðherra Alþýðubandalagsins, í Þjóðviljanum í gær. Þar er
greinilega verið að undirbúa jarðveg fyrir efnahagsráðstaf-
anir í þá veru, sem Tómas Árnason talar opinskátt um en
Alþýðubandalagið vill koma með aftan að almenningi. Þar
segir að vísu réttilega að verðbólga þýði ekki einungis
verðfall peninga og kjararýrnun, heldur sé hún tilræði við
menningarlegan uppruna og brenglun á sjálfskennd þjóðar-
innar. Hér er hins vegar talað í aðra átt en Ólafur Ragnar
Grímsson og Lúðvík Jósepsson gera. Þeir síðarnefndu eru líka
í tímabundnu hlutverki leikstjóra á landsfundi eigin flokks og
að leggja Ásmundi Stefánssyni, flokksbróður sínum, línu til
að dansa á á ASÍ-þingi. Hagfræðingur Alþýðubandalagsins
er hins vegar að horfa lengra fram og til aðgerða, sem
óvinsælar kunna að reynast, og eiga ekki að sjá dagsins ljós
fyrr en leikar á ASÍ-þingi hafa gengið um garð. Þá kemur
kafbátur úr kafi, hlaðinn verðbólgubyssunum, ef rétt er skilin
vísbending hagfræðingsins.
Landsfundur Alþýðubandalagsins:
I>að sem vantar
er erlend stóriðja
„ÞESSI nýja atvinnumála-
stefna, sem Svavar kallar svo,
er byggð á rányrkju, offjár-
festingu í landhúnaði og sjáv-
arútvegi, innflutningshöft-
um, undanlátssemi launa-
fólks og íhaldssemi... Það
sem vantar er erlend stór-
iðja,“ sagði Ilrafnkell Jóns-
son, Reyðarfirði, í almennum
umræðum um lífskjör og at-
vinnuþróun á landsfundi Al-
þýðubandalagsins í gær.
Svavar Gestsson. félagsmála-
ráðherra, hafði framsögu um
málið og eftir að hafa m.a.
rakið tillögur Alþýðubanda-
lagsins frá í vetur um
atvinnumál mælti hann fyrir
því, að Alþýðuhandalagið
setti fram kröfur „um ítar-
lega og skýrt útfærða at-
vinnumálaáætlun til 10 ára“.
Áætlunina sagði Svavar eiga að
byggjast á því að íslendingar
hefðu „öruggt forræði yfir at-
vinnulífi í landinu, en hafni er-
lendri stóriðju, eins og álverið í
Straumsvík er lýsandi dæmi um“,
að lögð verði áherzla á raunveru-
lega áætlunarstjórn í atvinnulífi
og aukin áhrif verkafólks á vinnu-
stöðum og að atvinnuvegirnir geti
tryggt sambærileg lífskjör á við
það sem best gerist í grannlöndum
okkar. „Um þessi atriði er póli-
tískur meginágreiningur í land-
inu, en okkar flokkur hlýtur að
taka mið af þeim,“ sagði Svavar.
Rakti hann síðan nokkur dæmi
um atvinnuuppbyggingu og mótun
auðlindastefnu til næstu áratuga.
Hrafnkell A. Jónsson sagði
ræðu Lúðvíks Jósepssonar kvöldið
áður hafa valdið sér vonbrigðum.
Hitt þætti sér þó enn lakara, að
ræða Svavars, „sem mér skilst að
sé sá, sem landið á að erfa“ hefði
einnig verið íhaldssöm ræða.
Rakti Hrafnkell síðan ástand fisk-
stofna og aðstæður í landbúnaði
og sjávarútvegi og um iðnaðarmál
sagði hann, að þótt Alþýðubanda-
lagið hefði átt iðnaðarráðherra í 5
ár sæjust engin teikn björgunar
atvinnulífsins frá honum, heldur
héldi hann aðeins áfram því
stefnumiði að íslenzkur iðnaður
skyldi ekki þrífast nema 1 skjóli
innflutningshafta. Um undan-
látssemi launafólks sagði Hrafn-
- sagði Hrafnkell
Jónsson Reyðar-
firði um atvinnu-
málastefnu flokksins
kell, að Alþýðubandalagsmenn
hefðu talið, að með því að gefa
sínum mönnum svigrúm, þá
„kæmi þetta allt saman". En
reyndin væri önnur. „Jafnvel
stjórn Geirs Hallgrímssonar ’77
var ekki svo bölvuð miðað við það,
sem hefur dunið yfir okkur að
undanförnu," sagði Hrafnkell og
kvað gaman að heyra ráðherra
flokksins segja til um það, hvort
ganga ætti í vísitöluskerðingu 1.
desember eða 1. janúar.
„Það vantar erlenda stóriðju. Ég
kem ekki auga á aðra leið,“ sagði
Hrafnkell. Sagði hann það of
stóran bita að byggja upp orku-
frekan iðnað samfara uppbygg-
ingu orkuvera og því væri óhjá-
kvæmilegt að fá inn erlenda fjár-
festingu. Sagðist Hrafnkell
óhræddur fyrir hönd íslenzks
verkafólks að leggja til kjarabar-
áttu við „erlent auðvald". „Verri
- unnið fyrir Þröst
Olafsson á lands-
fundinum
Alþýðubandalagsmenn í Reykja-
vík unnu í gær að því að fá Þröst
Ólafsson, aðstuðarmann fjár-
málaráðherra, til að gefa kost á
sér til varaformennsku í flokkn-
um og þá gegn Kjartani ólafs
syni, ef Kjartan sækti að vera
varaformaður áfram.
Þröstur Ólafsson sagði í samtali
við Mbl. í gær, að það væri rétt, að
á þetta hefði verið minnzt við
hann, en hann kvaðst ekki hafa
tekið neina ákvörðun um málið.
Talið var líklegast í gær, að ef
eru vinir sem við völdin eru oft á
tíðum. Það er sorgarsaga," sagði
hann.
Tryggvi Sigurbjarnarson sagð-
ist telja „millibilsleiðina — hóf-
legan hraða í virkjunarmálum og
eitthvert hæfilegt magn af orku-
frekum iðnaði", affarasælustu
leiðina, eins og lagt væri til í
samþykktum Alþýðubandalagsins.
„í mínum huga er stóriðja ekkert
bannorð. En stóriðja eins og í
Straumsvík, það er bannorð,"
sagði Tryggvi.
Umræðum um atvinnurnál var
svo frestað og teknar aftur á
dagskrá í gærkvöldi. Þá talaði
m.a. Erlingur Sigurðsson og mælti
gegn stóriðjuhugmyndum Aust-
firðinga og nafngreindi hann
Hrafnkel Jónsson og Berg Sigur-
björnsson í því sambandi. Hjör-
leifur Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, var meðal þeirra, sem
töluðu í gærkvöldi, en ræðutíminn
var svo knappur, að ráðherrann
náði ekki að ræða iðnaðarmál og
lét hann þá bóka sig á mælenda-
skrá á morgun, en umræðum var
enn frestað og framhaldsumræð-
um skotið inn í dagskrána fyrir
hádegi í dag.
málið kæmi þannig fyrir uppstill-
inganefnd, þá myndi hún leita
eftir þriðja manninum til varafor-
mennsku og voru þá tilnefndir
Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt-
ormsson, ef Helgi reyndist ófáan-
legur til varaformennskunnar.
Talið er, að hvorki Guðrún
Helgadóttir né Tryggvi Þór Aðal-
steinsson vilji gegna áfram störf-
um ritara og gjaldkera. í stað
Guðrúnar voru einkum tilnefndar
þrjár konur; Álfheiður Ingadóttir,
Elsa Kristjánsdóttir og Guðrún
Hallgrímsdóttir.
I gær var búist við því, að
tillaga yrði lögð fram á landsfund-
inum í dag um að loka honum
fyrir blaðamönnum meðan kosn-
ing fer fram.
Varaformennska Alþýðubandalagsins:
Helgi Seljan
eða Hjörleifur?
„Lúðvík hefur alltaf verið
láta vatnið renna
„Lúðvík Jósefsson hefur nú
ailtaf verið snillingur i að láta
vatnið renna upp á móti hrekk-
unni,“ sagði Tómas Árnason
viðskiptaráðherra i samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær, er hann var spurður álits á
ummælum Lúðviks um að ágrein-
ingur væri milli framsóknar-
manna og alþýðubandalags-
manna. um hvort telja ætti niður
verðlag eða laun í landinu.
„Mér sýnist Lúðvík vera enn með
viðleitni í þá átt með þessu tali,“
sagði Tómas ennfremur, „því laun
eru milli 70 og 75% af þjóðartekj-
um, þjóðarframleiðslunni. Þess
vegna eru launin auðvitað gfurlega
mikill þáttur í öllu verðlagi í
landinu. Um leið og laun hækka,
hækkar öll útseld vinna og ótal-
margt annað."
— En Lúðvík heldur því fram, að
vsitöluhækkun launa komi til vegna
verðhækkana þriggja mánaða á
undan, en ekki öfugt?
„Ég hef oft sagt það, að verðbæt-
urnar eigi að vera vörn fyrir
launþega, en þær virka einnig þann-
ig að þær viðhalda snúningnum. Þá
hef ég tekið skýrt fram og undir-
strikað að stefna okkar framsókn-
armanna er að gera samræmdar
ráðstafanir þannig að tekið verði á
öllum helstu kostnaðarþáttum verð-
lagsins og þeir færðir niður. Þá
höfum við sérstaklega nefnt verð á
vörum og þjónustu, vexti, landbún-
aðarvörur, fiskverð, verðbætur á
laun og gengi. Síðan höfum við bætt
því við, að við viljum viðhalda
kaupmætti lægri launa með skatta-
lækkunum. Þetta er það sem við
höfum verið að tala fyrir og ég hef
undirstrikað sérstaklega."
— En þetta hefur ekki mætt
skilningi innan Alþýðubandalags-
ins?
„Ja, þú sérð hvernig Lúðvík lítur á
upp a m
— segir Tómas
Árnason um um-
mæli Lúðviks
Jósefssonar um
niðurtalninguna
þessi mál.“
— En alþýðubandalagsmenn í
ríkisstjórn?
„Það hefur að minnsta kosti ekki
náðst samkomulag um það ennþá,
að gera þetta á þann hátt sem ég var
að lýsa.“
— Ólafur Ragnar Grímsson hef-
ur einnig gagnrýnt þig vegna fram-
göngu þinnar í þessum efnahags-
málum. Hvað vilt þú segja um það?
„Ég get sagt það, að hann nefndi
þrjú atriði. Hann nefndi að verð-