Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 35

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 35 Þjóðkunnir þingskrifarar: Þess gætti snemma í fari Magn- úsar Magnússonar að hann var ákveðinn og eindreginn í vali sínu er honum voru bornir réttir á borð. Bragðmiklar kjötsúpur voru hon- um fremur að skapi en sætsúpur og sagóvellingur. Lífssaga hans, er hann segir í mörgum bindum og alþjóð hefir kynnst, er til vitnis um það. Ritstjórnarferill Magnús- ar ber þess einnig vott að svo sem hann kaus sér krassandi og krydd- mikla fæðu fremur en sætindi og velling, þá túlkaði hann þar við- horf aldamótakynslóðar er krafð- ist kröftugrar kenningar og heimt- aði sinn bardaga í hverju guð- spjalli. Bókmenntasaga gleðileika og revýusöngva sannar þá stað- hæfingu. Þegar lagajúristar og þingskrifarar á þriðja áratug 20 aldar þýða danska revýusönginn um „Lille Lise, let pá tá“ og flytja þá dönsku Undralands-Lísu heim á Frón og kynna hana í gervi Tótu í gamanleik sínum, er þeim enginn efi í huga þá er þeir tefla fram andstæðum íslenskra blaða og tilnefna fulltrúa „bragðmikillar kjötsúpu". „Tóta litla tindilfætt" er send að reka erindi aldraðrar ömmu. Sú gamla vill fylgjast með á stjórn- málavettvangi og kaupir bæjar- blöðin. Tóta færir henni Morgun- blaðið. Gamla konan bregst hin versta við. Það er í hennar augum „sætsúpa". Amma Tótu er ekki í neinum vafa um hvar hinnar „bragðmiklu kjötsúpu" er að leita: „Ég heimta að fá að lesa Harðjaxl eða Storm“. Þótt' Magnús Magn- ússon hefði ekki ritað æviminn- ingar sínar og greint þar frá ferli sínum er ljóst að ljóðlínan í söng Tótu hefir tryggt honum ævin- „geysar um grund". Hann nýtur þess að krydda mál sitt með tiivitnunum í fornrit og hefir á hraðbergi samanburð við hetjur er riðu um héruð á þjóðveldisöld og mælskusnillinga í upphafi heima- stjórnar. Ræða hans öll er sem flutt á réttarvegg þá er dregið er í dilka. Hnútur hans fljúga víða. Hann þekkir fjármörk og horna- lag. Heldur til haga lögðum úr pólitísku reyfi er ber fyrir augu og spáir í jarm og jórtur við dilka- drátt. Þegar flett er æviminningum Magnúsar Storms verður ljóst að hann skipar sér jafnan þar í flokk sem bardaginn er hvað harðastur. Þó kann hann vei að meta afdrep í skotgrafahernaði stjórnmálahríð- ar og einkum í grennd við býtibúr og vínfangageymslu bryta. Mörg dæmi nefnir hann er sýna hve auðvelt honum reynist að aura saman í púrtara eða Madeira og jafnvel senda aðra í snattferðir. En til þess að ekki hallist á í þeim viðskiptum gengur hann fúslega erinda annarra, þá er þorsti og einsemd þrúgar geð. Svo vinsæll er afmæli sitt né önnur í hámæli og undi við störf sín þann dag sem aðra. En þegar hann hvarf að drykkju þá var það eigi með hálfum hug fremur en annað það, er hann tók sér fyrir hendur. Þótt ýmsar frátafir yrðu í rit- stjórnarstörfum Magnúsar kom blað hans Stormur með reglu- bundnum hætti um margra ára skeið. Þegar Magnús greinir frá náms- ferli sinum verður honum tíðrætt um hverskyns brögð og brellur er hann grípur til í því skyni að komast hjá því að stunda náms- greinar sem honum eru lítt að skapi. Hann lýsir af fullri hrein- skilni margskonar uppátækjum og furðulegum tiltektum sínum. Með ótrúlegri hugkvæmni verst hann fimlega tilraunum kennara og skólameistara er reyna hvað þeir mega að sveigja hann undir skóla- aga. Hvað sem einlægum ásetningi þeirra líður verða þeir hver af öðrum að láta undan síga og taka þann kostinn að láta sem þeir trúi vottorðum Magnúsar og undan- brögðum, sem hann ýmist knýr nota á ævibraut blaðamennsku og ritstarfa. Til marks um skarp- skyggni Magnúsar Magnússonar og forspá hans um þróun mála má nefna dæmi frá desembermánuði 1924. Hann hefir þá nýlega látið af ritstjórn Varðar og stofnað eigið blað, Storm, er jafnan síðan var tengt nafni hans. í Verði hafði hann óspart vegið að þeim Tíma- mönnum, en þar var í fylkingar- brjósti Tryggvi Þórhallsson, síðar forsætisráðherra. Er Kristján Al- bertsson tekur við ritstjórn Varðar á hann í deilum við Tryggva Þórhallsson og verður þá tíðrætt um vopnaburð íslenskra blaða- manna og einkenni. Nefnir þar til samanburðar málflutning Tímans og Varðar í ritstjórnartíð Magnús- ar. Það kemur fram í máli Tryggva að hann telur Magnúsi gjarnt á að ræða einkamál andstæðinga og vitnar í Vörð til áherzluauka. Lýkur jafnframt lofsorði á Tímann fyrir að sneiða hjá einkamálum andstæðinga og staðhæfir að eigi verði fundið neitt sambærilegt í skrifum Tímans um einkamál. I greinarkorni þessu er hvorki tóm 59 Sætsúpur eru þarf. Hann hefir næmt auga fyrir fegurð ættlands síns og sögu og mælir af mikilli þekkingu og kunnáttu. Landslagslýsingar hans margar hverjar minnisstæðar, samofnar söguþekkingu og per- sónueinkennum. Hann heldur til haga frásögnum greindra og sögufróðra alþýðu- manna og auðsæ er virðing og samúð hans með hetjum hvers- dagslífsins, en jafnframt virðist hann kjósa þeim það hlutskipti að hver þeirra standi og falli með sjálfum sér. Magnús er hindur- vitnatrúar. Álfar, tröll og vættir eru honum ætíð í huga, allt frá bernskuárum. Sem barn naut hann í ríkum mæli frásagna aldraðra kvenna er hann hafði kynni af. Að þeim dróst hann og þær að honum fremur en þær er yngri voru. Magnús var fæddur á Ægissíðu á Vatnsnesi í Húnavatnssýlu 27. maí eða 6. júní 1892. „Ég var, segir Magnús, hvorki vondur við dýr né gamalmenni. Þótti heldur óefnilegur í æsku.“ Gamlar konur höfðu samt hið mesta dálæti á honum. Má þá snemma marka að Magnús hefir haft ömmur í huga þá er hann ritaði blað sitt Storm. Þótt Magnús Magnússon hafi margt ritað af þrótti og snilld og fullljóst að hann stýrði beittum penna verður sú spurning áleitin hvort honum tekst eigi bezt að lýsa aldarfari og stéttarstöðu í fáorðri lýsingu á samtali tveggja ná- grannapresta í Rangárþingi: Séra Eggert Pálsson á Breiða- bóisstað fór með Pál Eggert, ung- an fósturson sinn, til nágranna- prests og sagði við hann er þeir hittust: „Hérna sérðu nú hann Pál mer viðbjóður 66 legan sess í flokki blaðamanna þeirra er rituðu hvað athyglisverð- astan stíl á þriðja áratug 20. aldar. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í bók sinni um „Blöð og blaðamenn 1773-1944 á bls. 279: „Magnús Magnússon, sem síðar varð kunnastur fyrir ritstjórn sína á Stormi, sem hann gaf út frá 1924 er lögfræðingur, fæddur 1892, og er afkastamikill rithöfundur, eink- um í þýðingum á ævisögum og skáldsögum, og ennfremur hefur hann ritað endurminningar sínar í tveimur bókum. Hann skrifar snarpan og smellinn stíl og Palla- dómar hans frá 1925—30 voru sérkennilegar blaðagreinar." Svo kunnur sem Magnús Magn- ússon varð fyrir „sérkennilegar blaðagreinar" sínar nægir það honum þó eigi til þess að hljóta sæti í nafnaskrá blaðamannasögu AB. Ef ekki væri getið Storms í ritaskrá væru lesendur bókarinnar litlu nær um þátt Magnúsar. Margir kunnir blaðamenn mega þó sætta sig við að deila þar kjörum með Magnúsi. Þótt Magnúsar „Storms“ sé eigi getið í nafnaskrá íslenskra blaðamanna á 20. öld má þó fullyrða að hann hafi haslað sér völl í sögu íslenskra blaða. Amma Tótu þeirrar er var tindilfætt og tók sinn „arf úr föðurætt" var ekki ein um það að senda um stræti Reykjavíkur í leit að Stormi Magn- úsar. Það verður ljóst þá er blaðað er í sögum Magnúsar Magnússonar að hann hneigist snemma til fróð- leiks og skrifta. Þegar á unga aldri lærir hann ljóð Bólu-Hjálmars og sparar hvergi að þylja leikbræðr- um sínum þrumuræður og heims- ádeilu beitarhúsabónda. Tvennt verður Magnúsi einkum styrkur í starfi. Þekking hans á fornsögum og náin kynni af störf- um Alþingis og flokkadráttum. Þar verða þingskriftir á námsár- um drjúgt veganesti. í því starfi kynnist hann þingmönnum og flokksforingjum og sveiflar stíl- vopni fimlega þá er Stormur hans - sagði Magnús Magnússon Magnús í hópi þeirra er setjast að sumbli að þeir vilja fyrir hvern mun hafa hann að félaga og borðnaut þá er þeir kneyfa mjöð- inn. Og það er ekki neinn tómthús- bragur eða þurrabúðarstand á sumum í hópi þeirra. Stoðar lítt þótt Magnús ritstjóri reyni eftir föngum að verjast ásókn er annir kalla á redaksjón Storms. Eftir- minnileg verður lýsing Magnúsar á heimsókn dr. Páls Eggerts Ólason- ar, hins þjóðkunna fræðimanns og sagnaritara. Þeir Magnús voru spilafélagar og drykkjubræður. Á hvorugan þeirra er hallað þótt rifjuð sé upp saga er Magnús segir í minningum sínum af heimsókn dr. Páls. Að nýliðnu sextugsafmæli Páls, á þriðja degi, heyrir Magnús að bifreið er ekið að húsi hans. Hann lítur út um gluggann og sér að þar fer Páll Eggert. Magnús hafði þá fyrir skömmu setið að sumbli „og vildi ógjarnan hefja drykkjuna svo fljótt aftur. Hugs- aði ég mér því að gegna ekki, en enginn annar var á hæðinni en ég. Páll gekk upp tröppurnar, drap þéttingsfast á dyrnar og sagði: Er redaksjónin við? Ég gegndi engu. Páll spurði sömu spurningar í annað sinn og var röddin þá nokkuð dimm. Ég gegndi engu. Þá sagði Páll og var blíður í máli: Opnaðu, Mangi minn. Ég er í vagni. Ætlar þú að gera mig gjaldþrota? Enn gegndi ég engu. Þá sagði Páll: Ég er með tólf flöskur af Black Label. Það er bezta vín í allri veröldinni. Þá stóðst ég ekki lengur mátið, opnaði og fór heim með Páli.“ Nú má enginn halda að vín- drykkja hafi tafið dr. Pál frá verkum. Hann hafði eigi þetta fram með látbragði og leikaraskap eða útsmognum vélabrögðum. Ec raunar furðulegt hve hann leggur hart að sér við það að víkjast undan ýmsum námsgreinum svo sem söng og leikfimi, svo dæmi séu nefnd. Sum brögðin er hann grípur til valda ærinni fyrirhöfn, en Magnús telur ekki eftir sér tímann er fer til þess að sannfæra kennara sína um að löglega sé að öllu farið. Hann vefur sig álnalöngum sára- bindum og umbúðum, smyr sig smyrslum og rjóðrar sig sótt- hreinsandi efnum, treður bómull í munninn svo gúll myndast, allt til þess að losna við þátttöku í fáeinum kennslustundum. Hann sparar hvergi ámátleg hljóð og hjáróma í raddprófi í stofu aldraðs kennara svo hann komist hjá söngtímum. Námsgreinar er vekja áhuga stundar hann hinsvegar af kostgæfni. Þar eru saga og bók- menntir efst á blaði. Þær greinar verða honum til giftu og góðra né tími til þess að sannreyna fullyrðingar deiluaðila. Til fróð- leiks og skilningsauka nægir að nefna grein í Stormi, blaði Magn úsar, hinn 17. desember 1924. Greinin er svar við ádrepu Tryggva Þórhallssonar: „Við erum allir peð á skákborði iifsins, en það gerir gæfumuninn hvernig okkur er leikið fram. Ertu nú alveg handviss um að þú á þvi taflborði eigir ekki eftir að komast í andstöðu við þína núverandi samherja, t.d. Jónas?" Saga íslenskrar stjórnmálabar- áttu átti eftir að leiða í ljós að hér varð Magnús forspár. Að vísu liðu mörg ár þar til leiðir þeirra Tryggva og Jónasar Jónssonar skildu en hér er skjalfest hin fyrsta spá um sundurþykkju og samvinnuslit þeirra félaga. Ef hugað er að ritaskrá Magnús- ar Magnússonar kemur í ljós áhugi hans á mönnum og málefnum. Röð bókanna segir raunar það er segja litla Eggert fóstra minn.“ Ná- grannapresturinn leit á piltinn og sagði svo: „Þennan skaltu þrælka“. „Þessu hefi ég aldrei getað gleymt,“ bætti Páll Eggert við. íslenskar æviskrár þegja um þess háttar frásagnir þótt lengi svíði i gömlum sárum. Magnús var sérkcnnilegur kvistur á meiði íslenskra blaða, fjaildrapi og beitilyng íslenskra heiða með ramman safa Húna- þings. hnakktösku og svipu lausa- manns í hofferð höfðingjanna. Látum svo lokið þa'tti Magnús- ar Storms með hans eigin þýð- ingu á ljóði Heines. Það má giarna verða okkur leiðarljós þá er við miklumst af verkum og Iriðum hugann að eigin ágæti. Ljóðlínu lleines „Du bist wie eine Blume“ þýddi Magnús þannig: „Þú ert eins og hver önnur planta“. Pétur Pétursson þulur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.