Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 37 Jón Bjarman: Um geðrannsóknir á sök- uðum mönnum og dæmdum í þætti laganema um rannsókn á sakamáli, sem sýndur var í sjónvarpi á liðnu sumri, kemur það fram, að sakborningur er látinn sæta geðrannsókn. Þetta atriði og niðurstaða rannsóknar- innar var látið skipta nokkru máli í þættinum. En það er ekki ætlun mín að rita um þennan þátt, heldur langar mig til að ræða lítið eitt um geðrannsóknir, sem gerðar eru vegna rannsókna á opinberum málum. Það ákvæði í lögum, sem stuðzt er við þegar stjórnandi rannsókn- ar ákveður að sakborningur skuli sæta geðrannsókn, er að finna í lögum nr. 74/1974, 75. grein, 2. tölulið, staflið d. Greinin telur upp allt það, sem rannsóknardómara ber að rannsaka, segir svo í 2. tölulið: „Það allt, er sökunaut sjálfan varðar, svo sem ... þroski, andlegur og líkamlegur, heilbrigð- isástand hans, andlegt og líkam- legt, fyrr og síðar, menntun, uppeldi, efnahagur og aðrar ástæður o.s.frv., eftir því sem þörf virðist krefja. Ef ástæða þykir til, skal leggja sökunaut undir við- eigandi læknisrannsókn i þessu skyni (Leturbreyting mín, JB). Lögin leiðbeina ekki um hverjar slíkar ástæður skuli vera, en þær virðast þó helzt vera tengdar eðli brotsins. Það eru fyrst og fremst sökunautar í málum, þar sem um er að ræða manndráp, alvarlegar líkamsárásir, kynferðislegt ofbeldi, íkveikjur og fleira þessu líkt, sem verða að sæta geðrann- sókn. Ekki er heldur ljóst, hvort sökunautur eða réttargæzlumaður hans geta kært slíka ákvörðun dómara, þó segir svo í 172. gr. ofangreindra laga, 10. tölulið, en þar er tilgreint, hvað aðili að rannsókn í opinberu máli geti kært til æðra dóms: „Ákvörðun um önnur efni, er varða rannsókn máls eða meðferð fyrir dómtöku þess og likt er farið." Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um slíka kæru þau tíu ár, sem ég hef fylgzt með þessum málum. Geðrannsókn er framkvæmd af sérfræðingi í geðsjúkdómum. Geð- læknar munu yfirleitt líta á það sem hlutverk sitt að kanna og skera úr um almenna sakhæfni sökunauts. Það skal tekið fram, að sakhæfni er lögfræðilegt hugtak Jón Bjarman en ekki læknisfræðilegt, geðrann- sókn í sakamáli er ekki undanfari læknismeðferðar heldur langvar- andi dómsafplánunar eða langvar- andi „vistunar á viðeigandi hæli“, sem í reynd er svipað hinu fyrra, aðeins öllu verra. (Sjá grein mína í Morgunblaðinu 26.10.79, „Um öryggisgæzlu á viðeigandi hæli“.) Framkvæmd geðrannsókna mun vera með nokkuð hefðbundn- um hætti. Þær byggja á viðræðum læknis við sökunaut, geðprófum framkvæmdum af sálfræðingum á vegum læknisins, í flestum tilvik- um fer einning fram könnun á líkamlegu ástandi sökunauts, gengið er úr skugga um, að hann sé ?kki haldinn vefrænum tauga- sjúkdómum o.s.frv. Mjög eru við- töl lækna við sökunaut mismörg, sumir þeirra leita einnig til að- standenda, vinnufélaga og ann- arra, sem varpað gætu ljósi á hegðun viðkomandi. í geðskýrsl- unum er yfirleitt greint frá upp- runa, uppeldi, þroska, reynslu og áföllum sökunauts, fjallað um brot hans, niðurstöður prófana og læknisskoðunar. í lokin dregur læknir mál sitt saman í niður- stöðu, þar koma fyrir einkunnir eins og „psychopathia", „personal- ity disorder“, „phobia", “antisocial type“ og fleira slíkt. Skýrslum lýkur svo yfirleitt á þeim orðum, að læknir telji viðkomandi sak- hæfan í almennum skilningi. Spyrja má, hvernig snýr þetta að þeim, sem látinn er sæta geðrannsókn? Langflestir þeirra, sem það hafa gert undanfarin tíu ár, hafa verið og eru enn skjól- stæðingar mínir, og hafa þeir margir rætt við mig um þessa reynslu. í þeim viðræðum hafa komið fram tvö megin sjónarmið. Sumir þeirra hafa álitið, að til- gangur rannsóknarinnar sé að grípa á jákvæðan hátt inn í hegðun þeirra og líf, sem þeir álíta sjúklegt, afbrigðilegt og viður- kenna að sé gengið úr böndunum. Þeir eru samvinnufúsir, bera óttablandna virðingu fyrir lækn- inum en verða svo síðar fyrir vonbrigðum er þeim verður ljóst, að hér er ekki um að ræða upphaf læknismeðferðar, sem stefnir til bata. Aðrir skynja geðrannsókn- ina sem óaðskiljanlegan hluta þeirrar niðurlægingar og auðmýk- ingar, sem þeir eru í, jafnvel hluta af refsingunni, sem þeir eiga í vændum ef þeir reynast sannir að sök. í einangrun gæzluvarðhalds- ins eru þeir öryggislausir, kvíðnir, með ofsóknarkennd, tregir til við- bragða og niðurdregnir. Þeim finnst þeir vera nánast varnar- lausir gagnvart spurningum og prófum geðlæknisins á sama hátt og þeir eru það gagnvart gerðum annarra rannsóknaraðilja. Aðrir hafa ráð þeirra í hendi sér. Þá má einnig spyrja, að hvaða leyti slíkar rannsóknir séu mark- tækar, þ.e. gefi rétta mynd af viðkomandi mönnum, andlegu ásigkomulagi þeirra, greind, hæfi- leikum, skaphöfn, sjúklegu sálar- ástandi þeirra eða heilbrigðu. Flestum ætti að liggja það í augum uppi, að rannsóknin gefur fyrst og fremst mynd af viðkom- andi við þær óeðlilegu aðstæður, sem hann er í, en getur varla skoðast sem hlutlægt mat á hon- um við eðlilegar kringumstæður. Engar fræðilegar kannanir þekki ég um gildi og vægi geðrannsókna vegna sakamála, þó kunna þær að vera til og munu þá að sálfsögðu varpa ljósi á gagn þeirra eða gagnsleysi. Langflestir þeirra, sem sæta geðrannsókn, eru sakhæfir að dómi geðlæknis og sakadóms og eru dæmdir til fangelsisrefsingar, sumir til margra ára ófrelsis. Nú er það þannig með flesta, sem afplána dóm, að þeir sækja um styttingu refsingarinnar, ann- aðhvort um skilorðsbundna reynslulausn skv. 40. gr. almennra hegningarlaga eða um náðun skv. 29. gr. stjórnarskrárinnar. í báð- um tilvikum fjallar svonefnd fullnustumatsnefnd um slíkar beiðnir og ræður ráðherra og forseta hvernig skuli með þær fara. Nýlega gerðist það, er nefndin hafði til meðferðar losunarbeiðni frá fanga, er afplánaði langan dóm og sætt hafði geðrannsókn, að hún ákvað að áður en afstaða yrði tekin til erindis hans, þá skyldi hann gangast undir skoðun sérfræðings í geðsjúkdómum. Ég þekki aðeins eitt fordæmi um slíka geðrannsókn á manni, sem þegar hefir verið talinn sakhæfur af lækni og dómi. Ekki er hægt að finna slíkri ákvörðun stoð í lögum. Um ósakhæfa menn gegnir öðru máli (sjá fyrrnefnda grein mína, Mbl. 26.10.79). í 62. gr. alm. hegningarlaga er gert ráð fyrir, að læknir veiti nýja umsögn um sakhæfni þess, sem vistaður hefir verið á „viðeigandi hæli“, þegar héraðsdómur leitar eftir því að fyrirmælum ráðherra, eða ef til- sjónarmaður ósakhæfs manns krefst þess að mál hans sé tekið upp að nýju. Það er þá gert vegna réttaröryggis mannsins sjálfs, til þess „að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til“ (62. gr.alm.hgl.). Ný geðskoðun á sak- hæfum manni fer ekki fram til að styrkja losunarbeiðni hans, ekki til að tryggja það, að hann verði ekki ófrjáls lengur en nauðsyn ber til. Dómur hefir þegar ákveðið hve löng frelsissvipting hans skuli vera. Mér virðist þó, að þessi lagagrein hafi óbeint leitt fulln- ustumatsnefnd að því úrræði að láta sakhæfa menn sæta geðrann- sókn vegna losunarbeiðna þeirra. Hér er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á stöðu sak- hæfra manna, er afplána refsi- dóm, og ósakhæfra manna, sem vistaðir hafa verið um ótiltekinn tíma á „viðeigandi hæli“." Hinir fyrrnefndu hafa verið virtir þess að bera ábyrgð á gerðum sínum og verið dæmdir samkvæmt því. Þannig er því ekki farið með þá síðarnefndu,. þeir eru óábyrgir, vistun þeirra ótímabundin, þeir geta ekki talað máli sínu, framtíð þeirra er á annarra valdi. Hinir fyrrnefndu sækja um losun úr refsivist sinni af því að lög leyfa það. Ákvörðun ráðherra (fulln- ustumatsnefndar) um, að þeir skuli sæta geðrannsókn að nýju, gerir stöðu þeirra ótrygga á mjög óvæntan hátt. Ákvörðun þessa má sjálfsagt réttlæta og segja sem svo, að ráðherra sé ekki einungis heimilt heldur beinlínis skylt að afla sér allra þeirra gagna, sem hann telur sig þurfa að hafa til að tryggja það aö hann taki rétta ákvörðun. Þó sýnist mér, að hér sé verið að dreifa ábyrgð ráðherra yfir á herðar geðlæknis. Staða fangans er vissulega ótrygg, eins og ég áðan sagði. Hér er það alveg ljóst, að hann getur ekki kært þessa ákvörðun til æðri dóms, því hér er ekki um dóms- ákvörðun að ræða. Hann veit einnig, að ef hann neitar að gangast undir slíka rannsókn, þá mun ráðherra ekki telja sér skylt að svara beiðni hans, hann er því í nauðung, sem kann að hafa áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Um gagn og gildi slíkra rannsókna er allt í óvissu, ekki síður en í fyrra tilvikinu. Mér er það engin launung, að mér þykja geðrannsóknir vegna sakamála ógeðfelldar. Geðrann- sóknir vegna losunarbeiðna fanga eru mér þó enn ógeðfelldari, og dreg ég réttmæti þeirra í efa, að ekki sé minnzt á gagnsemi þeirra. Grein þessa hef ég skrifað til að gera almenningi ljóst hvernig þessum málum er háttað og hvernig þau snerta lifandi mann- eskjur. Karl Helgason lögfræðingur: ÞAÐ HVARFLAÐI AÐ MÉR IV Opið bréfkorn til ykkar Ágætust þið! Þá er að lýsa atviki sem varð mér undrunarefni. I nokkuð svo fínu boði settist ég hjá ungri og einkar ásjálegri stúlku. Hún hélt á glasi eins og hún bar sig að öðru leyti — með þokka. Þeir hefðu einhverjir þakkað fyrir að fá að festa hana á filmu með glasið á lofti — og flösku hjá með gylltum skrautrituðum texta, áberandi greinilegri. Ég man víst ekki lengur hvað við ræddum almennt, hún frænka mín „litla“ og ég. Því betur hvað hvarflaði að mér: Því ekki bara kók — eða Fresca fyrir línurnar. Línurnar, já ... Það minnti mig á að væntanlega liði ekki á löngu þar til hún breyttist í vexti. Þau höfðu nefnilega talað frjálslega um það þegar þau giftu sig fyrir nokkrum vikum að nú væri ekki eftir neinu að bíða. Ég hafði tekið þau jafnalvarlega og greinarnar sem ég var að lesa þá dagana — um fóstursköddun af áfengisneyslu. Dr. Ánn P. Streissguth, sem um mörg ár hefur unnið að og fylgst með rannsóknum á þessu sviði, gefur þetta ráð: „Það er best fyrir barnið að móðirin neyti ekki áfengis um meðgöngu- tímann." Greinilegt er að veruleg hætta er á fóstursköddun á börnum drykkjusjúkra kvenna — en líka ljóst að mikil drykkja, þó að ekki sé nema einu sinni eða örsjald- an, felur í sér áhættu — margir vísindamenn líta svo á að ekki beri að tala um nein ákveðin mörk því að enn sé ekki vitað hve lítið sé of mikið í þessu sambandi. Ég sá fyrir mér aðvörunar- myndir úr erlendum blöðum og bæklingum — myndir af þung- uðum konum og áberandi texta með: „Þegar þú neytir áfengis gerir ófætt barn þitt það líka.“ Ætti ég að tala um þetta við hana? Nei, það var ekki hægt á þessum stað. Ég hafði raunar látið bæklinga liggja frammi eins og af tilviljun þegar þau heimsóttu okkur hjónin fyrir stuttu. En konan fjarlægði þá fljótt. Ég var ekki viss um hvort hún hefði tekið eftir merkja- sendingunni. Nei, þetta væri ekki rétti tíminn. Gallinn var bara sá að henni hætti við að fara yfir strikið. Og hér var allt flæðandi og ótæpilega haldið að fólki. Mér var orðið meir en lítið órótt. — Því horfir þú svona á mig? Þetta barst til mín éins og úr fjarska. — Ha, horfi, — ég? — Já, eða starir öllu heldur. Ég rankaði við mér: — Þér bregður nú ekki við að horft sé á þig stúlka. — Láttu ekki svona, — það var eins og þú sæir mig samt ekki... — Já, hérna... ég... Nei, ég gæti ekki farið að ræða þetta. En gæti ég látið það vera? Ég hvarflaði augum til glass- ins. Hún veitti því eftirtekt — skynug stúlka. — Nú svoleiðis, sagði hún. — Mér sýndist ég sjá brosviprur. — Má bjóða þér frændi minn? — Þú veist að ég ... — Veit allt um það — smakk- aðu. Ég tók við glasinu, reyndi að greina lykt, nei, það var ekki merkjanlegt. — Svona nú ... Ég bragðaði með varúð. I skellihló. — Þú hefðir átt að sjá svip. á þér núna. — Hvað er þetta? — Óáfengt, elsku frænd: er nú ekki alveg græn, held að ég hafi ekkert mark te þér? — Ég hef ekkert sagt... — Þú gerir aðvart á þiun hátt. — En hér er ekkert óáfengt vín á boðstólum. Hún hallaði sér að mér og hvíslaði. — Ég smyglaði því. - Ha? — Ég laumaði því inn í tösk- unni minni. — Nei, hættu nú — því í ósköpunum? — Þú veist frændi, það þarf alltaf skýringar ef maður vill ekki. Nema kannski fyrir kalla eins og þig. Þú skilur líklega að ég get ekki staðið í því að segja ástæðuna. Ég tek við því serr mér er rétt, helli því í salernið og fæ mér óáfengt. — Gefðu mér af þessum önd- vegisdrykk, sagði ég — og skál fyrir ástandinu! Og svo var nú það —' með kveðjum. Kalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.