Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 41

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 41 fclk í fréttum Brúð- kaup í Lux + HENRI Luxemborgarprins, sem nú er 25 ára og er ríkisarfi þar, hefur nýlega opinberað trúlofun sína. Sú lukkulega er 24 ára gömul „alþýðustúlka" frá Sviss, af kúbönskum ættum. — Faðir hennar flúði frá Kúbu árið 1959, þegar Kastró var að brjótast þar til valda. Fyrst flúði fjölskyldan til Banda- ríkjanna, en síðan flutti hún til Sviss. Ákveðið hefur verið að hjónavígslan skuli fara fram með hækkandi sól, vorið 1981. Prins Henri kynntist kærustunni, sem heitir Terese Mestre, í háskólanum í Genf. Þar las hann stjórnmálafræði. Gamli maðurinn pabbi Terese er bankamaður og er sagður eiga eignir suður á Spáni. Þegar hún giftist Henri prins mun hún hljóta titilinn prins- essa. Þess má geta hér að íbúatala Luxemborgar er 350.000. Stórhertoginn heitir Jean og hertogaynjan Kar- lotta. + ÞESSI 23ja ára enska stúlka, sem er dansmær og danskennari í heimabæ sínum Huyton á Englandi varð hlutskörpust í samkeppni 19 stúlkna þar í landi, sem um það kepptu hver væri fótleggjafegurst í Bretlandi. Hún heitir Tricia Liedel. Fór keppnin fram í London og þar er myndin tekin. Engum munu koma úrslitin á óvart þegar grannt er skoðað, eða hvað? Hún tók við kórónunni + ÞESSi 19 ára gamla stúlka frá Kyrrahafseyj- unni Guam Kimberly Santos — „Ungfrú Gu- am“, hefur verið útnefnd „Ungfrú Alheimur", eftir að Berlínar-stúlkan Gis- ella Brum afsalaði sér kórónunni og þessum titli. Fröken Kimberly starfar á ferðaskrifstofu. Hún var í öðru sæti fegurðarsam- keppninnar. Var hún stödd í Los Angeles er „valdaafsal" Gisellu hinn- ar þýsku fór fram. Þar er þessi mynd tekin af frök- en Kimberly. — í þriðja sæti var „Ungfrú Frakk- land“, sem er 17 ára stúd- ína. Fræðslustarfsemi í fiskiðnaðinum stórlega vanrækt MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Fiskiðn. fagfélagi fiskiðnaðarins: Félagsfundur í Fiðskiðn, fagfé- lagi fiskiðnaðarins haldinn á Ak- ureyri 8. nóvember hefur sam- þykkt svohljóðandi ályktun: Fundurinn vill vekja athygli landsmanna á því ástandi sem skapast hefur í sambandi við tregan útflutning á íslenskum sjávarafurðum og stöðugt harðn- andi samkeppni íslendinga við stærri þjóðir sem reka ríkisstyrkt- an fiskiðnað. Ein ástæðan fyrir því hve höll- um fæti við stöndum nú á erlend- um mörkuðum er áð þrátt fyrir mikilvægi fiskiðnaðar fyrir lífs- afkomu þjóðarinnar þá hefur öll fræðslustarfsemi í þessari at- vinnugrein verið stórlega van- rækt. Skýrasta dæmið um þessa van- rækslu er fiskvinnsluskólinn sem á samkvæmt lögum að gegna mikilvægu fræðsluhlutverki í fisk- iðnaði. AUt frá því skólinn hóf starfsemi sína fyrir 9 árum hefur hann þurft að notast við ófull- nægjandi leiguhúsnæði víðs vegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á tæpum áratug hafa aðeins útskrif- ast 120 fiskiðnaðarmenn frá skól- anum og í dag er meiri þörf fyrir sérmenntað fólk í fiskiðnaði en nokkru sinni fyrr. Fundurinn skorar á stjórnvöld að hlutast nú þegar til um bygg- ingu skólahúsnæðis fyrir Fisk- vinnsluskólann sem búið verði fullkomnum vélum og tækjum f.vrir verklega og bóklega kennslu. Fundurinn telur að besta fjár- festing sem hægt er að gera i fiskiðnaði í dag sé stóraukin fræðslustarfsemi. FréttatilkynninK Landvernd: Stofnað verði sjálfstætt umhverfismálaráðuneyti Á fulltrúafundi Landverndar, sem haldinn var i Munaðarnesi fyrir skömmu voru meðal annars samþykktar eftirfarandi álykt- anir. Að skora á skólayfirvöld að láta endurskipuleggja og auka um- hverfisfræðslu í öllum skólum landsins. Fundurinn fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Landverndar að efna til ráðstefnu um umhverf- isfræðslu á fyrri hluta næsta árs. Telur brýnt að frumvarp að löggjöf um umhverfismál, sem fyrst var lagt fram á alþingi 1977 en ekki afgreitt, verði lagt fyrir alþingi á nýjan leik og afgreitt. Fundurinn telur núverandi ástand óviðunandi, þar sem náttúru- verndar- og umhverfismál heyra nú undir nær öll ráðuneytin, en slíkt veldur ýmsum vandræðum við ákvarðanatöku í' umhverfis- málum. Fundurinn telur að stefna beri að því að stofna sjálfstætt umhverfismálaráðuneyti með hliðstæðu valdsviði og slík ráðu- neyti hafa á öðrum Norðurlönd- um. Að leggja beri áherslu á bætt skipulag landnýtingarmála. Enda þótt áhugi á þeim málum hafi aukist og unnið hafi verið að margvíslegum umbótum síðustu árin, skortir víða á að hófs sé gætt við nýtingu landsins. Halda þarf markvisst áfram á þeirri braut að efla rannsóknir, kennslu og leið- beiningar um skynsamlega land- nýtingu svo og eftirlit á þessu sviði. Með landgræðslu- og landnýt- ingaráætlun 1974—1979 voru mörkuð tímamót í þeim málum. Þvl lýsir fundurinn yfir eindregn- um stuðningi við tillögur að nýrri landgræðsluáætlun fyrir árin 1981 — 1985, sem um þessar mund- ir er verið að leggja fram á alþingi. Stjórn og starfsfólk Landverndar. Zontakonur með kökubasar FÉLAGSSKAPURINN Zonta hefur í dag, laugardag, kökubasar í Blómavali við Sigtún og hefst hann klukkan 2. Þar eru á boðstólum kökur af ýmsu tagi, m.a. hafa Zontakonurnar bakað mikið af piparkökum til jólanna, t.d. til að nota með jólaglögginu hjá þeim, sem það hafa. Zonta er alþjóðlegur félagsskap- ur kvenna, sem um áratugi hefur starfað á Islandi og sérstaklega stutt heyrnarskerta. Er kökubas- arnum ætlað að afla tekna í svonefndan Margrétarsjóð sam- takanna, sem kenndur er við Margréti Rasmus, skólastjóra Heyrnleysingjaskólans og fyrsta formann samtakanna. Hefur sjóð- urinn einkum reynt að styðja starfsemi í sambandi við herta heyrn og talmein, gaf nú síðast nauðsynlegt tæki í nýju Heyrnar- og talmeinastöðina. En þar er mikil þörf fyrir ýmisskonar tækjabúnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.