Morgunblaðið - 18.12.1980, Qupperneq 1
72 SÍÐUR
283. thl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Anna Piernicka, móðir 16 ára pilts sem beið bana í óeirðunum í Gdynia 1970, afhjúpar minnisvarða i
borginni um þá sem biðu bana.
W alesa kveðst ekki
vilja steypa kerfínu
Rabin fram
gegn Peres
Jerúsalrm. 17. drsember. AP.
ÁRSÞING ísraelska Verkamanna-
flokksins, sem er spáð sigri i
þingkosninKunum á næsta ári
samkvæmt skoðanakönnunum.
hófst i dan og hafin cr hörð
barátta milli Shimon Peres og
Yitzhak Rabin fyrrum forsætis-
ráðherra um völdin í flokknum.
Rabin heldur því fram að hann
njóti meiri vinsælda en Peres og sé
því betur hæfur til að leiða Verka-
mannaflokkinn til sigurs á Likud-
bandalagi Menachem Begins for-
sætisráðherra í kosningunum í nóv-
ember 1981.
Peres segist hafa þvívegis fengið
stuðningsyfirlýsingu frá flokknum
og telur allar spár sýna að hann fái
öruggan tvo þriðju meirihluta á
flokksþinginu.
Stuðningsmenn Rabins hafa kært
misferli, sem þeir segja að hafi átt
sér stað í kosningunum til þingsins.
Þeir hóta að ganga af fundi og
kljúfa flokkinn ef meirihluti svín-
beygi þá á þinginu.
Fá flugvélar
Nýju Delhi, 17. des. AP.
PAKISTANAR fá bráðlega
herflugvélar frá Bandaríkjun-
um, Frakklandi og Kína og
vinna á laun að því að koma sér
upp 12 nýjum flugstöðvum og
endurbæta 28 aðrar stöðvar að
sögn indversku fréttastofunnar
í dag.
Sex fangar
hætta föstu
Belfast, 17. des. - AP.
SEX DÆMDIR skæruliðar mót-
mælenda úr Varnarsamtökum
Úlsters (UDA) urðu í dag við
áskorun leiðtoga samtakanna og
hættu fimm daga hungurverk-
falli.
Fjörutíu kaþólskir fangar halda
áfram hungurverkfalli sínu og
einn þeirra, Sean McKenna, er
aðframkominn eftir 52 daga föstu
og að því kominn að missa sjón-
ina.
Fangarnir úr UDA kváðust
áskilja sér rétt til að hefja mót-
mælin að nýju, ef enginn áhugi
kæmi fram á kröfu þeirra um að
verða meðhöndlaðir eins og póli-
tískir fangar og aðskildir frá
kaþólskum skæruliðum.
(■dansk. 17. des. AP.
LECH Walesa sagði i dag að
verkalýðshreyfing hans, Sam-
staða. stefndi ekki að því að
kollvarpa kerfi kommúnista í
Póllandi og þúsundir vottuðu
verkamönnum, sem lögregla og
hermenn felldu i matvælaóeirð-
unum fyrir 10 árum, virðingu
sína.
Walesa og Mieczyslaw Jagielski
varaforsætisráðherra voru meðal
fjölda manna, sem voru viðstaddir
messu í Gdynia í morgun og
afhjúpun minnisvarða um þá sem
féllu í óeirðum í borginni 1970. í
Szczecin lögðu verkamenn blóm-
sveiga að leiðum félaga sinna.
Eftir athöfnina í Gdynia hvatti
Walesa enn til rósemi og þjóðar-
einingar í von um að atburðirnir
1970 endurtaki sig ekki. Orð hans
bergmáluðu hvatningar ríkis-
stjórnarinnar og trúarleiðtoga.
„Þjóðfélagið vill röð og reglu,"
sagði hann. „Við verðum að læra
að semja í stað þess að gera
verkföll." Um leið og hann kvaðst
ekki vilja kollvarpa kerfinu, sagði
hann „sérhvert kerfi gott sem
þjónaði vel hagsmunum fólksins".
Walesa virtist vilja svara gagn-
rýni frá öðrum kommúnista-
ríkjum, þar sem Samstaða er
sökuð um að vera leynileg mót-
spyrnuhreyfing undir stjórn „and-
sósialistískra afla“ og vestrænna
leyniþjónusta.
Blöð í Tékkóslóvakíu ítrekuðu í
dag ásakanir um, að vestrænar
útvarpsstöðvar sendu út fyrirmæli
á dulmáli til „óvina sósialisma" í
Póllandi og sökuðu Walesa um
náið samband við „ríka vini" í
Vestur-Þýzkalandi.
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag að
minningarhátíðarhöldin í Gdansk
væru „jákvæð bending" og sönnun
þess að Pólverjar gætu leyst
vandamál sín friðsamlega án
utanaðkomandi afskipta ef þeir
væru látnir í friði.
Á öryggisráðstefnunni í Madrid
gagnrýndu Frakkar Rússa fyrir
liðssafnað umhverfis Pólland og
sögðu að hvers konar árás yrði
skoðuð sem brot á grundvallar-
reglum í gagnkvæmum samskipt-
um. , .
Þetta er ein skylausasta
viðvörun sem Rússar hafa fengið á
ráðstefnunni.
Beirút, 17. des. At*.
KHOMEINI trúarleiðtogi aí-
lýsti í dag landsherferð gegn
Abolhassan Bani-Sadr forsætis-
ráðherra og stuðningsmönnum
Útilokar
íhlutun í
Póllandi
París, 17. des. AP.
BORIS Ponomarev. ritari
í miðstjórn sovézka
kommúnistaflokksins,
sagði í dag að Rússar
hefðu engin áform uppi
um ihlutun í innanríkis-
mál Póllands að sögn
franskra emha'ttismanna.
Ponomarev, sem er gest-
ur á 60 ára afmæli franska
kommúnistaflokksins, átti
einnar og hálfrar klukku-
stundar einkafund með
Jacques Chaban-Delmas,
forseta franska þingsins.
Ponomarev sagði að Pól-
verjar væru nógu þroskað-
ir til að leysa mál sín
sjálfir.
Chaban-Delmas sagði
Ponomarev að hvers konar
íhlutun Rússa í Póllandi
mundi „mölbrjóta détente"
(slökun spennu). Hann
sagði að annað skilyrði
fyrir varðveizlu détente
væri brottflutningur Rússa
frá Afghanistan.
Nýr ráðherra
WashinKlon, 17. des. AP.
JAMES B. Edwards, fyrrverandi
ríkisstjóri í Suður-Karólínu, hefur
þegið boð Ronald Reagans næsta
forseta um að verða orkuráðherra.
Reagan hefur að mestu lokið við
að velja menn í stjórn sína.
hans til að afstýra nýjum opin-
berum árekstrum milli hóf-
samra manna og ofsatrúar-
manna.
Þetta er önnur íhlutun Khom-
einis á tæpum sex vikum í
valdabaráttu hófsamra stuðn-
ingsmanna Bani-Sadr og
ofsatrúarmanna.
Stuðningsmenn klerka hugð-
ust mótmæla herferð, sem hefur
verið haldið uppi gegn trúar-
ofstækismönnum í nokkrum
borgum írans undanfarna daga.
Nýjar fréttir um mótmælaað-
gerðir gegn klerkum bárust í
dag frá Isfahan, Tabriz, Qom og
Shiraz, þótt embættismenn
bæru þær til baka.
Khomeini talaði um þörfþjóð-
areiningar í stríðinu við Iraka
og sagði að ekki mættí’ leyfa að
innbyrðis sundrung írana væri
sýnd opinberlega, „jafnvel þótt
ég og myndir af mér séu van-
virtar".
Myndir af Khomeini og arf-
taka hans, Ayatollah Hossein
Ali Montazeri, hafa verið rifnar
niður af veggjum í borginni
Hashad.
Hua játar á sig
stórfelld mistök
Peking, 17. des. AP.
HUA Guofeng formaður kín-
verska kommúnistaflokksins,
hefur játað á sig stórfclld mis-
tök i stjórnmálum og cfna-
hagsmálum og játningin er
greinilega undanfari brottvikn-
ingar hans að sögn diplómata i
dag.
Hua sætti ávítum á fundi í
aganefnd flokksins í nóvember-
lok samkvæmt þessum heimild-
um og hann svaraði með meiri-
háttar sjálfsgagnrýni, þótt ekki
sé vitað um efni hennar.
Æðstu leiðtogar flokksins
sáust koma til fundar í Peking í
gær og fjölmiðlar gerðu mikið
veður útaf grein með kröfu um
breytingar á flokksforystunni.
Ráðherra þeim er fer með mál
bygginganefndar ríkisins, Gu
Mu hefur verið vikið úr þeirri
stöðu, þótt ekki sé vitað hvort
hann hafi einnig misst stöðu
varaforsætisráðherra og fleiri
embætti sem hann hefur gegnt.
Þetta fylgir í kjölfar gagnrýni
um að Kínverjar eyði meiri
fjármunum en þeir hafi efni á til
meiriháttar byggingafram-
kvæmda. Deng Xiaoping vara-
formaður, forvígismaður nú-
tímabreytinga í Kína, mun beita
sér fyrir brottvikningu Hua til
að tryggja að slíkum fram-
kvæmdum verði haldið áfram.
Sumir telja að Hua hafi sam-
þykkt að hætta á næsta ári gegn
Hua Guofeng
loforði um að nafni hans verði
haldið utan við réttarhöldin
gegn ekkju Maos og stuðnings-
mönnum hennar. Aðrar fréttir
herma að hann hafi þegar sagt
af sér.
JÆótmælum í
Iran aflýst