Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 3 Sendiráðsheimsókn nazista- foringjans tengd fréttum af stuðningi við Gervasoni - segir Einar Benediktsson sendiherra VEGNA fregna um komu lcið- toga franskra nýnazista i ís- lenzka sendiráðið í París i fyrra- da« hefur Einar Benediktsson sendiherra látið Morgunblaðinu i té eftirfarandi upplýsingar: „Marc Frederiksen kom í sendi- ráðið í gaermorgun til að leita upplýsinga um það hvort og með hvaða hætti unnt væri að fá hæli sem pólitískur flóttamaður á Is- landi. Rétt er að taka fram að hann óskaði ekki eftir hæli, heldur spurði einungis um möguleika á því. Þessi maður hefur verið for- sprakki nýnazistahreyfingar, sem kallar sig FANE (Federation d’Action Nationale Européenne). Frederiksen er þekktur fyrir pólitíska athafnasemi og var í október sl. dæmdur í átján mán- aða fangelsi, þar af sex mánuði óskilorðsbundið. Var hann dæmd- ur fyrir æsiskrif um kynþáttamál og fyrir að ala á hatri í garð Gyðinga og þeldökkra, en einnig fyrir að æsa til ófriðar gegn stjórnvöldum hér í landi. Síðan dómur féll í október hefur Frederiksen enn orðið uppvís að lögbrotum, en dómi sínum hefur hann áfrýjað og verður væntan- lega dæmt í máli hans í febrúar nk. Hreyfing hans starfar í tengsl- um við sambærilega smáflokka í nágrannalöndunum, sem taldir eru mjög öfgafullir. Fréttin um að Frederiksen hefði komið í sendiráðið í framan- greindum erindagjörðum hefur vakið mikla athygli hér í Frakk- landi. Skýrt var í gær frá atburð- inum í aðalfréttum sjónvarps- stöðva og í útvarpi, og einnig í seinni fréttum. Þá segja öll París- arblöðin frá málinu í morgun. La Liberation skýrir frá því að fréttastofan AFP hafi náð sam- bandi við foreldra Frederiksens. Hafi hann að þeirra sögn íhugað möguleika á því að undanförnu að komast til útlanda til að flýja réttvísina og í því sambandi nefnt Spán, Ítalíu, Belgíu og ísland. Nú síðdegis hefur Le Monde það hins vegar eftir lögmanni Frederiksens að hann ætli ekki að flýja réttvís- ina, heldur muni hann mæta fyrir rétti hinn 4. febrúar nk. Eftir að sá hópur stuðnings- manna Gervasonis, sem nefnist O.P. 20 tók íslenzka sendiráðið í París á sitt vald í síðasta mánuði og óskaði eftir pólitísku hæli fyrir sjálfan sig og fleiri, var ákveðið að lofa þeim, sem þarna voru komnir, að tjá sig munnlega og skriflega, en leyfa ekki að setzt væri upp í sendiráðinu. Fólkið kvaðst ekki vilja yfirgefa sendiráðið fyrr en íslenzk stjórnvöld hefðu afgreitt beiðni þess og þrátt fyrir marg- ítrekaðar tilraunir til að fá það til að fara með góðu, þurfti að fá aðstoð lögreglu til að koma fólkinu héðan út. Sú ákvörðun var í fullu samráði við utanríkisráðuneytið heima, en hér háttar þannig til að Einar Benediktsson sendiráðið er ekki starfhæft þegar svo stór hópur, sem hér var um að ræða, er hér innandyra. O.P. 20-hópurinn var með sína eigin fjölmiðlamenn, sem tóku myndir af því sem fram fór, og hópurinn sá sjálfur um að koma þessu efni í sjónvarp sama kvöld og atburðurinn átti sér stað. Það fer því ekki á milli mála að þetta fólk vildi fyrst og fremst vekja athygli á þeim möguleika á póli- tísku hæli á Islandi, fyrir sig og Gervasoni, sem það virtist telja fyrir hendi. Ég tel að þessi fjölmiðlaumfjöll- un hafi verið mjög óheppileg fyrir okkur Islendinga og að ekki sé hægt að álíta annað en að þessi nazistaforingi hafi fengið hug- mynd um að koma til Islands vegna þess stuðnings við Gerva- soni, sem þarna kom fram. Ég vil iíka taka fram að margir pólitískir smáhópar hér í Frakklandi eru mjög ofbeldisgjarnir og þeir gætu hæglega fengið þá hugmynd að lausn þeirra vandamála, þar sem frönsk stjórnvöld eru hins vegar, sé fólgin í því að fá pólitískt hæli á Islandi. Þær hugmyndir stafa að sjálfsögðu af fáfræði, en geta engu að síður haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir okkur. Ég vil taka fram að þetta er ekki persónuleg skoðun mín, heldur þeirrar deildar Parísarlögreglunn- ar, sem fjallar um mál af þessu tagi, eins og m.a. má sjá af því, að nú hefur í fyrsta skipti í sögu þessa sendiráðs, mér vitanlega, verið talið nauðsynlegt að taka upp sérstaka og mjög stífa örygg- isgæzlu við sendiráðið. Um þessar mundir er verið að kanna með hvaða hætti öryggi sendiráðsins verði bezt tryggt til frambúðar. Hættan sem augljóslega er yfir- vofandi er sú, að þessir hópar, sem eru til alls líklegir, reyni að beita valdi til að fá vilja sínum fram- gengt, s.s. þeim að komast til Islands sem pólitískir flótta- menn,“ sagði Einar Benediktsson. Guðmundur aðstoðar Hiibner gegn Korchnoi Á LAUGARDAGINN hefst í ít- ölsku borginni Merano skákein- vígi stórmeistaranna Viktors Korchnoi og Róberts Hubners, en sigurvegarinn i einviginu öðlast rétt til þess að skora á heimsmeist- arann Ánatoly Karpov. Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari verður sem fyrr aðstoðar- maður Hubners en hann kemst ekki utan fyrr en 2. janúar, en þá verða væntanlega búnar nokkrar skákir. Guðmundur sagði að reynt hefði verið að fá einvíginu frestað í nokkra daga en það ekki tekist. Verðlaunin í mótinu eru 110 þúsund svissneskir frankar, jafn- virði tæplega 36 milljóna íslenzkra króna og skiptast þau milli kepp- enda eftir ákveðnum reglum. Gott útlit í samningum undirmanna á farskipum UNDIRMENN á farskipum voru á sáttafundi með viðsemjendum sinum útgerðum skipafélaganna í gærkveldi og var búizt við að fundurinn stæði eitthvað fram eftir nóttu. Alls ekki var talið útilokað, að samningar gætu tek- izt, að því ér Morgunblaðið hafði spurnir af. Aðilar unnu i gær að mestu sjálfir að samningaviðræð- um og þurfti sáttanefnd lítil afskipti að hafa af gangi mála. Þá átti að hefjast sáttafundur með bensínafgreiðslumönnum í gærkveldi. í dag klukkan 16 hefjast sátta- fundir með leikstjórum hjá sjón- varpi og útvarpi, en þeir hafa boðað verkfall. Leikarar hafa um alllangan tíma verið í verkfalli gagnvart útvarpi og sjónvarpi, en nú hafa hafizt viðræður við menntamálaráðuneytið um kjara- deilu þeirra. Ekki hefur verið boðað til sáttafundar með sjó- mönnum á bátaflotanum, en fund- ur er boðaður í ríkisverksmiðju- viðræðunum á föstudag og á þá að liggja fyrir svar ríkisstjórnarinn- ar um það, hvort hún heimilar samninganefnd ríkisins að hefja viðræður við starfsmennina um samræmingu samnings við Grundartangasamninginn. Gjöfin sem bjargar (f>\ unglingagjafa- vandamálinu vörumerkjunum, ^ sem tryggja „ekta“ rjj, kúrekastemmningu wr c-g svíkja engan fmtm L#Pæí Iffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.