Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980
5
Ritnefnd bókarinnar „Konur skrifa“, Anna Sigurðardóttir og forseti Sögufélagsins Einar Laxness voru
saman komin á blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Svanlaug Baldursdóttir, Guðrún Gisladóttir, Anna
Sigurðardóttir, Einar Laxness og Valborg Bentsdóttir. Ljósm. Emilia.
„Létt í röðum ný hljómplata
með Skagfirzku söngsveitinni
SÍÐASTLIÐINN sunnudag gaf
Skagfirzka söngsveitin í Reykja-
vík út sína 3. hljómplötu. „Létt i
röðum“. Á plötunni eru eingöngu
innlend tónverk öðru megin, en
erlendar óperur og óperettur á
hinni hliðinni. Einsöngvarar með
Skagfirzku söngsveitinni nú eru
Hjáimtýr Hjálmtýsson, Jón
Kristinsson, Margrét Matthías-
dóttir, Friðbjörn G. Jónsson og
Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sem
jafnframt er stjórnandi kórsins.
Undirleikari er Ólafur Vignir
Albertsson. Platan er skorin í
New York og pressuð hjá Alfa í
Hafnarfirði.
„Útgáfa þessarar plötu er aðal-
lega í tilefni þess að um þessar
mundir á Skagfirzka söngsveitin
10 ára afmæli og einnig í tilefni
þess að í júní á næsta ári er
ætlunin að fara í söngferðalag til
Kanada og Bandaríkjanna og við
viljum gjarnan hafa eitthvað með
í farangrinum, sem gæti skilið
eitthvað meira eftir sig en góðar
minningar hjá væntanlegum
gestgjöfum," sögðu þau Sigmar
Jónsson og Snæbjörg Snæbjarnar-
dóttir í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er önnur platan sem
kórinn gefur út á þessu ári, hin
kom út í haust og heitir „Heill þér
Drangey," en fyrsta platan kom út
1972 og er nú með öllu ófáanleg.
Þessar plötur eru ekki gefnar út
til gróða, heldur fyrst og fremst til
varðveizlu starfs sveitarinnr. Enn
fremur hefur kórinn lagt áherzlu
á kynningu skagfirzkrar tónlistar,
en plöturnar gefum við út á eigin
kostnað," sögðu þau Snæbjörg og
Sigmar ennfremur.
Ritnefnd bókarinnar skipa þær
Svanlaug Baldursdóttir, Valborg
Bentsdóttir og Guðrún Gísladótt-
ir. Á fundi sem þær héldu með
fréttamönnum, ásamt fulltrúum
Sögufélagsins, kom það fram að
bókin „Konur skrifa" er fyrsta
bókin sem skrifuð er hér á landi til
heiðurs konu. Upphaflega átti
bókin að vera afmælisrit því Anna
varð sjötug fyrir þremur árum. En
vegna þess að útgáfudagur tafðist
var horfið frá því og bókin ekki
tengd neinum ákveðnum degi.
Anna Sigurðardóttir var aðal-
hvatamaður að því að Kvenna-
sögusafnið var stofnað í byrjun
kvennaárs Sameinuðu þjóðanna
árið 1975 og hefur verið forstöðu-
maður safnsins frá upphafi.
Sigmar Jónsson og Snæbjörg Snæbjarnardóttir með nýju plötuna.
Fyrsta íslenska bók
in til heiðurs konu
Sögufélagið gefur út bókina „Konur
skrifa“ til heiðurs Önnu Sigurðardóttur
SÖGUFÉLAGIÐ heíur gefið út
bokma „Konur skrifa“ tii heiðurs
Önnu Sigurðardóttur forstöðu-
manni Kvennasögusafns íslands.
Tuttugu og tvær konur eiga efni í
bókinni, sú yngsta 18 ára og sú
elzta á tíræðisaldri. Flestar
greinanna eru skrifaðar fyrir
Nýr sveitar-
stjóri ráð-
inn í Garðinn
Garði, 17. desember.
STEFÁN ó. Jónsson hefir verið
ráðinn sveitarstjóri Gerðahrepps
frá og með 1. janúar nk.
Var hann meðal 8 umsækjenda
um starfið og tekur hann við af
oddvitanum, Jens Sævari Guð-
bergssyni, sem gegnt hefir starfi
sveitarstjóra frá 18. september sl.
er þáverandi sveitarstjóri Þórður
Gíslason lézt.
Stefán A. Jónsson er 25 ára
gamall og býr í Brattholti 6A í
Mosfellssveit. Hann er Samvinnu-
skólagenginn, giftur og tveggja
barna faðir. Arnór
bókina en nokkrar eru eldri.
Meðal höfunda má nefna fræði-
mennina Elsu E. Guðjónsson og
Margréti Guðnadótturr félags-
frömuðina Aðalheiði Bjarnfreðs-
dóttur, Sigríði Thorlacius og
Soffíu Guðmundsdóttur og rithöf-
undana Jakobínu Sigurðardótt-
ur, Oddnýjar Guðmundsdóttur og
Svövu Jakobsdóttur auk fjórtán
annarra kvenna.
Enn fremur er birt í bókinni
ritskrá Önnu Sigurðardóttur og
sagt frá því hvað ber á góma í
Kvennasögusafninu þegar talið
berst að kvennasögu og málum
sem tengjast henni.
Þrjár sölur
NOKKUR fiskiskip lönduðu afla
sínum erlendis í gær. Helga Guð-
mundsdóttir seldi 89 tonn í
Cuxhaven fyrir 49,5 milljónir
króna, meðalverð á kíló 555 krón-
ur. Drangey seldi 153 tonn í Hull
fyrir 121 milljón króna, meðalverð
790 krónur, 2. flokkur. Sólborg
seldi 154 tonn í Grimsby fyrir
131,3 milljónir króna, meðalverð á
kíló 852 krónur.
Kveikt á jólatré
í Haf narf irði
KVEIKT Á jólatré í Hafnarfirði.
Frederiksberg, vinabær Hafnar-
fjarðar í Danmörku. hefur fyrir
hver jól I rúman aldarfjórðung
gefið Hafnarfjarðarbæ veglegt
jólatré.
Jólatré því sem sent var í ár
hefur verið komið upp á Thors-
plani við Strandgötu. Ákveðið
hefur verið að kveikja á jólatrénu
nk. laugardag, þann 20. desember,
kl. 16:00. Við athöfnina leikur
Lúðrasveit Hafnarfjarðar og
Karlakórinn Þrestir syngur jóla-
lög.
Sendifulltrúi Danmerkur, Hans
H. Liljenborg, afhendir tréð og
dönsk stúlka tendrar ljósin á
jólatrénu. Einar I. Halldórsson,
bæjarstjóri, veitir trénu viðtöku
fyrir hönd Hafnfirðinga.