Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 13 sendu fyrir því að hægt sé að stjórna landinu. Um þetta eru svo deildar meiningar og þær svo atgerandi, aö þaö eitt gæti orðið til að Alianca democratica yrði stofnaö í hættu, að sögn sérfróðra hjá PSD. Slíkt væri skaði og gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiöingar. Þar sem Eanes nýtur ótvíræðs fylgis þjóðarinnar veröur það að vera skilyrði fyrir stöðugleika, aö milli forseta og stjórnar sé ekki meira eöa minna dulbúinn fjandskapur eða van- traust. Pinto Balsemao vill bera klæöi á vopnin. Hann er að allra dómi lýöræöissinni, vel gefinn og líklegur til að ná hylli fólks. Hann er gamansamur og hress í bragði, spilar golf í frístundum. Hann hefur sjálfsagt fullan metn- að til að stjórna en það er spurning hvort honum veröur gefinn sá vinnufriður sem þarf. Hvort þaö reynist honum fjötur að vera sveigjanlegur og fús aö sjá fleiri hliðar en eina eða tvær. Francisco Pinto Balsemao er fæddur í Lissabon 1. september 1937. Hann er kvæntur og fjög- urra barna faðir. Hann lauk prófi í lögum frá Lissabonháskóla, stundaði um hríö lögfræöistörf. Hann var einn af stofnendum dagblaðsins Diario Popular 1961 og vakti fljótlega athygli og þótti snjall þenni. Ariö 1973 hleypti hann af stokkunum vikuritinu Expresso, sem hefur löngu áunn- ið sér þann sess að vera merkasta vikurit Portúgals. Hann hefur verið ritstjóri þess þar til í janúar 1980. Hann telur að blaðamennskan hafi gefiö sér góða undirstöðu og hann er metnaðarsamur fyrir hönd blaöa- manna. Hann hefur skrifað nokkrar bækur einkum um fréttamennsku og fjölmiðla. Hann var varaforseti stjórnlaga- þingsins sem var kjörið 1975 og var fulltrúi Portúgals á fundum hjá Atlantshafsbandalaginu og EFTA. Hann var kjörinn á þing 1979 fyrir Oporto. Það liggur enn ekki fyrir, hvaöa ráðherrar muni gegna starfi í nýrri ríkisstjórn. Margir vonast til að E Silva fjármálaráðherra — sem er PSD maöur — verði áfram, en Miödemókratar hafa ekki látiö uppskátt um hvaöa menn þeir hyggjast tilnefna. Balsemao hefur undanfarna daga átt marga fundi með Freit- as do Amaral. Þaö er engum vafa undirorpiö, að hann leggur sig í framkróka viö að milda do Amar- al og reyna að fá hann til almenns samstarfs þótt það verði ekki í ríkisstjórn. Þaö verö- ur Balsemao eiginlega að takast. Ella er hætt við aö Alianca democratia, — það bezta sem orðið hefur í portúgölskum stjórnmálum í sex ár, liðist smátt og smátt í sundur. Jóhanna Kristjónsdóttir Á. millilandagufu- 850 brl. seld- Fairtry II. Salvesen hvalveiðiféiagið í Leith í Skotlandi hafði forustu um smíði fyrstu skuttogaranna upp úr I950. Þeir smíðuðu þá þrjá Fairtry-togara 2000—2500 lestir. þar sem varpan var dregin inn um rennu í skut. Þessi aðferð reyndist frábærlega vel og þar með hófst skuttogaraæðið. þróun Víkingaskipa og Hansa- kugga, Krossferðasiglingar og hvernig skipsgerðirnar Karr- aggi og Karavella þróuðust og urðu undirstaða hinna miklu landafundasiglinga Portúgala og Spánverja. Lýst er flota- og verslunar- veldi Feneyja og Genúa, Flotan- um ósigrandi, flotaveldi Hol- lendinga, Frakka og Breta. Bar- áttunni milli Dana og Svía um flotaforræði á Norðurlöndum. Þar er rakin þróun hinna miklu orlogsflota, sem náðu hámarki með Nelson, en þá gufuskipa og hvernig seglskipin, klipperarnir og skonnorturnar, náðu há- marki að stærð og glæsibrag, þegar þær kepptu við gufuaflið. Síðan eru sérstakir þættir um öll hin risavöxnu hafskip Atl- antshafsins, ítarlegir kaflar um allar sjóorustur í báðum heims- styrjöldum, um þróun kafbáta og flugmóðurskipa og inn á milli kaupsiglingasagan um dísilmót- ora, gufuhverfla og gashverfla upp í þúsundgrósku hverskyns sérnotaskipa, hin risavöxnu olíuskip, tilraunir með kjarn- orkuskip, skuttogarar, ryk- sugu-fiskiflotar Rússa og gám- flutningaskip. Þá koma sérstak- ir kaflar um herskipaflota nú- tímans, bandaríska kjarn- flugmóðurskipið Enterprise, flotavæðing Rússa, eldflauga- skip, þyrlumóðurskip, kjarn- orkukafbátar, en einnig skíða- skip, svifnökkvar, olíuborpallar, ísbrjótar og djúpköfunartæki. Islenska siglingasagan rekur með sama hætti alla þróunar- hætti. Sagt er frá þróun ára- báta, frá skútuöld, mótorbáta- öld, togaraöld, frá línuveiðurum, nýsköpunartogurum, Svíþjóðar- bátum, asdikk og kraftblökk, skuttogurum, loðnubátum og svo saga varðskipa, íslenskra og erlendra farþegaskipa og flutn- ingaskipa, þróun íslenskrar stálskipasmíði og nú síðast plastbátasmíði. Aftan til í Skipabókinni koma svo tæknilegar töflur, registur og nafnaskrár. Bókin er sett í prentstofu G. Benediktssonar en prentuð hjá Arnoldo Mondadori á Italíu. (Úr fréttatllkynninxu) AÐEINS MOÐIR Bókin, AÐEINS MÓÐIR, er skrifuó af sex barna móóur, sem lýsir á hríf- andi hátt samskiptum sínum viö börn og eiginmann. Hann fellur frá í blóma lífsins og hún stendur ein eftir með börnin. Hugrenningar og tilfinn- ingar hennar koma skýrt fram, og umhyggja hennar fyrir öllu er lýtur aö heimilislífi og uppeldi barnanna. Gjöfin handa mömmu... .... og pabba Bókaútgáfan MLl Freyjugötu 27, sími 18188 Kr. 13.400. — Nykr. 134,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.