Morgunblaðið - 18.12.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980
29
Við skiptingu landsins í kjör-
dæmi verði þéttbýli og strjálbýli
að hafa gagnkvæman skilning á
högum og aðstöðu hvors annars.
Um kosningar til
fjórdungsþinga
Staða fjórðungsþinganna þyrfti
að vera ákveðin í stjórnarskránni.
Fjórðungsþingin ættu að vera
kosin beinum, almennum kosning-
um. Þau ættu að vera skipuð
minnst einum fulltrúa, fjórðungs-
þingmanni, fyrir hvert sýslufélag
og kaupstað. Tölu þeirra mætti
ákveða út frá meðalfjölda kjós-
enda í kjördæmum hvers lands-
fjórðungs.
Kjördæmin eru þessi (tala kjós-
enda innan sviga).
1. Til fjórðungsþings Vestfirð-
ingafjórðungs: Borgarfjarðarsýsla
(909), Akraneskaupstaður (3033),
Mýrasýsla (1536), Snæfellsnes-
sýsla (2616 j, Dalasýsla (696),
Austur-Barðastrandarsýsla (262),
Vestur-Barðastrandarsýsla (1185),
Vestur-ísafjarðarsýsla (1011),,
Bolungarvíkurkaupstaður (707),'
ísafjarðarkaupstaður (1997),
Norður-ísafjarðarsýsla (322),
Strandasýsla (726), alls 12. Alls á
kjörskrá 15000 : 12 = 1250. Akra-
nes og Snæfellsnessýsla fengju 2
fulltrúa hvort kjördæmi. Full-
trúar því alls 14.
2. Til fjórðungsþings Norðlend-
ingafjórðungs: Vestur-Húna-
vatnssýsla (962), Austur-Húna-
vatnssýsla (1543), Sauðárkróks-
kaupstaður (1292), Skagafjarðar-
sýsla (1414), Siglufjarðarkaup-
staður (1326), Ólafsfjarðarkaup-
staður (692), Dalvíkurkaupstaður
(759), Eyjafjarðarsýsla (1592), Ak-
ureyri (8041), Húsavíkurkaupstað-
ur (1379), Suður-Þingeyjarsýsla
(1832), Norður-Þingeyjarsýsla
(1122), alls 12. Á kjörskrá
21954 :12 = 1830. Akureyri fengi 4
fulltrúa. Fulltrúar því alls 15.
3. Til fjórðungsþings Austfirð-
ingafjórðungs: Norður-Múlasýsla
(1435), Seyðisfjarðarkaupstaður
(606), Suður-Múlasýsla (2760),
Neskaupstaður (1022), Eskifjarð-
arkaupstaður (630), Austur-
Skaftafellssýsla (1295). Kjördæmi
6. Á kjörskrá 7748 :6 = 1291.
Suður-Múlasýsla fengi 2 fulltrúa.
Fulltrúar yrðu 7.
4. Til fjórðungsþings Sunnlend-
ingafjórðungs: Vestur-Skafta-
fellssýsla (895), Rangárvallasýsla
(2139), Selfosskaupstaður (1962),
Árnessýsla (3965), Vestmannaeyj-
ar (2822), Gullbringusýsla (1602),
Grindavíkurkaupstaður (1023),
Njarðvíkurkaupstaður (1136),
Keflavíkurkaupstaður (3925),
Hafnarfjörður (7485), Garðabær
(2708), Kópavogskaupstaður
(8440), Seltjarnarneskaupstaður
(1796), Kjósarsýsla (1924). Kjör-
dæmi 14. Á kjörskrá
41822 : 14 = 2987. Hafnarfjörður
og Kópavogur fengju 2 fulltrúa
hvort kjördæmi. Fulltrúar alls 16.
Þetta yrðu eins og myndarlegar
sýslunefndir eða sæmilega sóttur
þingfundur í Efri deild, nema á
Austurlandi. Kæmi til greina að
hafa fleiri þar.
Athugandi væri, hvort kosn-
ingar til fjórðungsþinga ættu að
fara fram um leið og alþingiskosn-
ingar eða samhliða bæjar- og
sveitastjórnarkosningum og eins,
hvort kjörtímabil ætti að vera hið
sama.
Fjórðungsþing kæmu saman til
reglulegs þinghalds einu sinni á
ári á þingstað fjórðungsins. Þar
þyrfti að búa vel að starfsemi
þingsins með húsnæði o.fl. Ár-
legur þingtími þyrfti ekki að vera
mjög langur. Heppilegur þingtími
væntanlega að hausti til, strax
eftir setningu Alþingis.
Svo sem fyrr segir, hugsa ég
mér fjórðungsþingin ráðgjafar-
þing að því er tekur til löggjafar-
atriða í málefnum viðkomandi
landsfjórðungs. Fjórðungsþingin
mundu beina samþykktum sínum
fyrst og fremst til Alþingis. Einn-
ig gæti Alþingi leitað álits fjórð-
ungsþings um löggjafaratriði í
sambandi við þingmál varðandi
fjórðunginn eða mál, sem snertu
hagsmuni fólks þar sérstaklega.
Fjórðungsþingin færu með vald
og ákvarðanatöku í ákveðnum
málum landsfjórðunganna. í því
væri fólgið aðalgildi þeirra fyrir
stjórn fjórðunganna og veitti þeim
sem stjórnfarslegum heildum
visst sjálfstæði innan ríkiskerfis-
ins. Þau færu með stjórn í sérmál-
um fjórðungsins. Þetta ætti aðal-
lega við um stjórn fjármála, fjár-
veitingar til opinberra fram-
kvæmda og reksturs í þeim lands-
hluta, og í því sambandi nauðsyn-
leg samskipti við sveitastjórnir,
sem aftur mætti haga með ýmsu
móti.
Alþingi setur þak á fjárlög
ríkisins, ákveður ramma þeirra
fyrir málaflokka hinna ýmsu
ráðuneyta. Síðan úthlutar Alþingi
landsfjórðungunum árlega
ákveðnu fjármagni af upphæð
fjárlaga eftir vissum reglum, sem
setja þyrfti með lögum. Einnig
kæmi til greina að landsfjórðung-
arnir fengju ákveðna tekjustofna,
t.d. hluta söluskattsins eða aðra
sjálfstæða tekjustofna. Þetta fjár-
magn fengju fjórðungsþingin til
að leysa þau verkefni og stjórna
þeim málefnum, sem þeim yrði
falið með lögum að fjalla um og
tækju endanlegar ákvarðanir um
ráðstöfun þess. Þeir málaflokkar,
sem til greina kæmi að fela
fjórðungsþingunum að annast, eru
t.d. skóla- og fræðslumál, heil-
brigðismál, samgöngumál (vega-
mál, hafnir, flugvellir), orkumál,
vissir þættir atvinnumála, land-
búnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar,
félagsmál, sveitastjórnarmál í
fjórðungnum og almennt þau mál,
sem gætu skoðast staðbundin og
beinlínis í þágu landshlutans.
Fjárhagsáætlanir fyrir þessa
málaflokka fyrir hvern lands-
fjórðung yrðu svo felldar inn í
fjárlög ríkisins við endanlega af-
greiðslu fjárlaga á Alþingi. Aftur
á móti hefðu fjórðungsþingin ekk-
ert með að gera stjórnun „alrík-
is“mála, svo sem lögreglu- og
dómsmála, tryggingamála o.s.frv.
Síðast en ekki sízt ætti fjórð-
ungsþingin að hafa alfarið með
höndum stjórn byggðamála í
fjórðungnum. Það á að leggja
Framkvæmdastofnun ríkisins
niður og skipta starfsemi hennar
að byggðamálum niður á lands-
fjórðungana. Restina af starfsem-
inni gætu þeir í Seðlabankanum
haft í horninu hjá sér. Verkefni,
sem lúta að byggðamálum, á að
leysa heima í héraði undir stjórn
kjörinna fulltrúa fólksins í við-
komandi landshluta og ráðunauta
þeirra, en ekki undir stjórn „póli-
tískra spekúlanta" í höfuðborg-
inni. Það er hvort sem er fólkið úti
á landsbyggðinni, sem á að verða
aðnjótandi þess, sem að er stefnt
með stuðningi við byggðaþróun út
um landið. Til þessara mála ætti
Alþingi að ráðstafa árlega ákveð-
inni prósentutölu af upphæð fjár-
laga og skipta niður á landshlut-
ana. Síðan veldur hver á heldur.
Öll þessi störf ættu hin kjörnu
fjórðungsþing að vinna í nánu
samstarfi við sveitastjórnir í
fjórðungunum, forystumenn
byggðarlaganna og frammámenn í
atvinnulífinu. Ég hugsa mér, að
fjórðungsþingin í þessari mynd
tækju við af því byrjunarstarfi,
sem samtök sveitarfélaga í kjör-
dæmum landsins hafa þegar unnið
í þessa átt með árlegum þinghöld-
um og margvíslegri starfsemi í
þágu byggðarlaganna, m.a. í sam-
starfi við alþingismenn kjördæm-
anna. Það er hvort sem er óhjá-
kvæmilegt, ef í alvöru er ætlunin
að flytja vald í héraðsmálum út á
land, eins og ég hef rætt hér að
framan, að með það vald fari
stofnun, sem kosið er til í almenn-
um kosningum, þ.e. sækir umboð
sitt til kjósenda.
Ljóst er, að landsfjórðungarnir
þyrftu á að halda ákveðinni fram-
kvæmdastjórn fyrir þau verkefni,
sem fjórðungsþingin mundu ann-
ast, líkt og gerist nú hjá kjör-
dæmasamtökum sveitarfélaganna.
Nú kann einhver að segja sem
svo, að með þessu væri aðeins
verið að bæta óþarfa millilið inn í
stjórnkerfið. Svo er ekki að mínu
áliti. Fjórðungsþing og sjálfstæði
landsfjórðunganna er eitt brýn-
asta mál fyrir hinar dreifðu
byggðir landsins um ókomna
framtíð.
Ef horfið yrði að því að taka upp
Ur brotnu
mælikeri
einmenningskjördæmi og fækka
alþingismönnum, þá mundi sú
fækkun lenda fyrst og fremst á
kjördæmum vestanlands, norðan-
lands og austanlands. Ég hugsa
mér fjórðungsþingin sem mótvægi
gegn því og um leið sem lið í
dreifingu hins pólitíska valds í
landinu. Með fjórðungsþingunum
fengju fámennu umdæmin úti á
Iandi, sem einu sinni voru sérstök
kjördæmi, til Alþingis, kjörinn
fulltrúa á fjórðungsþing, sem færi
með flest þau héraðsmál, sem
mestu máli skiptu fyrir fólkið í
þessum byggðarlögum. Jafnframt
mundi þungu fargi vera létt af
alþingismönnum, sem þá þyrftu
ekki bráðnauðsynlega að sitja í
nánast hverri nefnd eða ráði sem
hefur með úthlutun peninga að
gera, heldur gætu þeir af því meiri
djörfung og snerpu einbeitt sér að
sjálfu löggjafarstarfinu á hinu
háa Alþingi og æðstu stjórn lands-
ins. Það er hlutverk þeirra nr. 1.
Alkunna er að undanfarin ár
hefur verið til umræðu að lögfesta
landshlutasamtök sveitarfélaga í
stjórnkerfinu. Ég er á móti því. Ég
tel að þessi lausn eigi að koma í
staðinn og þá sem stjórnarskrár-
ákveðin skipan., Sveitastjórnar-
menn og forystumenn um málefni
landsbyggðarinnar eiga að knýja á
um þetta mál einmitt nú í sam-
bandi við endurskoðun stjórn-
arskrárinnar.
Hugmyndir um sameiningu
sveitarfélaga virðast ekki vera
raunhæfar, eins og nú standa
sakir. Nær væri að breyta skipan
sýslunefnda á þann veg, að þar
ættu sæti oddvitar hreppanna í
viðkomandi sýslu. Þannig gætu
sýslunefndir orðið heppilegur
vettvangur fyrir samstarf sveitar-
félaga á breiðari grundvelli. Þegar
ég átti sæti á Alþingi um skeið
árið 1975 hreyfði ég þessu máli í
þingræðu. Síðan hefi ég sannfærst
betur um að þetta er sú lausn, sem
ber að koma á jafnhliða endur-
skoðun á verkefnum sýslunefnda.
Ekki geri ég ráð fyrir að alþing-
ismenn, margir hverjir, verði
hrifnir af þessum hugleiðingum
mínum, sérstaklega þessu með
fækkun alþingismanna og dreif-
ingu valdsins. Verði niðurstaðan í
stjórnarskrárnefnd sú að viðhalda
beri núverandi kjördæmaskipan
og fjölga alþingismönnum, þá
verða kjördæmin úti á lands-
byggðinni auðvitað að halda nú-
verandi þingmannafjölda. En
hollt er að hafa í huga, að
reynslan hefur sýnt, að byggða-
þróun í fámennum landshlutum
nærist ekki á þingmannatölunni
einni saman, fremur en maðurinn
lifir á brauðinu einu saman.
Patreksfirði, 10. desember 1980,
Jóhannes Árnason
Gísli K. Sigurkarlsson:
Af sjálfsvígum.
Útgefandi: Skákprent 1980.
Af sjálfsvígum er frumraun
Gísla K. Sigurkarlssonar á sviði
skáldskapar og ber þess víða
merki. Aftur á móti má finna í
bókinni ljóð og lóðabrot sem verða
að teljast gildur skáldskapur þótt
oft vanti herslumun á að svo sé.
Um fund sinn við skáldskapinn
yrkir Gísli til dæmis: „Úr brotnu
mælikeri/hrynja orð þín/sem
dögg/á jökul myrkursins".
Grindavík er að mörgu leyti
athyglisvert ljóð. En það hefur
marga ókosti þyrjandans, orðalag
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
eins og til að mynda: „Þakklátt er
barðið/þekkir mitt skóhljóð" og
„Á mjúklitt hraunið/mosinn
breiðir". Hér er um of gælt við
stuðlasetningu.
Loðmundarfjörður er ljóð þar
sem óþjál málbeiting spiliir fyrir „
... sem daglengis plægðu hlustir/
manns og svarðar". Mannskepna
er líka ákaflega varasamt orð í
alvörugefnu ljóði. Það fer betur í
ræðu.
En Gísli K. Sigurkarlsson veit
að það er „nánast fráleitt að yrkja
handa einhverri stétt/og allra síst
gagnrýnispáfum". Hann spyr í
háði: „Hvaðan er sprottið það
taumlausa tjáningaræði,/sem
tryllir mig eins og fleiri til
hamslausrar iðju?“
Eiginlega er Af sjálfsvígum
vitnisburður um hneigð greinds
manns til að tjá sig í ljóði. Hann
virðist meðvitaður um það sem
hann er að gera og ekki hátíðlegur
að marki. Meira að segja lætur
hann eftir sér að birta vond kvæði
eins og Trunt trunt og tröllin í
fjöllunum ... Þar lætur höfundur-
inn mælskuna hlaupa með sig í
gönur. En í ljóði sem líka er
mælskt (þótt með öðrum mætti
sé) og samnefnt er bókinni fer allt
betur:
Ekki án eftirsjár
ekki án trexa
rísa krossarnir.
Kaldrifjuð fósturlát huKans
bera moldarkeim þunKhærra kviksetnin^a
likt ok bráóapest hafi Keisað.
Kolbrandurinn á vænan akur
af höfudsverði.
ÞaÖ er gaman að ákefð þessa
ljóðs, eðlilegri retórík þess:
Liflíkur vísindanna
orméta tré syrKjendanna
klökkar Krátkonur
Krunlausar um vitræna athöfn.
aö úthella hjörtum sínum
veKna hinna dauöu.
Gisli K. Sigurkarlsson
Leik að orðum mætti kalla
margt af þvi sem Gísli M. Sigur-
karlsson setur í ljóðlínur. Þessi
bók er síður en svo gallalaus, en
upprunaleg er hún að mörgu leyti
og það bjargar lesandanum frá að
lesa hana án mannskæðs geispa.
• •
Kr. 7.905.—Nykr. 79,05
FJORULALLI
í bókinni FJÖRULALLI, eftir Jón Við-
ar Guðlaugsson, kynnist lesandinn
lífi og hugarheimi ,,dæmigeröra“ ís-
lenskra drengja og fær aö fylgjast
meö nokkrum spaugilegum uppá-
tækjum þeirra.
FJÖRULALLI á heima á Akureyri.
Hann er uppnefndur þessu nafni af
því að hann á heima í bæjarhluta,
sem kallast Fjaran. Hann er hálf-
geróur kramaraumingi, en finnur upp
á ýmsu til aö bjarga sér, og oft verö-
ur útkoman hin spaugilegasta. Ef
hláturinn lengir lífið, á FJÖRULALLI
eflaust eftir að lengja líf margra.
íslensk gamansaga.skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
Bókaútgáfan bálZ
Freyjugötu 27, sími 18188