Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 32

Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 32
Síminn á afgreióslunni er 83033 JMargnnbtabifc Demantur mz æðstur éðalsteina - #ttU & é*tlftir Laugavegi 35 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Tillögur Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta ár: Þorskafli fari ekki yfir 400 þúsund tonn FISKIFRÆÐINGAR hafa mælzt til, að þorskafli fari okki yfir 400 þúsund tonn á næsta ári. A fundi moð sjávarútvegsráðhcrra og hags- munaaðiium i gærmorgun greindu fiskifræðingar frá tillogum sinum og rætt var um þrjá valkosti í upphyggingu þorskstofnsins miðað við 350. 400 og 450 þúsund tonna þorskafla á ári. Sjávarútvegsráðherra mun í dag kynna fiskveiðistefnu næsta árs, en búist er við að í henni verði takmarkanir miðað við að halda þorskaflanum við 400 þúsund tonna mörkin. Ekki er mikill ágreiningur um framkvæmd fiskistefnunnar, en áfram verður stuðst við „skrapdaga- kerfið“ hjá togurunum og árinu verður skipt í þrjú fjögurra mánaða tímabil bæði hjá bátum og togurum. Búast má við, að miðað verði við jafna skiptingu þorskafla milli báta og togara, en ef loðnuskipin fá hlutdeild í þorskveiðinni gæti sú mynd raskast. Fiskifræðingar lögðu til að árið 1979 færi þorskafli ekki yfir 250 þúsund tonn, en það ár varð þorsk- afli á Islandsmiðum 367 þúsund tonn. Fyrir árið 1980 lögðu fiski- fræðingar til, að þorskaflinn færi ekki yfir 300 þúsund tonn, en nú bendir allt til, að hann verði um eða yfir 420 þúsund tonn. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón Jóns- son, forstjóri Hafrannsóknarstofn- unar, að friðunaraðgerðir undanfar- inna ára hefðu haft mikil áhrif til stækkunar á stofninum, göngur þorsks frá Grænlandi á síðustu vetrarvertíð hefðu einnig stækkað stofninn og ýmis önnur atriði ykju nú bjartsýni fiskifræðinga. — Við höfum reynt að vera hógværir og íhaldssamir í tillögum okkar, en í raun má segja, að við höfum ekki reiknað með þeirri aukningu í stofn- inum, sem orðið hefur, sagði Jón Jónsson. Sjá nánar blaðsiðu 16. vlðtal við Jón Jónaaon. Alþjóðasamtök báxítframleiðenda: Súrálsverð 1981 verði 16—19% af álverðinu Súrálsverðið nú 14—16%, segir þekkt fagrit í málmiðnaði ALbJÓÐASAMTÖK báxít- framleiðenda, IHA, hafa lagt til að verð súráls á árinu 1981 verði hækkað í 16 — 19% af álverði, að því er segir í nýútkomnu tölublaði af „Met- al Bulletin“, sem er þekkt fagrit i málmiðnaði. í hlaðinu kemur ennfremur fram. að súrálsverð nú sé um 14—16% af álverði. „Metal Bulletin" segir, að þrátt fyrir þessa tillögu hafi samtökin gert sér grein fyrir því, að núver- andi markaðsaðstæður bendi til súrálsverðs á bilinu 15—18% af álverði. Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Halldórssonar, forstjóra ísal í Morgunblaðinu í gær er súráls- verð það, sem ísal greiðir nú um 12—13% af álverði. I ræðu Kjart- ans Jóhannssonar á Alþingi í gær kom fram, að við gerð álsamnings- ins hefði verið miðað vjð að súrálsverðið yrði um 14% af álverði en það hefði farið yfir nær 16% á árinu 1974. í nýútkomnu tölublaði annars fagrits í málmiðnaði, „Metals Week“, kemúr fram, að álver í Venezúela, sem hefur neitað að greiða hærra verð fyrir súrál en 13% af álverði munu hugsanlega verða að loka, þar sem seljendur súráls krefjist hærra verðs og hafi lagt til 15% fyrir þetta ár og 15,5% fyrir næsta ár. Umræður um súrálsmálið á Alþingi: „Svör Hjörleifs eru mögur“ - sagði Kjartan Jóhannsson ALLMIKLAR umræ-ður spunn- ust utan dagskrár á Alþingi í gær um súrálsmálið. Kjartan Jóhannsson. alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins krafði þar Iljorleif Guttormsson frekari uppíýsinga um þetta mál, þar sem hann taldi þær upplýsingar. sem iðnaðarráð- herra hefði hirt og ætiaði að nota til að sækja mál gegn Alusuissc ekki nægar. þar sem aðalsamn- ingurinn við Alusuisse gerði ráð fyrir viðmiðun við markaðsverð milli óskyldra aðila. Gunnar Thoroddsen forsætisráðhcrra upplýsti að þær breytingar, sem gerðar hefðu verið á samningun- um við Alusuisse 1975 hefði: fært íslendingum 8 milljarða króna i auknar tekjur af raforkusölu til ÍSALs. Hjörleifur Guttormsson svaraði fyrirspurnum Kjartans og voru þær mjög á þann veg, sem áður hafa komið fram í Morgunblað- inu, af blaðamannafundi ráðherr- ans í fyrradag. Kjartan Jóhanns- son sagði er hann tók aftur til máls og ráðherrann hafði svarað, að svör Hjörleifs Guttormssonar hefðu verið mögur og kvaðst hann vona að ráðherrann hefði mikil- vægari gögn í fórum sínum, því að hafi samningar verið sviknir verði að taka á því máli með einurð og festu, en ef hér væri um vindhögg að ræða, þyrfti líka ýmislegs að spyrja, þar sem málflutningur ráðherrans gæti þá reynzt Islend- ingum á margan hátt skaðlegur. Eyjólfur Konráð Jónsson tók einnig til máls og gagnrýndi, að iðnaðarráðherra skyldi halda blaðamannafund í fyrradag á sama tíma og á dagskrá þingsins hafi verið iðnaðarstefna, stefnu- mörkun í stóriðjumálum og fyrir- spurn um Blönduvirkjun. Þetta hefði ekki fengizt rætt, þar sem ráðherrann hefði haft öðrum hnöppum að hneppa, að halda blaðamannafund um efni, sem Alþingi hefði ekki verið gerð grein fyrir. Hann kvað ræðu ráðherrans ekki hafa aukið á þær upplýs- ingar, sem ráðherrann hefði gefið fréttamönnum eða skýrt efnisat- riði málsins frekar. Kvað Eyjólfur þingmenn eiga kröfu á að ráð- herra gerði gleggri grein fyrir öllum sínum málatilbúnaði. Ef, sagði Eyjólfur og lagði áherzlu á það orð, hér er um samningsbrot að ræða þarf að taka á því máli með samhug og festu, en ráðherra þyrfti að tengja betur saman málsatriði og fullnægja upplýs- ingaskyldu til þingsins betur. Sjá nánari fráaóKn af umræóunum á Alþinid á þinKsióu blaósins I daK <>K ummæli Geirs HallKrimssonar <>K Stein- Krims Hermannssonar bls. 2. Háhyrningur til Spánar EINN háhyrninganna fimm. sem undanfarið hafa verið í laug Sæ- dýrasafnsins, var í nótt fluttur til kaupenda í Barcelona á Spáni. Flugvél frá íscargó flutti háhyrn- inginn til Spánar og á heimleiðinni verður komið við í Prestwick á Skotlandi þar sem teknir verða um Iborð refir 1 islenzkt refabú. Ekki er enn vitað hvað verður um háhyrningana, sem eftir eru í Sæ- dýrasafninu, en líkur eru á að einhverjir þeirra eða jafnvel allir fari til Vancouver í Kanada. . Skipverji keypti matvæli fyrir eina milljón TOLLGÆZLAN hefur að undan- förnu fylgzt mjög náið með íslenzk- um fiskiskipum. sem hafa verið að koma úr söluferðum erlendis frá og þessu eftirliti verður haldið áfram, að sögn Kristins Ólafssonar toll- gæzlustjóra. Tollgæzlustjóri sagði að nýlega hefði verið gerð nákvæm skoðun í fimm bátum á Hornafirði, sem voru að koma úr söluferð. Lítið hefði fundizt af smyglvarningi um borð en athygli hefðu vakið gífurleg mat- vælakaup skipverja. Kvað Kristinn dæmi þess að einn og sami skipverj- inn hefði keypt matvæli fyrir eina milljón króna í einni söluferð. Heimilt er að koma með matvæli fyrir allt að 15 þúsund krónum en það sem umfram er og framvísað er við tollgæzlu þarf að greiða af toll. Hrátt kjöt er gert upptækt, enda bannað að flytja það inn í landið og sömuleiðis eru matvæli gerð upptæk ef reynt er að fela þau og smygla inn í landið. Liggja sektir við slíkum brotum eins og öllum smyglbrotum. Kristinn sagði að um síðustu helgi hefði hald verið lagt á tugi kílóa af hráu kjöti um borð í togara, sem kom frá útlöndum. Var aðallega um að ræða kjúklinga. Vont veður VONZKUVEÐUR var um allt norð- anvert landið í gær og vindur allt upp i 11 vindstig af norðri á veðurmælingastöðvum. Sunnan- lands var skaplegra veður, en þó harðir vindstrengir víða og nokkur skafrenningur. 1 dag er spáð áfram- haldandi norðanátt, en þó minnk- andi, búast má við éljagangi nyrðra. Flugfélag íslands gat aðeins farið í fjórar af áætlunarferðum sínum í gær og varð félagið að fella niður 9 flug, sem voru á áætlun. Þá féllu allar áætlunarferðir Arnarflugs niður vegna dimmviðris og vindhæðar. Hjá Vegagerðinni fengust þær upp- lýsingar í gær að færð hefði víða verið erfið vestanlands og á Norður- landi. Á Austfjörðum var fært með ströndum, en af Suðurlandi voru þær fréttir að greiðfært var til Víkur í Mýrdal, þungfært um Mýrdalssand, en litlar fréttir var að hafa af færð austar á Suðurlandi vegna sam- bandsleysis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.