Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 „Allir eiga rétt á að flytjast úr hvaða landi sem er, þar á meðal sínu eigin, og snúa aftur til síns heima“ Mannréttindayfirlýsingin, 10. des. 1948 í>ögn er samsekt, Volodya Opið bréf til sovézks vísindamanns Leonid Brezhnev undirritar Helsínki-samningana 1975. Einn kafli Helsinki-sáttmálans, sem er til umfjöllunar á ráðstefnunni í Madrid, fjallar um vísindasamvinnu. I þessu opna bréfi, sem John Charap, forstöðumaður eðlisfræðideild- ar Queen Mary College, Lundúnaháskóla, hefur skrifað sovézkum starfsbróður sínum 'við kjarnorkuvísindastofnunina í Dubna skammt frá Moskvu, greinir frá tormerkj- unum á því að halda þessari samvinnu áfram vegna þróunarinnar síðustu mánuð- ina. Kæri Voldya. Nokkuð langt er um liðið síðan ég skrifaði þér síðast og jafnvel ennþá lengra síðan ég fékk bréf frá þér. Mig langar til að reyna aftur að endurvekja tilraun okkar til að skipuleggja með einhverjum hætti heimsóknir gesta frá Dubna til London, en ég held að það sé mikilvægt, að ég segi þér hreinskilnislega skoðun mína á þeim vandamál- um og erfiðleikum, sem geta komið í veg fyrir að af þessu geti orðið. Margt hefur gerzt á undan- förnum fjórum árum síðan við ræddum þetta fyrst í heimsókn minni til Dubna. Nú er ekki lengur hægt að vera bjartsýnn á vísindasamvinnu og samskipti landa okkar, og sjálfur get ég ekki aðskilið hlýhug minn og velvilja í þann garð ásamt áhuga mínum á því að fá þig sem gest í rannsóknarstofu mína i London annars vegar — og almenn vandamál mannréttinda og frelsis og ábyrgðar visinda- manna. Ég skal reyna að útskýra þetta. Eina helgina er ég dvaldist í Dubna heimsótti ég ungan stjarneðlisfræðing í Moskvu. Hann hafði starfað við Lebed- ev-stofnunina, en verið vikið úr starfi sínu sem vísindamaður, og eina atvinnan, sem hann gat fundið, var enskukennsla, þýð- ingar o.s.frv. Þú gerir þér trú- lega í hugarlund, hvernig ástatt var fyrir honum: hann hafði sótt um vegabréfsáritun til Israels. Eins og ég komst að raun um er venjan í slíkum tilfellum, var hann útskúfaður úr vísindasam- félagi ykkar út af þessu. Það er ekki glæpur að vilja flytjast úr landi: það er réttur, yfirlýstur í mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna, sem land þitt hefur undirritað eins og land mitt. Allir hafa rétt til að flytjast úr hvaða landi sem er, þar á meðal sínu eigin, og snúa aftur til lands síns. Hinn ungi vinur minn hafði engan glæp framið og heldur ekki aðrir andófsmenn, sem bíða ár eftir ár eftir leyfi til að fara. Þó var eins og þeir væru haldnir einhverjum smitandi sjúkdómi, því að þeir voru einangraðir frá öllu sambandi við fyrrverandi vísindastarfsbræður sína. Þú hlýtur að vita um námskeiðin, sem þeir halda í einkaíbúðum, en það eru djarflegar tiiraunir til að halda sér við í vísindunum. Það er ekkert ólöglegt við þessa fundi. Samt veit ég um aðeins einn sovézkan vísindamann, sem hefur sótt slík námskeið, og hann er Andrei Sakharov. Þegar ég var 1 Dubna fyrir fjórum árum tók ég eftir slag- orðunum og hvatningunum, sem svo mikið var gert með í Sovét- ríkjunum. Ég er viss um að við vorum sammála um, að áherzl- an, sem var lögð á vísinda- samvinnu og samskipti, væri mikið fagnaðarefni. Vísinda- menn voru, þegar allt kemur til alls, fyrstir til að færa sér í nyt þiðuna eftir dauða Stalíns til að brúa bilið með raunverulegri samvinnu og vináttu landa okkar, og félagsandi og sam- kennd vísindamanna er meira en orðin tóm. Forsendur vísindasamvinnu eru frelsi til að ferðast, hitta aðra vísindamenn, skiptast á skoðunum, lesa ritgerðir þeirra og fá eigin rit birt, fá þeim dreift. Mér virðist augljóst, að auk slíkra ákvæða eigi að vera aðrir samningar um mannrétt- indi. Hvað er á móti því, að einstaklingar reyni að fylgjast með því hvernig staðið er í raun og Veru við alþjóðlega samn- inga? Var það glæpur að mynda óformleg samtök til að segja frá tilfelium, þar sem það var ekki gert? Mér kom það ekki á óvart, að vísindamenn eins og Yuri Orlov voru meðal þeirra sem stofnuðu eftirlitsnefnd Helsinki-sáttmál- ans í Moskvu 1976. Það hefði heldur ekki átt að koma þér á óvart, að vísindamenn á Vestur- löndum létu í ljós reiði og hneykslun, þegar hann og aðrir voru handteknir árið eftir og dæmdir fyrir þessar aðgerðir. Hvers vegna heyrðust svo fáar mótmælaraddir innan Sovétríkj- anna? Mér fellur það þungt, að mér finnst erfitt að spyrja þess- arar spurningar: hvers vegna ætti ég að reyna að leggja svo hart að mér að spyrja þig ekki óþægilegra spurninga? Veiztu hvað varð um Orlov eftir að hann var handtekinn? Hann er hættulega veikur og hefur aftur verið settur í sex mánaða ein- angrun í vinnubúðunum. Það er brot á Helsinki-samningunum sem slíkum, að hann skuli vera í fangelsi yfirleitt: en hvernig réttlætir það, að þrjár vísinda- ritgerðir, sem hann hefur skrif- að síðan hann var handtekinn, hafa verið gerðar upptækar og að vísindaritgerðir, sem starfs- bræður hans á Vesturlöndum sendum honum hafa aldrei bor- izt til hans. Ég skal gefa þér heimilisfangið hans: 618810 Perm-hérað Chusovskoi Vsevitak stöð Stofnun VS 389/37. Kannski gætir þú eða einhver annar vinur minn í Dubna sent honum nokkur vísindarit. Þið þurfið ekki að brjóta lög með því. I janúar sl. blöskraði okkur aftur, að þessu sinni þegar Andrei Sakharov var sendur í útlegð til Gorki. Þú þekkir störf hans eins vel og ég. Ég harma, að í vestrænum blöðum er hann venjulega kallaður faðir sovézku vetnissprengjunnar. Við þekkj- um báðir mikilvægt starf hans að kenningum um heiminn í upphafi og fleira. Þú hlýtur líka að skilja, hve erfitt honum hlýtur að reynast að starfa, þegar hann er einangraður frá starfsbræðrum sínum og bókum. Vísindamenn hér á Vestur- löndum gera sér oft ekki grein fyrir því, hvað það er erfitt að hafa aðgang að rannsóknar- stofnun eða háskólabyggingu í Sovétríkjunum, en þú veizt að Sakharov er ekki leyfður að- gangur að nokkrum vísinda- bókasöfnum í Gorki. Heimilis- fang hans er: Gorki, Sherbinka-2 Gagarin-stræti, 214 íb. 3 Hann mundi líka fagna sér- prentum og skjölum. I bókasafni ykkar í Dubna getið þið lesið rit eins og Nature og Physics Today. Ég vona, að þú hafir séð greinarnar í þeim, þar sem sagt er frá viðbrögðum um allan heim við fangelsun Orlovs, tölvuvísindamannsins Anatoly Shcharansky, útlegð Sakharovs og áframhaldandi synjunum, sem tugir vísindamanna fá, þeg- ar þeir biðja um vegabréfsárit- anir, þótt þeir séu ekki pólitískir andófsmenn og vilji einfaldlega búa annars staðar. Eða vantar þessar blaðsíður í eintökin á bókasafni ykkar? Vissirðu, að 8.000 vísindamenn hafa heitið því að heimsækja ekki Sovétríkin eða bjóða sov- ézka vísindamenn velkomna í rannsóknarstofur sínar til þess að mótmæla meðferðinni á Sak- harov, Orlov og Shcharansky? Vissirðu, að 250 félagar í kon- unglega vísindafélaginu undir- rituðu yfirlýsingu (sem birtist í The Times 4. nóvember) til að mótmæla meðferðinni á andófs- mönnum Gyðinga? Þetta eru ekki „kaldastríðsmenn", þetta eru vísindamenn, sem hafa unn- ið lengi að bættum samskiptum landa okkar. En þögn er sama og samsekt og mannréttindi koma mér við og þér líka. Þú veizt sennilega hvað gerð- ist í sumar í Madison, Wis- consin. Lev Okun átti að flytja lokafyrirlesturinn á eðlisfræði- ráðstefnunni þar. Hann hafði vegabréfsáritun, farseðla, frá- tekið hótelherbergi. Samt var honum ekki leyft að stíga um borð í flugvélina í Moskvu. Hvers vegna? í Helsinki- samningunum er oft minnzt á að greiða götu vísindamanna, sem vilja taka þátt í vísindaráðstefn- um o.s.frv. Og alþjóðsamband raunvísindamanna og alþjóða- samtök vísindafélaga, sem það heyrir undir, hafa haldið því fram, að lönd, sem meina vís- indamönnum sínum að sitja slíka fundi, ættu ekki að fá að halda þá. Finnst þér, að halda ætti ráðstefnuna 1984 í Sovét- ríkjunum? Ég ætlaði ekki að vera svona langorður og taka fyrir svona mörg mál. En ég vona að þú skiljir dálítið betur, hvers vegna ég sagði þegar ég skrifaði þér síðast: „Mér þykir það sorglegt, að eins og málum er nú háttað tel ég ekki viðeigandi að reyna að ... fá framlengingu" á boðinu, sem ég hafði fengið frá vísinda- rannsóknarráðinu (SCR) um fjárframlög til að greiða ferðir gesta frá Dubna til London. Leyfðu mér að minna þig á, að ég fékk tilboðið um fjárveitingu frá SCR sumarið 1977 og að ég reyndi í tvö ár að ná samkomu- lagi um, hverjum ég ætti að leyfa að koma. Ég veit, að leyfi til utanlándsferða eru eftirsótt verðlaun í Sovétríkjunum: kannski stafaði vandinn af því, að ég lét þig ekki velja gestina sjálfur. Og þegar við komum okkur saman um skrá um tillögur var mér sagt, að áætlunin um heim- sóknirnar væri svo ströng, að því miður væri ekki hægt að stinga upp á nöfnum nokkurra manna, sem gætu komið í heimsókn til okkar. Segðu mér Volodya, hver tor- veldar okkur vísindamönnum að vinna saman? Mig langar enn að bjóða ykkur hingað. Ég hef heyrt óbeinlínis, að hinn ungi starfs- bróðir ykkar, Viktor, kunni að koma í heimsókn til London í ágúst og ég legg til að þú komir stuttu eftir þá heimsókn. Kennslutíminn hjá okkur byrjar í október og stúdentar okkar mundu fagna tækifæri til að ræða við þig um nokkuð af því sem ég hef skrifað þér um. Enn verð ég að íþyngja þér í nafni vináttu okkar. Þar sem mér finnst skammarlegt, að þau mál sem ég hef skrifað þér um skuli aðeins rædd í einrúmi hef ég leyft mér að birta þetta bréf í brezku dagblaði. Það er ekkert að óttast: það hefði hvort sem er verið lesið áður en það hefði borizt þér í hendur. Með einlægri kveðju, John Charap

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.