Morgunblaðið - 18.12.1980, Page 3

Morgunblaðið - 18.12.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. DESEMBER 1980 35 Milli kaldrana og ljóðrænu Birgir Svan: LJÓÐ ÚR LÍFS- BARATTUNNI. 124 bls. Letur. Reykjavík, 1980. Birgir Svan kýs að nefna bók sína Ljóð úr lífsbaráttunni. Eins og ég skil orðin er nafnið lítið eitt villandi. Efnið er að vísu tekið beint upp úr daglega lífinu eða hversdagsleikanum, én það er fyrir mínum sjónum dálítið annar handleggur. En lífsbaráttan frá sjávarsíðunni — og þá á ég við það sem ég kalla raunverulega lífsbar- áttu — er hér einnig á blaði þannig að ekki er titillinn alfarið út í hött. Birgir Svan er hvort tveggja: dæmigerður fyrir ungu skáld- kynslóðina og þó um leið sjálf- stæður og persónulegur. Undan- farin ár hafa ungu skáldin málað flest í grófum dráttum og mest haldið sig við dökku hliðarnar. Stundum hefur manni virst sem þau legðu ofuráherslu á að vera ekki »skáldleg« heldur þvert á móti, þau mundu hygg ég skilja það sem skammaryrði væri eitt- hvað þess háttar um þau sagt. Stofninn í málfari þeirra hefur verið af óheflaðra tagi eins og gjarnan tíðkast á kaldranalegum vinnustöðum að viðbættri tilheyr- andi líkingasmíð og einnig stund- Bökmenntir eftir ERLEND JÓNSSON um nokkuð fjarstæðukenndum hugmyndatengslum. Alls þessa sér stað í Ljóðum úr lífsbarátt- unni. Birgir Svan hefur sem sagt vel á valdi sínu að vera hæfilega töff. Eigi að síður sparar hann stóru orðin og má vel segja að vissrar hófsemi gæti í tjáning hans. Hann vinnur sýnilega markvisst að verkefninu og þar að auki leyfir hann sér stundum að stilla hugskotssjónir sínar inn á nokkuð svo ljóðræna rás. Þetta er t.d. upphaf bókarinnar: i ljúfsárri kvikunni stíffa landþernur hrunadans hvitum faldi öldunnar sveipa þa r um sig regnboKadjásnin sindra augun skjóta rauóum gneistum og grænum vindurinn lemur þreyttar húdir Annað ljóð hefst á orðunum: »kannski er ég prins í álögum*. En lífið reynist ekki alltaf »ljúfsárt«, lífsbaráttan er oft bæði harkaleg og miskunnarlaus og síður en svo ljóðræn: svo leyfir þetta helviti sér aó koma heim i leiguhil rétt eins og greifi vitandi aö ekki er til króna fyrir mat handa l«örnunum rauóþrútin höndin skelfur er konan tekur tóbakskorn af tungubroddinum og blæs útúr sér beiskum reyknum hvaó ætli yrði sagt um okkur Hér er tónninn snöggtum harð- ari en til að mynda í fyrsta MYNDAMÓT HF. PRENTM YNDAGERÐ AÐAL9TRÆTI • SÍMAR: I71S1-17319 ljóðinu. Hvernig fer það saman? Að vísu þolanlega. Sá sem yrkir svona byggir á takmarkaðri hefð. Hann verður að reisa sitt frá grunni. Ég hygg að Birgir Svan líti svo á að yrki maður um hversdagsleikann og lífsbaráttuna skuli reynt að ná þeim hugblæ og nota það málfar eða þá orðlausu tjáning sem hinn rétti vettvangur, fyrirmyndin, gefur tilefni til. Ljóð byggist líka á einhvers konar samræmi, en ekki síður á hinu að mikið sé sagt í fáum orðum. Hvora tveggja kröfuna sýnist mér Birgir Svan leitast við að uppfylla. Þetta er allt býsna samstæður ljóða- flokkur sem hentar að lesa í lotu. Eða þannig hygg ég hann skýri sig best. Þetta eru með öðrum orðum svipmyndir sem njóta sín svo best að þeim sé brugðið fyrir sjónir öllum í senn — sem heildarmynd. Örugglega er Birgir Svan skáld sem tekur sig alvarlega og ætlar ljóðlistinni nokkurn hlut. Hér er á ferðinni kalt raunsæi, og þó ekki fjarri því að hilli undir eitthvert bjarmaland í fjarlægðinni. Marg- ar ljósmyndir eru í bókinni, sumar gamlar, og mun þeim með meira ætlað að tjá hvaðan hversdags- hetjunum í lífsbaráttunni hafa helst borist áhrif á lífsleiðinni og hvað hefur mótað viðhorf þeirra til sjálfra sín og tilverunnar. Nálægð myndanna og mótsögn að minnsta kosti sumra þeirra við andblæ ljóðanna bregður eilítið kómískum svip yfir textann og hlýtur það að teljast kostur á bók sem annars fjallar um alvarleg málefni. Allt leitar að lokum meðalvegar og jafnvægis og kæmi mér ekki á óvart þó Birgir Svan yrði orðinn þjóðlegt skáld eftir svo sem tutt- ugu, þrjátíu ár. Kappsmál að austurstefna lifi Berlínarmúrinn, sem reistur var 1961 til að skipta borginni milli yfirráðasvæða austurs og vesturs, minnir menn daglega á, hve viðkvæm staða Vestur- Berlínar er — þótt velmegun sér þar mikil. Vestur-Berlínar- búum er ljóst, að hvenær sem er kann að verða gripið til þess ráðs að setja slagbranda í vöktuð hliðin á milli borgar- hlutanna. Með þvi yrði skorið á allt samband þeirra þriggja milljóna Þjóðverja, sem í borg- inni búa beggja vegna múrsins. Vestur-evrópskur stjórn- málamaður komst þannig að orði í nýlegu samtali: „Menn mega aldrei gleyma tveimur grundvallarstaðreyndum varð- andi Vestur-Þýskaland: í fyrsta lagi eiga stjórnvöld í Bonn mikið undir því bæði fjárhags- lega og tilfinningalega, að slök- unin (détente) milli austurs og vesturs ríki áfram. I öðru lagi dreymir alla Þjóðverja um sam- einingu lands síns, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Austurstefnan byggist á þessu og allt annað í þýskum stjórn- málum — þar með talin tví- ræðni þeirra." Þýskur þingmaður í Vestur- Berlín sagði: „Auðvitað munum við mótmæla og láta í ljós andúð okkar, ef innrás verður gerður í Pólland. En þegar í harðbakkann slær munum við ekki rjúfa samband okkar aust- ur á bóginn. Við höfum einfald- lega ekki efni á því. Komi til blóðugra átaka í Póllandi — og ég veit að orð mín eru kald- hæðnisleg — kann sambands- leysið að vara lengur. En sam- skiptunum er ekki unnt að kasta alfarið fyrir róða. Það væri gagnlegt, ef Bandaríkja- menn áttuðu síg á þessum staðreyndum lífsins hér í Berlín — og í Þýskalandi." mvndseaulband eÍAnel eir/\nemein SHARP myndsegulbandið var þrautreynt áður en það var sett í almenna sölu. Þess vegna ert þú öruggur með að fá GÆÐATÆKI þegar þú káupir SHARP myndsegulband. Tæki sem kennir jafnt og skemmtir, þegar þú vilt sjálfur. FJARSTÝRING/SKOÐUN: SHARP myndsegulbandi fylgir fjarstýring og tækið er framhlaðið, lárétt, nokkuð sem er stórkostur. Tækiðgeturfundið strax nákvæmlega það Au,°Prosram Loca,•Devic* atriði í filmunni sem þú ætlar að skoða, — „frystir" filmuna eða sýnir í hægagangi, jafn- vel mynd fyrir mynd — eykur hraðann, spólar til baka eða áfram. . stenst strongustu kröf ur — örugglega. • 7-7-7 UPPTÖKUR/PRÓGRAMMINNI: Með stillingu getur tækið tekið upp 7 þætti frá 7 mismunandi stöðvum á allt að 7 dögum fram í tímann. Tækið kveikir og slekkur á sér sjálft. Upptökur og spilunartími allt að 3 tímum. HLJÓMTÆKJADEILD (ÍKJj KARNABÆR LAUGAVEGI66 SÍMI25999 Verð kr. 1.475.000.- 14.750.— nýkr. VC-6300 Video Cassette Recorder

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.