Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Jón Viðar Jónsson: í ágústmánuði ár hvert er hald- in leiklistarhátíð í finnsku borg- inni Tampere, eða Tammerfors eins og borgin heitir á sænsku. Nefnist hátíð þessi Tampereen Teatterikesá, sem á íslensku myndi útleggjast Leikhússumar Tampere. Tilgangur hennar er að safna saman á einn stað því besta, sem finnskt leikhús hefur boðið upp á undangengið leikár. I ágúst- mánuði í sumar komu tuttugu og sjö sýningar hvaðan æva að af Finnlandi til hátíðarinnar, sem stóð í vikutíma, og var því hægt að sjá tvær og jafnvel þrjár sýningar á dag, væri áhugi og dugnaður fyrir hendi. Undirritaður átti kost á því að komast á þessa hátíð í sumar og naut til þess styrks úr íslensk— finnska menningarsjóðnum, sem stofnaður var fyrir fáeinum árum. Er ekki að efa, að sjóðurinn á eftir að efla samskipti þessara tveggja þjóða, sem er vel, því að eflaust geta Islendingar margt af Finnum lært, ekki síst á sviði menningar ogfagurra lista. Finnsk listsköpun er í öllum greinum borin uppi af traustri fagkunnáttu, auk þess sem hún ber yfirleitt sterkan þjóðlegan svip, frábrugðinn þeim sem þekkist frá norrænu grann- þjóðunum. Vissulega eru Finnar ekki jafn frumlegir á öllum svið- um, ég geri t.d. varla ráð fyrir því, að bókmenntir þeirra geti talist jafn eftirtektarverðar og bygging- arlistin; samt er eins og finnsk þjóðarsál — og ég biðst ekki afsökunar á þessu rómantíska hugtaki — eigi á einhvern hátt greiðari aðgang að list þeirra, en reyndin er annars staðar um Norðurlönd. Finnsk menning — eða a.m.k. þeir geirar hennar, sem ég hefi einhverja nasasjón af — leynir sjaldnast uppruna sínum, þó að erlend áhrif geti verið mikil, eins og ég kem að hér á eftir. Hinu verður þó ekki neitað, að sterk þjóðleg hefð getur torveldað á ýmsan hátt menningarleg sam- skipti við aðrar þjóðir. Eg hef vissan grun, þó að sá grunur megi vel vera rangur, að sú sé raunin um Finna. Það er allhár múr á milli þeirra og annarra norrænna þjóða og ég ímynda mér, að orsakir hans séu einkum tvær: tungumálið og svo þær sérkenni- legu sálarflækjur, sem einkenna afstöðu þeirra til Svía og alls sem sænskt er. Finnar hafa lengstum verið í klemmu á milli tveggja stórvelda og menningarsvæða: þess rússneska í austri og þess norræna/sænska í vestri, þeir hafa fundið og finna enn sterklega til vanmáttar gagnvart þessum nágrönnum og kannski hafa þeir átt erfiðara en aðrar þjóðir með að finna sína sjáifsímynd af þeim sökum. Turkka, einn fremsti leik- stjóri Finna nú, talaði um það við mig, þegar ég kom á æfingu á nýjustu sýningu hans í haust, að landar hans væru haldnir löngun til að láta kúga sig, þó að þeir leyndu þeirri ástríðu með kok- hreysti og fögru tali um ættjörð- ina. Ekki er ég maður til að dæma, hvort slíkar geðflækjur grasséra með þessari þjóð; hið eina sem ég veit með vissu er, að vanmáttar- kenndin er óhemju rík í henni og truflar samskipti við útlendinga. Finnsk þjóðarsál, uppruni og saga, hefur annars orðið efni í lærðar bækur og trúlega er best, að ég vísi til þeirra. Sá sem kann ekki málið er í erfiðri aðstöðu að kynnast þjóðinni náið og hætt við, að dómar hans verði sleggjudóm- ar. Engu að síður hef ég mjög á tilfinningunni, að finnsk hugsun og tilfinningalíf lúti talsvert öðr- um lögmálum en okkar íslendinga og Skandínava, þó að aðrir verði að skilgreina í hverju sá munur liggur. En hvað sem öllu sálarlífi líður, þá er víst, að tungumálið eitt er nógu örðugur hjalli, en málakunn- átta Finna, ekki síst almennings, er afar misjöfn. Og það er erfiðara Mnouchine um sama efni, en vafalítið hefur hugmyndin verið sótt beint í hana. Ibsen heitinn átti tvö verk á dagskrá hátíðarinnar og var Pétur Gautur annað þeirra. Eins og við mátti búast var þetta afar löng sýning og þungbær undir lokin, en aðferð hennar að verkinu var þó athyglisverð. Leikstjórinn, Ossi Ráikka, hafði sem sé fengið gler- augu Samuel Becketts að láni og Fyrri grein en menn gætu haldið að óreyndu að sitja dag eftir dag á leiksýning- um án þess að skilja annað en þau fáu orð, sem maður hefur lært á förnum vegi. Ég létti mér þá raun þó með því að fara einkum á sýningar á erlendum leikritum, sem ég þekkti eitthvað til. Á dagskrá hátíðarinnar voru verk eftir Tsjekhov, Ibsen, Moliére, Strindberg, Albee o.fl., en þar var einnig mikið af innlendum verkum sem ég lét flest fram hjá mér fara. Ég sá þó sýningar á tveimur finnskum leikritum, sem mér hafði verið bent sérstaklega á og a.m.k. annars þeirra var vel hægt að njóta, þekkti maður söguþráð- inn. Ekki þori ég að fullyrða, hversu vel úrvalið á síðastliðnu Leikhús- sumri sýndi straumana í finnsku leikhúsi nú. Einhver styrr stóð í kringum það að þessu sinni, eink- um þó verðlaunaveitingarnar, en hátíðinni lýkur á því, að dómnefnd útnefnir bestu sýningu, leikara, leikmyndahönnuð o.s.frv. Skildist mér helst, að dómnefndin þætti helsti íhaldssöm og forðaðist að hampa öðru en því, sem þegar hefði hlotið almenna viðurkenn- ingu. Og það verður að segjast eins og er, að þær sýningar, sem ég sá þarna, voru tæplega til þess fallnar að vekja sérstakan áhuga á finnskri leikmennt. Þær voru að sjálfsögðu allar búnar til af kunn- áttu, en annars ósköp keimlíkar því, sem mest hefur verið í tísku vestan Helsingjabotns og í Mið- Evrópu síðustu árin. Það varð því engan veginn ályktað af þessum kynnum, að von væri mikilla fylgt eftir með full sterkum með- ulum, sem á köflum jöðruðu við hreinan groddaskap — en fínleiki er nú ekki heldur sterkasta hlið finnskra leikara. En þó að finnskir leikarar séu ekki sem fágaðastir, finnst mér oft sú geysilega næmi, sem þeir búa yfir, bæta þann skort upp ríkulega — og i sýningunni á Þrem systrum voru mörg einstak- lega falleg augnablik, ekki síst í seinni hlutanum, þegar tekur að halla undan fæti fyrir fólkinu í leiknum. Á heildina litið var sýningin þó of kaldranaleg, of brechtísk (!) fyrir minn smekk. Ég játa þó fúslega, að tungumálsins vegna átti ég bágt með að átta mig á þessari aðferð að leikritinu, því að enginn heillegur söguþráður er í því og kunni maður textann ekki utanbókar, veit maður sjaldnast nákvæmlega hvað persónurnar eru að fara. Öllu betur gekk þá með næsta klassíker, uppsuðu úr Tartuffe Moliéres frá Borgarleikhúsinu í Vasa. Höfundur hennar var Ta- isto-Bertil Orsmaa, sem ku vera mikill tískuleikstjóri nú, auk þess sem honum er spáð frama sem leikhússtjóra. Hann átti reyndar tvær sýningar á hátíðinni og var hin á nítíu ára gömlum „barna- harmleik" þýska skáldsins Frank Wedekinds, Frúlings Erwachen, sem er ádeila á kynferðislega kúgun unglinga og siðferðislega hræsni í síðborgaralegu þjóðfélagi keisaratímans. Berliner Ensemble endurvakti leikinn fyrir nokkrum árum og hefur hann verið leikinn víða eftir það, en um lífvænleik hans má deila. Báðar þessar sýn- ingar báru með sér, að Orsmaa væri flínkur leikstjóri, sem kynni sitt handverk út í æsar, en af- skaplega grunnfærinn og gefinn Úr sýningu Verkalýðsleikhúss Tampere á leikriti Kaievi Kalemaa um Salinin skósmið. Veijo Pasanen (sitjandi til hægri) i hlutverki skósmiðsins. nýjunga í finnsku leikhúsi, en þá verður að gæta þess, að sé Kajsa Koronen undanskitin átti enginn af fremstu leikstjórum þjóðarinn- ár sýningu á hátíðinni. Mönnum til fróðleiks get ég þó þess, sem ég komst yfir að sjá á þessum vikutíma í Tampere. Fyrst skal frægt telja KOM- leikhúsið, sem þarna var með sýningu Kajsu Koronen á Þremur systrum Tsjekhovs. Þar sem leik- flokkurinn var með sýninguna hér á listahátíð í sumar og þá um hana skrifað í blöð, ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hana. Það má vel vera, að and-natúral- ísk umgerð og sviðsetning leiksins, nakið sviðið, druslulegir bún- ingarnir o.s.frv. hafi ekki hentað natúralistanum Tsjekhov illa; sjálfum fannst mér, að eymd og ailsleysi persónanna væri þarna fyrir ódýrustu brellur. Þannig var Frúlings Erwachen poppað upp með vemmilegri diskótónlist og smjattað með öllu móti á varnar- leysi unglinganna og skepnuskap hinna prússnesku foreldra þeirra. Inní sýninguna á Tartuffe, sem hlaut aðalverðlaun dómnefndar- innar, var fléttað öðru leikriti eftir Orsmaa sjálfan og fjallaði það um líf Moliéres og leikara hans, ástir og átök innan leik- flokksins og viðskipti hans við andlega og veraldlega ráðamenn. Sýningin hófst t.d. á forleik í fordyri leikhússins, þar sem Lúð- vík fjórtándi tekur til meðferðar bann klerkastéttarinnar gegn leikritinu og leyfir síðan sýningu á því að bæn Moliéres. Þetta var allt svo sem nógu skemmtilegt og þó ekki annað en bleik stæling á frábærri kvikmynd Adrienne sett leikritið upp í litlu þröngu herbergi, sem vafalaust átti að tákna þrengsli móðurkviðsins og bindingu mannsins við uppruna sinn. Það styrkir enn frekar þessa túlkun mína, að Ása, móðir Gauts, og Sólveig, sem ann honum til dauða og fyrirgefur honum allar misgerðirnar, voru leiknar af sömu leikkonu og því greinilega tvær hliðar á sömu kvenmynd. Líklega er Pétur Gautur óleikan- legt leikrit og á ég með því við, að sýning á því geti aldrei geíið jafn mikið og lesturinn. Þetta auðuga og tilkomumikla skáldverk skortir nefnilega þann stöðugleika og stílfestu, sem leiksýning verður að hafa til að bera, og því má heita algerlega vonlaust, að leikstjórinn geti þýtt alla póesíu þess og heimspekileg umbrot yfir á skýrt og ótvírætt tungumál leiksviðsins. Gautur og móðurskautið. Harri Rantanen (Pétur) og Laila Ráikká (Sólveig) í sýningu Tampereen Teatteri á Pétri Gaut. í sýningu Háikka var öll áherslan á eina hlið verksins og við því var ekkert að segja. Mér fannst það þó stór galli, hversu alvörugefinn og hátíðlegur þessi Pétur Gautur var og þegar tók að líða á fimmta klukkutímann, var ég farinn að sakna sárlega þess húmors, sem Gautur Ibsens á svo mikið til af. Síðasta sýningin, sem ég sá þarna í Tampere, var Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Albee, en hún var frá Svenska Teatern í Helsinki. Um hana hef ég fátt annað að segja en að hlutverk Georgs og Mörtu voru í höndum ágætis leikara, sem brill- éruðu óspart á bröndurum og klúryrðum leiksins, en gátu ekki gert lífstragedíu þessara banda- rísku hjóna trúverðuga. Eins og menn muna sló leikritið í gegn víða um lönd fyrir tæpum tuttugu árum, en um gildi þess er full ástæða til að efast nú. Þema þess, sjálfsblekking og uppgjöf fólks gagnvart eigin lífi, er vissulega í góðu gildi, en er hægt að taka alvarlega fólk, sem er haldið slíkri sjálfsvorkunn, að það diktar upp heilt barn til þess að gefa samlífi sínu eitthvert innihald? En leikur- inn virtist engu að síður slá á viðkvæma strengi hjá háborgara- legum áhorfendum og var verð- launaður í bak og fyrir í lok hátíðarinnar. Þá á ég aðeins eftir að drepa á tvær sýningar á finnskum leikrit- um, sem ég var hvattur til að sjá. önnur var athyglisverð sviðsút- færsla á útvarpsleik eftir Jussi Kylátasku, eitt fremsta leikskáld Finna nú, en sökum málsins var mjög erfitt að njóta hennar. Hún var skopleg lýsing á ferli lækn- ingamiðils nokkurs og mun hafa vakið reiði trúaðs fólks, en pólitík og trúarbrögð munu vera nokkurn veginn jafn viðkvæm deilumál meðal Finna. Hin sýningin var hjá Verkalýðsleikhúsi Tampere, sem hefur lengi verið talið í fremstu röð finnskra leikhúsa og var á leikriti eftir ungan höfund, Kalevi Kalemaa. Það gerist um aldamót- in og segir frá skiptum Salinin skósmiðs, gamals sósíaldemókrata og verkalýðskempu, við fulltrúa hins nýja málstaðar bolsjevis^,. ans. J>etta var hugpekkt verk í heíðbundnum raunsæisramma, laust við alla ytri dramatík; í rauninni ekki annað en smámynd af lífi gamals manns, sem finnur að lífið er að renna úr greipum hans og yngri menn að taka við. Við hliðina á þessari látlausu og sönnu sögu úr lífi finnskrar al- þýðu bliknaði öll innflutt háspeki og framúrstefna, sem annars virt- ist vera stolt þessarar hátíðar. Af leiklist Finna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.