Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Sovéski andófsmaðurinn Andrei Almalrik lést í bílslysi á Spáni 12. nóvember síðastliðinn. Hann var þá á leið til Madrid. Þar ætlaði hann að láta til sín taka í mótmælum gegn sovéskri kúgun við upphaf framhaldsfundanna um öryggi og samvinnu í Evrópu. Skömmu áður en Andrei Amalrik fórst hafði hann birt greinar um ástandið í Póllandi og áhrif þróunarinnar þar á verkalýðsbaráttu í Sovétríkjunum. Birtust tvær greinar eftir hann í breska blaðinu Daily Telgraph í lok október. Þær eru hér birtar sem ein. Ýmislegt bendir til þess, að forsendurnar fyrir því áliti höfundar, að Sovétmenn muni ekki beita hervaldi í Póllandi séu orðnar veikari en þær voru, þegar hann festi skoðanir sínar á blað. Til hins er þó að líta, að Andrei Amalrik færir að því sterk rök, að sovésk innrás í Pólland verði svo dýrkeypt fyrir ofbeldismennina, að þeir hiki og sætti sig við orðinn hlut. Þetta þýðir auðvitað ekki, að Sovét- menn muni eiga auðvelt með að sætta sig við sigur pólskra verkamanna, þeir munu sennilega reyna að grafa undan ávinn- ingum þeirra skref fyrir skref, þeir vita sem er, að það er erfiðara fyrir verka- mennina að grípa til almennra verkfalla, en fyrir starfsmenn ríkisins að skerða réttindi þeirra smám saman. — ★ — Sovétríkin munu hvetja pólsk yfirvöld til að framfylgja stefnu „marghliða klofnings" með því að: 1) Hindra samskipti verkamanna og menntamanna með því að telja verka- mönnum trú um, að þeir hafi náð markmiðum sínum. 2) Halda verkamönnum í opinberu verkalýðsfélögunum og lokka menn aftur í þau með því að bjóða forrétt- indi, sem frjálsu verkalýðsfélögin geta ekki keppt við. 3) Leyfaekki frjálsum verkalýðsfélögum á hinum ýmsu stöðum að bindast Sovétmenn þora varla egar mótmælaaðgerðir verka- manna í Póllandi stóðu sem hæst, virtist mér, að vestrænir stjórnmálamenn og fréttaskýr- endur væru að minnsta kosti jafn órólegir og forystumenn Sovétríkjanna og talsvert órólegri en pólsku verka- mennirnir sjálfur. Sannaðist þar sem oft áður, að sá sem hefur mestu að tapa (í þessu tilviki stjórnmálaheimur Vestur- landa og kaþólska kirkjan í Póllandi), ráðleggur óspart þeim, sem engu hefur að tapa (þ.e. pólsku verkamönnunum), að beita „skynsamlegri varkárni". Vestrænir stjórnmálamenn óttuðust, að sovézk innrás í Pólland mundi endan- lega ganga af slökunarstefnunni dauðri og leiða til þess að gjáin milli austurs og vesturs breikkaði enn. En það sem mestu skiptir er, að þeir voru hræddir um að þeir þyrftu að bregðast við á einhvern hátt, en vissu ekki hvernig. Fyrir pólsku kirkjuna þýddi sovézk innrás lok þess frelsis sem hún nýtur nú. En óttinn er slæmur ráðgjafi og mér sýnist verka- mennirnir hafa sýnt meiri þrautseigju og betri skilning á aðstæðum en stuðn- ingsmenn óbreytts ástands sem fara undan í flæmingi. Frá upphafi taldi ég litlar líkur á sovézkri innrás, þótt mönnum gæti virzt að slík innrás væri mjög í samræmi við rússnesk-pólsk samskipti undanfarin 200 ár, og einnig í samræmi við samskipti Sovétríkjanna og austur-evrópskra „bandamanna" þeirra síðastliðin 30 ár. En ég tel, að tveir aðrir þættir hafi ráðið úrslitum og geti gert það áfram. í fyrsta lagi velja Sovétmenn af varkárni þá sem verða „bróðurlegrar aðstoðar" þeirra aðnjótandi. Það er hefðbundin stefna þeirra frá þeim tím- um er furstarnir í Moskvu voru að ná undir sig Rússlandi og gættu þess að gleypa ekkert sem þeir gátu ekki melt. Það er ástæðan fyrir því, að þetta mikla og sístækkandi heimsveldi hefur staðið i margar aldir. Ráðstjórnarríkin innlimuðu Eistland, Lettland og Litháen formlega í ágúst 1940, eftir að hafa hernumið löndin 1939, en hins vegar neyddust þau til að viðurkenna rétt Finna til sjálfstæðis vegna mótspyrnu Finna í vetrarstríðinu 1939—1940, þrátt fyrir að Finnar biðu að lokum lægri hlut. Árið 1948 ákváðu Ráðstjórnarríkin að ráðast ekki inn í Júgóslavíu, þar sem þau vissu, að þeim yrði veitt hörð mótspyrna. Innrásin í Ungverjaland árið 1956, sem átti rætur sínar í ótta um að austurblokkin væri að liðast í sundur, var gerð meðan borgara- styrjöld geisaði í landinu, og engum raunverulegum vörnum varð við komið. Samt sem áður hafa Ungverjar ástæðu til að vera þakklátir fyrir þá mótspyrnu, sem veitt var, því hún er skýringin á því að Ungverjar búa við meira frelsi en flest ríki í austurblokkinni. Hægt er að skýra hvers vegna lög- regluríki er nú í Tékkóslóvakíu með vísun til þess, að engin mótspyrna var veitt gegn innrás Sovétríkjanna 1968. Yfirvöld Sovétríkjanna réðust inn í Tékkóslóvakíu á sömu forsendum og Hitler fyrir tæpum 40 árum, þeim, að her Tékkóslóvakíu myndi ekki veita mót- spyrnu. Ráðstjórnarríkin hafa sýnt sömu varfærni í Asíu. Til dæmis hafa þau allt frá 1919 forðast að beita íran ofbeldi, vegna þess að þau óttast viðbrögð Vesturveldanna og annarra ríkja mú- hameðstrúarmanna. Ég álít, að Ráð- stjórnarríkin hefðu ekki sent herlið til Afganistan, ef þau hefðu gert sér grein fyrir hversu öfluga mótspyrnu skærulið- ar myndu veita. Ef þessi mótspyrna heldur áfram í nokkur ár, munu Sovét- menn verða tilleiðanlegri til að leita að stjórnmálalegri lausn. Fyrsta tilraun Sovétrússa til að ráðast á Pólland endaði í ósigri Rauða hersins í nágrenni Varsjár 1920. Árið 1939 voru rússneskar herdeildir ekki sendar inn í Pólland fyrr en Þjóðverjar höfðu ger- sigrað pólska herinn. Ótti við pólska herinn átti sinn þátt í fjöldamorðunum á pólskum herforingjum í Katynskógi 1940, einnig þegar Sovétmenn neituðu að grípa inn í, þegar Þjóðverjar bældu niður uppreisnina í Varsjá 1944 og þegar sovézkur marskálkur (Rokossovsky) var skipaður varnarmálaráðherra Póllands 1949. Sovétríkin sendu ekki herlið til Pól- lands á meðan á fjöldamótmælunum stóð 1956 og 1970, en þau leiddu í bæði skiptin til breytinga á forystuliði landsins. Stjórnendur Póllands geta reitt sig á hollustu hersins í baráttu sinni við verkamenn, svo lengi sem hún heldur áfram að vera pólskt innanríkismál. Ef sovézki herinn gerði innrás, er ekki aðeins sá möguleiki fyrir hendi, að pólski herinn veitti viðnám, heldur gæti einnig myndast bandalag milli borgaranna, hersins og sumra kommúnista í flokks- og ríkiskerfinu. Óttinn við þetta fær Ráðstjórnarríkin til að hika við að gera innrás í Pólland, a.m.k. á meðan borg- arastyrjöld brýst ekki út í landinu. í öðru lagi lítur Ráðstjórnin ekki á beitingu herafla sem eðlilega leið til að leysa vandamál í samskiptum við „bandamenn" sína heldur sem neyðar- úrræði. Sjálf skilgreiningin á hugtakinu „neyðarúrræði" er sálfræðileg, og það sem fyrir 10 til 20 árum hefði verið tilefni til að grípa til neyðarúrræða gæti ef til vill nú rúmast innan kerfis sem er í hægri mótun. Það er ekki satt, að sagan kenni ekkert, við þessar aðstæður hafa pólskir verkamenn og pólsk yfirvöld og sovézku leiðtogarnir sýnt mjög óslavn- eska, næstum enska, tilhneigingu til að leita málamiðlunar. samtökum við önnur verkalýðsfélög til að mynda verkalýðssamband, sem nær til alls Póllands. 4) Einangra frjálsu verkalýðsfélögin frá alþjóðasamtökum verkamanna. Frjáls verkalýðsfélög í einu „sósíal- ísku" ríki eru vandamál, jafnvel í augum vestrænna verkalýðssam- banda, sem eru vön að hafa samskipti við opinber verkalýðssambönd í Austur-Evrópu, þess vegna tóku brezku verkalýðssamtökin á móti Al- exandre Shelepin, fyrrverandj yfir- manni KGB, sem fulltrúa rússneskra verkamanna. 5) Þvinga pólsku kirkjuna til hlutleysis. 6) Gera frjálsu verkalýðsfélögunum erf- itt fyrir með stjórnsýsluaðgerðum og handtaka þá virkustu í hreyfingunni á ýmsum forsendum. Ef yfirvöldum tekst að hafa taumhald á samtökum pólskra verkamanna með þessum aðferðum, munu þau finna til freistingar til að brjóta þau endanlega á bak aftur með víðtækum lögregluaðgerð- um. En það gæti aftur leitt til enn meiri sprengingar innan fárra ára. Mér virðist líklegast, að niðurstaðan verði sú, að frjálsu verkalýðsfélögin muni smám saman aðlagast hinu „sósíal- íska kerfi", eins og kaþólska kirkjan muni þau njóta ákveðinna réttinda, innan þeirra marka, að þau ógni ekki einokun flokksins á stjórnmálalegu valdi. Því má bæta við, að ef pólskir leiðtogar nota nú hættuna á sovézkri innrás til að neyða verkamenn til að taka upp störf að nýju og til að fá vestræna lánardrottna til að veita sér enn aukin lán, þá geta þeir í framtíðinni notað hættuna á „skipulögðum verkfallsað- gerðum verkalýðsfélaganna" til að auka sjálfstæði sitt gagnvart Ráðstjórnarríkj- unum og samt herjað meira fé út úr vestrænum lánardrottnum sínum. Jólabækurnar (og úrval eldri bóka). Jólakort og frímerki (póstkassi er í búðinni). Jólapappír. Jólakerti og jólaskraut. Jólagjafavörur. Leikföng m.a.: Barbie og Cindy, Fischer-Price, Matchbox og Aurora, bílabrautir, Corgy, Kiddycraft, Bambola og Play- mobil. BÓKABÚÐIN EMBLA, Fellagöröum, (Völvufelli 21). Sími 76366,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.