Morgunblaðið - 18.12.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.12.1980, Qupperneq 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Fyrirkomulag þjónustu og verka- skipting heilsugæslustöðva Frá heilbrigðisþingi Góðir ráðstefnugestir. Þegar lærðir og leikir hefja umræðu um heilsugæslustöðvar, finnst mér ég hvað eftir annað reka mig á, hversu mjög er á reiki í hugum fólks, hvað slík stofnun felur í sér. Ég minnist oft á blaðafrétt fyrir nokkrum árum, þar sem blaðamaðurinn sagði frá undirbúningi fyrir mikið skáta- mót, sem halda skyldi við Ulfljóts- vatn. Þar kom í frásögn blaða- mannsins, að hann sagði að skát- arnir hefðu komið upp heilsu- gæslustöð, sem starfa myndi mótsdagana. Mér hnykkti við þeg- ar ég las þessa frétt. Mér hnykkti við vegna þess, að skyndilega varð mér- ljóst, hvað heilsugæslustöð hlýtur að vera lítilfjörleg stofnun í augum almennings, úr því að ekki þarf meira til en reisa eins og eitt lítið veitingatjald og hóa þar saman nokkrum læknanemum og þar með er heilsugæslustöð til- búin. Að minnsta kosti var blaða- maðurinn ekki í neinum vafa í þessu tilviki. Eftir að hafa barist fyrir fram- gangi læknamiðstöðva á sínum tíma, sem heilsugæslustöðvarnar spruttu síðan upp úr, og eftir að hafa starfað á þessum vettvangi á annan áratug, þá fer maður að verða svolítið viðkvæmur fyrir reisn þessara stofnana. Fréttir eins og sú, sem áður var nefnd, reka mann því til að ígrunda, hvort heilsugæslustöðvar séu í raun og veru svona lítilfjörlegar? Eða var blaðamaðurinn einfald- lega svona fáfróður? Þó ég telji fráleitt, að tjald- garmurinn við Úlfljótsvatn hafi getað staðið undir nafngiftinni heilsugæslustöð, þá vil ég þó leggja verulega áherslu á, að heilsugæslustöð er ekki fyrst og fremst vegleg bygging af einhverj- um lágmarks rúmmetrafjölda með margs konar tækjabúnaði til rannsókna, lækninga og svo fram- vegis, heldur jafnvel miklu frekar samstilltur hópur lækna og ann- arra heilbrigðisstétta sem, með því að raða saman þekkingu sinni og reynslu, getur veitt hinum almenna borgara mun víðtækari þjónustu á sviði heilsuhjálpar utan sjúkrahúsa en áður var hægt. Þrátt fyrir þessi orð skyldi enginn gera of lítið úr hinum ytri ramma, það er að segja húsnæði og tækjabúnaði. Mín reynsla er sú, að fáir lifi sig inn í fórnarhugar- fari nú á dögum og ef ytri aðbúnaður er lélegur og af skorn- um skammti gefast flestir upp á starfinu. Hann er því mjög mikil- vægur. Fámennið Á hinn bóginn er óhjákvæmi- legt að vara við þeirri óhóflegu bjartsýni, svo ég segi ekki ein- feldni, að bygging heilsugæslu- stöðva eftir einhverjum ákveðnum staðli með viðeigandi tæknibún- aði, leysi sjálfkrafa heilsugæslu- vandamál hvaða byggðarlags sem er. Það eru nefnilega fleiri tækni- leg vandamál heldur en þau, sem felast í ytri aðbúnaði. I okkar strjálbýla landi felast þessir tæknilegu örðugleikar ekki síst í fámenninu. Staðreynd er, að tæknimenntað fólk nútímans hef- ur hlotið menntun sína og viðhorf í borgarasamfélögum. Þjálfun þess miðast því við margfalt stærri markað, en þekkist í hinum dreifðu byggðum hér á landi. Þessi litli markaður — eða þetta mikla fámenni — þýðir, að það sem viðkomandi starfsmaður hefur sérhæft sig í, rekur allt of sjaldan á hans fjörur. Hin tæknimenntaði starfsmaður fer því að efast um gildi starfs síns á viðkomandi stað. Vegna verkefnaskorts fyrn- ist þekking hans og honum finnst menntun sín hvorki nýtast sér né Gisli G. Auðunsson Framsögu- erindi Gísla G. Auðunssonar læknis á heil- brigðisþingi i október öðrum. Þetta leiðir oft til starfs- leiða og yfirleitt tolla sérhæfðir starfskraftar því stutt á smærri stöðum. Þetta tæknilega vanda- mál er víða mjög áþreifanlegt og úrlausn þess reynist mun erfiðari, en vandmál hins ytri aðbúnaðar hvað húsnæði og tæki snertir. Áður en ég fer að ræða frekar aðbúnað og starfshætti á heilsu- gæslustöðvum, vil ég vekja athygli á, hversu erfitt er að alhæfa hvað þessar stofnanir varðar hérlendis. Aðstæður á landsbyggðinni eru með svo mismunandi hætti og oft svo gjörólíkar, að heilsugæslu- stöðvar við þessar ólíku aðstæður eiga lítið meira sameiginlegt en nafnið eitt. Ég tel þó að aðallega verði um fjóra flokka af heilsu- gæslustöðvum að ræða, en þeir eru þessir: Fyrsti flokkur: Heilsugæslu- stöðvar í stærstu bæjarfélögum sem þjóna miklu fjölmenni, allt að 15.000 manns. Þær geta verið í tengslum við sjúkrahús eða ekki. Annar flokkur: Heilsugæslu- stöðvar í kaupstöðum í beinum tengslum við þjónustudeildir hér- aðssjúkrahúsa með upptökusvæði fyrir 5—10.000 íbúa. Þriðji flokkur: Heilsugæslu- stöðvar í strjálbýli með .stóru upptökusvæði án tengsla við sjúkrahús eða í minni kaupstöðum og kauptúnum í tengslum við lítil sjúkrahús. íbúatala upptökusvæð- is aðallega á bilinu 1.500 til 4.000. Fjórði flokkur: Heilsugæslu- stöðvar án tengsla við sjúkrahús fyrir einangruð, fámenn byggðar- lög, þar sem íbúar eru innan við 1.000. Heilsugæslustöðvar í fyrsta flokki verða á Reykjavíkursvæð- inu og á Akureyri og sennilega í Keflavík. Heilsugæslustöðvar í öðrum flokki verða á Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Vest- mannaeyjum og Selfossi. Heilsugæslustöðvar í þriðja flokki verða í Borgarnesi, Ólafs- vík, Stykkishólmi, Búðardal, Pat- reksfirði, Bolungarvík, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduósi, Siglu- firði, Ólafsfirði, Dalvík, Egils- stöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Höfn í Hornafirði, Hvolsvelli, Hellu, Laugarási og Hveragerði. í jaðrinum á þessum flokki verða stöðvarnar á Vopna- firði, Seyðisfirði og Vík í Mýrdal. Heilsugæslustöðvar í fjórða flokki verða á Þingeyri, Flateyri, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Djúpavogi og Kirkjubæjar- klaustri. Ég vil taka fram, að með þessari flokkun er ekki verið að flokka heilsugæslustöðvar í einskonar gæðaflokka. Flokkunin byggist fyrst og fremst á ytri aðstæðum, svo sem íbúafjölda upptökusvæðis og hvort þær eru í tengslum við sjúkrahús eða ekki. Ég tel þó rétt að geta þess, að ég tel, að miklir örðugleikar verði á að reka heilsu- gæslustöðvar, eins og þjónustu- hlutverk þeirra er skilgreint, eða eins og ég skil það, á þeim stöðum sem falla undir fjórða flokk, vegna þess hvað viðkomandi byggðarlög eru fámenn. En hvert er þá þjónustuhlutverk heilsugæslustöðva? Samkvæmt 19. grein núgildandi laga um heilbrigðisþjónustu segir, að þar skuli „veita þjónustu eftir því sem við á“, svo sem hér segir: 1. Almenn læknisþjónusta, vakt- þjónusta og vitjanir til sjúkl- inga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og endurhæfing. 4. Hjúkrun í heimahúsum. 5. Heilsuvernd. Aðalgreinar heilsuverndar eru: 1. Mæðravernd. 2. Ungbarna- og smábarna- vernd. 3. Heilsugæsla í skólum. 4. Berklavarnir 5. Kynsjúkdómavarnir. 6. Geðvernd, áfengis- og aðrar fíkniefnavarnir. 7. Sjónvernd. 8. Heyrnarvernd. 9. Heilsuvernd aldraðra. 10. Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit. 11. Félagsráðgjöf. 12. Umhverfisheilsuvernd. 13. Atvinnusjúkdómavernd. Þá liggur næst fyrir að gera sér grein fyrir hvort allir þættir vegi jafn þungt, hverja þeirra beri að leggja megináherslu á. Og í öðru lagi hvers þurfi með í húsnæði, tækjum og mannafla, til þess að hægt sé að veita þessa þjónustu. Ég vil taka strax fyrir húsnæðið og tæknilegan útbúnað. Mér finnst ekki að hér sé staður né stund til þess að fara ofan í þau mál, til þess eru þau alltof yfirgripsmikil og flókin. Hinsvegar leyfi ég mér að benda á rit, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf út í janúar 1976, sem ber heitið „Leið- beiningar um hönnun heilbrigð- isstofnana". I þessu riti er að finna mjög gott yfirlit um, hvaða kröfur þarf að gera til húsnæðis og tækja á heilbrigðisstofnunum. Þjónustan Sú þjónusta, sem allar heilsu- gæslustöðvar verða að veita eru almenn læknisþjónusta og sér- fræðileg læknisþjónusta á örfáum sviðum auk tannlækninga. Af heilsuverndarþáttunum eru mæðraverndin, ungbarna- og smá- barnavernd, sjónvernd, heyrnar- vernd, heilsugæsla í skólum, og atvinnusjúkdómavernd mikilvæg- ustu þættirnir. Þá er heilsuvernd aldraðra mjög vaxandi þáttur, en inn í það kemur hjúkrun í heima- húsum og endurhæfing. Lögin um heilbrigðisþjónustu mæla svo fyrir, að þrjár heilbrigð- isstéttir skulu taka laun úr ríkis- sjóði, þ.e. læknar, hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður. Ekki veit ég hvort maður á að draga þá ályktun af þessari ráðstöfun, að löggjafinn telji þessar heilbrigð- isstéttir öðrum mikilvægari. Oll- um má þó ljóst vera, að það er mikið háð staðsetningu heilsu- gæslustöðvarinnar, hversu mikla vigt hver starfsstétt hefur. Hér á ég við, að á sumum stöðum má leita annað eftir þjónustu, þó hún sé ekki innan veggja heilsugæslu- stöðvanna, eins og til dæmis í tannlækningum og endurhæfingu. En þar sem heilsugæslustöðvar eru fjarri slíkri þjónustu verða þær að tryggja íbúunum hana með einhverjum skaplegum hætti. Ég vil byrja á því að ræða um almenna læknisþjónustu. Töluvert er á reiki, hvað sú þjónusta felur í sér, einkum þó úti á landsbyggð- inni. Þjónustan, sem heimilis- læknirinn veitir þar, dregur að verulegu leyti dám af þeirri starfsaðstöðu, sem honum er sköpuð. Enginn vafi er á því að heimilislæknir á heilsugæslustöð, fjarri sérfræðilegri þjónustu, grípur miklu meira inn á þau svið, sem sérfræðingar vinna, t.d. í Reykjavík. Þá þarf heilsugæslu- læknirinn í strjálbýli að taka að sér marga þætti í heilsuvernd, sem sérfræðingar inna af höndum í borgum. Auk þess koma öll slys og bráðir sjúkdómar til hans kasta, en eins og kunnugt er, lendir það að mestu leyti á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Heimilislæknir í strjálbýli getur því ekki sinnt eins stórum íbúafjölda og heimilis- læknir í borg á við Reykjavík. Talið er hæfilegt, að heimilislækn- ir í strjálbýli þjóni um það bil 1300 íbúum. Sú varð einnig niðurstaðan í könnun á læknisþjónustu á landsbyggðinni, sem landlæknir gekkst fyrir í september 1974. Niðurstöður þessarar könnunar voru gefnar út sem fylgirit með heilbrigðisskýrslum 1974. Það er ákaflega erfitt að setja upp model um einstaka þætti í þjónustu og starfi heimilislæknis- ins og hvernig þeir skulu unnir. Bæði er það, að aðstæður eru margvíslegar og mennirnir marg- víslegir. Þá er einnig mjög erfitt að setja upp fast model um heimsóknir sérfræðinga í læknis- fræði á heilsugæslustöðvar þó setja megi upp gróf norm um æskilega þjónustu. Fastar heim- sóknir sérfræðinga koma fyrst og fremst að notum þar sem um þröng sérsvið er að ræða og þar sem fjallað er um sjúkdóma, sem ekki ber brátt að. Gott dæmi um þetta eru augnlækningar. Þar sem sérfræðingurinn hinsvegar fjallar meira og minna um bráða sjúk- dóma, nýtist starf hans að litlu leyti, nema markaðurinn sé stór og heimsóknirnar því mjög tíðar. Ég mun ekki ræða þetta frekar hér, en leyfi mér að benda á, að læknafélagið Eir tók þetta fyrir á málþingi í desember 1977. Þar fjölluðu bæði sérfræðingar og heimilislæknar um viðhorf sín til þessa máls. Framsöguræður voru síðan gefnar út í læknablaðinu, júlíhefti 1978. Með tilkomu heilsugæslustöðv- anna hafa víða verið opnaðar læknamóttökur utan stöðvanna, sem sumir hafa nefnt heilsu- gæslusel. í sumum tilvikum eru þessar móttökur í fjölmennum byggðarlögum, þar sem hjúkrun- arfræðingar eru starfandi. Ef fjarlægðir eru verulegar eða byggðarlög afskekkt er þetta sjálfsögð þjónusta. Hinsvegar er óhjákvæmilegt, að aðbúnaður á þessum móttökum er mun ófull- komnari en á heilsugæslustöðvum og þjónustan verður því í sam- ræmi við það. Mér finnst það því alröng stefna, eins og skotið hefur upp kollinum t.d. á Suðurnesjum, þar sem komið hefur verið upp móttökum í aðeins 7 km fjarlægð frá heilsugæslustöð. Þar sem sam- göngur eru þar að auki eins og þær bestar geta verið í landinu. Hvað aðstöðu læknisins á heilsugæslustöð varðar, vil ég leggja áherslu á góðan og aðgengi- legan útbúnað til fyrstu viðbragða við úrlausn bráðra vandamála, hvort sem þar er um bráða sjúkdóma eða slys að ræða. Land- læknisembættið ætti að ákveða lágmarksstaðal hvað þetta varðar og síðan ættu héraðslæknarnir að sjá um, að allar heilsugæslustöðv- ar fylgdu þessum lágmarksstaðli, að minnsta kosti þar sem tíð læknaskipti eru. í þessu sambandi langar mig einnig að koma inn á annan mikilvægan þátt við úr- lausn bráðra vandamála, en það eru sjúkraflutningarnir. Hvað sjúkrabifreiðir varðar er að vísu ágætlega séð fyrir þessum þætti af Rauða krossdeildum víða um land. En í því þjónustuneti eru víða stór göt. Þar sem svo er verða heilsugæslustöðvarnar með ein- hverjum hætti að setja undir lekann. í þessu sambandi má ég til að koma aðeins inn á furðulega stöðu, sem komin er upp í sambandi við greiðslu fyrir sjúkraflutninga. Nýlega var svo úrskurðað, að sjúkrahús úti á landsbyggðinni, sem þurfa að senda sjúkling frá sér á betur búið sjúkrahús, t.d. í Reykjavík, skuli að öllu leyti greiða kostnað af sjúkraflutningn- um. Ef sjúklingur í mínu héraði slasast alvarlega, svo að flytja þarf hann til Reykjavíkur í skyndi, kostar það viðkomandi einstakling um það bil 100.000 kr. ef hann er fluttur beint á flugvöll og þaðan með sjúkraflugvél suður. Ef málin horfa hinsvegar ekki svo alvarlega við í upphafi, og hann er fluttur til að byrja með á Sjúkra- húsið á Húsavík, en síðan tekin ákvörðun um að flytja hann suður, þá sér sjúkrahúsið að öllu leyti um flutningskostnað sjúklingsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.