Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 14

Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 i '■* Kristján Knútsson. framkvæmdastjóri EÍKnamarkaósins. í nýju húsnæði Eignamarkaðsins við Lækjartorg. Eignamarkaðurinn með sérstæða leigustarfsemi EÍKnamarkaðurinn sem er ein af eldri fasteÍKnasolum í boriiinni flutti nýlega í eigið húsnæði að Ilafnarstræti 20 (nýja húsið við Lækjartortf) ok hefur boðið hluta af húsnæði sínu tii lei^u undir skrifstofuhald. I>essi leigustarf- semi er að því leyti sérstæð að leÍKjendur hafa sameÍKÍnlega síma- vörslu go biðstofu oií er auk þess boðið upp á aðra skrifstofuþjón- ustu. svo sem vélritun. Ijósritun og fleira. Kristján Knútsson, framkvæmda- stjóri Eignamarkaðsins, sagði að með þessu fyrirkomulagi sparaðist stór hluti þess kostnaðar sem fylgir venjulegu skrifstofuhaldi. Mikil hagræðing væri að því að hafa þessa þjónustu sameiginlega og myndi þetta fyrirkomulag vera sérstaklega hentugt fyrir fyrirtæki, sem vilja spara sér kostnað við símavörslu og ekki hafa það viðamikinn rekstur að ástæða sé til að ráða sérstakan ritara. Nokkrir aðilar hafa kynnt sér og eru með í athugun að flytja starf- semi sína nú um áramót en er þó eftir að leigja nokkur herbergi. „Nokkrir aðilar hafa kynnt sér og eru með í athugun að flytja starf- semi sína hingað nú um áramótin, en nokkur herbergi eru þó eftir óleigð," sagði Kristján að lokum. Stúdentaráð íslands sextíu ára BLAÐINU hefur borist eftir- farandi tilkynning frá stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands og er hún undirrituð af Stef- áni Jóhanni Stefánssyni for- manni: „Um þessar mundie ru 60 ár liðin frá því að Stúdentaráð Háskóla Islands tók til starfa, en þ. 11. desember árið 1920 fóru fyrstu stúdentaráðskosn- ingarnar fram. Verkefni Stúdentaráðs og hlutverk þess hafa í aðalatrið- um verið hin sömu frá upphafi, þ.e. að gæta hagsmuna stúd- enta og vera fulltrúi þeirra innan skóla sem utan. Verk- efnin hafa þó farið vaxandi eins og að líkum lætur, og er nú skrifstofa ráðsins opin samfellt allt árið um kring. Þau mál sem ráðið starfar nú að snerta fyrst og fremst kennslu og stjórnun í Háskóla íslands og kjör stúdenta. Einn- ig Iætur SHÍ almenn þjóðfé- lagsmál til sín taka og reynir að hafa samstarf við aðra námsmannahópa og hópa inn- an verkalýðshreyfingar. Nú er kennslu í Háskóla íslands þannig hagað að erfitt eða ómögulegt er fyrir stúd- enta að vinna fyrir sér á meðan á námi stendur. Því veldur námsálag sem m.a. stafar af fjöldatakmörkunum, tímatakmörkunum og öðrum þrengingum. Nám er því full vinna og þurfa flestir náms- manna fjárhagslega aðstoð til framfærslu. Því hlutverki sinnir Lánasjóður íslenskra námsmanna. Það kann að varpa örlitlu ljósi á aðstöðu námsmanna, að nú í desember fær einstakling- ur í námslán heldur minna til framfærslu en einstaklingur sem Iifir af ellilífeyri, að viðbættri tekjutryggingu og heimilisuppbót. Námsmanni á íslandi eru áætlaðar kr. 302.600.- til framfærslu en hann fær einungis 90% af því, eða kr. 272.340.-. Ellilífeyris- þeginn fær hins vegar greidd- an lífeyri í desember kr. 296.247.-. Er þá miðað við það að lífeyrisþeginn fái tekju- tryggingu og heimilisuppbót. Sjálfur lífeyririnn fyrir desember er þá kr. 275.229.-, en við það bætist uppbót fyrir nóvember (skv. upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins). Ellilífeyrisþegar og námsmenn eiga það því sameiginlegt að þurfa að lifa af lægsta fram- færslueyri sem tíðkast í þjóð- félaginu. Sé litið til baka, til þess tíma er Stúdentaráð hóf göngu sína, virðist samt eitthvað hafa miðað fram á við. Þá voru það að mestu börn embættismanna og annarra forréttindahópa sem áttu þess kost að ganga menntaveginn. Nú er börnum efnaminni foreldra gert þetta kleift, en með því skilyrði að sultarólin sé hert verulega." Ásgeir Jakobsson: Áfram Guðni sig í Vísi á Kristi og Pílatusi (hvað er sannleikur?) — og varð svo mikið um, að hann hætti að skrifa í blöð um tíma, en hefur nú hætt við að hætta sem ágætt er, enda náði það engum svörum, að nokkur eignaði Þorsteini slíka vanþekkingu, heldur höfðu menn skemmtan af og þá ekki sízt viðbrögðum hans. Indriði Svarthöfði eignaði það Cézanne að skera af sér eyrað í stað þess sem rétt er, að það var Van Gogh. Það er líkt um þetta og biblíutilvitnun Þorsteins, að úti- lokað er að Indriði hafi ekki vitað betur, svo alkunnugt sem þetta er í listsögunni. Og ekki hætti hann Indriði, sem betur fer, hann herjar í austurveg öllum mönnum harðar, og bíta vopnin, þótt alltaf rísi upp tveir skrattar fyrir hvern einn sem hann drepur. Haraldur Blöndal setti Gissur Einarsson niður í fjósinu við að þýða Nýja testamentið í stað Odds Gottskálkssonar. Einnig þetta er svo alkunnugt að Haraldur hlaut að vita betur. Og ekki hætti Haraldur, enda lætur Engeyjar- mönnum margt betur en að hætta. Heimir Pálsson kennari í ís- lenzku og bókmenntum við Menntaskólann í Hamrahlíð, segir nýlega í ritdómi, að sögning að birgja sé aldrei með einföldu, að réttu lagi. Hann neitaði ákveðið, helvízkur, að hætta að skrifa, þegar ég ræddi þetta við hann. Eg skil það vel. Heimir þarf að skrifa aðra bókmenntasögu, þar sem hann getur skotið inn Gunnari Gunnarssyni, því að nú er búið að segja bókmenntafræðingnum að Gunnar hafi skrifað bækur. Það má Heimir eiga, að hann lætur ekki hallast á um þekkinguna í kennslugreinum sínum, íslenzku og bókmenntum. Það er gott með okkur Heimi, en ég hét honum því, ég skyldi launa honum bullið í lokin á ritdómnum sem annars var góður (miðað við getu manns- ins). Ég mótmæli því eindregið, að Guðni Kolbeinsson hætti við þátt- inn „Daglegt mál.“ Maðurinn er skeleggur og ræðst á garðinn, þar sem mest þörfin er að ráðast á hann. Guðni fjallar mikið um daglegt málfar eins og það gerist nú orðið og sérfræðingamálið, en sparar sér meir en margir forver- ar hans að elta uppi eitt og eitt orð, sem blaðamenn í mikilli önn, missa úr penna sínum á prent. Ég gleymi því ekki, þegar sá stórágæti maður, Árni Böðvars- son, eyddi heilum þætti í prentv- illu á fyrirsögn á greinarstúf hjá mér. Víðar er Guð en í Görðum. Það hafði fallið niður í prentun „errið" í orðinu „Víðar .. .„ og setningin varð endileysa; þetta hlaut að vera prentvilla. Sú bylting, sem orðið hefur í atvinnuháttum þjóðarinnar ásamt nýstefnu íslenzkukennslu, veldur því að þjóðin skiptist nú orðið að málfari í tvo hópa, þann sem stendur föstum fótum í hefð- bundnu málfari, notar til dæmis mikið líkingamál úr gamalgrónu atvinnuvegunum, sjósókn og land- búskap, og hinn, sem er að veltast í nýjungum og talar bíla- og fiugvélamál og annað tæknimál og poppmál, sem er nú reyndar þriðji málhópurinn. Það er lítið hægt að berjast gegn málbreytingum af völdum breyttra þjóðlífshátta, aðeins fylgjast með og laga það sem lagað verður, en það sama á ekki við um nýstefnuna í íslenzku- kennslu. Sú nýstefna er margþætt, og einn þátturinn, sem hér skal getið, er, að hætt er málfræði- staglinu. Þar sem undirstöðuatriði voru lamin inní nemendur með illu eða góðu (oftar með illu) og einnig er hætt að þreyta nemend- ur á Egilssögu en lesin í staðinn Vatn á myllu kölska, sem sagt samtímabókmenntir í stað klass- ískra. Hrökkva ekki skólamenn við og óttast sín verk, þegar svo er komið, að fjölfróðir Islendingar, sem reyna þekkingu sína í útvarpi, vita ekki skyldleika Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarson- ar, ekki hver var faðir Höskuldar Hvítanessgoða og kannast þess utan ekki við eina fleygustu mannlýsingu í okkar dýrustu bók- menntaperlu. (Hver er sá hinn mikli maður er fjórir ganga fyrir...). Þekking þessa ágæta fólks, sem allt er skólagengið og sumt lang- skólagengið virðist götóttast í fornum bókmenntum okkar. Ef þetta er ekki Mene tekel, hvað þá? Manninum Guðna varð svo mik- ið um það mismæli sitt, að nota s-endingu í eignarfalli orðsins lækur að hann telur sér ekki annað fært en að hætta við þátt sinn. Það finnst mér of mikil hótfyndni. Er þetta svoddan höf- uðskyssa? Orðið lækur er af i-flokki sterkra karlkynsnafnorða, en í þeim flokki eru mörg orð með hvorttveggja endingunni s og -jar í eignarfalli eintölu. Þótt orðið læk- ur teljist til þeirra orða í þessum flokki, sem kennt er að alltaf eigi að beygjast með -jar endingu í eignarfalli eintölu er þá ekki orðið komið á flakk milli s- og -jar endingar, eins og orðið drykkur. Það heyrist sagt til dæmis, „ég naut ekki drykksins". Einhvern tímann hafa skyld orð, eins og bekkur tekið að flakka á milli endinga. En þetta er nú ekki mitt mál. Það sem ég ætla að gera, af þvi ég vil Guðna áfram, er að telja i hann kjark með því að rifja upp nokkur skemmtileg pennaglöp manna, sem vissu hvað rétt var, en misstu þetta úr pennanum og er það nú sinu meiri glæpur en mismæli. Eða er það ekki, Guðni? Dugði þessum mönnum að hætta, áttu þeir ekki að hengja sig? Hvað sem Guðni heldur nú um þetta, þá tel ég mönnunum skyssurnar, sem hér verða raktar, ekki til ámælis; væri þá ekki að tína þær til. Ég veit þeir vissu allir betur. Það er einungis um að ræða uppáfallandi mistök, sem öllum verður á, sem mikið skrifa eða tala, en þessi voru skemmtileg og urðu mér minnisstæð. Ég gæti náttúrulega byrjað á Guðbrandi heitnum Jónssyni, prófessor, og hans glappaskot var nú heldur hressilegra en mismæli, hann skrifaði hrokfalla skammir um útvarpserindi, sem ekki var flutt, en ég ætla að halda mér við nútíðina. Þorsteinn Thorarensen mistók Hrafn Gunnlaugsson, sem frægastur er af kvikmyndagerð sinni um kolbrjálað fólk, færði nafnbótina „hinn góði“ af Guð- mundi á Guðbrand Þorláksson Stálbræðsla á að geta skilað viðunandi arði, kostnaður 8 milljarðar VERKEFNISSTJÓRN um stál- bræðslu skilaði nýlega áliti og eru niðurstöðurnar þær, að um- rædd verksmiðja eigi að geta skilað viðunandi arði og reynst nokkuð stöðugt fyrirtæki. Stofnkostnaður slíkrar verk- smiðju er áætlaður um 8 milljarð- ar og framleiðslumagn 15 þús- und tonn. I fréttatilkynningu frá iðnað- arráðuneytínu, sem Mbl. barst í gær segir, að ráðuneytið hafi skipað fyrrnefnda verkefnisstjórn 30. júní síðastliðinn til að gera áætlun um framleiðslu steypu- styrktarjárns á íslandi. Markmið- ið með slíkri áætlun var að kanna hvort framleiðsla streypustyrkt- arjárn gæti talist arðbær hér- lendis og á hvaða forsendum. I skýrslu verkefnisstjórnarinn- ar segir m.a.: „Skýrsla þessi gerir grein fyrir áætlun um íslenska steypu- styrktarstálsframleiðslu. Núver- andi innanlandsmarkaður er um 13.000 tonn á ári. Gert er ráð fyrir 2,1% árlegri aukningu hérlendis í notkun steypustyrktarstáls næsta áratug (var 5% á árunum 1970— 1980) og að markaðshlutdeild inn- lendrar verksmiðju verði um 90% af þeim markaði. Yrði fram- leiðslumagnið 12.700 tonn fyrsta framleiðsluárið, ef framleiðslan hæfist 1983. Ekki er reiknað með útflutningi. Reiknað er með að verksmiðjan kaupi allt að 40% af nauðsynlegu brotajárni erlendis fyrstu árin, meðan íslensk brotajárnsvinnsla er að þróast. Mun hlutfallið af innfluttu brotajárni lækka jafnt og þétt á rekstrartímabilinu. Áætlað er að milli áranna 1988 og 2000 falli hérlendis til að meðal- tali 15.000 tonn af nýtilegu brota- járni á ári. Hugsanlegt er að meðan á byggingu verksmiðjunnar stendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.