Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 27

Morgunblaðið - 18.12.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 59 Brunaverðir í her- ferð fyrir eldvörnum Brunaverðir beita sér nú fyrir eflingu brunavarna í heimahúsum annað árið i röð. Taiið er að um helmingur allra heimila á landinu hafi komið sér upp brunavarnartækjum. BRUNAVERÐIR í Reykjavík hafa nú hert á baráttu sinni fyrir ba'ttum eldvörnum í heimahús- um. því nú fer einmitt sá tími í hönd þegar hættan er mest á þvi að óhöpp verði vegna elds. í tiikynningu frá Brunavarðafé- lagi tslands segir að brunaverðir þekki manna best hætturnar og hvernig megi bregðast við þeim. Besta vörnin við eldsvoða er að koma í veg fyrir hann. Slökkvi- liðsmenn vilja því hvetja fólk til þess að vera á varðbergi og kynna sér hvernig best megi tryggja sig gegn þvi að óhapp verði. Ráðleggingar brunavarða fylgja hér á eftir: „Brjótist út eldur eru það fyrstu andartökin sem skipt geta sköp- um, hindrað smáloga í því að valda eigna-, jafnvel manntjóni. Brunaverðir þekkja margir þá átakanlegu reynslu að bera and- vana fólk út úr reykjarmekki. Þeir vita líka að reykskynjari hefur bjargað mörgu fólki og á eftir að gera það. Reykskynjarinn sendir frá sér sterkan són — aðvörun til heimilisfólksins, um leið og minnsti vottur af reyk finnst í húsinu. Hann vakir meðan fólkið sefur. Áður en allt er komið í óefni er hægt að bregðast við og bjarga lífi og eignum. Reykskynjarinn er lítið og ódýrt tæki, en sannarlega jafnvirði þyngdar sinnar í gulli þeim sem hann vekur til lífsins. I herferð sinni benda bruna- verðir á að handslökkvitæki og asbestteppi hafa margoft sannað gildi sitt. Asbestteppi eru lögboðin í öllum veitingahúsum við eldavél- ar — og þau eru í rauninni bráðnauðsynleg á heimilunum. Með þeim má kæfa eld á pönnu eða í pottum á svipstundu. Duft-handslökkvitæki eru til í mörgum stærðum — þau henta vel til að slökkva alla elda sem geta komið upp á heimilum, jafnt sem á vinnustöðum. Dufttæki eru al- hliða slökkvitæki og henta jafnvel í bílinn og inn á heimilið. Brunaverðir þekkja manna best hörmungar eldsvoða. Þeir hvetja fólk til að verjast þeim. Einfaldur og ódýr búnaður getur skilið á milli feigs og ófeigs, milli hörmu- legs eldsvoða og smáóhapps. Því hefja þeir herferð í því skyni að koma reykskynjara og fleiri eld- varnatækjum inn á hvert heimili. Brunaverðir verða á ferðinni í miðbænum með eldvarnatæki fyrir jólin til að kynna þau fólki og selja. Þá verða seldir reyk- skynjarar, asbestteppi og slökkvi- tæki í Heimilistækjum hf., Rammagerð Sigurjóns í Ármúlan- um og hjá Jólatréssölu Land- græðslusjóðs. Tryggingarfélög greiða flest hluta verðsins vegna þess hve mikið öryggi er talið í tækjum þessum. Reykskynjari kostar t.d. 14.000.- krónur, með afslætti. As- bestteppi kostar frá kr. 9.100 - og slökkvitæki allt frá kr. 9.100.-. Þegar eldur brýst út er það ekki mikið fé, en þá verður ekki gripið til þess sem ekki er til,“ segir í tilkynningunni að lokum. Goombay Dance Band þekkja allir, þeir sem eiga hina vinsælu plötu „Son of Jamaica." Nú er komin út ný þrælgóð plata frá Goombay Dance Band, sem heitir Land of Gold. Lagið Eldorado af þessari plötu nýtur nú geysivinsælda víðast hvar um Evrópu. Land of Gold inniheldur alls 12 hress danslög, sem eiga það sameiginlegt að koma öllum í hresst dansstuð. Keildtöludrmfing sKiptiborOi tUinof hf Símar 85742 og 85055.. mm Lítlð við í verslun okhar ( Gjafaúrvalið hefur aldrei verið fallegra. RAMriAGERÐIN Hafnarstræti 19 Ullarvesti Sígild tízkuflík úr fisléttri íslenskri ull — í þremur stærðum og þremur litum. Verð kr. 19.900,— og 16.200,— Hlý jólagiöf Schiesser^B 4=, % UMWOLLE | Bómull: Ndttföt — náttkjólar lympii Verzlanahöllinni, Laugavegi 26. Sími 15186.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.