Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Birgir Svan hefur sent frá sér nýja ljóðabók „Ljóð úr lífsbaráttunni4*, sem bókaútgáfan Letur gefur út. Ilann hefur skrifað þrjár aðrar ljóða- bækur, „Hraðfryst ljóð“, sem var fyrsta ljóðabók hans og kom út 1975, „Nætursöltuð ljóð“ og „Gjalddagar“. Birgir taldi alla kynningu á starfsstöðu og skóla- göngu út í hött er rætt væri við Ijóðhöfunda og er henni sleppt hér að ósk hans. — Já, bókin er raunverulega eitt samfellt ljóð út í gegn, sagði- Birgir er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann um „Ljóð úr lífsbaráttunni", en ég skipti því í heildir eftir því hvert sviðið er, — innan heimil- isins, utan þess eða útá sjó. Þetta er nokkuð langt ljóð, það átti upphaflega að vera lengra en endaði svona eftir fimm ára hreinsunareld. Hvernig hefur þér gengið að fá ljóð þín gefin út? — Ég held að ljóð séu ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug ef þeir ætla að græða peninga — maður verður var við vissa tregðu hjá útgefendum gagnvart ljóðum. Af þessum sökum hafa ljóðskáld leitað á önnur mið, — valið þá leið að fjölrita bækur sínar og vinna sjálfir við útgáfuna til að spara kostnað. Ég kom sjálfur nálægt flet öllum þáttum í útgáfu þessarar bókar, „Ljóð úr lífs- baráttunni". Það hefur sína „Fólk trúir öllu öðru en raunveruleikanum“ tvisvar þó er enn spurt eftir henni. Hvers vegna yrkir þú? — Það er mín leið til að hafa áhrif á þessa mannlífsdeiglu sem við lifum og hrærumst í — sumir velja aðrar leiðir t.d. pólitík. Ég held hins vegar á lofti hinum mjúku gildum í Rætt við Birgi Svan um bókina LJOÐ UR LIFSBARATTUNNI kosti og sína galla. — Ég held að tregða útgefenda gagnvart ljóðabókum byggist á fordóm- um. Það er vel hægt að gefa út ljóðabækur — en það verður að vanda tii þeirra. En ef útgef- endur gera sér þetta ekki ljóst þá er hætt við að skáldin hætti að knígja dyra hjá þeim. Er ekki dálítið erfitt fyrir ljóðskáld að ná eyrum fólks nú til dags? — Nei, það er ekki erfitt. Allt frá því að ég fór fyrst að fást við ljóðagerð hefur mér gengið vel að ná til fólks. Ég get nefnt þér margt sem sýnir að áhugi fólks á ljóðum er afar mikill. Til dæmis aðsóknin að „Ástmeigir þjóðarinnar" og „Listaskáldin vondu" — það var alltaf troð- fullt hús. Ég er búinn að gefa fyrstu ljóðabókina mína út tilverunni, þ.e. hlutum eins og samúð, skilningi og tilfinninga- legri opnun. Ég reyni að berjast á móti kúgun í hvaða formi sem hún birtist. Og ég hef fengið viðbrögð hjá fólki vegna þess sem ég hef ort — það er mjög skemmtilegt. — Ég ráðlegg fólki að lesa og yrkja ljóð. Til hvaða hóps höfðar þú með þinni ljóðagerð? — Ég höfða til allra hópa — ég höfða til hins mannlega í manneskjunni. Það er alls kon- ar fólk sem kaupir bækurnar mínar og hlustar á ljóðin mín. Einu sinni las ég upp í útvarp úr einni ljóðabóka minna og skömmu síðar barst til mín kveðja frá áhöfninni á togaran- um Barða frá Neskaupsstað. Þessi kveðja gladdi mig mikið. Það er held ég ekkert í þessari bók minni sem hægt er að kalla hneykslanlegt — samt hef ég orðið var við að fólk hneykslast á henni. Mér finnst ákaflega skemmtilegt að fólk hneykslast á ljóðum, bæði mín- um og annarra. Fólk hneykslast nefnilega mest á raunveruleik- anum því það trúir öllu öðru en honum. Hvað ert þú að tjá í „Ljóð úr lífsbaráttunni“? — í bókinni tefli ég fram heimi karlsins og heimi kon- unnar en þar á milli stendur drengurinn. Það fer fram bar- átta á milli þessara andstæðna, — þessum tveim heimum lýstur saman og ég lýsi hvernig dreng- urinn lendir á milli steins og sleggju. Það er karlmaðurinn sem er hinn sterki gerandi, hann er kúgarinn en jafnframt er hann þræll eigins hlutverks. Að undanförnu hefur umræða um jafnrétti beinst að vanda konunnar — það hefur minna verið fjallað um tilveru karlsins og hvernig þjóðfélagið afneitar honum sem tilfinningaveru. Drengurinn í ljóðinu táknar kannski ungu kynslóðina nú til dags. Sem fullvaxta maður verður hann að mörgu leiti ófær um að verða við þeim vænting- um sem að honum beinast, — að vera hinn sterki og kaldi, en jafnframt að takast á við nýtt hlutverk sem uppalandi og til- finningavera. Ég tel mikla nauðsyn á að opna umræðu um stöðu karl- mannsins í þjóðfélaginu. Jafn- réttisbaráttan hefur verið ein- skorðuð við konur. Hafa hinar öru breytingar sem ljóðformið hefur gengið i gegn um á síðustu áratugum skaðað það sem listform? — Ég held að menn geri al- mennt of mikið úr þeim um- breytingum sem verða í bók- menntum. Ef málið er grannt skoðað sést að alltaf er um hægfara breytingar að ræða. Þegar þjóðfélagið breytist mjög ört — ný tækni og möguleikar á útvíkkun skynjunar hefur kom- ið til sögunnar — þá skapast nauðsyn á að ljóðskáldin endur- meti lífið og tilveruna, það leiðir af sér breytt ljóðform. Hvað viltu segja um islenzka ljóðlist nú til dags? — Það er margt skemmtilegt að gerast núna í ljóðum ungra skálda s.s. Sigurðar Pálssonar, Stefáns Snævar, Antons Helga o.fl. og ekki síður í ljóðum gamalla og gróinna ljóðskálda s.s. Stefáns Harðar, Dags Sig- urðarsonar, Sigfúsar Davíðs- sonar o.fl., sem koma manni alltaf að óvörum. - bó „Ég yrki til þess að kafna ekki“ SIGURÐUR Pálsson hef- ur nýlega sent frá sér Ijóðabók sem nefnist „Ljóð vega menn“. Þetta er önnur bókin í Ijóða- bókaflokki hans um Ijóð- vegina en sú fyrsta nefndist „Ljóð vega salt“. Þriðja bókin mun svo vera væntanleg, jafnvel fyrir næstu jól, „Ljóð- vegagerð“. Ilann hefur einnig fengist við leik- ritagerð og samdi leikrit- in „Undir suðvestur himni“ og „Hlaupvídd sex“, sem bæði voru leik- in í Lindarbæ af Nem- endaleikhúsinu á sínum tíma. Sigurður stundar nú nám á doktorsstigi í leikhúsfræðum við Sorbonne-háskóla í París en hefur áður lokið prófi frá skóla í kvikmyndaleikstjórn í þeirri borg. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi stuttiega við Sigurð og var hann fyrst spurð- ur hvernig honum hefði gengið að koma ljóðum sínum á fram- færi. — Það hefur gengið eins og í sögu hjá mér en því er þó ekki að neita að nú á tímum er töluverð tortryggni hjá útgef- endum gagnvart ljóðabókum. Það er heldur ekki rétt staðið að útgáfu ljóðabóka. Þessi tími núna fyrir jólin er til dæmis eflaust sá versti til að gefa út ljóð, — það er lögð svo geysileg áherzla á að koma út öðrum bókum að ljóðabækur drukkna hreinlega í flóðinu. Þeim skítur svo hins vegar upp aftur þegar ósköpin eru gengin yfir þ.e.a.s. ef einhver töggur er í þeim. Ljóðabækur eru þess eðlis að þær seljast fremur allt árið — þannig væri hægt að selja þær ekki síður en aðrar bækur því íslendingar eru ljóðelsk þjóð. Það hefur borið dálítið á því undanfarin ár að höfundar hafa ekki leitað til forleggjara með útgáfu ljóða sinna. Með tilkomu ofsettprentunar sköpuðust möguleikar til að gefa ljóða- bækur út á ódýran hátt. Þessi nýja leið hefur verið dálítið misnotuð og ofnotuð — í það minnsta er afarmikil nægju- semi með gæði ljóðanna hjá mörgum höfundum sem fara þessa leið. Er ekki dálítið erfitt að vera Ijóðskáld nú til dags? — Erfitt — Jú. Ef að þú gerir einhverjar kröfur. Ljóðformið er tvímælalaust einhver erfið- asti texti sem saman er settur. Það eru líka vissir fordómar ríkjandi gagnvart ljóðinu. Við formbreytinguna sem varð er rímið var lagt niður sem algild regla hljóp snuðra á þráðinn milli ljóðs og lesanda — og þar Rætt við Sigurð Pálsson um bók- ina „LJOÐ VEGA MENN“ voru skáldin á vissan hátt meðsek. Fólki hefur verið talin trú um að ljóð séu illskiljanleg og óaðgengileg — nema fyrir sérfræðinga. Það er fráleitt. Á Ijóðið heima í nútimanum? — Ljóðið og skáldskapurinn er það eina sem einhver vonar neisti er í nú til dags. Ég geri ráð fyrir að ljóðið verði í náinni framtíð hentugasta tækifærið til að láta til sín heyra. Þegar verðbólgan er hlaupin alfarið í fjöimiðlana með þessu auglýs- ingaskrumi og gengdarlausa hávaða sem tíðkast — þá leita menn í ríkara mæli til ljóðsins. Ef það stendur undir nafni er það hnitmiðaðsta framsetning sem til er, — texti sem þú getur leitað til aftur og aftur — það er eins og kristall sem sífellt er hægt að finna á nýja fleti og nýja liti... Hvers vegna yrkir þú ljóð? — Ég yrki til þess að kafna ekki — til að geta dregið andann léttar — til að ærast ekki af hávaðanum. Það er skáldskapur í fleiru en ljóðum og í fleiru en listum, — en skáldskapurinn í lífinu er hvergi eins rafmagnaður og í ljóðinu. Við þurfum ljóð nú á tímum. Hugmyndakerfin eru nokkurn veginn öll að hruni komin — og útlitið er svart... En hvað ert þú að tjá? — Það er miklu lengra mál sem þyrfti til að skýra frá því heidur en ef þú birtir ljóðin sjálf hér í blaðinu. Þau gera bezt grein fyrir sér sjáif. Til hvaða hóps höfðar þú með þinni Ijóðagerð? — Ég hef engan sérstakan hóp í huga og ég reyni heldur ekki að kalla fram nein sérstök viðbrögð, fyrirfram ákveðin við- brögð, þegar ég yrki. Það er afskaplega slæmt þegar menn eru að reyna að seilast eftir og betla ákveðin viðbrögð hjá fólki með því sem þeir segja eða skrifa — það eru alleiðinlegustu menn sem til eru í heiminum. Hvort telurðu þig róman- tískan höfund eða realistísk- an? — Ég er bæði mjög róman- tískur og mjög realistískur. En ég get ekki skilgreint sjálfan mig. Eitthvað verða bók- menntafræðingar líka að fá að gera — þeir verða að fá að sjá um sitt fag. Hvaða höfundar hafa haft mest áhrif á þig? — Enginn held ég. Ég hafði og hef enn mikið uppáhald á Steini Steinarr, Þorsteini frá Hamri, Hannesi Péturssyni, Sigfúsi Daðasyni, Stefáni Herði, Degi Sigurðssyni o.fl. af íslenzkum skáldum en mig langar ekki til að yrkja eins og þeir, heldur finna minn eigin farveg. Og lokaorðin. Viltu bæta einhverju við? — Já — ég vona að enginn fari í jólabókaköttinn. - bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.