Morgunblaðið - 21.12.1980, Page 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
Sveinbjörg Alexanders:
„Samvinnan
heíur verið
stórkostleg"
SVEINBJÖRG Alexanders dans-
ar eitt aðalhlutverkið í hallettn
um. hiutverk Freyju. Auk þess
hefur hún aðstoðað við uppfærsl-
una og samið hluta dansanna.
Sveinbjörg hefur dansað við
Tansforum-ballettinn i Köln, sem
Jochen Ulrich stjórnar, í 10 ár.
Hún var síðast hér á landi si.
haust er hún setti á svið ballett
sem hún samdi sjálf, Danskok-
teill.
Sveinbjörg kom til landsins
fyrir 3 vikum til að hefja undir-
búning auk þess til að þjáifa
dansarana í Martha Graham-
kerfinu, sem er nútímadans.
„Mér líst mjög vel á verkið,"
sagði Sveinbjörg. „Þetta er nú-
tímaballett sem við köllum þó ekki
ballett heldur leik fyrir dansara."
Samvinna þeirra sem að
verkinu standa hefur verið stór-
kostleg. Það er reyndar nauðsyn-
legt að svo sé þegar færa þarf upp
svo viðamikið verk á svo stuttum |
tíma. Þá gengur allt miklu fljótar
fyrir sig, kemur nokkurn veginn af
sjálfu sér,“
— Mér skilst á dönsurunum að
þetta sé erfitt verk?
„Þeim finnst það erfitt verk
vegna þess að þeir eru ekki vanir
þessum dansstíl. Þetta er nýtt
fyrir þá, það er aðallega það sem
er erfitt.
Mestur hluti karlmannanna
sem dansa hafa lítið eða ekkert
dansað áður. Það er alveg ótrúlegt
hvað hægt er að fá út úr þeim.
Sumir eru leikarar, einn er for-
stjóri bifvélaverkstæðis og annar
er skólastjóri og lyfjafræðingur.
Eg tek þá í tíma og hita þá upp
fyrir æfingar."
— Sveinbjörg var því næst
spurð um álit á íslenska dans-
flokknum?
„Mér finnst hann mjög efni-
legur. Það býr mjög mikið í
honum," sagði hún.
— Sveinbjörg hóf að dansa
ballett 8 ára gömul. 17 ára fór hún
til London og þaðan til Stuttgart
þar sem hún dansaði í 5 ár. Síðan
hefur hún verið aðaldansari við
Tansforum-ballettinn í Köln.
En ætlar hún sér að koma
alkomin til íslands á næstunni?
„Nei, ég verð úti svo iengi sem
ég dansa."
— Fólk gerir sér kannski ekki
grein fyrir því hvað það er mikil
vinna að vera ballettdansari.
Blaðamaður reyndi án árangurs
að ná sambandi við Sveinbjörgu í
2 daga. Tón þá undirrituð á það
ráð að fara upp í Þjóðleikhús og
sat fyrir Sveinbjörgu við æfinga-
salinn. Viðtalið var tekið meðan
hún hitaði upp við slána.
„Ég hef komið hingað kl. 10 á
hverjum morgni undanfarnar 3
vikur og farið héðan út kl. 10 að
kvöldi," sagði hún.
— Að lokum var Sveinbjörg
spurð að því hvernig henni liði nú
þegar þetta verk sem hún á svo
mikinn þátt í er að verða fullmót-
að?
„Það er erfitt að svara því. Þetta
er afskaplega spennandi og spenn-
an vex þegar nær dregur frumsýn-
ingunni."
Ilöfundur tónlistarinnar við
ballettinn Blindisleik er Jón Ás-
geirsson tónskáld. Hann á einnig
upphaflega hugmyndina að ball-
ettverkinu.
„Ég hef gengið með þessa
hugmynd í mörg ár,“ sagði Jón í
samtali við Mbl.
„Ég fékk hugmyndina upphaf-
lega úr þjóðsögunni um Gilitrutt.
Ég fór að velta henni fyrir mér
sem hugsanlegu viðfangsefni. Þeg-
ar ég hafði séð mynd eftir Ás-
mund Sveinsson um þjóðsöguna
„Móðir mín í kví kví“ fór ég að
velta því fyrir mér hvort hægt
væri að búa til ballett úr þjóðsög-
um. I myndinni nemur Ásmundur
burt öll umhverfisatriði og eftir
stendur nakin kona og lítið barn
sem breiðir dulu fyrir mittið á
henni. Þannig hefur hann nálgast
innihald sögunnar án þess að
snerta við neinu sem gæti hugsan-
lega verið umhverfi.
Einhverra hluta vegna datt mér
strax í hug Gilitrutt. En vanda-
málið er hvernig á að útfæra það
atriði í dansi er Gilitrutt spyr
húsfreyju að nafni sínu. Þá datt
mér í hug að hafa þrjá einkennis-
dansa í verkinu og einn þeirra er
dans óvættarinnar. Þannig er
hægt að afhjúpa hana.
I uppfærslunni núna hefur Gili-
trutt skipt um kyn. Hún er orðin
karlmaður sem ég nefni Kol af því
að hann er táknrænn fyrir djöful-
inn. Og Kolur og hans fylgifiskar
eru táknrænir fyrir firringu nú-
tímans. En hjónin, sem heita Búi
og Freyja, tákna einfalt og óspillt
fólk. Nafnið Blindisleikur dregur
nafn sitt af þeirri hugmynd að
sérhver athöfn fremur einstakl-
Jón Ásgeirsson:
„Upphaflega
hugmyndin úr
þjóðsögunni
um Gilitrutt“
ingurinn í blindni án þess að gera
sér grein fyrir afleiðingunum.
Jochen Ulrich frá Köln og
Sveinbjörg Alexanders stjórna
æfingunum og semja leikverkið. í
leikgerðinni fara þau næstum
alveg eftir sögugerð minni, en
túlka hana á mjög nútímalegan
hátt. Ekki sem klassiskan heldur
nútímaballett. Nokkurs konar
leikinn dans.“
— Hvernig tilfinning er það að
sjá hugmynd sem þú hefur gengið
með lengi verða að veruleika?
„Það er dálítið skrítið. Ég lauk
við verkið fyrir hálfu ári og hef
gert á því smávægilegar breyt-
ingar síðan. Þetta er eins og verið
sé að taka frá manni barn. Það er
farið að heiman og farið að lifa
sjálfstæðu lífi. Afskipti af þróun
atvika er ekki sjálfsögð því þarna
er verkið farið að lifa sínu eigin
lífi í höndum þeirra listamanna
sem sjá um að gera það að lifandi
sýningu."
— Hefur verið gaman að fást
við þetta verk?
„Það er kannski réttara að segja
að ástæðan sé sú að ég er að fást
við þetta vegna þess að það er
orðinn partur af hugsunarhætti
manns sem er að fást við að semja
lög. Maður er ekki fyrr búinn að
ljúka verki fyrr en næsta verkefni
hefir skotið upp kollinum. Það er
ópera sem byggð er á Möttulssögu
og Norna-Gestsþætti. Eitt og ann-
að er líka að trufla mig, smærri
stykki eins og kammerverk."
— Er óperan kannski „smíðuð
eftir pöntun". Er ákveðið að sýna
hana?
„Það er lítil hætta á því að
svona verkefni séu pöntuð. Það
sem borið er úr býtum í raun og
veru, fyrir alla þessa vinnu, er það
Iítið að það er engu líkara en að
samfélagið hafi ekki nokkra þörf
fyrir þetta. Fólki finnst sjálfsagt
að höfundur fái sama og ekkert
fyrir þessa miklu vinnu,“ sagði
Jón að lokum.
Jochen Ulrich:
„Lýsir
mannlegum
tilfinningum"
Þjóðverjinn Jochen Ulrich
setur ballettinn Blindisleik á
svið og er aðalhöfundur dans-
anna. Blaðamaður spurði hann
fyrst að því hvernig hann hefði
búið til nútímaballett úr gam-
alli þjóðsögu?
„Ég leitaði að innihaldi sög-
unnar. I gamalli sögu er mikið
af nútímalegum hlutum og nú-
tímadans er miklu nærri veru-
leikanum en klassískur dans.
Hann líkist gömlum þjóðdöns-
um. Hann getur nálgast hið
gamla. Hann lýsir mannlegum
tilfinningum, eins og gömlu
þjóðsögurnar gera.
í verkinu bendi ég á þjóðfé-
lagsleg öfl. Til dæmis það að við
lifum á tímum þegar ungt fólk
fer úr sveitinni til stórborganna
í leit að einhverju miklu. Það fer
úr einu umhverfi í annað. Mark-
miðið er velgengni en aðeins
sumum gengur vel en aðrir tapa.
Sagan sem ballettinn segir
gæti eins gerst í dag. Þjóðsög-
urnar gefa það reyndar til
kynna að þær gætu gerst á,
hvaða tíma sem er, eins í dag og
fyrir 500 árum. Umhverfi sög-
unnar og málfar er gamalt en
efnið gæti eins átt við daginn í
dag. Hún lýsir mannlegum til-
finningum.
Tökum Kol sem dæmi. Hann á
að vera tákn hins illa, djöfuls-
ins. Hann er sá sem stjórnar.
Hann gæti verið hver sem er á
okkar tímum, t.d. stjórnmála-
maður. Hann stjórnar umhverfi
sínu og þeim sem í því eru.
Við getum leitað meðal leik-
húsverka að svipuðum dæmum
um meðferð á þjóðsögum. Það er
þannig sem maður fer að því að
búa til nútímaverk."
Ulrich er stjórnandi Tans-
forum-ballettsins og hefur ný-
lokið við að setja á svið Bartok-
kvöld. Hann undirbýr nú sýn-
ingaferð með flokkinn til
Frakklands og London á næsta
ári.
En hvernig hefur honum
gengið að stjórna íslenskum
dönsurum?
„Það hefur gengið mjög vel.
Ég er ánægður með það sem við
höfum gert og það sem við
höfum fengið út úr því. Dansar-
arnir eru góðir og lifa sig inn í
hlutverkin. Ég finn það líka að
það er góður andi meðal þeirra.
Ég hef fundið fyrir góðum
félagsskap hér þessa 12 daga
sem ég hef verið á íslandi,"
sagði Jochen Ulrich að lokum.