Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
35
Guf uhverf ill settur
í gang í Svartsengi
Grindavik. 22. desembcr.
GUFUHVERFILL, sem íramleiðir 6 MW af rafmagni, var gangsettur
við orkuver Hitaveitu Suðurnesja i Svartsengi á laugardaginn.
I ræðu Finnboga Björnssonar,
formanns stjórnar Hitaveitu Suð-
urnesja, kom m.a. fram, að hverf-
illinn með búnaði kostaði um 500
milljónir króna, en heildarkostn-
aður við kaupin og uppsetningu
varð um 1400 milljónir. Verðmæti
rafmagnssölunnar er á bilinu 450 -
500 milljónir króna á ári, þannig
að stofn- og fjármagnskostnaður
endurgreiðist á 4—5 árum. Fram-
leiðsla hverfilsins sparar á 5
mánuðum olíuinnkaup sem að
fjármagni til eru jöfn stofnkostn-
aðinum við hverfilinn.
Finnbogi sagði , útreikninga
benda til þess að á Svartsengis-
svæðinu megi anna þörfum hita-
veitu með 100 MW hámarksafli, en
það er sá MW-fjöldi, sem Suður-
nes með Keflavíkurflugvelli nota
og að auki 8 MW til rafmagns-
framleiðslu. Auk þess má með
nýtingu gufu þeirrar, sem nú
streymir út í loftið úr strompum
virkjunarinnar og veldur skaða og
óþægindum, fá um 10 MW af
rafmagni til viðbótar. Yrði raf-
magnsframleiðslan þá nálægt því
sem núverandi þörf Suðurnesja er.
Þá nefndi Finnbogi einnig mögu-
leika á vinnslu kísils úr affalls-
vatni og sölu 125 gráðu heits vatns
til fiskimjölsverksmiðja og frysti-
húsa til frystingar.
Iðnaðarráðherra, Hjörleifur
Guttormsson, talaði næst á eftir
Finnboga og gangsetti hverfilinn
og síðan tóku til máls fulltrúi Fuji
Electric, Kawasaki, Japan, sem
framleiddi hverfilinn og Matthías
Á. Mathiesen, sem mælti fyrir
hönd þingmanna Reykjaness.
Fréttaritari.
Gestir skoða mannvirki virkjunarinnar í Svartsengi. L>',sm Guðfinnur.
Finnbogi Björnsson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja flytur ávarp við athöfnina á laugardaginn.
Hreppsnefnd Sveinsstaðarhrepps:
Skorar á yfirvöld að
hefja virkjun Blöndu
A FUNDI hreppsnefndar
Sveinsstaðarhrepps, A-Húna-
vatnssýslu, var nýlega gerð
eftirfarandi ályktun um
Blönduvirkjun.
„Hreppsnefnd Sveinsstaðar-
hrepps telur mikla nauðsyn að
næsta virkjun verði Blöndu-
virkjun.
I fyrsta lagi af öryggisástæð-
um fyrir landið allt þar sem
orkuveðri yrði utan eldvirkra
svæða.
í öðru lagi býr Norðurland við
óviðunandi ástand í orkumálum
meðan meginhluti raforkunnar
kemur frá fjarlægum orkuver-
um.
I þriðja lagi nýtist veikt
dreifikerfi best með virkjun í
Blöndu.
Af framangreindum ástæðum
skorar sveitarstjórn Sveinsstað-
arhrepps á orkumálaráðherra
að hefja nú þegar samningavið-
ræður við landeigendur Auð-
kúlu- og Eyvindarstaðaheiða og
stuðla á annan hátt að virkjun
Blöndu sem forgangsverkefni á
sviði orkuöflunar.
Ennfremur skorar hrepps-
nefndin á þingmenn kjördæmis-
ins að þeir beiti sér fyrir því að
Blönduvirkjun verði næsta
virkjun í landinu".
Ályktunin var samþykkt sam-
hljóða.
UTGERÐARMENN
SKIPSTJORAR
Skipaflugeldar
(6 stk. í dúnk)
Neyðarmatvæli
Bjarghringir
Bjargbelti
Slökkvitæki
F\ugetóaf
Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar tegundir bjargtækja og öryggisbúnaðar
fyrir stærri og smærri skip.
elsta og stsersta veiöarfæraverslun landsins,
Ánanaustum, Grandagaröi. Sími 28855.