Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 KÍNA Fjölmiðla- sirkus í Peking „Ég veit að sekt mín er mikil,“ skældi Wu Faxi- an, fyrrverandi yfirmað- ur kínverska flughersins þar sem hann stóð fyrir réttinum í siðustu viku. Á sakborningabekk ber hæst hina alræmdu „fjórmenninga- klíku" með Jiang Quing, ekkju Maós, fremsta í flokki. Ekkjan hefur töluvert sótt í sig veðrið síðustu daga, en í upphafi rétt- arhaldanna var hún lotleg og kvaðst ekki fær um að verja sig sjálf sakir sjúkleika. Framkoma annarra sakborn- inga hefur vakið furðu margra, en vitorðsmenn Lin Biaos, fyrr- um varnarmálaráðherra, hafa ekki borið við að mótmæla sakargiftum, heldur eru sam- vinnuþýðir og lýsa því yfir hver um annan þveran, að þeir hafi tekið þátt í hinum lágkúru- legustu aðgerðum í valdatíð Maós. Wu Faxian, fyrrum yfir- maður kínverska flughersins, hefur viðurkennt að hafa fengið syni Lin Biaos í hendur stjórn flugþersins, en sá hafi síðar skipulagt hóp, sem átti að ráða Maó formann af dögum. Wu er aldurhniginn og brast hann í grát þegar hann gerði játningu sína. Ekkjan hélt því fram þegar hún kom fyrir réttinn, að hún Réttarhöldin, sem fram fara í Peking um þessar mundir, vekja ekki athygli Vesturlandabúa af því að þau séu líkleg til að upplýsa sannleiksgildi þeirra saka, sem bornar eru á þá tíu, sem þar eiga að standa fyrir máli sínu. Varla leikur vafi á því að þeir verði sekir fundnir og hljóti makleg málagjöld samkvæmt því. Réttarhöldin hafa fyrst og fremst áróðursgildi, og hafa þau í fjölmiðlum á Vesturlöndum verið nefnd „fjölmiðla- sirkusinn í Peking“. Enda liggur ekki lítið þegar færa skal þjóð, sem nálgast það að telja einn milljarð, heim sanninn um að nýja valdastéttin í landinu sé gott yfirvald, en aflögð valdastétt hafi verið afleit, og því lán fyrir alþýðu landsins að vera laus við hana. Valin atriði frá réttarhöldunum eru sýnd í sjónvarpi daglega, og er þetta vinsælasta sjónvarpsefni þar í landi sem stendur. Sjónvarpstæki eru ekki til á hverju heimili í Kína-veldi, og því eru sjónvarps-partí orðin algengt fyrirbæri í þjóðlífinu. Enginn vill missa af framhaldsþáttunum frá réttarhöldunum, og þess eru dæmi að sjónvarpsútbún- aði hafi verið komið fyrir á íþróttavöllum, svo sem flestir fái tækifæri til að njóta þessa menningarauka. Það er mál manna, að þessi réttarhöld séu stórkostleg- asta leiksýning síðan þjóðin stóð á öndinni yfir Maó formanni er hann synti yfir Gulu ána árið 1966, en auk sjónvarpsins taka 370 dagblöð um gjörvallt landið þátt í þessari flokksstýrðu fjölmiðlunarherferð. treysti sér ekki til að halda uppi vörnum fyrir sjálfa sig, eins og skylt er samkvæmt lögum landsins. Rödd hennar var tæp- ast annað en hvísl og hún endurtók hvað eftir annað að hún skildi ekki það sem sak- sóknarinn segði. Ekki kom fram hvort skilningsleysið væri að kenna heyrnardeyfð hennar, en ekkjan er 67 ára að aldri, eða hvort henni væri ofraun að átta sig á lagakrókum. I sjónvarpsþætti var sýnt þegar ekkjan fékk ákæruskjalið í hendur í réttarsalnum, en rök hafa verið að því leidd að atriði þessa þáttar hafi verið tekin upp áður en réttarhöldin hófust. Flestir sakborninganna virtust dasaðir og ruglaðir í ríminu er þeir komu fram í fyrsta sjón- varpsþættinum, og er talið að áherzla sé á það lögð að sýna þá í slíku ljósi til að auka á andúð almennings á þeim. Ekkjunni, sem handtekin var skömmu eftir lát Maós árið 1976, varð það á að ruglast í dagsetningu er hún kvittaði fyrir móttöku ákæruskjalsins í réttarsalnum og hún varð að taka af sér gleraugun til að geta rýnt í það sem í skjalinu stóð. Lögregluþjónn með hvíta glófa stýrði hönd hennar að undirrit- unarlínunni á skjalinu. Yao Wenyan, einn fjórmenn- inganna úr klíkunni alræmdu, einblíndi staðfastlega upp í loft- ið þar sem hann stóð frammi fyrir saksóknaranum, en svit- inn bogaði af honum. Hann var spurður hvort hann óskaði að ráðfæra sig við málfærslumann, og svaraði því til að hann hefði ekki fram að þessu hugleitt slíkan möguleika. Wenyan var á árum áður æðsti maður blaða- útgáfu í landinu. Aðeins einn sakborningur hefur látið í ljós þrjózku við réttarhöldin. Það er Zhang Chunqiao, sem áður var borgar- stjóri í Shanghai, en hann átti um árabil sæti í framkvæmda- ráði stjórnmálanefndar kín- verska kommúnistaflokksins. Hann neitaði að svara til nafns við upphaf réttarhaldanna og þegar saksóknarinn ætlaði að fá honum ákæruskjalið lýsti hann því yfir að hann neitaði að veita þyí viðtöku. Zhang virtist nokk- Ekkjan lauslát á sokkabands- árum sínum í Shanghai Iluang Chen. 67 ára gömul ekkja eins helzta kvikmyndastjóra í Kina. staðhæfir í viðtali við brezka vikuritið Now. að Jiang Qing, ekkja Maós. hafi á sinum yngri árum í Shanghai verið lauslát og hafi hún ekki vílað fyrir sér að láta i té bliðu sina. gæti það orðið henni til framdráttar í kvikmyndum. „Ég kynntist manni mínum árið 1935,“ segir Huang Chen, „og fyrir hans tilstilli Jiang Qing. Ég er hrædd um að þá þegar hafi hún verið búin að fá á sig óorð. Hún hafði þá verið gift Tang Na í um það bil eitt ár, en hélt samt áfram að sofa hjá hinum og þessum, þar á meðal fyrrverandi eiginmanni sínum. Ég veit ekkert um uppruna hennar, en sagt var að þetta væri annað hvort þriðja eða fjórða hjónaband hennar. Ég er ekki viss hvort heldur var. Jú, það getur vel staðizt, jafnvel þótt hún hafi verið ung að árum. Þá var alvanalegt að stúlkur í Kína giftust snemma, venju- legt að 16 ára stúlkur gengju í hjónaband. Þess vegna hefði hún vel getað átt að baki tvo eða þrjá hjónaskilnaði. Þegar hún kom til Shanghai í fyrsta sinn hafði hún ekkert á bak við sig. Hún vildi komast í kvikmyndirnar og þótt hún væri ekkert sérstaklega ásjáleg kunni hún að gefa karlmönnum undir fótinn. Ég held hún hafi gifzt Tang Na aðeins til að flýta fyrir frama sínum. Hún vissi að hann var vinur mannsins míns og Zhao Dan, og það var skref fram á við. Og upp frá því vann hún að kvikmyndagerð með manninum mínum. En hún var Tang Na aldrei trú eiginkona. Það vissum við öll, enda þótt hún reyndi að ljúga sig út úr því. Þau skildu árið 1937,“ segir Huang Chen. Zheng Junli, kvikmyndastjóri og fyrrum eiginmaður Huang Chen, var einn þeirra mörgu, sem Jiang Qing er sökuð um að hafa gengið milli bols og höfuðs á til að draga fjöður yfir vafasama fortíð sína í Shanghai. Hann sat í fangelsi þar sem hann lézt árið 1969. „Árið 1966 fékk maðurinn minn heim- sókn og fyrirmæli um að afhenda öll bréf og myndir, sem á einhvern hátt tengdust Jiang Qing. Hann reyndi að verða við þessu, en fékk skömmu síðar eindregna aðvörun þar sem sagt var að hann skyldi ekki reyna að halda neinu eftir. Þá leituðum við bæði í dyrum og dyngjum og settum húsið á annan endann. Við lögðum fram fleiri gögn, hvað sem hugsanlega mátti tengja Jiang Qing. Samt voru þeir ekki ánægðir. Maðurinn minn fékk nýja heimsókn og nýja aðvörun og ég sá að hann var orðinn mjög skelkaður. Ég spurði hann hvað amaði að og hann sagði mér að búast við því hvenær sem væri að hann dæi. Kvöld eitt, skömmu síðar, ruddist hópur grímuklæddra manna inn á heimili okkar og gerði húsleit, sem stóð yfir í nokkrar klukkustupdir. Þeir flettu hverri einustu bók nákvæmlega, og fóru inn í hverja hillu og niður í hverja skúffu á heimilinu. Ekkert létu þeir órannsakað. Síðan tóku þeir hvert einasta skjal, glósur sonar míns og allt skjalasafn mannsins míns, árangur margra áratuga starfs. Enn þann dag í dag veit ég ekki að hverju þeir voru að leita en það hlýtur að hafa verið afar mikilvægt, að minnsta kosti í augum Jiang Qing. Foringi innrásarmannanna sagði okkur að hefðum við verið í Peking þá hefðum við verið drepin." Huang Chen var farin að tárfella þegar hér var komið sögu í samtalinu við blaðamann Now. „Það er ekki fyrr en nú, eftir að ég sá ákæruskjalið, að ég kemst að því hvað varð um þessi skjöl. Þau voru brennd undir eftirliti Jiang Qing. Næst fóru þeir að kveðja mann minn til yfirheyrslna. Þær voru raunar í því fólgnar að þeir hrintu honum, spörkuðu í hann og börðu hann þar til hann gat ekki gengið óstuddur. Svo var hann settur í gæzluvarðhald, sem raunar var leynileg handtaka, og í tvö ár vissi ég ekkert hvað orðið hafði um hann, þrátt fyrir eftir- grennslanir. I lok apríl 1969 var mér tjáð að hann væri alvarlega sjúkur og ég mætti heimsækja hann í sjúkrahús. Þegar ég kom að rúmstokknum hjá honum ætlaði ég ekki að þekkja hann. Hann var of máttfarinn til að geta talað. Greinilega var hann að dauða kominn. Ég og bornin mín grétum. Jafnvel eftir að hann var látinn vorum við neydd til að halda þessu leyndu. Fylgzt var með mér og börnum mínum og þeim sem okkur heimsóttu var veitt eftirför.” Nú er Huang Chen aðstoðar-kvikmynda- stjóri, enda þótt hún sé heilsulaus og sé í veikindaleyfi. „Fólk í þessum atvinnuvegi, fólk á mínum aldri, lét lífið vegna þess; sem það vissi um Jiang Qing,“ segir hún. „I kvikmyndaverinu mínu eru 30 nú látnir, 10 af þessari ástæðu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.