Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Hópmynd af leikurum i Lénharði fógeta hjá LV fyrir um það bil 30 árum. Unnur Guðjónw i Fórnarlambinu Hún lék Linu langsokk með 1965. miklum tilþrifum. Úr Patta sem sýnt var haustið 1966. „Hjónakornin“ Unnur Guðjóns og Gunnar Sigurmundsson með friðan sonahóp. Sigurgeir Sigurjóns, Sigurð Grétar Benónýsson (Brosi), Andrés Sigurvinsson og Sigurjón Guðmundsson. Gauti Gunnars og Kristin Baldvinsdóttir i Gullna hliðinu. Leikfélag Vestmannaeyja 70 ára: „Menn slá til þegar á reynir“ Leikfélag Vestmannaeyja er 70 ára á þessu ári og er það í hópi elstu leikfélaga landsins. Ávailt hefur starf félagsins ver- ið markvisst tii þess að auka menningu og góða skemmtun. Það hefur árað misjafnlega hjá Leikfélagi Vestmannaeyja eins og flestum öðrum áhugaleik- féiögum á landinu, en i heiidina er aflinn rífandi góður, mörg góð ár og margar giaðar stundir sem féiagið hefur veitt Eyja- mönnum og fastalandsbúum þegar félagið hefur brugðið fyrir sig betri fætinum. Nýlega frumsýndi Leikfélagið gamanleikinn Aumingja Hönnu og ráðgert er að halda sýningum áfram um áramótin þegar útlit er fyrir ögurstund í atvinnulífi Eyj- anna, lokið við síldina og verið að gera klárt fyrir þorskinn. Morg- unblaðið ræddi við Auðberg Óla Valtýsson formann Leikfélags Vestmannaeyja og innti frétta af liðinni tíð í sögu félagsins og því sem framundan er. Leikfélag Vestmannaeyja var stofnað 22. ágúst 1910 og var Petersen símstjóri fyrsti formað- ur félagsins, listelskur og dríf- andi maður. Lengi vel lék Leikfé- lagið í gamla Gúttó, en þegar það var rifið og Samkomuhúsið byggt á grunninum fóru ýmsir örðug- leikar að bæra á sér, því húsið var rekið sem kvikmyndahús og auk margskonar reksturs voru dansleikir tíðir. Reyndar hefur það víðast gefist illa að reyna að hafa leikhús undir sama þaki og kvikmyndahús, en þar kom að því að Góðtemplarareglan hóf bygg- ingu á stórhýsi við Heiðarveg í Eyjum og var því komið í fokhelt horf en mál þróuðust síðan á þann veg að húseignin var yfir- færð á Vestmannaeyjakaupstað og úr því var aðalsalur félags- Rætt við Auðberg Óla Valtýsson formann Leikfélags Vestmannaeyja Hjálmar, Maggi og Auðberg óli formaöur hafa séð um að öll veiðarfæri væru klár þegar til á að taka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.