Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 23

Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 55 fclk í fréttum GLEÐI í BÆ + Ef til vill hefur verðandi Bandaríkjaforseti, Ronald Reagan, verið að láta einn góðan fjúka þegar þessi mynd var tekin, en hann er þekktur fyrir að vera maður hnyttinn og snöggur í tilsvörum. Þó er nú hætt við að ekki finnist mörg tilefni til brandarasmíða í þessum hópi. Þetta er ráðgjafanefnd Reagans í utanríkismálum. Frá vinstri eru: Caspar Weinberger, verðandi varnarmálaráðherra, George Bush, varaforseti, Reagan, William Casey, verðandi stjóri CIA og jafnframt yfirmaður hópsins og öldungadeildarþingmaðurinn Henry M. Jackson. Lítið fólk, lítið hús + Hér sést hvar Master Peter Philips, sonur Önnu prinsessu, kemur í fyrsta skipti til welska sveitahússins „Y Bwthyn Bach“, ásamt ömmu sinni, Elísabetu drottningu. Það sem er sérstakt við þetta hús er það, að það er + Þrátt fyrir fullyrðingar Nancy Reagans um að börn hennar hefðu ekki tekið neinn þátt í eiturlyfja- neyslu blómatímabilsins um 1970, hefur dóttir hennar Patti, lýst því yfir að hún hafi reykt marijuana. I viðtali við UPI var frú Reagan spurð hvort börn hennar reyktu marijuana eða notuðu eiturlyf. „Ekki er mér kunnugt um það,“ var svarið. En spurð að því sama í Los Angeles svaraði dóttirin, sem er að reyna að vera skemmtikraft- ur. „Jú, jú, ég þekki engan sem hefur ekki reykt fíkniefni. Ég geri það ekki lengur. Ég hef ekki efni á nákvæm smækkuð eftirlíking af upprunalega húsinu. Húsið og allt innan þess er hannað með börn í huga. Hús þetta stendur í Windsor og var gefið Elísabetu, á meðan hún var prinsessa, af íbúum Wales árið 1931. að vera svo „fríkuð“ lengur. Frú Reagan sagði einnig í fyrrnefndu viðtali að hún ætti litla byssu sem hún geymdi í skrifborðsskúffu. Þó segist hún vera á móti því að almenningur eigi byssur, en það mál hefur á ný verið dregið fram í dagsljósið eftir morðið á John Lennon. Hún segist aldrei hafa notað hana, nema þegar ektamak- inn, hann Ronald, kenndi henni hvernig ætti að brúka verkfærið. „Ronnie var svo mikið í burtu" var ástæðan sem hún gaf fyrir veru byssunnar í litlu skrifborðsskúff- unni sinni. „Kjósið fávita í stað fífls“ + Þetta eru kosningaslagorð franska grínistans Coluche, en sú ákvörðun hans að bjóða sig fram til embættis forseta Frakka, hefur vakið mikla kát- ínu og athygli hjá öllum al- menningi. Sjálfur segist hann ekki vera tákn eins eða neins. „Atkvæði til mín, er atvkæði til einskis," segir hann. „Allir stjórnmálamennirnir eru fífl, því segi ég kjósið fávita í stað fífls." Coluche kemur jafnan fram einn á skemmtunum sín- um. Auðvitað ganga mörg at- riðin út á væntanlegt forseta- kjör. Hann talar um „Giscard d’Estaing fyrrum forseta" og í lok hverrar skemmtunar fær hann áheyrendur til að standa upp og syngja með sér lag sem nefnist „Coluche Forseti". Áheyrendur eru öllum stéttum og allir skemmta sér konung- lega. Þó er þetta ekki allt eintóm skemmtun. Hann hefur fengið hótunarbréf og lögreglu- vörður er á vakt við heimili hans allan sólarhringinn. Fyrir stuttu fannst sviðsstjóri hans látinn í úthverfi Parísar. Hann hafði verið myrtur. Coluche segist þó ekki vilja tengja morðið framboði sínu. Komi það hins vegar á daginn segist hann munu gera byltingu og ekkert minna en það. Og þetta sé enginn brandari. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð til handa erlendum lesendum þessa viðtals sagði hann: „Jú, jú, finnið einhvern (óprent- hæft) eins og mig og kjósið hann. Það mun breyta lífi ykkar.“ Þá vitum við það. Ronnie var svo mikið í burtu... Jólabragur í Stykkishólmi Stykkishólmi. 22. desember. NÚ ER orðið virkilega jólalegt í Stykkishólmi. Fyrir framan fjölda ibúðarhúsa eru iituð ljós, sem varpa skemmtilegum bjarma yfir umhverfið. Hafa þau ef til vill aldrei verið fleiri og segir það sitt. Eins og áður hefur nú Stykkis- hólmshreppur sett upp stórt og skrautlegt jólatré i miðbænum og setur það skemmtilegan jólasvip á bæinn. Verzlanir eru skreyttar. Útstill- ingagluggarnir fagurlega litaðir. Margt lokkar þar augu vegfarenda og er augsýnilegt að jólin eru ekki langt undan. Mikið annríki er í allri þjónustu og man ég varla eftir meiri pósti, sem hefur borizt fyrir jól, en núna. Fjöldi fólks úr sveit- inni hefur verið á ferð í dag, en seinasta ferð um eyjar og til Brjánslækjar var í morgun, en seinustu ferðir með rútunni eru á morgun frá Reykjavík og er auka- ferð klukkan átta síðdegis. Frá Stykkishólmi er farið klukkan 18. Mikið hefur verið um flutninga, bæði fólks og varnings. Akfært er nú um allt nes og ferðir hafa því gengið vel og engar verulegar tafir orðið enn sem komið er. í allan dag hefur verið jólaveður. Fréttaritari Ljósmyndina á plötuumslagi tók Ragnar Axelsson af nokkrum sprækum „nikkurum“ fyrir utan Torfuna í Reykjavík. „Líf og f jör með harmonikkuunnendiim” LÍF og fjör með harmonikkuunn- endum heitir ný hljómplata. sem hljómsveit Félags harmonikku- unnenda og einleikarar spila á ýmis kunn innlend og erlend lög. Hljóðfæraleikararnir eru frá Reykjavík. Akureyri og Húsavik og eru þeir flestir kunnir harm- onikkuleikarar eða þeir hafa spilað á fundum félagsins í út- varpi, sjónvarpi og víðar. Grettir Björnsson lagði hönd á plóginn við starf harmonikkuunn- enda og er platan árangur af því starfi. Meðal þeirra sem leika á plötunni má nefna Eirík Ásgeirs- son, Sigurð Alfonsson, Högna Jónsson, Bjarna Marteinsson formann Félags harmonikkuleik- ara, Karl Jónatansson, Aðalstein ísfjörð, Eyþór Guðmundsson, Ág- úst Pétursson og Guðmund Frið- riksson. Bjarnarflag: Hola tólf Björk, Mývatnssvpit. 22. desember. NÚ ER nýja gufuholan í Bjarnar- flagi. númer tólf, i blæstri sem kallað er. Talið er að hún sé mjög álitleg og geti gefið í viðbót 10—12 megawött af orku. Eftir áramótin verður holan tengd við gufuveitukerfið i Bjarnarflagi. Umhyggju fyrir heimavanda- málum fyrst MORGUNBLAÐINU hefur horist eftirfarandi fréttatilkynning: Eyverjar, Félag ungra Sjálfstæð- ismanna Vestmannaeyjum, hélt stjórnarfund sunnudaginn 7. des- ember 1980, og var eftirfarandi ályktun samþykkt: Stjórn Eyverja styður eindregið þá ákvörðun yðar í máli Frakkans Gervasoni. Stjórnin styður þá hugsun yðar, að nær væri að bera umhyggju fyrir afbrotamönnum hér heima, áður en við förum að hugleiða vandamál afbrotamanna annars staðar í heim- inum. í blæstri Gufustöðin í Bjarnarflagi fram- leiðir nú 2,5 megawött. Sýnist einboðið að á næstunni verði að auka raforkuframleiðslu á þessu svæði, þar sem svo auðvelt er að afla gufu. Orkuver verði svo byggt upp í áföngum og mætti hugsa sér að til að byrja með yrði settur upp 6—10 megawatta gufuhverfill. Höfum við efni á því að láta gufuna streyma út í loftið á þessum stað, þegar svo mikill gufuskortur er talinn vera? Kristján Mývatnssveit: Kiwanismenn selja jólaöl Bjork, Mývatnssvcit, 22. desrmher. KIWANISMENN hafa að undan- förnu selt ljósaperur og jólapappír og nú síðast jólaöl. Keypt voru tvö tonn af jólaöli frá Akureyri. Ágóð- anum af þessari sölu verður varið til styrktar ýmsum brýnum og þörfum málefnum. — Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.