Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 19
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Þrautir — Lokaðu augunum Þessi leikur virðist í fyrstu mjög auðveldur. Þú tekur pappír og klippir hann niður í nokkra reiti eins og sýnt er á myndinni og leggur hann á gólfið — og auðvitað eru félagar þínir með í öllu saman. Síðan takið þið steina, tölur eða einhverja aðra hluti, sem eru jafn margir reitunum — bindið fyrir augun, svo að þið sjáið ekkert — og reynið síðan að muna, hvar reitirnir voru staðsettir. Leggið síðan steinana eða tölurnar á þá staði, sem þið haldið að reitirnir séu. Þið fáið eitt stig í hvert skipti sem það tekst, en einn í frádrátt ef þið setjið tvo hluti á sama reitinn. Haldið þið að þetta sé auðvelt? Reynið sjálf ... Töfrabrögð Flestum finnst gaman að geta framkvæmt einhver töfrabrögð. Þau eru í því fólgin að geta leikið á áhorfendur án þess að þeir taki eftir eða uppgötvi, hvernig töfra- brögðin voru framkvæmd. Nú skaltu sníða hring á hvít- um pappír nákvæmlega eftir glasinu og líma hann síðan á rönd glassins. Síðan býrðu til kramarhús eins og sýnt er á myndinni, sem passar yfir glas- ið. Næst tekurðu pening og leggur á hvítan pappír á borðinu, leggur kramarhúsið yfir glasið og setur hvorttveggja yfir pen- inginn. Og nú tekurðu aðeins kramarhúsið af glasinu — og þá er peningurinn horfinn! (Hann er undir pappírnum, sem er límdur á glasröndina.) Síðan seturðu kramarhúsið aftur yfir glasið, tekur hvorttveggja upp bæði glasið og kramarhúsið — og sjá, þá er peningurinn þar sem hann á að vera. Æfðu þig vel. Æfingin skapar meistar- ann... Alveg eins Athugaðu nú vel mynd nr. 1. Ein af skuggamyndunum er alveg eins og fyrsta myndin. Þrautin er í því fólgin að finna hverjar tvær eru alveg eins. Getur þú fundið það innan tveggja mínútna? Til hamingju. leikir — skrýtlur Frá, frá Fúsa liggur á! Töfra- brögð Klipptu renning úr pappa, sem er ca. 4 sm breiður og 12 sm langur. Skerðu síðan tvær rifur í hann, 8 sm að lengd. Klipptu einnig gat á renn- inginn eins og sýnt er á myndinni og dragðu síðan tvinna gegnum rifurnar og gatið og bittu tölur í end- ana. Hvernig geturðu nú losað snúruna án þess að rífa eða klippa einhvers staðar? munjnus t?u qb ipUUA upil J3 QB nQJ3S PN ~ uinuSaS jaj uuuq ijj qu3ubc[ luunfQiui i uui{iuiujs uun i nQ^ujp 3o uui3uiuu0j nQSAag lusnug Faldar myndir Hlutirnir á þessari litlu mynd eru allir faldir í stóru mynd- inni þar sem börnin eru að leika sér á skautum. Hlutirnir eru tíu í allt. Geturðu fundið þá alla á einni mínútu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.