Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 41 Sigurgeir Scheving hefur leikið og leikstýrt jöfnum höndum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. heimilisins innréttaður sem leik- hús og fundarsalur. 10 ár eru nú liðin síðan Leikfélagið fékk þann- ig fast þak yfir höfuðið og býr það nú við mjög góðar aðstæður, sal sem rúmar nærri 200 manns, gott svið og sviðsútbúnað, bún- ingsherbergi og geymslur. „Á undanförnum árum hafa jmsir nýliðar gengið til liðs við Leikfélagið," sagði Auðberg Óli, „á löngum ferli félagsins hefur það átt mjög trausta fylgismenn, leikara og áhorfendur, og marga frábæra leikara. Það sem er framundan hjá okkur þegar Aumingja Hanna er komin á skrið undir leikstjórn Unnar Guðjóns, þá ráðgerum við að hefja æfingar á barnaleikriti og er byrjað að vinna að málinu. Nokkur verk eru í sigti og er aðeins eftir að taka lokaákvörð- un, en við reiknum með að reyna að frumsýna barnaleikritið 10. febrúar nk. á 10 ára afmæli aðstöðunnar í Félagsheimilinu. Það má segja að um 60—70 manns séu virkir félagar í Leikfé- laginu og þar af er nokkur hópur unglinga og barna, en það er mjög mikill áhugi hjá yngsta fólkinu í leiklistarstarfinu á sama tíma og það er alltaf erfitt um þessar mundir að fá karl- menn á aldrinum 35—50 ára til þess að taka þátt í leiksýningum. Annars má segja að hjá okkur sé nokkur gróska, við reynum að halda námskeið fyrir yngstu ald- urshópana hjá okkur og undan- farin ár hafa verið námskeið fyrir eldri og yngri. Við höfum skipt þessu í 12—14 ára, 14—16 ára og 16 ára og eldri. Þar hefur verið kennd framsögn og annað í leiktjáningu. Við erum ánægð með þá að- stöðu sem við höfum, hún er einfaldlega frábær. Salurinn rúmar 178 gesti og við höfum fullkomna aðstöðu á við atvinnu- Ieikhús. Draumurinn er auðvitað að koma atvinnuleikhúsi á stofn, en það er ekki fjárhagslega mögulegt að sinni. Áð jafnaði höfum við frumsýnt þrjú leikrit á ári og þau hafa sótt að meðaltali 700—800 gestir hvert leikrit. Það hefur verið mikil lyfti- stöng að hafa þessa góðu aðstöðu, það auðveldar allt, en samt hefur skipt miklu máli að eiga baráttu- jaxlana okkar tvo, Unni sem á 30 ára leiklistarafmæli nú og Sigur- geir Scheving, sem hefur verið í baráttunni í 32 ár. Hann leikur nú í Hönnu, bjargaði málinu á síðustu stundu. Menn slá til þegar á reynir, þessir gömlu sem aldrei ætla að gefast upp.“ - á.j. Margt ungt fólk hefur lagt Leikfélaginu lið á undanförnum árum. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Sveinn Tómasson og Unnur Guðjóns i léttri iotu. Edda Aðalsteins hefur leikið mörg hlutverk á liðnum árum. Edda, Ásta, Marta, Unnur og Einar rakari á sviðinu um 1970. Galvaskur hópur leikfélagsfólks. Ragnar Júlíusson varaborgarfulltrúi: Fáir munu vilja gang- ast við króanum RAGNAR JÚLÍUSSON varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi borgarstjórnar sem haldinn var í fyrri viku að hagsýslustjóri Reykjavikurborgar hefði upplýst sig um að formaður frséðsluráðs. Kristján Benediktsson, hefði vitað um gerð skýrslu hagsýsluskrifstof- unnar, varðandi nýtingu skólahúsnæðis í borginni. Kristján Benediktsson sagði á fyrri fundi borgarstjórnar, þar sem þessi mál voru rædd, að umrædd skýrsla hefði ekki verið gerð af frumkvæði formanns fræðsluráðs, né heldur með vitund eða vilja hans. Ragnar sagði að hvergi hefði komið fram að Kristján væri upphafsmaður þessa verks „og úr þessu verður örugglega erfitt að finna upphafsmanninn, því fáir munu vilja gangast við faðerni króans,“ sagði Ragnar. Kristján Benediktsson ítrekaði við þessar umræður að skýrslan væri ekki gerð með vitund hans eða vilja og kallaði það „þrá- hyggju" hjá Ragnari Júlíussyni að gefa það í skyn að hann hefði vitað um þetta mál. 14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra: 59. gr. skattalaganna gölluð í framkvæmd 14. þing Landssambands vöru- bifreiðastjóra var haldið dagana 6. og 7. desember sl. Formaður sambandsins, Einar Ögmundsson setti þingið með ávarpi og minnt- ist m.a. tveggja látinna forystu- manna, þeirra Ingimars Ólasonar, ísafirði og Þorsteins Kristinsson- ar Dalvík. Forsetar þingsins voru kjörnir Valgeir Guðjónsson, Sauðárkróki og Guðmundur Kristmundsson, Reykjavík. Ritarar: Þórarinn Þór- arinsson N-Þing. og Jón Sigur- grímsson, Árnessýslu. Á þinginu var flutt skýrsla sambandsstjórnar og lagðir fram og samþykktir reikningar sam- bandsins. Meðal samþykkta þingsins voru eftirtaldar: „14. þing Landssambands vöru- bifreiðastjóra haldið 6.-7. des. 1980, telur að 59. gr. skattalag- anna sé það gölluð í framkvæmd að ekki verði hjá því komist að endurskoða þessa grein laganna, þannig að einungis verði lagt á rauntekjur manna.“ „14. þing landssambands vöru- bifreiðastjóra felur stjórn sam- bandsins að halda áfram því starfi sem hafið er af fráfarandi stjórn varðandi tryggingu ökumanns. Þingið leggur á það áherslu að stjórnvöld beiti sér nú þegar fyrir lagabreytingu í þá átt að ökumað- ur vörubifreiðar sé tryggður í starfi hvort hann er við vinnu við fermingu, affermingu eða akstur bifreiðarinnar." „14. þing Landssambands vöru- bifreiðastjóra fagnar því átaki sem núverandi ríkisstjórn hefur boðað í vegaframkvæmdum. Það er eindregin skoðun þingsins að bætt vegakerfi sé undirstaða auk- innar hagsældar á hinum mjög mismunandi sviðum þjóðlífsins. Bætt samgöngukerfi hlýtur að verða að teljast nauðsynlegur ör- yggisþáttur við þær náttúruað- stæður sem þjóðin býr við og jafnframt stuðla að auknum menningarsamskiptum milli landshluta." „14. þing Landssamhands vöru- bifreiðastjóra ítrekar samþykktir fyrri þinga sambandsins um aukið umferðaröryggi og auknar slysa- varnir. Það er eindregin skoðun þingsins að það starf sem Slysa- varnafélag íslands og Umferðar- ráð hafa innt af hendi og vinna að, hafi skilað umtalsverðum árangri til bættrar umferðarmenningar. Landssamband vörubifreiðastjóra heitir þessum aðilum fullum stuðningi í þeirra mikilvæga starfi." Er kom að stjórnarkjöri lagði kjörnefnd þingsins fram eftirfar- andi tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Þar sem fyrir liggur að a.m.k. 4 af 7 núverandi stjórnarmönnum Landssambands vörubifreiða- stjóra gefa ekki kost á sér til endurkjörs, og kjörnefnd hefur ekki tekist á þeim tíma sem hún hefur til umráða að gera tillögu um nýja stjórn, leggur nefndin til við þingið, að þessu þinghaldi verði frestað um einhvern tíma, t.d. 3 mánuði, enda noti kjörnefnd þann tíma til undirbúnings stjórn- arkjörs og trúnaðarmanna." Jafnframt var þeirri ósk beint til starfandi stjórnar að gegna áfram störfum og féllst hún á það. Ákveðið var að þingið skuli kallað saman til framhaldsfundar eigi síðar en í lok marsmánaðar 1981. Gallerí Suðurgata 7 sýnir í Kaupmannahöf n Aðstandendur Gallerí Suður- götu 7 hafa opnað sýningu á verkum sínum í Galleri 38. Kanal 2, Kaupmannahöfn. Verkin á sýningunni eru unnin í margskonar efni. Þar eru málverk, teikningar, ljósmyndir, kvikmynd- ir, litskyggnur, þrívíddarverk unnin í náttúruleg efni. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Bjarni H. Þórarinsson, Friðrik Þór Frið- riksson, Halldór Ásgeirsson, Jón Karl Helgason, Margrét Jónsdótt- ir og Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson. Þess má geta að þetta er þriðja sýning Suðurgötu 7 hópsins á árinu erlendis, áður var sýnt í New York. (mars) og Hels- inkí (maí).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.