Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 15
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 JÖKULL Eftir Lilju Kistjánsdóttur Það var vetur. Desember var að kveðja og nýtt ár að heilsa. Úti ríkti norðlenzkt j§ vetrarveður mcð hreinu, I tæru fjallalofti og frosti, sem beit ofurlítið í nef og kinnar. || Við hvert spor, sem stigið var, marraði í snjónum undir fótum manns og skíðafæri var gott. Ain, sem rann við túnfót- inn á bernskuheimili Sól- veigar, var óðum að færast i klakafjötra. Að vísu sást hún - ennþá, blágrá og köld, stefna leið sína til sjávar milli ísskara, sem breikkuðu dag frá degi. En augljóst var, að J| áður en langt um liði yrði hún falin undir þykkri ís- brynju. Foreldrar Sólveigar áttu hund, hvítan að lit, sem Ji Jökull hét. Hann hafði fengið sér gönguferð í góða veðrinu, synt yfir ána og var nú á heimleið. Heima hjá Sólveigu voru J§ allir önnum kafnir. Von var á mörgum gestum um kvöld- ið og því nóg að gera. Allt í einu kvað við hátt angistarvein, og síðan fylgdu | fleiri á eftir. Fjölskyldan brá í skjótt við til að ganga úr skugga um, hvaðan hljóð þessi kæmu. Það tók ekki langan tíma. Eftir örfáar mínútur stóðu systkinin í röð niðri á árbakkanum. Við bakkann hinum megin hafði myndazt löng sprunga í ís- inn, sem síðan hafði hulizt snjó, svo að hún sást ekki. Og nú sat Jökull fastur í þessari sprungu. Afturhlutinn lá í vatni, en framfætur, höfuð og háls voru uppi á ísnum. Hann reyndi stöðugt að klóra í Í8brúnina til að komast upp úr. En brúnin var hál og klærnar ekki beittar, svo að þær tilraunir báru ekki ár- angur. Systkinin vissu varla, hvaða ráð átti að hafa til bjargar. Bræðurnir hófust strax handa, en systurnar, Svana og Sólveig, hlupu heim aftur. Þær þoldu ekki að horfa á árangurslausar til- raunir hundsins og hlusta á angistarvein hans. Sjálfar gátu þær heldur ekkert gert til hjálpar annað en að biðja Guð að bjarga honum. Það gerðu þær líka meðan tárin runnu niður vanga þeirra beggja. Nonni og Siggi voru ekki iðjulausir á meðan. Fyrst reyndu þeir að kalla í Jökul og hvetja hann til að losa sig. En þegar sýnilegt var, að hundurinn gat það ekki, hljóp Nonni heim og sótti langan kaðal og stóra sleggju. Enginn skildi, hvað hann ætlaði að gera, þegar hann fór að losa sleggju- hausinn af skaftinu og binda síðan kaðalinn í gatið. Sólveig og Svana fylgdust með þessum aðförum heiman úr glugganum og óttuðust það mest, að Jökull yrði dáinn úr kulda áður en tæk- ist að bjarga honum. Þrek hans var greinilega farið að minnka. Hann klóraði ekki lengur í ísinn, og hljóðin voru ekki eins há og skerandi og í fyrstu. Fólkið á nágrannabænum var nú líka komið til sögunn- ar. Bóndinn þar hljóp suður með ánni þangað til hann kom að vaði, sem á henni var. Þar stökk hann út í ískalt vatnið og óð yfir að skörinni hinum megin. Áin var svo djúp, að glerhál ísbrúnin nam við bringu hans. Árangurslaust reyndi hann að vega sig upp á brúnina og varð að lokum að snúa við aftur. Sólveig hafði fylgzt vel með þessu ferðalagi hans og fannst öll björgunarvon úti, þegar hann óð aftur austur yfir ána. Hún fór nú að gæta að bræðrum sínum, sem enn stóðu á árbakkanum beint á móti þeim stað, er Jökull sat fastur. Hún varð undrandi, þegar hun sá, hvað Nonni hafðist að. Hann var búinn að binda kaðalinn í sleggju- hausinn og æfði sig í raun- verulegu sleggjukasti. Slegg- juhausinn flaug í loftinu með kaðalinn í eftirdragi og kom niður á ísinn skammt frá hundinum. í mesta flýti dró Siggi kaðalinn til sín aftur, rétti bróður sínum rennvota sleggjuna að nýju og sagði: — Reyndu aftur. Bara svolítið lengra þá nægir það. Sólveig var nú komin niður á bæjarhólinn æst af geðs- hræringu. Hún hélt, að bræðurnir ætluðu að reyna að rota hundinn á þennan hátt til að stytta kvalatíma hans. Það var óskiljanlegt, að þeim skyldi detta slíkt í hug. Öll von var ekki úti enn. Hún þaut niður brekkuna, svo að snjórinn rauk, til að reyna að hindra, að fleiri tilraunir yrðu gerðar. En hún kom of seint. Það hvein í loftinu, er sleggjan þaut yfir ána að nýju, og nú fór hún miklu lengra en áður, fram hjá Jökli og sprungunni. Hún var dregin til baka þangað til hún datt niður í sprunguna við hliðina á hundinum. Þá var gefið eftir, svo að hún sökk til botns. Síðan kallaði Nonni: — Hjálpið okkur að toga í kaðalinn. Þá loks skildi Sólveig til- gang bræðra sinna. Þeir ætl- uðu að reyna að draga ís- spöngina frá bakkanum, svo að Jökull yrði laus. Það var tekið duglega í kaðalinn. Allir neyttu krafta sinna til hins ýtrasta. Og spöngin lét undan. Jökull var að þrotum kom- inn þegar hann kom synd- andi yfir ána. Hann hrakti undan straumnum og hefði aldrei komizt upp úr vatninu, ef margar hjálpfúsar hendur hefðu ekki dregið hann á land. Síðan var hann borinn heim. Þar beið mamma Sól- veigar með heita nýmjólk, sem hún ætlaði að gefa honum. En Jökull gat hvorki lapið ne gengið. Mjólkin var því látin í flösku og hellt niður í hann. Síðan var hundinum búið mjúkt ból í hlýjunni hjá eldavélinni. Það var breitt vel ofan á hann og hlúð að honum á allan hátt. Fyrst í stað skalf hann óskaplega mikið, en von bráðar leið honum betur. Stundu seinna hafði hann lyst á bæði rjómapönnuköku og rjómatertu ásamt fleira góðgæti. Þá glaðnaði yfir Sólveigu. Jökull hlaut að vera úr allri hættu úr því hann hafði fengið matarlyst. Sú varð líka raunin á. Honum varð ekkert meint við þetta kalda vatnsbað. Mikið var Sólveig og fjöl- skylda hennar þakklát fyrir, að Guð hafði varðveitt Jökul frá að deyja á svona ömur- legan hátt rétt fyrir augun- um á þeim. LUBBI LITLI eftir Brynju Björk Úlfarsdóttur, 10 ára Ólafsvík. Einu sinni var strákur, sem var kallaður Lubbi. Hann var kallaður Lubbi af því að hann greiddi sér aldrei. Einu sinni sagði mamma Lubba: „Greiddu þér nú, Lubbi minn. Þetta gengur ekki lengur." Þá sagði Lubbi: „Nei, það eru bara stelpur sem greiða sér.“ Þá sagði mamma hans: „Strákar greiða sér alveg eins og stelpur. Þegar hann afi þinn var lítill, greiddi hann sér alltaf. Þess vegna var hann með svona fallegt hár.“ Þá sagði Lubbi: „En afi er með skalla núna.“ Þá svaraði mamma hans: „Já, hann er orðinn svo gamall, blessaður." En eftir þetta greiddi Lubbi sér alltaf og stundum mörgum sinnum á dag. Eftir Sigurð Yngva Kristinsson, 7 ára, Breiðvangi, Hafnarfirði. Einu sinni var Gluggagæir á gangi í dimmunni. Hann var að setja nammi í skóinn minn. Ég fékk súkkulaði í skóinn. Svo fór ég á jólaskemmtun. Þ»að var gaman að horfa á jólasveinana. í>eir hentu karamellum til okkar. Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.