Morgunblaðið - 24.12.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.12.1980, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 HÖGNI HREKKVlSI I Ast er... áö kunna ad tapa. TM Rm. U.S. Pat. Off.—all rights reserved • 1980 Los Angeles Times Syndicate Þetta mun vera sá stærsti sem hefur verið skotinn! COSPER Þá látum við fyrirberast hér í nótt. — Góða nótt drengir! Þórarinn E. Jónsson skrifar. Jólin 1980 eru að nálgast. í dag er 21. desember, skammdegið hvað svartast. Samt skín bjart ljós inn í þennan heim, sem er fullur af efasemdum og myrkri vantrúar. Hvers konar ljós er það, sem hér er átt við? Sjálfsagt er að spyrja, leita og reyna til að finna svör við spurningunni. Hvert verður svar- ið? Svarið um Ljósið eilífa. Þetta: „Yður er frelsari fæddur, Kristur drottinn í borg Davíðs." Þá furðar okkur varla, þótt mik- il birta lýsti Jólin 1980 eru í nánd. Fyrir 1980 árum fæddist drengur austur í Gyðingalandi, langt frá voru landi. Þarna, í Gyðingalandi, er næturmyrkrið svartara en hér. Ljósið heilaga lýsti bjart og geisl- andi. Skin þess var bjart. Við- brigðin voru stórkostleg, ólýsan- leg. Hvað var að gerast? Svar: Drengur var að fæðast í þennan heim. Þó að drengur þessi, sem hér um ræðir, væri fæddur í gripahúsi, þá kunngerði almáttug- ur guð komu þessa drengs, inn í þennan heim, á ógleymanlegan hátt. Næturmyrkrið var rofið. Englar, verur frá öðrum heimi, sungu guði lofsöngva. Meðal ann- ars þetta: „í dag er 21. desember, skammdegið hvað svartast. Samt skín bjart „Yður er í dag frelsari fæddur. íjós inn í þennan heim, sem er fullur af efasemdum og myrkri Kristur drottinn í borg Davíðs." vantrúar. Hvers konar ljós er það, sem hér er átt við? Sjálfsagt er Þá furðar okkur varla þótt mikil að spyrja, leita og reyna að finna svör við spurningunni. Hvert birta lýsti yfir plánetuna Jörð verður svarið? Svarið um Ljósið eilífa. Þetta: „Yður er frelsari fyrst það var Kristur Jesús, frels- fæddur, Kristur drottinn, í borg Davíðs.““ (Ljósm. MaitnúH Hjörleifsson) Frelsan er oss fœddur ari mannanna, sem þarna var fæddur, á jólanótt fyrir 1980 árum. Nær þessi boðskapur til vor mannanna? Nú nálgast jólin árið 1980, hin 1980-ustu í röðinni ... Erum við viðbúin slíkum jólum, sem hinum, sem lýst var, þegar ljós guðs lýsti yfir jörðina. Spyrja má: Þolum við slíka birtu? Fer ekki fyrir okkur eins og lærisveinum Jesú Krists, er hann um-myndaðist þeim á fjallinu forðum, og þeim varð sú birta ofviða ... Færi okkur ekki líkt og þeim, að birtan mikla, ljós guðs, yrði oss ofviða? ... Jólin eru að koma. Jólaskreytingar, hið ytra. Slíkt er til prýði, vissulega, en innri skreyting þarf einnig að koma til eigi jólin að ná til vor, með jólaboðskap Jesú Krists ... Frelsari er yður fæddur: Þetta er boðskapur jólanna. Nær þessi boð- skapur til vor mannanna, mitt í ys og þys daglega lífsins, þar sem hávaðinn og marklaust glamur virðast yfirtaka mannlega hugsun hvað það snertir að hugleiða hvaða þýðingu það hefur fyrir mennina að Jesús Kristur fæddist í þennan heim? Hvað veldur? Brauð vantar handa hungruðum heimi, er hrópað. Kallað er á hjálp, til handa hungruðu, fata- lausu og heimilislausu fólki, í milljóna tali, sem eymdinni er ofurselt, fólki, sem hvergi á skýli yfir höfuðið, fólki, sem hrekst allslaust og hjálparvana, land úr landi, eins og rekald, sem rekur á Þórarinn E. Jónsson fjörur, af hafi. Hér er vissulega hjálpar vant. íslendingar eru hjálpsamir og bregðast vel við í tilfellum sem þessu. En spyrja má: Hvers vegna er þetta fólk, sem hér um ræðir, svona illa statt? Hvað veldur? Svarið verður þetta: Ófriður geisar víða um lönd. Styrjaldir á meðal þjóða og einnig einstakra sérhyggjuhópa. Saga þessa ófarnaðar verður ekki rakin hér, en neyðaróp fólksins segir til um að hér er þörf á hjálp. En um leið verðum við einnig að leiða hugann að því hvaða ráð muni bezt fallið til úrbóta, í þessu efni. Ekkert tillit tekið til fagnaðarboðskaparins Hér liggur svarið ljóst fyrir: „Yður er frelsari fæddur." Hvers er að vænta frá honum? spyrja margir. Svara sér sjálfir og segja: Þessi Jesús fæddist fyrir mörgum öldum síðan. Enn ríkir ófriðar- ástand hér í heimi þrátt fyrir marglofaðar kenningar hans. Hvernig stendur á þessu? Því skal svarað. Ófriðar-ástandið, sem enn ríkir hér á jörðu stafar fyrst og fremst af því að ekkert tillit er tekið til fagnaðarboðskapar Jesú Krists. Mennirnir loka fyrir hið andlega viðtöku-tæki sálar sinnar, þ.e. láta kenningu hans eins og vind um eyru þjóta, til dæmis þessi ómetanlegu magnþrungnu orð: „Frið skil ég eftir hjá yður. Minn frið gef ég yður. Hjörtu yðar hræðist eigi né skelfist. (Jóh. 14, 27-28). Friður á jörðu Þarna er Jesús að búa læri- sveina sína undir þá raun, að nú komi að því að hann skilji við þá um sinn. Þessi voru huggunarorð hans, til þeirra. Friður á jörðu. Hvers er mönnum fremur vant nú en þessa friðar, sem Jesús talaði um þá? Þessi orð hans um frið á jörðu eru i gildi enn í dag. Islendingar eru taldir friðelsk- andi menn ... Margir, meðal þjóðarinnar, sýna það eflaust í verki og láta ekki neyðar-hrópin vanheyrð, og gefa gjafir til hjálp- ar hinum nauðstöddu. Slíks er að vænta enda þörfin brýn. En þessu vil ég bæta við, orðum, sem koma innan frá, minu eigin hjarta. Biðjum nú sameinuð, á þessum jólum, um frið guðs, hér á jörðu. Biðjum í Jesú Krists heilaga nafni: Friður á jörðu sé og veri bænar-orð íslenzku þjóðarinnar nú og um aldir: „Yður er frelsari fæddur." Gleðileg jól.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.