Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 43 Einar Markússon: Innsýn MEÐ MIKILLI eftirvæntingu hafa margir músíkunnendur beðið eftir framhaldi Tónmennta, öðru bindi L—ö, sem gefið er út af Menningarsjóði. Nú er bætt úr þeirri þörf og knýjandi nauðsyn. Bókin er komin út. Höfundurinn, dr. Hallgrímur Helgason, eys hér sannarlega af nægtabrunni víð- Ný lög frá Alþingi: Biskupskosn- ingar, fæðing- arorlof og almanna- tryggingar FJÖLMÖRG frumvörp urðu að lögum frá Alþingi í önnunum síðustu dagana fyrir jólaleyfi þingmanna, sem hófst á laug- ardaginn, hinn 20. desember. Alþingi verður aftur kvatt saman eigi síðar en hinn 26. janúar á nýju ári. Meðal þeirra frumvarpa, er urðu að lögum fyrir jól, má nefna lög um biskupskosn- ingar. en þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum réttind- um leikmanna við kjör biskups yfir íslandi. Biskupskosning samkvæmt hinum nýju lögum mun fara fram á næsta ári. Þá voru samþykkt lög um minnstu mynteiningu við álagningu opinberra gjalda. en þar er að finna ákvæði um að skatta og skyldur skuli landsmenn greiða í heilum krónum, nýkrónum, en ekki aurum, og verða upphæðir ým- ist hækkaðar upp eða lækkaðar til að slíku verði við komið. Er það gert vegna erfiðleika á að breyta tölvutækni hins opin- bera. Þá varð frumvarpið um sér- stakt vörugjald á öli, gos- drykkum og sælgæti að lögum eins og áður hefur komið fram, einnig lög um fæðingarorlof, almannatryggingar og lög um söfnunarsjóð lifeyrisréttinda. Messur í Siglufirði Siglufirði 20. desember. MESSUR um hátíðarnar verða sem hér segir; aftansöngur á aðfangadag klukkan 18 og hátið- arguðsþjúnusta á jóladag klukk- an 14. A jóladag verður haldin guðsþjónusta i sjúkrahúsinu klukkan 16:30. A annan í jólum verður skírn- armessa klukkan 11. Á gamlárs- dag verður aftansöngur klukkan 18 og hátíðarguðsþjónusta á ný- ársdag, 1. janúar 1981, klukkan 14. Fréttaritari í hljómheima Myndin er tekin i húsakynnum hinnar nýju verzlunar að Suðurlands- braut 30. Verzlunin Markmið — ný sérverzl- un með reiðhjól og hjólaskauta tækrar þekkingar sinnar, ekki síður en í fyrra bindi. Rakin eru og kostgæfilega út- skýrð bæði útlend og innlend hugtök tónlistar, sögulega, fagur- fræðilega og skemmtilega. Mikill fengur er að samanburði efnisorða við önnur tungumál, sem í meðför- um ekki eru á hvers manns færi. Þá koma hér og við sögu íslenzk orð og talshættir, sem færðir eru tii uppruna síns, t.d. Vilhjálmur korneis og „að draga seiminn". Fróðleikur er alltaf skemmtileg- ur, og sérhverjum hugsandi manni er hollt að ala með sér fróðleiks- þorsta. Slíkum mönnum er þessi bók sannkölluð svalalind, svo víða er komið við og svo margt nýstár- legt ber á góma, framsett á auðskildu, kjarnyrtu máli. Auk þess sýnist mér textinn vera hrein náma nýyrða. Til augnayndis inniheldur bókin mikinn fjölda fágætra mynda, sem hér hafa aldrei áður sést. Má þar m.a. nefna serenötumyndina frá Luzern með listaverki Thor- valdsens í baksýn. Skýringar myndanna segja í stuttu máli oft ótrúlega mikið, eins og t.d. um J.S. Bach: „Hjá honum fara saman innblástur og úrvinnsla, heilagur eldur listamanns og handverksleg ábyrgðartilfinning kunnáttu- manns.“ Árni Elfar hefur með miklum ágætum teiknað myndir af íslenzkum tónlistarmönnum. Ennfremur prýða nokkrar lit- myndir bókina. Þökk sé dr. Hallgrími Helgasyni fyrir stórkostiegt framtak í þágu menningar og framfara. Með verki sínu hefur hann opnað okkur innsýn í glæstan og göfugan heim, er mörgum hefur til þessa verið lítt kunnur. Einar Markússon OPNUÐ hefur verið ný verzlun í Reykjavík, Verzlunin Markið að Suðurlandsbraut 30. Verzlunin mun hafa á boðstólnum mikið úrval af reiðhjólum fyrir alla aldursflokka, allt frá þríhjólum upp í tíu gíra keppnishjól, en einnig gamaldags fullorðinsreið- hjól. Hjólin sem verzlunin býður eru: ítölsk barnahjól frá Vivi, barna- og fullorðinshjól frá Marl- boro í Englandi og Starnord í Frakklandi. Verzlunin býður einn- ig uppá úrval af hjólaskautum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta verður fyrir öll hjól og hjóia- skauta sem verzlunin hefur á boðstólum. \>«8 N/\OV> ,\o9aS ,Kiá 198^ MVKr' AOOOQ0 50.000 20.000 A0.000 5.000 A.000 500 900.00° 2- 500 450-000 A 80-000 '^720^00 'oiX, ú\ #*** ffMó* {Stttte^verVoT5\öVl I op ooooo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.