Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 47 Jólasveinn - sprellikarl Gauti Hannesson Efnið í jólasveininn er: karton, pappírsklemmur, seglgarn og pappírslím. Lýsing: Límið blaðið með jólasveininum (eða teiknið hann í gegn og límið svo, ef þið viljið ekki skemma blaðið) og öllum útlimum á kartonið og klippið síðan út aila hlutana (eða limina) sem nákvæmast. Gerið síðan smágöt þar sem punktarnir eru á myndinni, en þau eru fyrir seglgarnið og klemmurnar (sjá mynd A). Skegg- ið (B) er klippt út úr venjulegum skrifpappír og límt fast á réttan stað. Jólasveinninn er málaður rauður með þekjulit, en það sem er hvítt á myndinni heldur þó lit sínum (rautt aðeins málað á dökku fletina). Riddarinn í skóginum Einu sinni var enskur riddari. Hann hét Jóhann og var uppi á 8. öld. Dag nokkurn yfirgaf hann þjóð sína og hélt til Þýskalands. Hann langaði til að ferðast gegnum þýsku skóg- ana til þess að boða öllum fagnaðarerind- ið nýja um kærleika I Krists. Fagurt vetrarkvöld | kom riddarinn og fylgdarlið hans að stað einum, þar sem fjöldi kvenna og karla var saman kominn til þess að blóta guðinn Þór. Fólkið ætlaði að halda hátíð og fórna barni til heiðurs guð- inum. En þegar barn- ið var lagt á altari úr eikartré, þusti enski riddarinn fram og leysti barnið. Síðan hjó hann niður „Þrumueikina" eins og hún var kölluð. Þegar eikartréð féll, tók hann allt í einu eftir litlu gren- itré, sem hafði staðið þétt upp við eikina og teygði fallegan topp- inn í átt til himins. Hann sneri sér að fólkinu og sagði: „Upp frá þessu legg ég til, að þetta litla tré verði heilagt tré í hugum ykkar og hjörtum. Tréð verður 1 tákn um frið og eilíft líf af því að það er sígrænt. Toppur þess bendir í átt til himins og minnir okkur á Guð. Við getum kall- að það tré Jesúbarns- • u íns. Eftir þetta var tréð tekið upp með rótum og flutt til næsta þorps til minningar um frið og helgi jól- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.